Nýja dagblaðið - 09.07.1935, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
8
nýja dagblaðið
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar:
Gísli Guðmundsson,
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Ritstjórnarskrifstofurnar
Laugv. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Austurstr. 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
I lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Hverjir annast
innflutningsverzl-
unfna?
Sala innflutningsdeildar Sam.
bands ísl. samvinnufélaga hafði
samkvæmt skýrslu, sem for-
stjóri þess gaf á nýafstöðnum
aðalfundi Sambandsins aukizt
á árinu 1984 um 40% frá árinu
áður.
Út af þessu hafa íhaldsblöð-
in í Reykjavík rokið upp með
írafári og telja að nú sé fundin
skýringin á gjaldeyrisvandræð-
unum!
Og jafnvel telja þau að ráð-
andi flokkar og gjaldeyris-
nefndir séu í einhverskonar sök
út af þessu.
Sala innflutningsdeildar Sam.
bandsins hefir verið þessi und-
anfarin ár:
1930 7.4 milj., 1931 5,7 milj.,
1932 3,6 milj., 1933 4,8 milj.,
1934 6,7 milj.
Þegar verðfallið skall yfir
landbúnaðarvörurnar 1931 og
1932, þá sýndu samvinnumenn-
irnir í landinu, að þeir vildu
veita viðnám og tókst þá með
sjálfsafneitun, sem kaupmenn
og heildsalar í Reykjavík
þekkja lítið til, að minnka þá
innflutning sinn um meir en
helming, miðað við árið 1930.
Þá er þess enn að geta, að
Sambandið og kaupfélögin
flytja á þessum! árum að kalla
einvörðungu brýnústu lífsnauð-
synjar, meðan kaupmenn og
heildsalar virðast leggja hina
mesta áherzlu á að kría út
sem mestan gjaideyri fyrir þá
vöru, sem miður er nauðsynleg
og þolir þá jafnframt meiri
álagningu.
I þessu efni er ástæða til að
geta þess, að nauðsynjavöru-
verzlun Sambandsins er í hröð-
um vexti, einkúm til sveita-
fólks, og sönnun þess er m. a.,
að á síðasta ári var 82% af
öllu fé, sem rekið var til slátr-
unar í verzlanir, slátrað hjá
samvinnufélögum, en aðeins
18% hjá kaupmannaverzlun-
um.
Þá má enn geta þess, að í
hinni umgetnú sölu innflutn-
deildar Sambandsins, eru með-
taldar allar innlendar iðnaiðar-
vörUr, sem það útvegar félög-
unum. Er óhætt að fullyrða að
einmitt samvinnumennirnir
hafi reynzt hinum ungu og
óþroskuðu, innlendu iðnfyrir-
tækjum sízt lakari viðskipta-
menn, en kaupmennirnir, og
viðskiptin við þaú hafi því far-
ið hlutfallslega vaxandi.
Einnig er í þessari umræddu
Endurskoðun viðskipta-
samninga við Nortg frá 1932
KI æða verksmiðj an
6EF JUN,
í
Fyrir nokkrum dögum' var
]>að samþykkt á fundi utanrík-
ismálanefndar, að leita sam-
komulags um það við Norð-
menn, að viðskiptasamningur-
inn frá 1932 verði endurskoð-
aður. Út af þessu birtir Al-
þýðublaðið tvær greinar í gær,
sem eru með fádæmum gleið-
gosalegar og fullar af rang-
færslum. Má það furðu gegna,
að núverandi utanríkisráðherra
líði blaðinu slíkt framferði.
þar sem hann virðist þurfa að
leita töluvert mikið til þ’eirra
manna, um aðstoð við milli-
ríkjasanfninga, sem Alþ.bl. fyr
og síðar brigslar um landráð í
sambandi við norska samning-
inn.
Alþ.bl. segist svo frá um
tolllækkun á íslenzku saltkjöti
í Noregi, að „innflutningur
þess var bundinn við visst há-
mark ár hvert og fer það há-
mark lækkandi frá ári til árs,
þannig, að þar kemur að lokum
að þessi markaiður verður okk-
ur með öllu lokaður“.*>
fjárhæð innifaldar 262 þús.
kr., andvirði vai’a, sem! Sam-
bandið hefir keypt á árinu
1934 frá heildsöluverzlunum í
Reykjavík, og hafði þessi liður
ekki numið nema 65 þús. kr.
árið áður.
En það sem kátbroslegast er
í þessu síðasta frumhlaupi
Morgunblaðsins er það, að
allt árið 1934 þurfti engin leyfi
fyrir langmestum hluta þeirra
vara, sem1 Sambandið flutti inn
á þessu ári!
Svo ekki getur verið gjald-
eyrisnefndina um að saka.
Það er ekki fyr en á þessu
ári, sem sækja, þarf um inn-
flutnings. og gjaldeyrisleyfi
fyrir öllum vörum.
Formaður gjaldeyrisnefndar
sannaði nýlega, að um vefnað-
arvöruinnflutning á þessú ári
hefðu samvinnufélögin ekki
fengið nema helming á við
kaupmenn, miðað við félaga-
fjölda.
Allur innflutningur til lands-
ins s. 1. ár hefir numið úm 50
milj. króna. Samvinnufólkið í
landinu er um þriðjungúr þjóð-
arinnar.
Og svo leyfa kaupmennirnir •
sér að láta blöð sín hefja árás-
ir út af því, að öll sala inn-
flutningsdeildar Sambandsins,
að innlendum iðnaðarvörum
meðtöldum og vöruiú, sem
jafnvel keyptar eru hjá þeim
sjálfum, skuli nema áttunda
hlúta af innflutningsverzlun-
inni.
Slíkt ofstæki hlýtur að leiða
til þess, að þess verðí ekki
langt að bíða, að innflutnings-
hlutföllin verði samvinnumönn-
unum í landinu hagstæðari.
En að það sé vilji almenn-
ings, sýndu meðal annars síð-
ústu alþingiskosningar.
*) Leturbr. hér.
Hér er fai’ið með bláber og
vísvitandi ósannindi. Hið inn-
flutta kjötmagn lækkar smátt
og smátt, unz það er komið
niður í 672 tonn (6000 tn.) og
lielzt úr því óbreytt.
Þá er frá því skýrt „að ýms-
ar þjóðir hafi komið auga á
þau fríðindi, sem Norðmenn
hafa hlotið hér fyrir flota
sinn“. Hverjar eru þessar
ýmsu þjóðir“ og hvaða fríð-
indi „heimta þær í skjóli
norska samningsins“ ? Geti
blaðið ekki tilgreint óræk dæmi
þessu til sönnunar, verður að
skoða þetta sem hvert annað
fleipur.
Framkoma Alþýðublaðsins
út af norska samningnum hef-
ii- verið mjög fáránleg. —
Skömmu áður en samningurinn
var gerður, eða á Alþingi 1932,
bar núverandi utanríkisráð-
herra, Har. Guðm., ásamt Sv.
Ólafssyni, fram frumvarp um
,.að leyfa nokkrum útlendum
veiðiskipum að landsetja salt-
fisk til sölu, eða verkunar í
verstöðvum austa.nlands“ og
... „að leggja á land hæfilegan
forða af kolum og salti í þarf-
ir skipanna meðan þau land-
setja fiskinn“. (Þingskjal 442,
1932).
Sami þingmaður, ásam't J.
Ól. og H. St., báru á sama
þingi fram1 frumvarp úm að
leyfa erlendum manni að reisa
síldarverksmiðju á Seyðisfirði
og veita eigandanum leyfi til
að kaupa síld af erlendum síld-
veiðaskipum í 10 ár. Ennfrem-
ur að leyfa nokkrum1 erlendum
síldveiðiskipum að landsetja og
láta, verka afla sinn eða hluta
hans. (Þingskj. 446 og 650,
1932).
Þetta vildú nú þeir háu
herrar í Alþýðuflokknum gera
endurgjaldslaust, á þingi 1932,
en á næsta þingi á eftir, virð-
ist þeim hafa snúizt svo hugur,
að þeir bölsótast út af við-
skiptasamningnum við Norð-
menn, sem þó ekki hafði inni
að halda nein veruleg fríðindi
Norðmönnum til handa, og sízt
nokkuð í námunda við uppá-
stungur þeirra 1932, en samn-
ingurinn gaf hinsvegar Islend-
ingum nokkur fríðindi í toll-
lækkun kjötsins.
Til að fyrirbyggja misskiln-
ing vil ég taka fram, að ég álít
rétt, að samningurinn við
Norðmenn verði endurskoðað-
ur. Síðan hann var gerðurhafa
orðið miklar breytingar á við-
skiptaháttum og samningum
þjóða á milli. Er því líklegt,
að af þeim ástæðum náum við
hagfelldum breytingum á
samningnum. Og þá ætti það
ekki að spilla fyrir, að þeir Al-
þýðuflokksmenn hafi hönd í
bagga um samningagerðina. —
Hinsvegar er ég þeirrar skoð-
unar, að skrif Alþýðublaðsins
ins nú sé bj arnar-greiði við
Harald Guðmundsson, og á-
reiðanlega til ógagns fyrir
framleiðir beztu innlendu fataefnin.
Á saumastofunni í Reykjavík eru saumaðir allskonar
karlmannafatnaðir og frakkar.
Drengjaföt og pokabuxur er afgreitt með mjög stuttum
fyrirvara. Auk þess eru drengjaföt og pokabuxur ávalt
fyrirliggjandi og það af öllum stærðum og gerðum.
Ferðateppi, band og lopi löngu viðurkennt fyrir gæði.
Saumum eftir aðsendum málum.
Tökum ull í skiftum fyrir vörur.
Sendum hvert á land sem er gegn póstkröfu.
GEFJUfl, Laugaveg 10
Bimi 2838.
Það er ekki af tilviljun að alltaf er fullt hús hjá
Bjarna Björnssyni
Og vegna þess hvað margir urðu frá að hverfa á síð-
ustu skemmtun verður þingmálafundurinn endurtekinn
samkvæmt vilja kjósenda á morgun (miðvikudag) í
Iðnó klukkan 9.
Aðgöngumiðar frá 4—7 í dag og eftir 1 á morgun.
Sími 3109.
málstað íslendinga. En Alþýðu- ;
blaðið virðist lítið hirða urnl 1
það. Fyrir því virðist það aðal-
atriðið, að þyrla upp moldviðri
í hverju máli, sem það álítur |
að geti orðið flokki þess til
framdráttur í svipinn, þótt af-
leiðingarnar síðar meir geti
orðið þjóðinni í heild til ófarn-
aðar og þá Alþýðuflokksmönn-
um engu síður en öðrum.
Alþýðublaðið virtist ekkert
óánægt með viðskiptasamninga
þá, sem giltu milli Norðmanna
og íslendinga fram að 1932.
Má því ætla, að í þess augum
hafi þeir verig góðir. Án þess
að lengja mál mitt mjög mik-
ið, skal gerður nokkur saman-
burðúr á viðskiptunum1 við
Norðmenn fyrir 1932 og næsta
ár á eftir.
Fyrverandi forsætisráðherra
Ásgeir Ásgeirsson fól Bryn- |
jólfi Sveinssyni kennara á Ak- !
ureyri, að hafa eftirlit með því
sumarið 1933, að Norðmenn, !
sem síldveiðar stunduðu hér |
við land, ekki brytu samning- '
inn. Gaf Br. Sv. skýrslu um !
eftirlitið 15. sept. 1933. Vil ég i
ráða ritstjóra Alþ.bl. að kynna
sér skýrsluna, en skal aðeins }
benda á eftirfarandi atriði, j
sem tekin eru úr skýrslunni: |
„Af þessum flota seldu 31 skip !
afla í land. Ekkert þeirra mun þó ;
liafa selt nema nokkurn hluta .
veiði sinar og mörg mjög lítið. Öll ^
þessi síld, að kalla mó, var seld ,
bræðslunum í Raufarhöfn og i
Krossanesi.
Aðeins 3 skip seldu nokkrar
tunnur til söltunar.
Er það minna en nokkurn tíma
áður( að kdfínugra manna sögn.
Var að vísu lítið um þó sölu í
fyrra, en þó heldur meira en nú.
þá reyndi ég að grennslast eftir,
hvort ekki væri norsk veiði sölt-
uð af islenzkum mönnum „(lepp-
um)“ og hygg ég að fullyrða
megi, að svo var alls ekki, að
minnsta kosti við Eyjafjörð og
Siglufjörð, en þar er, svo sem
kunnugt er, miðstöð síldveiðinnar
og mest hætta á slíku".
„Að þessu sinni hafði „Ægir"*)
ekki gert fastan samning við
nokkurt norskt skíp. Er það ný-
lunda, því að jafnaði mun verk-
smiðjan hafa haft allmörg samn-
ingsbundin norsk skip“.
„Talsvert var ieitað hófanna um
það af Norðmönnum, að fá að
setja í land tómar tunnur til
geymslu fyrri hluta síldveiða-
tímans, gegn greiðslu á lögboðn-
um tollum. Mun einstöku skipum
hafa vorið leyft þetta lítilsháttar
undanfarin ár („velvillig Fortolk-
ning“), en nú var þvertekið fyrir
það með öllu. Olli þetta talsverðri
óánægju hjá Norðmönnum, er
leggja að von mikla áherslu á að
losna við nokkuð af tunnum frá
borði, meðan þeir veiða í bræðslu“.
„í Krossanesi unnu í sumar um
50 islenzkir menn og 6 norskir."
Ég’ tilfæri ekki fleiri dæmi
úr skýrslunni. En meðal ann-
ara orða: Hvernig er eftirlitið
með síldveiðum Norðmanna í
sumar ? Jón Árnason.
*) Síldarverksmiðja í Krossanesi.