Nýja dagblaðið - 14.08.1935, Page 2

Nýja dagblaðið - 14.08.1935, Page 2
2 NÝJA DAGBLAÐI8 I' eykfairik 1“® |kareyri A tveím dögum: Alla þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga A einum degi: (hraðferðir) um Borgaraes á þriðjudögum og föstudögum. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir til Austfjarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Hólmavík - Dalir - Raykjavik Hraðterðír um Borg&rnes Til Hólmavíkur um Búðardal, Ásgarð, Stórholt á þriðjud. Frá Hólmavík um sömu staði á fimmtudögum. Til Búðardals, Asgarðs og Stórholts á föstudögum. Audrés M&gnússon. er viðurkeimt að fuilnægi hinum ströng- ustu kröfum. YOUNG’S baðduft: Drepur algerlega lús og annan óþrifnað. YOUNG’S »Red Label Pagte«-baðlyf: Auk þess að lækna kláða og drepa öll snýkjudýr, hefir það þann mikla kost, að að útrýma algerlega nit (færilúsaeggjum) YOUNG’S „Springbok“-baðlyf: Er fram- úrskarandi gott til allra venjul. notkunar. Allar nánari upplýsingar gefur Samband isi. samvinnufélaga Búið tii hjá: Robert Young & Company Limited, Glasgow, Scotland. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju kaffibætir. :Íi§l§j . ' • ' Utan úr heimi Verzlun og viðskipti FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS Kaupm.höfn í júlí, Nýir verzliuiarsamn. ingar. Nýlega hefir verið gengið frá nýj um verzlunarsamningi milli Svíþjóðar og Bandaríkj- anna. Samkvæmt samningnum, sem gildir til þriggja ára, gefa, Svíar Bandaríkjamönnum tolla- ívilnanir á 64 vörutegundum. Er um mjög bætt kjör að ræða fyrir innflutning frá Banda- ríkjunum og m. ,a. er tollurinn á söltuðum og sykursöltuðum laxi og silungi, felldur burtu og eins er úr gildi numinn inn- flutningsaukatollur sá á eplum, sem lögfestur var 1932. En mikilvægustu fríðindin, sem Svíar fá samkvæmt samningi þessum, er tollfrelsi fyrir sul- fatsellulose, sulfittselluose og sænsk brauð (sjúkrabrauð), sem Svíar flytja til Bandaríkj- anna. Innflutningurinn á þessum þremur vörutegundum frá Svíþjóð til Bandaríkjanna narn 1924 22.6 millj. dollurum eða, 66% af öllum útflutningi Svía þangað. Auk þessa lækka Bandaríkjamenn innflutnings. toll á fjölda sænskra vara, m!. a. á járni og stáli. Yfirleitt er álitið, að þessi nýi verzlunarsamningur sé Svíum mjög hagkvæmur. 1 sambandi við þetta má geta þess, að Roosevelt forseti hefir sagt, að Bandaríkin séu fús til að veita innflutningsfríðindi á vörum frá þeim löndum, sem gefi hagstæðust kjör á út- flutningi frá Bandaríkjunum. Álitið er að nýi verzlunar- samningurinn, sem 13. júlí var undirskrifaður milli Banda- ríkjanna og Sovét-Rússlands, muni þrefalda verzluna,rvið- skipti milli hlutaðeigandi landa. Samkvæmt samningnum skuld- binda Rússar sig til þess þegar á fyrsta ári, að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir alls 30 millj. dollara. Aftur á móti skuldbinda Bandaríkjamenn sig til að veita Rússum öll hin sömu fríðindi og þeir hafa áð- ur veitt Svíþjóð, Belgíu og Haiti í gerðum verzlunarsamn- ingum við þessi lönd. Auk þess verða Rússar aðnjótandi allra sömu samningsbundinna hlunn- inda, sem Bandaríkj amenn kunna að gefa öðrum þjóðum í framtíðinni. Bætt fjárhagsviðhorf í Bandaríkjunum. Þess er getið í fregnum frá New York, að Bandaríkjamenn hafi aldrei, síðan kreppan skall yfir, litið með eins mik- illi bjartsýni á fjármálaástand- ið og einmitt nú. Er ráð fyrir því gert, að framleiðslan í haust muni verða miklu meiri heldur en nokkru sinni fyr, síðan 1929. Til merkis um vaxandi bjartsýni Bandaríkja- manna í fjármálum, má nefna ]mð, að fyrstu 6 mánuði þessa árs voru húsabyggingar 84% meiri heldur en á sama tíma í fyrra. Það liefir borið góðan árang- ur, að ríkisstjórnin í Banda- ríkjunum hefir lagt fram V2 milljarð dollara lán til fjög- urra ára og aðeins með l3/s% vöxtum. Til þessa hefir stjóni- inni boðist sex sinnum mjeira fé til láns en boðið var út. Saltfisksala Færeyinga. — Nýjar fyrirætlanir. í þeim tilgangi, að athuga með hverjum hætti væri hægt að örfa framleiðslu Færeyinga, sendi danska landssambandið, Dansk Arbejde, sendinefnd til Þórshafnar 23. júní í sumar. Þessi sendinefnd er nú komin heim aftur úr þessum leiðangri, Einn nefndarmanna, hr. Ro- bert Einfeldt, sem er ritari félagsins Dansk Arbejde, seg- ir, að nefndin hafi lofað Fær- eyingum, að Danir skyldú vinna að eflingu heimilisiðnað- arins í Færeyjum. Auk þess hafði nefndin lofað að athuga hvaða möguleikar væru til að auka sölu á færeyskum salt- fiski. Þótt margir álíti, að litlar líkur séu til þess, að hægt sé að auka sölu á fær- eyskum saltfiski, þá er sendi- nefndin miklu bjartsýnni í því efni. Hefir hún á prjónunum' ýmsar ráðagerðir um þessi mál og vonar að geta innan skamms komið fram með all- víðtækar tillögur, sem miðað geti að auknum markaði og þar með að aukinni sölu á fær- eyskum saltfiski. Fjárhagsvandræðin í Hollandi. Samkvæmt yfirlitsskýrslu um utanríkisverzlun Hollend- inga síðustu fjögur árin, hefir óhagstæður verzlunarjöfnuður þeirra numið eins og hér seg- ir: Árið 1931, 46 milj. gyllinum, 1932 76 millj., 1933 58 millj. og 1934 73 millj. gyllinum. Út- flutningur 1931 nam 352 millj., 1932 293 millj., 1933 279 millj. og 1934 268 millj. gyllina. Samkvæmt vikuuppgjöri hol- lenzka þjóðbankans 22. júlí, hafði bankinn þá meiri gull- forða til ígripa heldur en nauð. syn bar til eftir þeim1 skuld- bindingurrl, sem hann hafði gengið í. Fyrstu dagana eftir &ð ríkisstjórnin fór frá völdum og örðugleikar voru á uin myndun nýrrar stjómar, voru útborganir bankana samt mjög miklar. Er talið að þær hafi numið nálægt 175 millj. gull- gyllina. Eins og nú horfir við, er það álit margra færustu fjármálafræðinga heimsins, að það sé mjög vafasamt hvort Holland geti haldið uppi nú- verandi gullgengi sínu. Tala atvinnulausra manna í Hollandi 31. maí þ. á., var 855 þús., en 295 þús. manns á sama tíma í fyrra. Stóraukin fjáihagsvand- ræði ítala. Gjaldeyrisvandræði Itala, sem í fyrra leiddu til. þess að frjáls gjaldeyrisverzlun var afnumin þár í landi, hafa stórum aukizt að undanförnu. Þrátt fyrir inn- flutningshöftin, er verzlunar- jöfnuðurinn mjög óhagstæður. Fyrstu sex mánuði þessa árs nam verðmæti útfluttra, vara 2421 millj. líra, en innfluttra 3803 millj. líra. Þessi stór- aukni halli utanríkisverzlunar- innar er í beinu sambandi við stríðsundirbúning Itala á móti Abessiníu, því að orðið hefir að upphefja innflutningshöft og bönn á mörgum vöruteg- undum til að fullnægja þörf- inni og eins til að örfa, fram- leiðsluna. Þetta hefir jafn- íramt höggvið skarð í gull- forða þjóðbankans, því að ekki hefir tekizt að fá lán sem nemur auknum greiðslum. í fyrra minnkaði gullforði bank- ans úr 7105 millj. líra í 5811 rnillj., og var stöðugur þar til 10. júní í ár, en hefir í síðasta mánuði lækkað niður í 5524 rnillj. líra. ^ Álitið er að mjög þverrandi ferðamannastraumur til Ítalíu eigi einnig nokkurn þátt í yf- irstandandi fjárhagsvandræð- uml Áður fyrr voru tekjur þjóðarinnar af komu útlendra ferðamanna að meðaltali 2500 millj. líra á ári, en eru! nú að- eins V3 þeirrar upphæðar. Bætt aðstaða atvinnu- veganna í Englamdi. Á sama tíma og opinberar skýrslur flestra landa bera vott um vaxandi fjárhagsvandræði, verður ekki betur séð heldur en viðhorfið fari stöðugt batn- andi í Englandi. Fyrstu sex mánuði þessa árs nam allur útflutningur Englendinga 17 nJillj. punda meira heldur en á sama tíma, í fyrra. Sér í lagi hefir aukizt útflutningur á allskonar véluml Ennfremur fer gengi enska verzlunarflotans stöðugt vax- andi og tildæmis má nefna það, að Rússar hafa á þessu ári tekið helmingi fleiri ensk skip á leigu til flutninga, heldur en á sama tíma í fyrra. Smasöluverzlunin í Englandi hefir síðustu fimm mánuðina aúkizt um 4,5% frá því á sama tímabili í fyrra. B. Undlrfðt allskonar saumuð aftir nýjuatu tízku. Til gýnis í Hárgreiðslustofunni Perlu Bergst.str. 1. Símí 8806.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.