Nýja dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1935næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Nýja dagblaðið - 31.08.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 31.08.1935, Blaðsíða 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ Húsmæður! í Búrinu á Laugavegi 26 getið þér fengið allt sem þér þarfnist á kvöldborðið, t, d. salöt, margar teg., ails- konar áskurð, egg, osta, ísl. smjör og fl. Höfum einnig marg8konar kjötrétti, heita eða kalda eftir óskum. — Gerið svo vel að líta inn eða hringja í síma 2303 og verður yður þá fijótlega sent það sem þér óskið eftir. Laugavegi 26. Sími: 2 3 0 3 Á Nýtt dilkakjöt lifur, hjörtu og svið Græumeti Smjör og ostar frá Akureyri. HERÐU 3BEIÐ Fríkírkjuveg 7. Sími 4565. snnan dagsma.tinis.: Nýtt Hvammstaiga DILEAEJ0T enntremur kjöt af iullorðnu fé 35 ‘/* kg*. Kjöíbúð Reykjavíkur álÉ Vesfurgötu 16. Sími 4769. Aíhugasemd. Hr. ritstjóri! f tilefni af grein í Nýja Dagblaðinu í dag, með fyrir- sögninni: Sigurjón á Álafossi og sundmeistaramótið, vil ég biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemd. í. S. í. hefir falið S. R. R. (Sundráði Reykjavíkur) bréf- !ega, að annast urn sundmeist- aramót í. S. í. 1935. S. R. R. bauð svo þeim félögum í Rvík, er sundflokka hafa, að standa, fyrir mótinu, en ekkert þeirra vildi taka þa,ð að sér, með því að tekjuhalli var fyrirfram augljós. S. R. R. snéri sér þá til hr. Sigurjóns Péturssonar og skýrði honum frá málavöxtum, en liann bauð þegar í stað að hjálpa S. R. R. til að halda mótið. Engin skilyrði voru S. R. R. sett um notkun laugar- innar að Álafossi. Til skýring- ar má einnig geta þess, að S. R. R. hefir engan fjárstyrk eða tekjur, að undanskildum kr. 50,00, er því var veitt af í. S. í. síðastliðið vor. Af framanskráðu sést, að það er S. R. R. (og þá sérstak- lega. ég undirritaður), sem: á að svara til saka í þessu máli, en ekki í. S. í. Vil ég þá taka fram, að sundmeistaramótið var auglýst tvisvar sinnum af S. R. R. í Nýja Dagblaðinu, Vísi, Alþýðublaðinu og Morg- unblaðinu. Þó að hr. S. P. gefi okkur svo auglýsingar, auk þessa, getunr við engan veginn iieimtað að hann setji þær í öll blöð, þótt ég hins vegar skýrði honum frá að við hefðum auglýst í áðurgreind- um blöðum. Reykjavík 24. ágúst 1935. Eiríkur Magnússon. Með þessari athugasemd staðfestir Eiríkur Magnússon ]>að, sem Nýja Dagblaðið hef- ir áður sagt um auglýsingu sundmeistaramótsins í sumar, !sem sé það, að Sigurjón Pét- ursson á Álafossi gekk fram hjá Nýja Dagblaðinu með aug- lýsingu um mótið, eftir að hann hafði tekið forstöðu þess að' sér, þrátt fyrir það, að E. M. benti honum á, að S. R. R. hefði auglýst sundmeistara- mótið í öllum 4 dagblöðum' bæjarins. Virðist E. M. með þessu vilja undirstryka það, að þessi hlutdrægni Sigurjóns sé ekki að vilja S. R. R. En um leið staðfestir E. M. líka það, sem Nýja Dagblaðið benti á, að þetta er allt gert á ábyrgð í. S. í., því hann segir svo í aths.: í. S. í. hefir í'alið S. R. R. bréflega að ann- ast um sundmeistaramót í. S. í. 1935. Þetta, umboð hefir svo S. R. R. framselt til Sigurjóns Péturssonar, en auðvitað með vitund og vilja í. S. í. Það er því hinn mesti mis- skilningur hjá E. M., að hann geti tekið á sig persónulega á- byrgð á þessum mistökum. Allt sem E. M. hefir gert við- komandi þessu móti, hefir hann gert sem fulltrúi S. R. R., samkvæmt bréflegu um- GarðyrkjusýniBg Garfiyrkjuféligsins Framh. af 1. síðu. er lögð við starfið og kunnátta er fyrir hendi. Mér verður fyrst að nefna þær jurtirnar, sem til nytsemd- ar teljast, því þær varðar okk- ur mest um, íslendinga, og eru imuðsynlegar ef við eigum að halda lífi og heilsu, eins og læknavísindi nútímans hafa bezt sýnt fram á. Þarna er heill hraukur af Hvítkáli frá Boe- skov garðyrkjumanni (Blóm- vangi), eins stórt og maður á því að venjast frá útlöndum. Afbrigðið heitir Amager, lág- vaxið, og fræinu var sáð fyrst í marz. Og þarna eru blóm- kálshöfuð frá Elliheimilinu, svo falleg að garðyrkjumaður- inn, sem þau hefir ræktað, myndi fá verðlaun fyrir þau, hvar sem væri í veröldinni. Loftslag Suðui’lands virðist eiga svo prýðilega við þessa káltegund, að óvíða mun sjást fallegra og betur þroskað blómfræ en einmitt hér. Þess- ari sýningu á blómkáli og grænkáli frá Elliheimilinu er vel og smekklega fyrir komið. Þarna eru líka sýndar af- urðir garðyrkjustöðvanna í Öl- fusi, Reykjabúinu og Fagra,- hvammi. Gríðarstórar gúrkur frá Guðjóni á Reykjum og það sem enn meiri undrun vekur, þroskaðar víndrúfur, bláar og fagrar, því það er margt sem hægt er að framleiða af gróðri, þar sem jarðhitinn er, og glerhúsin eru byggð yfir. Þarna eru ennfremur rauðróf- ur, tómötur og porri, laukteg- und, sem ef til vill á framtíð fyrir sér hér á landi í heitri jörð. Þá eru og matjurtir ýms- ar frá Ingimar í Fagrahvammi og í sömu stofunni eru líka um 25 kartöfluafbrigði, flest frá Laugarvatni, margvísleg bæði að lögun og lit, fróðleg að skoða fyrir þá, sem vilja nán- ar kynna sér þessa ágætu jurt. Þá má þarna sjá gulrætur ágætlega þroskaðar, en þær teljast til hinna hollustu með- boði frá í. S. í., og þá um leið sem óbeinn fulltrúi þess, en í S. R. R. eiga sæti 5 menn, svo að E. M. er þar aðeins lítill minnihluti. Ritst j. al rótarávaxtanna, smávaxnar að vísu, en geta þess vegna staðið þétt á beðunum/ 170 á einurn einasta fermetra og þessar 170 gulrætur vega 7 kílógr; þið getið séð þær l'ama. Þá eru blómin. Enginn skoðar þau sem hégóma leng- ur, þó ekki verði þau látin í askana. Fegurð er nauðsynlegt að liafa í kringum sig, ef vel á að vera, og blómin þrífast \'el, utan og innan húss. Þarna má sjá margbreytt blóm úr ræktunarhúsum Mosfellssveit- ar og Ölfussins, frá hinum blaðalausu kaktusum og til hinna litskrúðugustu tegunda. Gladiólus, liljur, íris, rósir, coleus og hin stílfögru chrys- anthemum, sem hinir ágætu garðyrkj umenn í Japan og Kína hafa ræktað í aldaraðir og kynbætt svo, að fegurð þeirra er undursamleg. En til þess að jurtir geti náð þeim þroska, sem þarna má sjá, þarf að veita þeim um- liyggju og uppfylla þau skil- yrði, sem þau þurfa, til þess að geta. þrifizt. Þau þurfa að hafa sól og skjól, en fyrst og fremst góða og næga auðleysta næringu; og hentug verkfæri þarf garðyrkjumaðurinn að hafa. I innsta og fimmta salnum er sýning á verkfærum og á- burði — tilbúnum áburðarefn- um — frá Áburðarverzlun Ríkisins og Sambandi ísl. samvinnufélaga. Er hið prýði- legasta frá því öllu gengið. Margt er á sýningunni fleira, sem kemur garðræktinni við, athyglisvert fyrir þá sem hana stunda. Bæjarbúar ættu að leggja leið sína þangað, þessa 2—3 daga sem sýningin verð- ur opin. Maður sannfærist um það sem svo fallega er sagt í hinum nýja sálmi Davíðs (frá Fagraskógi), að: ,.Moldin geymir svo mikinn auð, moldin gefur þér daglegt brauð. Uppskeran bætir þinn ytri hag en umhyggjan mildar þitt hjartalag." Fegurð og nytsemi er það, sem einkennir þesisa sýningu. Staddur í Rvík 29/8. Ragnar Ásgeirsson garðyrk j umaður. VlftGtNU CIGARETIVR ÍL-iSlk Pakkínn ^ostar

x

Nýja dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-987X
Tungumál:
Árgangar:
6
Fjöldi tölublaða/hefta:
1489
Gefið út:
1933-1938
Myndað til:
15.09.1938
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lýsingu vantar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað: 199. tölublað (31.08.1935)
https://timarit.is/issue/254633

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

199. tölublað (31.08.1935)

Aðgerðir: