Nýja dagblaðið - 30.08.1935, Side 1
Garðyrkjusýning
Garðyrkjufélagsins
ferst vlð bílsiys
Hermann Jónasson^ fovsætis^ og landbúnaoav* *
ráðherva, setur sýninguna
Gavðyrkjusýningin vai’ opn-
uð í gær kl. IV2 e. h. Setti
Hermann Jónasson forsætis-
og landbúnaðarráðherra sýn-
inguna með eftirfarandi ræðu:
„Háttvirtu sýningargestir!
Sýning þessi er haldin í til-
efni af því, að „Hið íslenzka
garðyrkjufélag“, s.em stendur
íyrir þessari sýningu, er nú 50
ára gamalt.
Mér er það alveg sérstök
ánægja, að opna þessa sýningu,
því að það er frá mínu sjónar-
miði ekki aðeins ánægjulegt,
heldur og gagnlegt, að almenn-
ingur eigi þess kost að sjá hér
samansafnað á einn stað, mikið
af þeim fagra gróðri, sem
reynslan hefir þegar sýnt að
vaxið getur í íslenzkrí mold. —
Eins og ég sagði áðan er hið
íslenzka garðyrkjufélag stofn-
að fyrir 50 árum. Stofnend-
urnir voru 17 að tölu, allt svo
landskunnir menn, að tæpast
er eðlilegt að nefna eitt nafn
öðru fremur. Scliierbeck land-
læknir var einn meðal stofn
c-ndanna, fyrsti íormaður fe-
lagsins og áreiðajilega m'eða1
hinna fremstu áhugamanna um
garðrækt. — Eimfremur vova
meðal stofnendanna þeir Magn-
ús Stephensen, ’teingrímuv
Thorsteinsson, Hallgrímur
Sveinsson, Pétur Pétursson,
Grímur Thomsen, Þórarinn
-Böðvarsson, Kristján Jónsson
og Björn Jónsson.
Stofnendurnir skýra frá því,
hvernig þeir hugsi sér að auka,
garðrækt hér á landi og benda
meðal annars á, að þeir hugsi
sér að glæða áhugann með því
„að veita verðlaun fyrir þær
jurtir, sem bezt eru ræktaðar
og fyrir gott fræ, sem aflað er
hér á landi“. — Tii þessarar
sýningar er því sannarlega
fyllilega stofnað í anda þeirra
manna, sem stofnuðu „Hið ís-
lenzka garðyrkjufélag“.
En framsýni þessara góðu
manna er eftirtektarverð um
fieira. 1 fyrsta umburðarbréf-
inu segja stofnendurnir: „Það
virðist auðsætt að efling og
aukning garðyrkjunnar hér á
landi geti orðið landsbúum1 til
mikils gagns og framfara, með
því að þeir með því móti ættu
hægra með að afla sér heil-
Herm,anu Jónasson, forsætisráðh.
næmrar jurtafæðu, sem eins
og kunnugt er, stuðlar næsta
mikið að því að afstýra ýms-
um sjúkdóm,um“.
Það er eins og þessi hvatn-
ing sé ekki rituð fyrir 50 ár-
um, heldur einmitt í dag eftir
að vísindin hafa nú á seinustu
árum' fundið enn nýjar sann-
anir fyrir hollustu jurtafæð
unnar, er fundin eru fjörefn-
in, sem jurtafæðan er svo rík
af og mannlegum líkama eru
svo nauðsynleg.
Ég efast heldur ekki um
það, að hinni skynsamlegu
hvatningu og staríi stofnenda
þessa félagsskapar, og þeitn
sem staríað hafa í honum fram
á þennan dag, er það meðal
annars að þakka, hve miklar
framfarirnar hafa orðið í garð-
rækt, eins, og þessi sýning ber
með sér.
En þegar við lítum yfir þessa
sýningu, þegar við skoðum það,
sem. reynslan hefir þegar sýnt
að vaxið getur í íslenzkri mold,
þá höfum við ástæðu til að
vera í senn glaðir og hryggir.
Við höfum ástæðu til að vera
glaðir yfir frjósemi íslenzkrar
moldar — en jafnframt hrygg'-
ir yfir því hve mikið skortir á
að áhugi og þekking á garð-
rækt sé nægilega almenn hér
á landi, og hve við erum ennþá
fjarri því, að frjósemi moldar-
innar sé notuð sem vera ber.
Það er sorglegt öfugstreymi,
Sundkunnátta
bjargartveimnttðn-
um frá drukknun
Síðastl. laugardag voru tveir
menn, Halldór Guðmundsson og
Lárus Gíslason á Þerneyjar-
sundi að ausa nótabát og höfðu
með sér lítinn árabát. Þegar
þeir ætluðu í land sökk bátur-
inn undir þeim, því að suðaust-
an stormur var og talsverð
kvika.
Báturinn var um 300 m. frá
landi. Mennirnir voru báðir
| syndir, Halldór var í olíustakk
og vaðstígvélum, en Lárus í
olíukápu og vaðstígvélum og
meg rafmagnsgeymi í vasan-
j um.
j Gátu þeir losað af sér vað-
stígvélin og síðan synt í land.
j Var það erfitt, þvi að fötin
gerðu sundið mjög örðugt, og
hefðu vafalaust báðir farizt, ef
þeir hefðu ekki kunnað sund.
Halldór hefir verið á íþrótta-
skólanum í Haukadal.
að þjóð, sem á nóg af mold
þar sem vaxið geta á lélegu
sumri garðávextir eins og þeir,
sem hér eru sýndir, skuli kaupa
frá útlöndum garðávöxt fyrir
hundruð þúsunda, jafnframt
því, sem barizt er við atvinnu-
leysið í landinu og vöntun á
erlendum gjaldeyri, sem tvö hin
mestu vandamál þjóðfélagsins.
• Það er auk þessa víst áreið-
anlega óhætt að fullyrða það,
að ekkert verk er hollara fyrir
líkama og sál en að fást við
ræktun. — En það sem stend-
ur í veginum fyrir því, að garð-
yrkja sé nægilega almenn hér
í Reykjavík og annarsstaðar í
landinu, er vafalaust ekki sízt
það, að rnenn hafa ekki lært
að finna hollustuna, yndið og
gleðina í því að hirða fallegan
garð og finna jarðargróðurinn
vaxa, svo að segja milli hand-
anna á sér.
London kl. 16, 29./8. FÚ.
Ástríðui', drottning Belgíu,
fórst í bifreiðarslysi í Sviss
klukkan 10 í morgun.
Konungshjónin voru á ferð
á veginum meðfram Luzern-
vatni, nálægt Kússnacht, og ók !
Ástríður Belgíudrottning (með
ríkiserfingjann).
konungur bifreiðinni. Á vegin-
um eru margar bugður, og
hafði konungur litið af vegin-
um sem snöggvast, til þess að
gæta. á vegakort, en er hann
tók eftir því, að hættuleg bugða
var fram undan, kom' fát á
hann, og virðist hann hafa tap-
að valdi á bifreiðinni, en hún
fór út af veginum og rakst á
tré. Ástríður drottning kastað-
ist út um gluggann og dó sam-
stundis. Bifreiðin hélt áfram,
þar til hún rakst á annað tré,
og kastaðist þaðan út í vatnið.
Konungur gat losað sig út úr
bílnum, og hafði hann aðeins
hlotið lítilsháttar méiðsl. Er
hann kom að þar sem drottn-
ingin lá, voru aðkomumenn að
stumra yfir líki hennar.
Fréttin um slysið barst ekki
til Belgíu fyr en síðdegis í dag,
og var þjóðin þegar harmi lost-
in. Drottningin hefði áunnið
sér ást og virðingu belgisku
þjóðarinnar, einkum vegna
þess, hve alþýðleg hún var.
Hún var dóttir Oscars Karls,
liertogans af Gautalandi, bróð-
i.r Svíakonungs, og tæpra 30
ára að aldri, fædd 17. nóvem
ber 1905. í nóvember 1926 gift-
i ist hún ríkiserfingjanum í
| Belgíu, og er haft orð á því,
hve hamingjusamt hjónaband
þeirra hafi verið. Þau hafa
eignast þrjú börn, eina stúlku
og tvo drengi, og er yngri
drengurinn aðeins 14 mánaða
gam'all. Þess er minnst, hversu
móðurleg hún var við böm sín,
og hún ók þeim sjálf og lék við
þau, við baðstaðinn í Ostend, í
stað þess að fela þau barn-
fóstru.
Alheimssýningunni í Brússel
var lokað, þegar fréttist um lát
drottningarinnar.
Kalundborg kl. 17, 29J/8. FÚ.
í dag átti mót norrænna em-
bættismanna að hefjast í
Stokkhólmi, en þegar fregnin
um lát Ástríðar Belgíudrottn-
ingar barst til bæjarins, var
því frestað.
322 embættismenn eru
komnir til Stokkhólms til að
sitja mótið, þar af eru þrír ís-
lendingar, einn þeirra er Páll
Eggert Ólason skrifstofustjóri.
LRP kl. 18,00 29./8. FÚ.
Síðustu fréttir um slysið eru
þær,að bifreið konungshjónanna
hafi verið ekið með 50 til 60
kílómetra hraða, er slysið vildi
til. Bifreiðin rakst á litla grjót-
hrúgu, sem var í brautarjaðr-
inum, fór út af, en síðan á
aðra grjóthrúgu, og síðan á
tré. Drottningin kastaðist út
um glugga bifreiðarinnar, og
lenti höfuð hennar á tréð, og
beið hún þegar bana. Konungur
skarst ögn í andliti, og meidd-
ist í vinstri hendi. Hann legg-
ur af stað heimleiðis í kvöld
með einkalest.
Hilmar Stefánsson
búnaðarbankastjóri
Eftir beztu heimildum, er
Nýja Dagblaðið hefir getað afl
að sér, má telja víst, að Hilmar
Stefánsson, útibúsbankastjóri á
Selfossi verði í dag skipaður
aðalbankastj. Búnaðarbankans.
Frh. á 4. síðu.