Nýja dagblaðið - 30.08.1935, Side 2
2
NÝJA DAGBLAÐIÐ
braud
Carborundum Brand Nia-
gara Grinders hafa alla
þá kosti og gæði til að
bera, sem aðeins fást m'eð
margra ára tilraunum og
reynslu. Hver brýnsluvél
er útbúin með hinum
heimsfrægu, hreinu Car-
borundum smergelskífum.
Notið eingöngu Carbo-
rundum brýnslutæki!
FEDERATION OF ICELAND
CO OPERATIVE SOCIETIES
EN6LISE for ICELAND:
The Book That Helpa by telling you what to look for
in the Dictionary. Kr. 5,00.
FOET7 8T0BIES:
The Book That Gives you Practice from Easy to More
Difficult Eitglish, Kr. 3,00.
Both by HOWABD LITTLE.
— Kept in all Bookshops. —
fastar ferðir alla miðvikudaga og laugardaga
Til Reykjavíkur alla þriðjudaga og föatudaga
Afgreiðsla í Reykjavík:
Nýju Bifreiðastöðinni, Kolasundi. — Sfmi 1216
Finnbogi Guðiaugsson, Borgarnesi
simi io.
Að marg gefnu tilefni,
tilkynnist hér með, að mér með leyfisbréfi frá dóms- og klrkju-
málaráðuneytinu, dagsettu 26. ágúst 1919, var veitt leyfi til að
taka upp ættarnafnið Leyí, samkv. 10. gr. í lögum nr, 41, 10. nóv.
1913, um mannanöfn. Er því öllum og sérhverjum utan mins ætt-
leggs óheimilt að nota það, hvort heldur er sem ættarnafn eða í
sambandi við fyrirtæki hverrar tegundar sem er. Mun ég neyta
réttar míns ef út af er brugðið.
Reykjavík, 28. ágúst 1935.
R. P. Iievi.
A tveim dögum:
Alla þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga
A einum degi:
(hraðferðir) um Borgaraes á þriðjudögum og ftístudögum.
Frá Akureyri áframhaldandi ferðir til Austfjarða.
Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540.
Bifreiðastöð Akureyrar.
Kveðjusamsæti
í Þingeyjarsýslu
Sigurður S. Bjarklind lét af
framkv.stj.starfi við Kaupfé-
lag Þingeyinga og- fluttist ti.l
Réykjavíkur 18. þ. m., til þess
að gjörast gjaldkeri Búnaðar-
banka íslands.
Suður-Þingeying-ar héldu
honum og fjölskyldu hans tvö
kveðjusamsæti. Hið fyrra var
að Laugum sunnudaginn 11.
ágúst og mættu þar yfir 300
manna. Stýrði formaður Kaup-
félags Þingeyinga, Sigurður
Jónsson á Ai’narvatni, samsæt-
inu og- flutti mjög tilkomumik-
ið kvæði til frú Unnar Bjark-
lind (skáldkonunnar Huldu).
Aðalræður fluttu: Sigfús
Björnsson í Múla fyrir minni
Sigurðar S. Bjarklind, Karl
Kristjánsson frá Eyvík fyrir
minni barna Sigurðar S. Bjark-
lind, Jón Gauti Pétursson,
Gautlöndum, fyrir minni Bene-
dikts Jónssonar frá Auðnum,
tengdaföður Sigurðar S. Bjark-
lind, Konráð Erlendsson kenn-
ari á Laugum fyrir minni Guð-
nýjar Halldórsdóttur, konu
Benedikts frá Auðnum, Bene-
dikt Björnsson skólastjóri í
Ilúsavík fyrir minni Sigríðar
Jónsdóttur, móður Sigurðar
S. Bjarklind.
Auk þessara manna töluðu:
séra Friðrik Á. Friðrikssou,
Húsavík, Steingrímur Bald-
vinsson bóndi í Nesi, Baldvin
Baldvinsson oddviti á Ófeigs-
stöðum, Hallgrímur Þorbergs-
son bóndi á Halldórsstöðum,
Ketill Indriðason oddviti, Ytra-
fjalli, Júlíus Havsteen sýslu-
maður, Hildur Baldvinsdóttir
húsfrú í Klömbrum, Bergþóra
Magnúsdóttir húsfrú á Hall-
dórsstöðum.
Kvæði fluttu: Sigríður Stef-
ánsdóttir húsfrú, Hveravöllum
og Jón Haraldsson bóndi á
Einarsstöðum. Einnig voru
flutt kvæði frá Indriða Þor-
kelssyni á Fjalli og Þórði JónSr
syni í Brekknakoti, sem eigi
gátu mætt sjálfir.
Síðara samsætið fór fram í
Húsavík 17. ágúst og mætti
j?ar á annað hundrað manns.
Samsætinu stýrði oddviti
Húsavíkurhrepps, Benedikt
Björnsson skólastjóri og mælti
fyrir minni Sigurðar S. Bjark-
lind. Séra Friðrik Á. Friðriks-
son mæti fyrir minni frú Unn-
ar Bjarklind, bæði sem hús-
moður og skáldkonu. Júlíus
Havsteen sýslumaður ávarpaði
Bjarklindshjónin fyrir hönd
héraðsins. Birgir Steingríms-
son, aðalbókari K. Þ., ávarpaði
Sigurð S. Bjarklind fyrir hönd
starfsmanna K. Þ. Jóhann
Havsteen stud. jur. mælti fyrir
minni Jóns og Benedikts, sona
Sigurðar S. Bjarklind. Bene-
dikt Björnsson skólaistjóri
mælti fyrir minni ungfrú Sig-
ríðar Bjarklind. Karl Krist-
jánsson frá Eyvík mælti fyrir
minni Benedikts frá Auðnum1
og konu hans.
Auk þess fluttu ræður: Bene-
dikt S. Snædal bóndi, Húsavík,
Björn Jósefsson læknir, Karl
Kristjánsson núverandi fram-
kvæmdastjóri K. Þ., Hjálmar
Theodórsson verkamaður, Árni
Jónsson fonnaður Verka-
n annafélags Húsavíkur og ung-
frú María. Vilhjálmsdóttir.
í báðum samsætunum talaðí
Sigurður S. Bjarklind fyrir
hönd heiðursgestanna.
Sigurður S. Bjarklind og frú
Unnur Benediktsdóttir skáld-
kona hafa að líkindum verið
ástsælust allra núlifandi hjóna
í Suður-Þingeyjarsýslu, enda
hafa Suður-Þingeyingar kvatt
þau með meixi viðhöfn en
venjulegt er þar um slóðir, þó
að ménn flytji úr héraðinu.
Mundu þó samsætin hafa vexið
enn fjölmennari, ef eigi hefði
verið um háannatíma, þegar
sumir einyrkjar og sjómenn
geta alls ekki frá stöirfum' vik-
ið, — og einnig ef kíkfóstafax-
aldur hefði eigi hamlað ýmsum.
Hlýrri kveðjur, en kveðjur
Suður-Þingeyinga til Sigurðar
S. Bjarklind og fjölsnyldu
hans, munu fágætar.
Þingeyingur.
skilrindurnar eru ætíO
þ»r beztu og sterkustu,
sem fáanlegar eru Nýj-
asta gerðin er með
algerlega sjálfvirkri
smurningu, og skálar
og skilkarl úr ryðfríu
efni.
Samband
i»l.
■amvinnuiélaga.
Sttluskatturinn nýi
og útgei’ðarmenn í Ála-
sundi.
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJA DAGBLAÐSINS.
Fyrir nokkru sendi félag út-
gerðarmanna í Álasundi
norslva dómsmálaráðuneytinu
kröfu um það, að söluskattur-
inn nýi yrði ekki látinn ná til
þeiri’a skipa, sem stunda veið-
ar við ísland.
Dómmálai’áðuneytið hefir
sent útgerðarmönnunum svar
þess efnis, að ekki verði gerð-
ax neinar tilslakanir urn þau
skip, sem stundi veiðar við Is-
land.
Samkvæmt fregnum fi'á Ála-
sundi, ei’U sjómenn og útg-ei’ð-
ai’menn mjög óánægðir með
svarið og virðist það vera
m'j ög ósanngjarnt. Hefir félag
útgerðarmanna í hyggju að
höfða mál á hendur dóm's-
málai’áðuneytinu og fá úr því
skorið með dómi, hvort þessi
ráðstöfun sé réttm'æt.
Eitt vafaatriði, sem rnenn
gera sér vonir um að dómui’-
inn gefi úrskui’ð um, er það,
livort beri að greiða söluskatt
á þeirn tunnum, sem fluttar
séu á skipi, sem fyi’st fæx’i með
fiutning til ei’lendrar hafnar
og síðan á fiskveiðar við ísland.
Oft er flagð
undir fðgru skinni
Margir eiginménn, sem eiga
fagrar konur, hafa, rekið sig á
það, að fegurð og gott hjarta
fylgjast ekki ætíg að. Hitt er
líka staðreynd, að fagrar kon-
ur eru ekki ósjaldan svakalega
óvinveittar meðsystrum sínum,
sem líka eru fagrar. Hefir á
þessu fengizt góð sönnun,
þegar átti að velja þessa árs
fegurðardrottningu Egypta-
lands. Um1 það bil sem valið
skyldi hefjast, lenti tveimur
keppinautunum saman í ákaft
handalögmál. Fóru þannig,
að önnur stúlkan missti annað
augað, en hin fékk djúpar
rispur, eftir hvassar neglur,
um allt andlitið.
Þær höfðu sagt hvor annarri
að hin skyldi ekki verða kjörin
fegurðardrottning Egyptalands
1935, og báðar höfðu þær á
réttu að standa!
Ingólfnr Jónsson
cand. juris, fyrv. bæjarstjórí.
Allskonar lögfræðisstörf, mál-
færsla, innheimta, samninga-
gerðir, kaup og sala fasteigna.
Bankastræti 7
(næstu hæð yfir Hljóðf»ráh.)
Sími 3656.
Viðtalstími kl. 5—7 síðdegis.
H.F. LAKKRÍSGERÐ
REYKJAVÍKUR.
Sími 2870.