Nýja dagblaðið - 14.08.1935, Page 3
NÝJA BAGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLA8IB
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h-f.“
Ritatjórar:
Gísli Guðmuniisaow,
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Ritstjóm&rakriistofumar
Laugv. 10. Símar 4373ocZ3B8.
Afgr. og auglýsingaakriíatofft
Austuntr. 12. Simi 2323.
Áskriftargj&ld kr. 2,00 á mán.
í lausaaðlu 10 aura eint.
PrenUmiðjan Aeta.
Elokaréttur á fjélon
Morgu-nblaðið í gær er í mjög
súru skapi út af því, að blaða-
menn hjá Politiken virðast
hafa misskilið samtal við Her-
mann Jónasson forsætisráð-
herra á þá leið, að „skálin“ í
Geysi hefði verið þur áður en
hann byrjaði að gjósa á dögun.
um. Segja þeir, að þetta hljóti
að byggjast á því, a,ð forsæt-
isráðherrann hafi sagt svona
frá. En auðvitað gat hvorki
honum né öðrum, sem komið
hafa að Geysi, komíð til hugar
að segja neitt þvílíkt.
Skýringin er vitanlega sú,
að hinir erlendu blaðamenn,
seml aldrei hafa séð Geysi,
hafa sjálfir reynt að álykta
um það sem þeir vissu ekki,
og gert það í góðri trú. En
auk þess hefir Politiken sýni-
lega bætt inn í viðtalið upp-
lýsingum úr „fréttaskeyti frá
Reykjavík“, sem birt hafði
verið tveim dögum áður.
Morgunblaðið þarf þess
vegna ekki að vera neitt af-
brýðisamt, þó að hinu erlenda
blaði „hafi tekizt þama að búa
til „fjólu“, sem í fljótu bragði
mætti virðast samkeppnisfær
við' þær „fjólur“, sem Mbl.
sjálft framleiðir. Politiken
mun sjálfsagt ekki skerða til
mUna í framtíðinni „einkarétt"
Valtýs til fjóluræktarinnar, og
yfirleitt þarf það ekki að vera
hrætt umí að tapa sínu gamla
og góða meti í þessari iðju.
Lesbókargreinin um Reykvík-
ingana, sem „elska ekki land-
ið“ og tröllasagan um dr. Ól-
af Daníelsson, í sl. viku, bera
vott um það, að gáfúr „Mogg-
ans“ eru enn vakandi á þessu
sviði. Sú uppspretta er áreiðan-
lega ekki „þur“ frekar en
skálin í Geysi. — Og Mbl. til
huggunar telur Nýja, dagblaðið
sér óhætt að staðfesta, að svo
sem landsmenn taka gos Geys-
is fram yfir gos annara hvera,
þannig múnu Reykvíkingar hér
eftir sem hingað til áreiðan-
lega engar fjólur taka fram
yfir Valtýsfjólur. Þær munu
framvegis halda uppi glað-
lyndi manna, „þrátt fyrir
kreppuna“, eins og þær hafa,
gert hingað til.
Skrítínn „foríngí“ og
„óvenjulegír atburðír“
Á síðastliðnu ári var Ólafur
Thors kjörinn formaður íhalds-
flokksins. Margir flokksmenn
hans voru óánægðir yfir því
vali, en andstæðingunum þótti
foringinn hafa valizt eftir liði
og málefnum.
Meðan Jón Þorláksson var
íormaður íhaldsflokksins, var
það vandi hans, að skrifa eins-
l<onar pólitískar yfiiiitsgreinar
um hver áramót. Þessar grein-
ar Jóns voru iðulega vel og
hyggindalega skrifaðar. Ólafur
Thors ætlaði að fylgja þessU
fordæmi fyrirrennarans. Hann
reit einskonar nýársboðskap í
Morgu.nblaðið um seinustu ára-
mót. En sú grein bar þess
ljósan vott, að ekki hefði
hygginn maður stýrt pennan-
um. Yfirborðsmennska, glamr-
araháttur, þekkingarskortur og
vaðall, voru gleggstu einkenni
greinarhöfundar.
Ófaíur boSar „óvenjw-
lefla atburði".
Þessi. grein Ólafs myndi því
hafa gleymst fljótlega, ef ekki
hefði komiið þar fram1 yfirlýs-
ing, sem menn hafa ekki van-
ist frá foringja, í flokki, sem
telur sig fylgjandi lýðræði.
Sú yfirlýsing var á þessa
leið:
„Þessi stjórn á sér ekki lang.
an aldur. Hvað á eftir fer er
í óvissu. Óvenjulegir atburð-
ir eru í vændum. Það hlýtur
að draga til úrslita um það,
-hvort íslendingar eru þess
megnugir að slíta af sér viðj-
ana“.
Hótunin er afar skýr og
ákveðin. Landstjómin mún
ekki eigi langan aldur, segir
Ólafur Thors, því að óvenjuleg.
ir atburðir eru í vændum.
„Óvenjuleflur atburð-
ur“, sem ekki var hægt
að framkvæma.
Menn vissu glöggt, að ólafur
Thors átti hér við svartliða-
byltingu. Til þess bentu líka
heræfingar íhaldsunglinga í
Kveldúlfsportinu. Makk við
skríl Gísla, frá Ási og lof Morg-
; unblaðsins um erlenda nazista-
böðla staðfestu einnig, að svo
myndi vera.
Svo komu landsmálafundim-
; ir í vor. Þar kom skýrt fram,
| að frelsisþrá og jafnréttiskrafa
j íslenzkrar alþýðu var svo sterk,
! að fosprakkar íhaldsins töldu
eins og sakir stæðu óframkvæm-
anlega þá ráðagerð „að Sjálf-
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum
að bróðir minn, Þorvarður GMslason frá Papey,
■kipstjóri, andaðist 11. þ. m.
F. h. fjarstaddra aðstandenda
Ingibjörg Gísladóttir
stæðisflokkurinn ætli hvergi
að leita, sér skjóls nema „í sín-
um eigin styrkleika“, eins og'
foringinn, Ólafur Thors, orðaði
það í Morgunbl. 7. júlí 1934.
HirðisbréfiS.
Og svo kom klofningur-
inn út af borgarstjórakosning-
unni. Ólafur Thors gaí hina,
eftirminnilegu yfirlýsingu í
nafni „miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins“, að hann, helztu
menn flokksins og foringjaráð
Varðarfélagsins hefði beðið
lægri hluta fyrir „rógnum í
ílokknum“ og rógberarnir hefðu
ráðið vali borgarstjórans. Fyr
eða. síðar hefir ekki verið skýrt
frá því, að nokkur stjórnmála-
flokkur væri jafn aumlega
staddur, og það af sjálfum for-
manni hans.
Fljótfærni, óhyggindi og póli-
tísk skammsýni hefir aldrei
birzt meiri á prenti. For-
mennska Ólafs Thors og yfir-
lýsing hans eru talandi vottur
þess, hversu snautt íhaldið er
af rnönnum, sem hæfir eru til
þátttöku í opinberum málum.
Nýr „óvenjulegur at-
burSur“.
Þá varð að grípa til nýrra
ráða, láta gerast annan „óvenju
legan atburð“, sem yrði þess
valdandi, að landsstjórnin ætti
sér ekki langan aldur.
Laugardaginn 3. þ. m. birtir
Morgunblaðið grein undir svo-
liljóðandi fyrirsögn:
„Times birtir grein um fjár-
kreppu á íslandi".
Segir blaðið, að þær fréttir
hafi borizt til bæjarins í gær
(þ. e. 2. þ. m.), að í enska stór-
blaðinu Times hefði birzt rit-
stjórnargrein, þar seml skýrt ,sé
frá, að Spánverjar takmarki
innflutning á íslenzkum fiski,
og muni það „leiða, til fjár-
kreppu á lslandi“. „Blaðið
frétti í gær“, segir ennfremur,
„að grein þessi í hinu enska
stórblaði hafi vakið mikla eft-
irtekt þeirra manna, er hafa
viðskipti við ísland, enda bár-
ust hingað í gær fyrirspurnir
um það frá Englandi, hvað
sannast væri og réttast í mál-
um þessum".
Marga setti hljóða við tíð-
indi þessi. Slík grein í áreiðan-
legu og- mikilsmetnu blaði gat
hæglega stórspillt áliti og fjár-
hagstrausti ríkisins erlendis.
En svo komu nánari fréttir.
Engin slík grein Rafði birzt í
Times. Þar af leiðandi höfðu
heldur engar fyrirspurnir í til-
efni af því borist hingað. Morg.
unblaðið hafði logið frá rótum,
hvað það snerti. Gangur máls-
ins virtist sá, að einhverjir al’
vinum Morgunblaðsins hafi
sent slíka, grein til Times, ætl-
að að fá hana birta þennan dag,
og Morgunblaðið verig svo ugg.
laust að segja frá því. En
Times hefir auðvitað ekki vilj-
að líta við henni, og hinn „ó-
venjulegi atburður“, því ger-
samlega misheppnast.
ftreinin í „Tidens
Tegn“.
Nokkru áður birtist grein í
norska stórblaðinu „Tidens
Tegn“, og var sagt frá því, „að
hún væri frá „fréttaritara
blaðsins í Reykjavík“. í grein-
inni er hrúgað saman hrak-
spám um íslenzkt atvinnulíf og
eru þær m. a. rökstuddar með
þessu:
„Einn af fremstu mönnum
á sviði atvinnulífs og stjórn-
mála, formaður Sjálfstæðis-
flokksins sagði méðal annars í
mikilli ræðu, sem hann hélt um
ástandið í atvinnu- og fjárhags-
málum:
Allt bendir til þess, að inn-
an skamms muni verða hlut-
fallslega fleiri atvinnuleysingj-
ar á Islandi en í nokkru öðru
landi“.
Svo mörg eru þau orð. Til-
vitnunin í ræðu Ólafs Thors
bendir til, af hvaða! sauðahúsi
„fréttaritarinn“ muni vera, og
hver sé tilgangur hans með
skrifum þessum.
Uudarlegir „sjálistæð-
ismenn“.
Milli greinarinnar, sem aldrei
birtist í Times, og greinarinn-
ar í Tidens Tegn virðist eðli-
legt samband. Og tilgangurinn
virðist ekki nema einn. Hann
er sá, að skaða, álit landsinis út
á við og auka enn á þá örðug-
leika, sem þjóðin hefir að stríða
við, í viðskiptúm við útlönd.
Það er heldur ekki nema full-
komlega réttmætt að álykta, að
þarna hafi brotið sér framrás,
hótunin um „óvenjulega at-
burði“, þegar sú leið, sem! áður
var fyrirhuguð, lokaðist.
Léleg vöm.
Þegar uppskátt varð um
þessa „óvenjulegu atburði“ var
Morgunblaðinu líkt og venju-
lega, þegar íhaldið er staðið að
smánarverkum, óhægt um svör.
Venja þess undir slíkum kring.
umstæðum hefir verið að draga
fram lítilfjörleg og óviðkom-
andi smáatriði og reyna að
draga athyglina frá því, sem
mestu skiptir, á þann hátt.
Og Morgunblaðið brá ekki
vana sínum. Þegar talsamband-
ið va,r opnað, átti Hermann
Jónasson forsætisráðherra sam!-
tal við ritstjóra „Politiken
samkvæmt beiðni blaðsins.
Morgunblaðið hefir annaðhvort
misskilið frásögn „Politiken"
eða segir viljandi ósatt, að Her
mann Jónasson hafi talað við
blaðið óumbeðið.
Hversu rétt frásögn blaðs-
ins er um það efni, sýnir eftir-
farandi vottorð:
„Að gefnu tilefni skal það
tekið fi-am, að undirritaður
fréttaritaii „Politiken“ hér í
Reykjavík, fór þess á leit við
Hermann Jónasson foi-sætis-
ráðherra, að hann ætti tal við
blaðið á opnunardeg’i talsam-
bandsins við útlönd, 1. ágúst
síðastliðinn og ítrekaði blaðið
þetta í skeyti til mín tveimur
döguni áður en samtalið fór
fram. Það er því ekki rétt
hermt, að forsætisráðherrann
hafi átt frumkvæðið að samtal-
inu við „Politiken“ 1. ágúst,
lieldur var það gert fyrir beiðni
mína og blaðsins sjálfs.
Reykjavík, 13. ágúst.
(sign.) Skúli Skúlason^.
Þá hneykslast blaðið yfir því,
að danski blaðamaðurinn hefir
annað hvort misheyrt eða mis-
skilið forsætisráðherrann, og
segir m. a. að forsætisráðherr-
ann hafi sagt, að Geysir hefði
verið orðinn þur, hann hafi
verið vakinn til lífsins með
sápu o. s. frv.
Hvert heilvita mannsbarn á
íslandi veit, að forsætisráð
herrann á enga sök á slíkum
fréttaburði. Hann hefir marg-
oft komið til Geysis, bæði fyr
og síðar. og eru vafalaust miklu
kunnugri staðnum en ritstjór-
ar Morgunblaðsins. Hann gat
heldur enga ástæðu haft til
þess, að segja ekki rétt frá
þessum hlutum.
Hversvegna situr Morgun-
blaðið þetta tvennt í samband?
Heldur það missagnir danskra
blaðamanna um Geysi jafn
hættulegar og traústspillandi
skrif um fjárhag og atvinnulíf
landsins ? Telur það íhalds-
flokkinn nokkru bættari, þó
forsætisráðherranum séu eign-
aðar rangar frásagnir um hlut,
sem skiptir álit þjóðarinnar
engu?
Nei, þetta er aðalatriði máls-
ins óviðkomandi. Hinum hörðu
og rökstuddu ákærum á hend-
ur íhaldsins er eftir sem áður
ósvarað. Slíkar krókaleiðir
kringum aðalkjarna málsins
verða aðeins til að styrkja
grúninn um sekt og skömm
íhaldsins.
Slettur Mbl. til Her-
manns Jónassonar.
Morgunblaðið hefir ætlað að
nota ranghermi danskra blaða-
manna til að rýra álit forsætis-
ráðherrans og brigsla honum
um ósannindi og fávizku. Það
ætlar að leiða athyglina frá
skyssum Ólafs Thors með því
að reyna að sýna, að aðrir
flokkar eigi foringja, sem ekki
séu honum vitrari.
Hvorki Framsóknarmenn né
aðrir munu taka mark á slíku
handafálmi vesalmennanna hjá
Mbl.. Að samá skapi, sem níð-
skrif Morgunblaðsins um H. J.
hafa lengst, hefir vegur hans
jafnan vaxið. Verk hans sjálfs
eiga þar drýgstan þátt, en hinu
má heldur ekki neita, að skrif
Morgunblaðsins hafa stutt að
því nokkuð.