Nýja dagblaðið - 30.08.1935, Page 3

Nýja dagblaðið - 30.08.1935, Page 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 8 Réttur neytandans og réttur heildsalanna i. Síðan byrjað var að tak~ marka með opinberum ráðstöf unum, innflutning- ,á vörum, befir í aðalatriðum verið fylgt við bá takmörkun einni megin reglu. Reglan er sú, að leyfa hverri verzlun innflutning, sem sé miðaður við bað, sem sú hin sama verzlun hefir áður flutt inn. Sem dæmi um bessa reglu má nefna bað, að ef inn- fíutningur á einhverri vöruteg- und væri minnkaður um 20%, ætti verzlun, sem áður flutti inn fyrir 1000 kr., nú að fá að flytja inn fyrir 800 kr., en verzlun sem áður 'flutti inn fyrir t. d. 50 kr., fengi nú ekki nema 40 kr. o. s. frv. Blöð heildsalanna hér í bæn- um hafa undanfarið verið að reyna að vekja óánægju út af ]'ví, að verzlanir beirra muni vera afskiptar við innflutning vara, samanborið við samvinnu lélögin. Má um bá kvörtun heildsalanna segja, að „öðrum fórst en ekki bér“. Er næsta íurðulegt, að heildsalarnir skuli vera svo óvarkárir að fitja upp á bessu máli, bví að það mega beír vel vita, að ekki myndi þeirra hlutur batna, ef úthlut- un innflutningsleyfanna yrði breytt til meira réttlætis og sanngirni en nú er. Raunverulega kemur áður- nefnd regla um veiting inn- flutningsleyfanna einmitt alveg sérstaklega hart niður á sam- vinnufélögunum*). Hér á landi hafa kaupfélögin stöðugt farið vaxandi og fara enn. En þessi úthlutun innflutningsins miðar beinlínis að því, að hindra kaupfélögin í því að auka um- setningu sína á kostnað kaup- mannanna — í „frjálsri sam- keppni“. Þarna njóta því heild- salarnir sérstakrar lagavemd- ar — og þeir háu herrar ættu að vera manna síðastir til að kvarta yfir þeirri vemd. II. Hverjir eru það, sem fyrst og fremst þurfa að flytja inn vörur og eiga réttinn á að fá að flytja þær inn, ef um tak- markanir er að ræða? Það eru vitanlega þeir, sem vörurnar þurfa að nota. Fjölskylda, sem sjálfa vantar brauð til að borða,, hefir meiri rétt til að fá að flytja það inn en önnur, sem ætlar að selja brauðið öðr- um og hafa hagnað af. Þetta verða allir að viðurkenna. Og þess vegna á líka fyrst og fremst að leyfa þann innflutn- ing, sem neytendurnir sjálfir *) Sjálfsagt er að benda á bað í þessu sambandi, að þegar Mbl. talar um vöruumsetningu Sam- bands ísl. samvinnufélaga, skýrir það fi’á umsetningunni 1934,, þ. e. áður en hert var á innflutnings- höftunum með nýjum lögum. biðja um. Það, sem almenn- ingur biður um sér til matar og fata eða annara lífsnauð- synja, ætti að réttu lagi að flytja inn, áður en nokkur ein- asti heildsali fær leyfi til að flytja inn vörur fyrir krónu- virði. Kaupfélögin eru samtök neyt- enda til innkaupa á vörum. Og réttur neytandans er þess vegna réttur þeirra,. III. . Hér í Reykjavíkurbæ eru nú starfandi tvö kaupfélög. í þess- um félögum eru mörg hundr- uð fjölskyldur, og stöðugt fjölgar þeirn, sem í þessi félög vilja ganga. En svo skeður hið furðulega. Þessi kaupfélög — neytendurn- ir sjálfir — fá ekki að flytja inn bráðnauðsynlegustu vörur, af því, að samkvæmt gildandi reglum má ekki taka þennan innflutning frá heildsölunum. Heildsalarnir verða að fá sitt innflutningshlutfail fyrst mið- að við innflutninginn árið áð- ur! Með öðrum orðum: Ef ég hefi skipt við heildsala (eða smásölubúð hans) í fyrra, en vil ganga í kaupfélag í ár, þá má ég búast við því, að mér verði neitað um innflutning á lífsnauðsynjum mínum. Heild- salinn gamli á að fá að flytja inn mínar lífsnauðsynjar eftir sem áður- Svo langt hefir gengið ó- svífni heildsalanna gagnvart neytendunum, að bæði heild- saladagblöðin hér (Mbl. og Vísir) réðust m!eð óbóta- skömmum á gj aldeyrisnef nd, af því að hún hafði leyft öðru kaupfélaginu hér innflutning á nokkrum' fataefnum! Svo lítill var réttur neytendanna, sam- kvæmt skoðun þessara blaða. Slíkt er mikil og undraverð ósvífni gagnvart neytendunum. En neytendumir ættu ekki að láta það bíða lengi úr þessu, að taka óánægjuraddirnar í heildsalablöðunum til greina. Og það á að taka þær til greina á þann hátt, að gera sjíýlausa kröfu um það, að all- ur sá innflutningur, sem neyt- endur eða félög þeirra biðja um til eigin nota, sitji fyrir innflutningi á sömu vöruteg- undum til heildsalanna. Þetta er eðlileg krafa. Og það á að fylgja henni frarri, því að réttur neytandans er meiri en réttur heildsalanna. G. G. X£ a u p i ð Knattsp vmufer ð irna r Tveir íslenzkir knattspyrnu flokkar hafa farið til útlanda í sumar, Valur til Noregs og Danmerkur og- úrvalslið úr hinum þremur Reykjavíkurfé- lögunum til Þýzkalands. Valur háði alls sex leika og tapaði öllum, nema einunf, sem varð jafntefli. Lítur skrá yfir alla leika hans þannig út: Gegn „Djerv“ í Bergen, tapað með 1:5 Gegn „Dravn“ í Drammen, tapað með 1:4 Gegn „Vaalerengen" í Oslo, tapað með 3.5 Gegn K. F. U. M. í Khöfn, tapað með 2:4 Gegn úrvalsliði úr K. F. U. M. og H. I. K., K.höfn, tapað með 3:5 Gegn Roskilde Boldklubb í Roskilde, jafntefli 2:2 Alls 12:25 Skrá þessi er máske ekki verri en vænta mátti, þótt margir hér yrðu fyi’ir von- brigðum um að Valur skyldi cngan leik vinna, enda fengu Valsmenn víst nokkrar hnútur frá keppinautum sínum hér, þegar heim kom eftir alla ó- sigrana. En skýrslan um ósigra Þýzkalandsfaranna verður þó tslendingum enn óhagstæðaiá. Hún er svohljóðandi: í Dresden, tapað með 0:11 t Berlín, tapað með 0:11 t Oberhausen, tapað með 2:8 í Hamborg, tapað með 1:3 Alls 3:33 Þessir ósigrar ísl. knatt- spyrnumannanna gefa tilefni til margvíslegra athugana. Er þá fyrst að sjá hvaða af- sakanir íþróttamennirnir og félagar þeirra færa fram fyrir óförum sínum. Það sem langoftast hefir heyrzt er þetta: íslendingar eru óvanir að keppa á gras- velli, og leiksúrslit geta orðið óhagstæðari en ástæður eru til. Mótstöðumennirnir þá líka svo góðir, að ekki er von til þess, að úrslitin yrðu betri, enda hin og þessi félög beðið fyrir þeim svo og svo mikla ósigra, o. s. frv. Einkum hefir þetta síðast- nefnda heyrzt í sambandi við Þýzkalandsförina. Það hefir t. d. verið sagt, að knatt- spyrnumenn annarsstaðar af Norðurlöndum hafi tapað ný- lega fyrir sömu flokkum með mjög miklum mun á marka- fjölda. En hins hefir þá gleymzt að geta, að í sumar gerði landsflokkur Norðmanna jafntefli við landsflokk Þjóð- verja, 1:1, og landsflokkur Svía sigraði landsflokk Þjóð- verja með 3:1. Þetta leggur líka að nokkru leyti að velli þá afsökun, að ekki sé von, að fárnenn þjóð gæti lagt fi’am jafn valinn ellefu manna flokk og þjóð, seni telur margar miljónir íbúa. Karlmennska og sérstaklega þjálfun einstaklinganna fer ekki endilega eftir höfðatölu. Úrvalslið íslenzkra sjómanna myndi t. d. geta staðið jafn- fætis úrvalsliði stéttarbræðra þeirra með erlendum þjóðum, þótt þær gæti valið úr margfalt stærri hóp en vér. Það er von, að 'íþróttamönn- unum falli ósigrarnir illa. Þeim er kannske vorkunn, þótt þeir komi með afsakanir, þegar svo herfilega fer eins og á Þýzkalandi. En annars eru miklar afsakanir í slíka átt heldur leiðinlegar, og ekki sízt ef þær eru nokkuð vafasamar. Þannig segir t. d. í skeyti frá fréttaritara Þýzkalandsfaranna í frásögninni um einn leikinn: „Okkar menn léku vel og \ ar vörn þeirra ágæt. Þ e i r h a f a 1 æ r t m i k i ð í f e r ð- • n n i“. En hlutlausir áhorfendur íást naumast til að trúa því, að knattspyrnumenn okkar læri mikið í fjórum hörðum kapp- leikjum, svo að það beri veru- legan ái’angur í sömu ferðinni. Engri tilsögn verður við kom- ið; þeir eru ekki komnir út á völlinn til þess fyrst og fremst að læra og taka eftir, heldur til að keppa. Og í hinni hörðu keppni beita þeir sömu knatt- meðferð og leikvenjum og þeir hafa tamið sér hér heima. Þó er ekki hér með sagt, að knattspyrnumenn vorir hafi ekkert lært í þessum ferðum. Þeir hafa vonandi lært það, að þeir eru mjög skammt á leið NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: ,Blaðaútgáfan h.f.‘ Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofurnar: Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. I lausastölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. komnir í íþrótt sinni, hvort sem um er að kenna leikvallar- skorti, lélegri þjálfun, eða hvorttveggja. Svo skammt komnir, að í raun og veru nær engri átt, að landið sé að leggja töluverðan gjaldeyri al' mörkum við þá til utanlands- ferða, eins og ástandið er nú. Og sérstaklega mætti Þýzka- landsförin virðast tilgangslítil ráðstöfun, nema þá sem skemmtiferð. Þýzka liðið, sem hér keppti í sumai;, sýndi það svart á hvítu, að okkur er al- ger ofraun og þá um leið álits- hnekkir, að leggja. í einskonar milliríkjakeppni við Þjóðverja, sem nú eru meðal allra jafn- fræknustu Evrópuþjóða j lcnattspyrnuíþrótt. En úr því sem komið er, á að taka þessu skynsamlega. Ekki að láta ósigrana vei’ða sér hlekk um fót, heldur hvöt til augljóslega nauðsynlegrar stál- iðni við þjálfunina. Og um fram allt ekki að hafa allt á lofti til þess að bera í bæti- fláka fyrir sig, jafnvel þótt á einstaka stað hafi ekki sem allra hörmulegast til tékizt. — Þrátt fyrir fámennið má langt um lengra ná en komið er, en þangað til'er bezt að bíða með að leggja til nokkurskonar landskeppni við erlendar þjóðir. íþróttavinur. FREYJU kaffibœtisduftíð — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kafflbaeti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllinfar. Þess vegna er Freyju kafflbætii- duftið drýgst, heilnæmast og beat. Og þó er það ódýrara <m kaffi- bætir 1 Btöngum. Notið það bezta, sem unnið er í landinu 20stk .KOSTAR kr. 135

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.