Nýja dagblaðið - 09.07.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 09.07.1935, Blaðsíða 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ Tímhurkaup. TimburverzL Skógur hefir, sem stendur, allar tegundir af húsatimbri. Nýjar birgðír. 1, íiokks vörur. Lægst verð. Dragið ekki að ákveða timburkaup þar til birgðirnar eru þrotnar, sem verður mjög bráðlega. H.f. Timbuitverzl. Skógur Skrifstofa Hafnarstræti 19. — Sími 4799. Afgreiðsla við Mýrargötu. — Sími 4231. LjósmæðraskóH Islands Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngrí en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsu: hraustar (heilbrigðisástand verður nánar athugað í Lands- spítalanum). — Konur, sem lokið hafa héraðsskólaprófj eða gagnfræðaprófi, ganga fyrir öðrum. — Eiginhandar umsókn sendist stjórn skólans á Landspítalanum fyrir 1. september. Umsókninni fylgi aldursvottorð, heilbrigðisvottorð og próf- vottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Landspítalanum, 8. júlí 1935. Cfruðm. Thoroddsen. Dömur! Nú eru silkisokkarnir komnir í miklu urvali, á 2,90 og ekta silkisokkar. mattir, á 3,75, ljómaodi fallegir, Parísarbúðin, Hafnarstræti 7, sími 4266. Il-H skilvindurnar eru ætíð þær beztu og sterkustu, sem fáanlegar eru Nýj- asta gerðin er með algerlega sjálfvirkri smurningu, og skálar og skilkarl úr ryðfríu efni. Samband isl. samvinnufélaga. Allsherjarfundur Landssambands norskra bænda FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS Oslo í júlí. Undanfarið hefir landsfund- ur Landssambands norskra bænda (Norges Bondelag)stað- ið yfir í Stavanger. Voru mörg þúsund bændur frá öllum Nor- egi mættir á móti þessu. Auk þess voru þar, sem boðsgestir, nokkrir íslendingar og 32 Fær- eyingar, allir klæddir þjóðbún- ingum sínum. Joannes Paturs- son kongsbóndi, var fyrir Fær- eyingum. Formaður Landssam- bands norskra bænda, Mellbye fyrrum ráðherra, bauð Færey- inga og íslendinga velkomna með ræðu. Sér í lagi var Jo- annesi Paturssyni vel fagnað. Án þess að það væri beinlínis sagt á mótinu, kom1 það greini- lega í ljós, að Landssamband norskra bænda lítur méð full- urú samhug til nánari sam- vinnu milli Norðmanna og Færeyinga. í ræðu, sem Jo- annes Patursson flutti, sagði hann, að Færeyingar gætu aidrei né vildu gleyma gamla landinu (Noregi). Norski pró- fessorinn, Mohn, sem flutti ræðu fyrir minni Færeyja, komst m. a. svo að orði, að Færeyingar hefðu enn ekki unnið sinn 1905-sigur. — Eins og kunnugt er, slitu Norðmenn sarhbandi við Svía það ár. — En í baráttu sinni, sagði pró- fessorinn ennfremur, mega Færeyingar vera þess fullviss- ir, að Norðm'enn munu láta þeim í té alla þá velvild og stuðning, sem þeir mögulega geta. Landssamband norskra bænda krefst þess að Kielar-samningurinn verði endurskoðaður. Annars er það fullkomlega athyglisvert, að landsfundur- inn samþykkti í einu hljóði og með miklum fagnaðarlátum, að skora á ríkisstjórnina. og Stórþingið að beita sér fyrir endurskoðun Kielarsamnings- ins „að því leyti er snertir þann ójöfnuð, að Grænland samkvæmt samningi þessuin er skilið frá Noregi“. Enn- frem'ur segir svo í þessari samþykkt, að „með þjóð vorri er ekkert sem vekur sterkari kenndir um fornan órétt, sem og- framtíðinni ber skylda til úr að bæta“. Dr. Smedal, sem þekktur er a.f Grænlandsdeilunni, flutti fyrirlestur á landsfundinum um Grænlandsmálið. Sagði I hann m. a., að dómurinn í Haag 1933 hefði einungis snert land Eiríks rauða. Þess vegna hefði hann ekki tekið þann rétt frá Norðmönnum, að bera fram þá kröfu við Dani, að Kielarsam'ningiu’inn verði end- urskoðaður. Lauk dr. Smedal máli sínu með því að segja, að Danir yrðu fyrst að sanna að þeir væru fúsir til að bæta Norðmönnum gerðan órétt, áð- ur en Norðmenn gætu af al- vöru stutt kröfu Dana um sam- vinnu Norðurlanda, með það fyrir augum, að Danir geti bet- ur varið landamæri sín að sunnan. Stefnuskrá landssam- bandsins, sem miðar að því, að Norðmenn verði sjálfum sér nógir. Auk samþykktarinnar um Grænlandsdeiluna, samþykkti fundurinn fjölmörg stefnu- skráratriði til eflingar at- hafnalífinu og framleiðslunni í landinu, en sérstaklega innan landbúnaðarins. „Það verður að auka framleiðsluna“, segir í greinagerðinni, „svo að hægt verði að jafna þann halla, sem orðið hefir vegna innflutnings á nauðsynj avörum“. Helztu at- riðin í stefnuskrá landbúnað- armálanna fara, hér á eftir í íáum dráttum: Vinna að auk- inni kornrækt, skipuleggja verzlun norskra skinna, húða og ullar. Halda áfram að skipu- leggja verzlun og verð land- búnaðarafurðanna, fá styrk frá ríkinu til nýbýlaræktar við sjávarsíðuna, svo að sjómenn geti stundað jarðrækt. Nýbýla- byggj endur, sem vilji margir í hóp taka stór óræktuð land- svæði til ræktunar, skulu fá landið ókeypis. óræktað land og ræktanleg skógarsvæði, sem eru í eign ríkisins, skal láta af hendi og skipta. niður í sma- býli og taka til ræktunar, koma á slysatryggingu fyrir verka- menn, sem vinna að landbún- aði, vinna, að hagkvæmari að- stöðu fyrir hið upprennandi bændafólk, alla skólafræðslu skal miða við starfslíf heim- ilanna. og með hliðsjón af þjóð- menningu okkar, en sér í lagi til að auka þekkinguna á fram- leiðslumöguleikum þjóðarinnar. Að þegar komi til framkvæmda hin nýafgreiddu norsku lög um æðri skóla, svo sveitirnar geti fengið þá skóla, sem bezt hæfa þeim. Offramleiðsluna á smjöri ber að nota í landinu sjálfu o. m. a. á þann hátt, að fiski. og hvalveiðaflotinn fái smjör með útflutningsverði. Kjör þeirra verkamanna, sem vinna við landbúnað verða bætt með föstum taxta. Ennfremur er svo komizt að orði í stefnuskrá Bændasam- bandsins: Bæta skal kjör verkamanna, sem vinna að jarðrækt og skógarhöggi, þann- ig að reynt verði að fastákveða verkalaun þeirra eftir grund- vallarreglugerð um verkalaun í einstökum héruðum og að þeir fái einnig uppbót í samræmi við það, hvaða verð fæst fyrir landbúnaðarafurðir og timbur. Þau framleiðslusambönd, sem eru stofnuð innan landbúnaðar- ins eða fiskveiðanna, skulu svo sem önnur fjármálasamtök, hafa sjálfstjórn undir eftirliti ríkisstj órnarinnar. Fiskveiðar og fleira. Bændasambandið gerði það að tillögú sinni, að til þess að auka kunnáttu þeirra manna, sem stunda fiskveiðar, sé stofnaður fiskveiðaháskóli, sem starfi í nánu sambandi við haf- rannsóknirnar og verzlunarhá- skólann. Ennfremur að stofnuð verði sérstök stjórnardeild, sem hafi fiskveiðamálin með höndum', að ríkið leggi fram fé til byggingar frystihúsa á ver- stöðvum, þar sem skipaleiðir og járnbrauta mætast, að hag- kvæmari reksturslán fáist til fiskverzlunarmiðstöðvar og að bæði útflutningur síldar og inn- anlandsverzlunar og auk þess fiskverzlunin verði skipulögð þannig að sjómönnunum sé tryggt sannvirði fyrir vinnu sína. Meðal annara stefnuskrár- atriða,, sem samþykkt voru á landsmótinu, má nefna, að inn- flutning þeirra vara, sem Norðmenn framleiða sjálfir og eins hinn óhagstæða verzlun- jöfnuð skal hindra með inn- flutningsbönnum| og höftum í samræmi við tilsvarandi tak- markanir í öðrum löndum. Einnig kom fram á mótinu ákveðin krafa um að haft sé strangt eftirlit með því, að nú- gildandi refsilögum um fóstur- eyðingar sé fylgt fram. Enn- fremur að vinna ákveðið að aukinni bindindisstarfsemi. Sökum þess, að útlit sé fyrir að fækkun barnsfæðinga verði Norðmönnum til hnekkis innan skamms ef ekkert er að gert, krefst Bændasambandið þess, að stefnt verði að því marki að bæta sem mest afkomu fjöl- skyldumanna. Sér í lagi verði tryggt að fólkinu geti fjölgað í sveitunum, — þar fari fram endurnýjun hraustrar þjóðar. Nygaardsvold forsætis- ráðherra er mótfallinn stefnu Bændasambands- ins í Grænlandsmálinu. Johan Nygaardsvold for- sætisráðherra, hefir haldið ræðu um þá ákvörðun Bænda- sambandsins, að krefjast þess að Kielarsamningurinn verði Framh. á 4. síðu. ad ná í miða.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.