Nýja dagblaðið - 30.08.1935, Page 4
4
NÝJA DAGB LAÐIÐ
jDAG
Sólarupprás kl. 5,05.
Sólarlag kl. 7,50.
Flóð árdegis kl. 6,00.
Flóð síðdegis kl. 6,15.
Veðurspá: Norðaustan gola. Létt-
skýjað.
Ljósatíini hjóla og bifreiða kl.
8,35—4,20.
Sttfn og skrllstofur:
Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10
þjóðskjalasafnið ............. 1-4
Landsbankinn ................ 10-3
Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3
Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4
Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7
Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6
Bögglapóststofan ........... 10-5
SUrifstofa útvarpsins .. 19-12og 1-6
Landssíminn .................. 8-9
Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4
Fiskifélagið (skrifst.t. 10-12 og 1-5
Skipaútgerð rikisins .. 9-12 og 1-6
Eimskip ...................... 9-6
Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4
Samb. ísl. samv.fél....9-12 og 1-6
Sölus.b. isl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6
Skrifstofur bæjarins .. 9-12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4
Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4
Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6
Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5
Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5
Tollpóststofan .............. 10-4
Skrifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4
Lögregluvarðstofan .......... 1-24
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............... 3-4
Landakotsspítalinn ........... 3-5
Vífilstaðahælið . 12y2-iy2 og 3y2-4V2
l.augarnesspítali ......... 12^2-2
Næturvörður í Reykjavíkur apó-
teki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir: Ólafur Helgason,
Ingólfsstræti 6. Simi 2128.
Skemmtanir og samkomux:
Nýja Bíó: Ríka frænkan, kl. 9.
Gamla Bíó: Saklaus lygi, kl. 9.
Samgöngur og póstíerSir:
Brúarfoss væntanlegur frá Leith
og Kaupmannahöfn.
Dr. Alexandi'ine væntanleg frá
Akureyri.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar
(plötur): Lög úr skemmtisöng-
leikjum. 19,50 Auglýsingar. 20,00
Klukkusláttur. 20,00 Upplestur: Úr
íslenzkri sjómannsæfi, III (Guðm.
G. Hagalín rithöfundur). 20,30
Fréttir. 21,00 Tónleikar (plötur):
a) Endurtekin lög; b) Tónlistar-
forð um Evrópu.
Herafli Abessiniu
London kl. 16, 29./8. FÚ.
Stjórnin í Abessiníu iheldur
öllu leyndu um herstyrk lands-
ins, en fréttaritari Reuters í
Abessiníu, áætlar að keisarinn
hafi um Vz miljón manna undir
vopnum. 8% af hernum eru
æfðir hermenn á mælikvarða
Evrópumanna. 25% hafa feng-
ið ‘nokkurra æfingu, en hinir
eru mestmegnis hirðingjar, sem
verður að leyfa að berjast á
þann hátt, sem þeir hafa van-
izt.
60 ítalir fóru frá Addis
Abeba til Jibutie í dag.
iGamla Bíól
Saklaes lygi
Efnisrík og eftirtektarverð
ensk talmynd um baráttu
barns fyrirhamingju ósáttra
foreldra og áhrifin sem
saklaus lygi getur haft á
hina ungu barnasál.
Aðalhlutv. leika:
undrabarnið Nova Pilbeam
Matheson Lang
og Lydia Shorwoop
Bönnuð börnum innan!4 ára
Grarðyrkjiisýninp
(íarðyrkjufélagsins
Framh. af 1. aíðu.
Þetta hefir skáldið okkar
Jónas Hallgrímsson, eins og
vænta mátti skilið og sagt,
skýrara að ég held en flestir
ef ekki allir aðrir landar okkar.
I Hulduljóðum lætur hann
Eggert Ólafsson . segj a:
Smávinir fagrir, foldar-skart!
p E R M A N E N T Wella: niðursett ver8. — Sorén: án rafmagns. — Látið permanent-krulla ySur, með þeirri aðferð, sem á bezt við hár yðar. HÁRGEIÐSLUSTOFAN „PERLA“ Sími 3896. Bergst.str. 1.
|Nýja m mmmu
Ríka frænkan
Spriklfjörug og fyndin sænsk
tal- og tónmynd, er fjallar
um ástir, trúlofanir, hjú-
skap og hjónaskilnað.
Aðalhlutverkin leika fjórir
vinsælustu skopleikarar Svia
Tutta Bemtzen, Karin Svan-
ström, Adolf Jæhr og
Bullen Berglnnd.
Síðasta sinn.
■KSeSHKSBIRNHM
AnnMl
finn ég yðr öll í haganum enn;
veitt hefir Fróni mikið og margt,
miskunnar faðir; en blindir menn
Amatörar
• Odým m
Veðrið. í gær var veður gott og
úrkomulaust um allt land. Á Suð-
ur- og Vesturlandi var léttskýjað
og hiti 11—19 stig. Á Norður- og
Austurlandfi var loft dálítið skýj-
að og hiti 7—12 stig. — Ilöfuðdag-
urinn var í gær og er það gömul
kenning að þá skipti um veður-
far.
Botnvörpungurinn Garðar kom
til Hafnarfjarðar af sildveiðum i
fyrramorgun, skipið aflaði alls
6036 mál í bræðslu og 357 tunnur
i salt. — Rán kom til Hafnarfjarð-
ar í gænnorgun, var aflinn 3350
mál í bræðslu og 700 tunnur í
salt. — FÚ.
Karlakór Reykjavíkur. Síðan
Karlakór Reykjavíkur kom úr
utanlandsföi' sinni í sumar, hefir
lmnn unnið að undirbúningi sýn-
ingar hins góðkunna sjónleiks
„Alt Heidelberg". Hefir kórinn
fengið að lá'ni tjöld, búninga o. fl.
hjá karlakórnum Geysi á Akur-
eyri, er sýndi leik þenna við
mikla aðsókn fyrir 2 árum síðan.
Hefir kórinn einnig tryggt sér frú
Regínu þórðardóttur til að leika
hlutverk Káthie, sem hún lék á
Akureyri. Sigui'ður þórðarson
söngstjóri er þegar byrjaður að
semja forleik við leikinn.
Mikill skortur er á íslenzkri síld
í Danmörku, og hefir verðið á
hverri síld í smásölu hækkað um
10 aura. — Einkaskeyti FÚ.
Belgaum kom af ísfiskveiðum í
fyrrinótt með 1800 körfur fiskjar.
Fór aftur á veiðar í gær.
þrír bátar, sem stunda síldveið-
ar hér í bænum komu af veiðum
i gær. Var afli frekar tregari en
undanfarið.
U. M. F. Velvakandi efnir til
berjarferðar austur í þingvalla-
sveit næstkomandi sunnudag.
Ferðanefnd gefur upplýsingar.
Opinberað ihafa trúlofun sína
nýlega þau ungfrú Unnur Tryggva-
dóttir á Völlum í Svarfaðardal og
Jakob Tryggvason frá Ytra-Hvarfi,
nú starfsmaður hér á Skattstof-
unni.
Trúlolun sfna hafa opinberað
ungfrú Ásta Jónasdóttir (læknis á
Sauðárkrók) starfsstúlka hjá
Skipaútgerð ríkisins og Bjami
Pálsson vélstjóri frá Hrísey.
Hjálpræðisherinn. í kvöld kl.
8%, Helgunarsamkoma. Ofursti
Halvorsen frá Noregi talar. — Allir
velkomnir.
Saldo, norskt fisktökuskip kom
í fyrradag eftir að hafa flutt
tunnur og sement til hafna á
Noi'ðurlandi. Héðan fer skipið til
Vestmannaeyja og víðar og tekur
fisk.
meta það aldrei erns og ber,
unna því lítt, sem fagurt er,
telja sér lítinn yndis-arð,
að annast blómlegan jurta-garð.
Þannig farast honum orð —
og þó að framfarirnar í garð-
yrkju séu miklar eins og þessi
ágæta sýning sannar okkur,
framfarir sem við gleðjumst
yfir og þökkum, megum við
samt sem áður ekki gleyma því,
að í garðyrkjumálunum eru
ennþá, því miður, alltof mai'gir
„blindir menn“.
En fátt eða ekkert er jafn
líklegt til þess að opna augu
manna og einmitt sýningar,
sem þessi og það er meðal ann-
ars hin mikla gagnsemí þeirra.
Um leið og ég opna þessa
sýningu, þakka ég því af al-
hug fyrst og fremst „hinu ís-
lenzka garðyrkjufélagi“, sem
stendui- fyrír sýningunni og
jafnframt þeim, sem stutt hafa
að því að sýningin gæti komizt
á og orðið svo myndarleg.
Ég tel þetta verk félagsins
svo mikils virði að ég vildi að
lokum mega óska þess að
svona sýning geti orðið hér á
hverju hausti“.
Ag lokinni ræðu forsætis-
ráðherra stóð Einar Helgason,
formaður Garðyrkjufélagsins,
og bauð boðsgesti, sem voru
blaðamenn, bæjarfulltráar o.
fl., velkomna og sýndi þeim| síð-
an sýninguna.
Blfrelðarslys
í gær
Kl. rúmlega 11 f. h. í gær
varð bifreiðaslys skammt fyrir
innan Vatnsþró.
Tvær vörubifreiðar höfðu
ekið 'hver á eftir annari inn
eftir Hverfisgötu. Þegar kom
nolckuð inn fyrir Vatnsþró
staðnæmdist fremri bifreiðin,
en 'sú aftari, R. 396, eign Sig.
Skjaldbergs kaupm1., sveigði
inn á veginn og út undir hægri
vegbrún. Kom bifreiðin á mik-
illi ferð í flasið á hesti,. sem
hafði kerru í eftirdragi. Brotn-
uðu báðir kerrukjálkarnir og
hesturinn féll flatur fyrir bif-
reiðina. Ýtti bifreiðin hestin-
um á undan sér um U/2 meter
og þegar hún staðnæmdist voru
framhjólin að nokkru ofan á
"honum. Hesturinn fótbrotnaði
og fékk sár á bóg og var þegar
drepinn.
Maður sat í kerrunni, þegar
slysið var og féll hann á höf-
Hafið þér reynt framköllun
og kópíeringu frá
Ljósmyndasíofu
Sig. Guðmundssonar
Lækjargötu 2.
N á m s k eið
í kjólasaum
byrjar aftur fyrst í sept.
Eftirmiðdags- og kvöldtímar
Hildur Siverisen
Aðalstræti 18, sími 2744 og
heima 3085.
VEGGMYNDIR,
Ramrnar og innramm-
anir, bezt á
Freyjugöta 11.
Sími 2105.
Nýja dagblaöið
örfá eintök af blaðinu frá
byrjun (complett) fást á af-
greiðslu þess. Eru þau inn-
heft, — hver ársfjórðungur í
sérstöku bindi. Þetta er síð-
asta tækifærið að eignast blað-
ið allt frá því það byrjaði að
koma út, því mörg númer þess
eru þrotin, þegar þsssi fáu
eintök eru frátalin.
Máttur auglýsinga
er mikill
uðið, fram úr henni. Fékk
hann aðeins lítilsháttar skinn-
sprettu, og er talið furðulegt,
að hann varð ekki undir bif-
reiðinni og stórslasaðist.
Að sögn sjónarvotta kom fát
á bifreiðarstjórann, er slysið
varð, enda mun hann ekki hafa
haft bifreiðarpróf, nema í tvo
mánuði.
(Samkvæmt heimildum' lög-
reglunnar).
aaflýaiifMaar
Til sölu nýtt steinhús með
öllum þægindum. Tvær góðar
íbúðir lausar 1. okt. Útborgun
5—6 þúsund. Semjið strax víð
Jónas H. .Tónsson, Hafnarstræti
15. Sími '3327.
Til sölu gott grasbýli skammt
frá bænunv, með allri áhöfn. —
Skifti á húsi hugsanleg. Senaja
þarf sem fyrst við Jónas H.
Jónsson, Hafnarstr. 15, sími 3327
Ágætt (Liebig) píanó til sölu
eða í skiftum fyrir lítinn bíl
(Baby Car). Tilboð, merkt: „O.
N.11 sendist Nýja Dagblaðinu.
NÝ EPLI
og melónur, fást í
_____Kaupféiagi Reykjavíkur.
Beztu kaupin eru 3 réttir
matar á 1.25. Alltaf afgreiddir
frá 12—3 e. h. Laugavegs
Automat.
TOMATAR,
hvítkál, gulrætur og gulróf-
ur, fást í
______Kaupfélagi Reykjavfloir.
Saltfiskbúðin vel byrg af nýj-
um fiski. Sími 2098.
KARTÖFLUR,
góðar og ódýrar, fást í
Kaupfélagi Reykjavíkur.
Tilkynning&r
Nýtt b 1 að „MATENO11 mál-
gagn samfylkingarnefndar rót-
tækra esperantista á Islandi,
flytur greinar á íslenzku, um
öreiga esperantista hreyfinguna,
námskeið í Esperanto, eftir Þór-
berg Þórðarson, sögur og kvæði
á esperanto o.fl. o.fl. Blaðið fæst
í bókabúðinni „Heimskringlu11
og á afgreiðslu þess: Laugaveg
27 a (Þorsteinn Finnbjarnarson)
Esperantistar kaupið biaðið,
gerist áskrifendur!
A. : Hvar lætur þú gera við
skóna þína?
B. : Á Þórsgötu 28. Þar fæ ég
bezta. og fljótasta afgrei8slu,
og svo þarf ég ekki annað en
hringja í síma 2390 og eru! þá
skórnir sóttir til mín og sendir
heim aftur, eins og nýjir.
NtJA BIFRICD&AilTÖÐIN.
Sími 121«.
Keunsla
Þýzkukennsla. — Get tekið
nokkra nemendur í þýzku. Sér-
stök áherzla lögð á talæfingar.
Uppl. í síma 1248.