Nýja dagblaðið - 27.06.1935, Blaðsíða 1
Norræna rithöfundamótið
í Helsingfors
í
Viðtal við Gunnar Gunnarsson
Liður Kínaveldi undir lok?
ÞJóðabandalagið aðgerðalaust. - Bretar daufheyrast.
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJA DAGBLAÐSINS
Kaupm.höfn í júní.
Eins og- kunnugt er, var
Gunnar Gunnarsson skáld full-
trúi Bandalags íslenzkra lista-
manna á norræna rithöfunda-
mótinu í Helsingfors. Er hann
nýkominn aftur hingað heim til
borgarinnar úr þeirri ferð. Hef.
Gunnar Gunnarsson.
ir fréttaritari Nýja dagblaðs-
ins náð tali af honum og spurt
hann frétta af mötinu.
— Meðal annars var rætt
um réttaraðstöðuna milli rit-
höfunda og bókaútgefenda,
segir hann. Er það í fyrsta sinn,
sem rithöfundar og bókaútgef-
endur mætast á rithöfundamóti,
til að rökræða um sameiginleg
málefni. Frá Noregi mætti Har.
ald Grieg forstjóri fyrir „Nprsk
Gyldendals Forlag“ og frá Sví-
þjóð, Thor Bonnier, forstjóri
fyrir „Bonniers Forlag“. Gáfu
þeir báðir til kynna, að þeir
væru því ekki mótfallnir, að
rithöfundar hefðu hönd í bagga
með því hve mörg eintök væru
prentuð af bókum þeirra. Það
er kunnugt, að fyrir hefir kom.
ið, að bókaútgáfufélög — þó
hvorugt þeirra, sem áður er
nefnt — hafa prentað og selt
miklu stærra upplag af bókum,
en þau hafa borgað höfundun-
um fyrir.
Annað mál, sem rætt var á
mótinu, var uppástunga frá
norsku fulltrúunum þess efnis,
að hver sá, er kaupi bækur
skuli greiða aukagjald, sem
renni til rithöfundasamband-
anna. En fulltrúar annara
landa snerust á móti þessari
tillögu og héldu því fram', að
í stað þess að hækka bækurn-
ar í verði, bæri að vinna að því,
að þær lækkuðu í verði.
Einnig kom það fram í öðr-
um málum, sem voru til um-
ræðu á mótinu, að fulltrúar
Norðmanna áttu ekki samleið
með fulltrúum hinna land-
London kL 21J)0 25/6. FÚ.
Nýjar skærur hafa orðið í
Norður-Kína, og hafa þær enn
hleypt illu blóði í Japana gagn-
Manchuriu, og réðust á landa-
mæralögreglu í Manchuriu, eða
Manchukuo. Nokkrir úr lög-
regluliðin féllu í viðureigninni.
Chi Lu, einn af elztu stjórn-
i dag hvað væri urri ástandið
í Norður-Kína.
Hann sagði, að þar væri enn-
þá mikill glundroði, en síðustu
fregnir virtust þó benda til
anna. — Til dæmis gætti
þess, að þegar rithöfundar ann.
ara landa róa að því öllum ár-
um, að tryggja réttaraðstöðu
rithöfundanna innan þjóðfé-
lagsins, álíta Norðmenn að þeir
eigi að vera undantekning
hvað snertir rétt og lagalega
vernd. Eftir því sem ég kemst
næst, eru Norðménn þeirrar
skoðunar, að það, sé ekki mikil-
vægt, hvort rithöfundar njóti
hinna söm'u réttinda og aðrar
stéttir þjóðfélagsins, heldur sé
hitt meginatriðið, að tryggja
aðstöðu þeirra með gjöfum og
styrkjum. Aðstaða Norðmanna
er mér alveg óskilj anleg, því
að viðleitni okkar til að vernda
réttindi okkar, stefnir vitan-
lega að því marki að koma í
veg fyrir misnotkun verka
okkar og að réttur okkar sé
þann veg fyrir borð borinn.
ísland og Beraar-sam-
bandið.
Og þeir rithöfundar, sem
skrifa á íslenzku munu eflaust
vera á sömu skoðun, heldur
Framh. á 2. síðu.
vart Kínverjum. Um 500 kín-
verskir hermenn, segir fregnin,
ruddust yfir kínverska núír-
inn nálægt Tushi-kiu og yfir
landamærin milli Chahar og
Ófriður voflr yfir
Italskir þegnar rýma Abessiniu
Berlin kl. 21.45, 25/6. FÚ.
Eftir því, sem enska blaðið
„Daily Express“ tilkynnir, hef-
ir ítalski sendiherrann í Abes-
siníu, fyrir hönd ítölsku stjórn-
arinnar, gefið öllum ítölskum
ríkisborgurum, sem staddir eru
í Abessiníu, skipun um að
hverfa úr landi innan 10 daga.
Bendir þetta til þess, að ítalir
muni nú ætla sér að láta skríða
til skarar innan skamms þar
suðurfrá.
London kL 16, 26/6. FÚ-
Mr. Anthony Eden hefir
undanfarið verið í Róm til að
ræða utanrikismálin við Musso-
lini, en fór þaðan í dag, áleiðis
til Parísar. Þótt vitað sé nú,
að hann hafi rætt við Musso-
lini um Abessiníumálin, er það
ekki kunnugt, hvað þeim’ hefir
farið á milli um þau mál, að
öðru leyti en því, að Mussolini
á að hafa sett skýrt fram mál-
stað ítala, svo að Mr. Eden
getur nú sagt ensku stjórninni
nákvæmlega frá allri afstöðu
ítala.
En manna á mili er álitið, að
Mussolini hafi sett fram þrenn-
ar kröfur:
1. Að ítalir skuli hafa rétt
til þess, að framfylgja frið-
samlega eignarhaldinu á ný-
lendum sínum í Afríku.
2. Um rétt Itala til þess að
fara um í Abessiníu til þess að
byggja vegi og brýr og stofna
skóla.
3. Um rétt ítala til þess að
hafa góð áhrif á menningu
landsins.
Af Abessiníumálunum er
það annars að segja, að enska
stjórnin hefir ákveðið, að full-
trúi hennar í Abessiníu skuli
vera kyrr þar, en annars var
það í ráði, að hann fengi orlof
um þessar mundir.
Sáttanefndin í deilum Itala
og Abessiníumanna er sezt á
rökstóla í Haag.
Hluti aí kínverska múrnum.
málamönnum Kína í Canton-
ríki, gerði í dag mjög harðvít-
uga árás á Japana, Þjóðabanda-
lagið og Nanking-stjómina.
Iíann kvað Japana fyrst og
fremst hafa rofið níu-velda
samninginn með aðgjörðum
sínum í Manchuriu og Jehol;
þar næst hefði Þjóðabandalag-
ið látið þetta viðgangast, og
loks hafði Nanking stjómin
lagt allt Kínaveldi í hættu, með
því að veita Japönurú ekki við-
nám, og kvað hann ekki annað
fyrirsjáanlegt, en að Kínaveldi
væri þá og þegar úr sögunni,
ef þessu héldi áfram.
London kl. 16, 26/6. FÚ-
Enski utanríkismálaráðherr-
ann var spurður þess í þinginu
þess, að misklíðin út af kín-
verskum og japönskum hags-
munurn væri nú að jafnast, og
ástandið því nokkru' rólegra en
áður. Ráðherrann sagði enn-
fremur, að eftir því sem bezt
yrði vitað, hefði ekki verið
hróflað enskum hagsmunum
eða réttindum’ og væri þess
vegna engin ástæða til þess, að
Bretar létu málið til sín taka.
Ennfremur var ráðherrann
spurður þess hvort Japanai
hefðu gefið nokkura tryggingv
fyrir því, að réttur annara
þjóða yrði ekki fyrir borð bor-
inn í Norður-Kína. Hann svar-
aði því, að þetta atriði hefðí
ekki þurft að athuga vegna
þess, að engar árásir hefðr
verið gerðar á þessi réttindi.
Aðalfundur S. I. S.
Þrem nýjum félögum veitt innganga
Aðalfundúr Sambands ísl.
samVinnufélaga var settur í
gær. Sækja fundinn rúmlega
40 fulltrúar víðsvegar af land-
inu.
I gær fór fram kosning á
starfsmönnum fundarins. Var
Sigurður Bjarklind kaupfélags-
stjóri kosinn fundarstjóri og
Þorsteinn Jónsson kaupfélags-
stjóri til vara. Ritarar voru
kjömir Hólmgeir Þorsteinsson
Hrafnagili og Karl Kristjáns-
son, Húsavík.
Auk þess fór fram rannsókn
kjörbréfa, kosning nefnda og
inntaka nýrra félaga.
Höfðu þrjú kaupfélög sótt
um inngöngu, Kaupfélag Stöð-
firðinga, Kaupfélag Fáskrúðs-
firðinga og Samvinnufélag
Dalahrepps. Var innganga þess-
ara félaga samþykkt.
í dag hefst fundur kl. 9Vi
árdegis og gefur þá forstjórinn
skýrslu um efnahag og rekstur
Sis á síðastl. ári.