Nýja dagblaðið - 10.12.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 10.12.1935, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ IDAC Sólíuupprás ld. 10.10. Sólarlag kl. 2.30. Flóð árdegis kl. 5.15. Flóð síðdegis kl. 5.38. Veðurspá: Allhvasst að sunnan og rigning öðru hvoru. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3,00—9,35. Heimsóknartimi sjúkrahúsa: I.andsspítalinn ............... 3-4 Kleppur ..................... 1-5 I.amlakotsspítalinn ........... 3-5 Vífilstaðahœlið . iZy2-íj/2 W2-W2 Lauganesspítali ............. 12%-2 F.lliheimilið ................. 1-4 Fæðingarh. Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvítabandsins........ 2-4 Sjúkrasamlag Reykjavíkur ... 2-5 Nísturvörður í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Næturlæknir: Gísli Pálsson, GarB- ur, simi 2474. Skemmtanir oy samkomur: Gamla Bíó: Stúdentalíf, kl. 9. Nýja Bíó: Hvíta fylkingin, kl. 9. Dayskrá útvarpsins: Kl. 8,00 Enskukennsla, 8,25Dönsku- kennsla. 10,00 Veðurfregnir, 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 10. dráttur í happdrætti Háskólans. 15,00 Veður- fregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 pingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: a) Bindindi og skólar (Daníel Ágústsson kenn- araskólanemi), b) 1. desemher og 1. febrúar (pórarinn pórarinsson blaðam.). 20,40 Lúðrasveit Reykja- víkur leikur. 21,05 Erindi: Frá Sviss (porsteinn Jósepsson rithöf.). 21,30 Skýrsla um vinninga í happ- drætti Háskólans. Danslög. Rangæingaiélag. í blaðinu á sunnudag er auglýstur stofnfund- ur Rangæingafélags fyrir Reykja- vík, Hafnarfjörð og nágrenni. Mörg.hundruð Rangæingar eru bú- settir á þessu svæði. En Rangæ- ingar eru í þessu sambandi kall- aðir allir, konur og. karlar, sem íæddir eru í Rangárveilasýslu eða hafa dvalið þar svo lengi, að þeir telji sig' nánar tengda því héraði, en nokkru öðru utan dvalarhéraðs síns. Tilgangurinn með stofnun þessa félags er í fyrsta lagi áð viðhalda og efla kynningu Ilangæ- inga á félagssvæðinu og viðhalda sambandi þeirra við heimahéraðið. í öðru iagi að varðveita frá gleymsku sögulegar minjar og minningar, sem snerta Rangár- þing. Og í þriðja lagi að styðja þau mál, sem til hagsbóta eru fvrir Rangárhérað og íbúa þess. — Fyrir nokkrum árum var byrj- að á að halda héraðamót í Reykja- vík. þetta voru eingöngu skemmti- samkomur. En hin mikla aðsókn að þeim sýndi, hve gífurlega sterk ítök heimahéraðið hefir í liugum manna. Hún er „römm sú taug, sem rekka dregur föður- túna til“. Héraðafélögin eru fram- hald af héraðamótunum. En hafa víða verksvið. Sérstaklega munu þau gera mikíð gagn með því að varðveita frá gleymsku sögu og sérvenjur héraðanna. Rangæingar muna vel hérað sitt. þeir munu því fjölmenna . á fimmtudags- lcvöldið kl. 8i/2 í kaupþingssalinn til að stofna Rangæingafélag. R. Ó. Síldarafli. þrír bátar komu hing- :tð með síld í gær og munu hafa aflað sæmilega. m Gamla Bló H sýnir kl. 9 Stúdentalíf Fyrirtaks dönsk talmynd um skemmtanir og raunir stúdenta. Aðalhlutverkin leika: Lis Smed, Ebbe Rode og hinn vinsæli gamanleikari Ib Schönberg, sem í mynd þessari hefir eitt af sínum allra beztu hlutverkum. Annáll Skipafréttir. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær á leið til Lcith. Goðafoss kom til Hull í gær. Brúarfoss kom til ísafjarðar í gær. Dettifoss er i Reykjavík. Lagarfoss er á leið frá Fáskrúðsfirði til Leith. Selfoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Leith. Frá Alþingi. Á lcvöldfundi í gær- kvöldi, er hófst kl. 9 og stóð fram yfir miðnætti, voru þessi frv. til umræðu: Frv. til breytinga á kreppulánalögunum, afgreitt sem lög; frv. um nýbýla- og samvinnu- byggðir, 2. umr. lokið; frv. um fóð.urtryggingu í sveitum, 1. um- ræða; og frv. til breytinga á lax- veiðilögunum. Myndasýning. þeir sem ganga um Bankastræti hljóta að taka eftir myndum sem nú eru í sýn- ingaglugga verzlunarinnar Jón Björnsson & Co. þessar myndir eru allar teknar af áhugamönnum í ljósmyndagerð, e.n ljósmynda- stofan í Lækjargötu 6B hefir fram- kallað. Myndirnar eru alls 32 og yfirleitt vel teknar. Sumar eru mjög athyglisverðar eins og t. d. kalkún og spóahreiður. þar eru einnig fagrar myndir frá Mývatni, úr Vatnsdal, ag Hellisheiði í vetr- arbúningi, Dettifoss o. s. frv. Bækur Kristmanns Guðmunds- sonar cru nú til sýnis í skemmu- glugga Haraldar Árnasonar. Eru þar sýndar útgáfur af bókum skáldsins á ýmsum tungumálum og er verulega smekklega frá sýningunni gengið. Andri litli á vetraríerðalagi cr nafn á bók, sem kom út í gær. Bókin or þýdd úr sænsku af Isak Jónssyni. Höfundurinn er L Gott- fried Sjöholm, hinn víðkunni kennari við kennaraskólann i Gautaborg. í fonnála fyrir bókinni segir liann: „Andri litli á vetrar- forðalagi hefir það að markmiði að leggja til lesefni um nokkur atriði átthagafræðinnar", — — „Allt efni þessarar bókar og fleira svipað, hefi ég á undanförnum ár- um sagt börnunum. Oft hefi ég þá undrazt yfir því, hve slík við- fangsefni hrífa þau og hve auð- velt þeim reynist að tileinka sér efnið. Ég hefi því haldið að les- kaflar um svipað efni myndu vekja . áhuga barna, veita þeim þekkingu og verða þeim þroska- meðal eins og allt lesefni á að vera“. — Bókinni er skipt niður í 19 kafla, og í henni eru margar myndir. — Margir munu kannast við Andra litla frá útvarpskvöld- inu nýlega. Norskt flutningaskip, Kóngs- haug, kom hingað í gær. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman hjá lögmanni Guðríður Jónsdóttir og Bogi Jó- liannésson sútaiá. Hoimili þeirra er á Leifsgötu 19. FJttrefnapráfun matvæla Innanríkismálaráðherra Dana hefir lagt fram í danska þing- inu frumvarp til laga um að matvæli skuli vera fjörefna- prófuð af „Statens Vitamin La- boratorium“ og að það skuli auglýst hvaða tegund fjörefna og hvert magn varan inni- haldi. — FÚ. Loftárás á Áddis Abeba Framh. af 1. síflu. Þá koma fregnir um það, að Italir hafi í dag kastað sprengj -um yfir Ankober, sem er borg um 125 km. norðan við Addis Abeba. Óttast Abessiníumenn nú mjög, að næst verði gerð loftárás á sjálfa höfuðborgina, og er verið að Ijúka við smíði 70 öryggisskýla, sem eiga að vera trygg gegn sprengjum. Þess er getið til, að tilgang- ur Itala með þessum ítrekuðu loftárásum síðustu daga sé sá, að egna Abessiníumenn til á- rásar. Er þetta almenningsálit- ið í Abessiníu, en einn aðalfor- ingi Abessiníumanna á að hafa sagt í dag: „ítalir mega halda áfram að kasta yfir okkur sprengjum í hundrað ár. Þeir fá okkur aldrei til þess, að ráð- ast á sig tíl úrslitaorrustu á þessum slóðum“. þýzki sendikennarinn, dr. Iwan, flytur í kvöld fyrirlestur*! háskól- enum um „Deutsche Gebirge". Fyirlesturinn hefst kl. 8.05 og er lokið kl. 8.50. U. M. F. Velvakandi heldur fé- lagsfund í Kaupþingssalnum í kvöld og hefst kl. 9. — Mætið réttstundis. Barnaskólinn i Hafnarfirði hefir fcngið land til skógræktar og gróð- ursettu nemendur' elztu deildar þar 600 trjáplöntur í sumar. Rauðir pennar heitir nýútkomið safn af sögum, ljóðum og ritgerð- um eftir innlenda og erlenda höf- unda. Bókaútgáfan Heimskringla hefir gefið bók þessa út og er frágangur mjög smekklegur. Allur saltíiskafli á landinu er á þessu ári til 1. des. 49.926 tonn, en 61.564 tonn á sama tíma í fyrra. Nýr vélbátur kom í gær til Akra- ness frá Danmörku. Eigandi er Sturlaugur Haraldsson Böðvars- sonar. Skipshöfnin voru 3 menn af Eyrarbakka. Skipstjóri Sigurjón P. Jónsson. Báturinn hreppti vont veður í hafi og var 18 sólarhringa á leiðinni. Báturinn er fallegur og reyndist ágætlega. Hann er smíð- aður í Fredrikssund, gjörður úr eik, 25,23 smálostir að stærð, með 100 hestafla 'June-Munktellvél. — Skipstjóri verður þórður Sigurðs- son. Báturinn heitir Ægir. <— FÚ. Ejnar Munksgaard, bókaútgef- andi i Kaupmannahöfn hedur á miðvikudaginn kemur erindi í há- skólanum í Lundi um íslénzk fornhandrit og miðaldahandrit. Sýnir hann skuggamyndir af handritunum i sambandi við fyrir- lesturinn. Sænsk ísl. félagið hefir gongizt fyrir því, að Munksgaard yrði boðið að halda, þenna fyrir- lestuF í Lundi. — FÚ. Gunnar Gunnarsson skáld hélt fyrirlestur í gær í Wien. Heldur liann fyrirlestra í austurrískum borgum næstu daga, og er því- AlþSngi NeÖr! deild Framh. af 1. síðu. hina nýju tekjustofna í fyrra og nú, væru tekjur ríkisins í heild sízt hærri en þær hefðu verið undanfarin ár. Hér væri því ekki um það að ræða, að auka álögin á landsfólkið. Loks benti hann á þá eftir- tektarverðu staðreynd, að svo fr.aniarlega sem í- haldsmenn vildu afnema 3 milljónir af nýjum tekju- stofnum frá í fyrra og nú og þar að auki útflutnings- gjaldið af sjávarafurðum, eins og þeir láta í veðri vaka, þá yrðu þeir að vera vrið því búnir að gera til- lögur um allt að fimm milljóna niðurskurð — ef jöfnuður ætti að fást á fjárlögum. Sézt vel á þessu, hvílík fjar- stæða allt hjal íhaldsmanna um fjármálin raunverulega er. Jakob Möller varð sér til minnkunar fyrir að vita ekki, að árið 1936 eru í gildi sér- stök ákvæði um 10% viðauka við tekjuskattinn — og byggja árás á frumvarpið, sem fyrir lá, á þessari vanþekkingu sjálfs sín. — Frumvarpinu var vísað til 2. umr. kl. rúml. 4 síðdegis. Kl. 5—7 var fundur í sam- einuðu þingi — um fjárlögin — og var 2. umræðu eigi lok- ið, en verður haldið áfram í dag. Kl. 9 gærkvöldi var fundi haldið áfram í neðri deild. —iNYJÆ bíó mmm Hvíta fylkingin (The White Parade). Amerísk tal- og tónmynd, er gerist meðal hjúkrunar- nema á nýtízku sjúkrahúsi í New York. Aðalhlutverkin leika: Lorette Joung og John Boles. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR. og sala Nýslátrað hestakjöt, nýreykt hestakjöt, nýsaltað hestakjöt. Kjötbúðin, Njálsgötu 28. Sími 3814. Gefið vinum ykkar í jólagjöf eigulega muni unna af íslenzk- um höndum. Jólabazarinn, Laugaveg 10, Sími 3761. Sel kökur. Ólafía Jónsdóttir (frá Hafnarfirði), Baldursötu 6. Sími 2473. Fasteignastofan Hafnarstr. 16. Annaat kaup, og sölu faat- eigna í Reykjavfk og úti uxn land. Viðtalstíini kl. 11—12 og 6—7 og ó öðruxn tíma eftir samkomulagi. Sími 8827. Jónas. Vekjaraklukkur góðar og ódýrar fást t Kaupfélagi Iieykjavíkur. Afengisbruggnn Framh. af 1. síðu. þessa dags. Þriggja pela flösku af brennivíni kvaðst hann hafa selt fyrir 5—6 krónur gegn peningum eða vörum. Þá gerði löggæzlumaður síð- astliðinn lauga$Iag húsrann- sókn hjá Þórarni Helga Fjeld- sted í Raknadal við Patreks- fjörð. — Þar fundust í fjósi tveir stampar samtals um 100 lítra, og á eldhúsgólfi einn stampur 20 lítra — allir fullir af áfengislegi í gerjun. Einnig fannst í eldhúsi lítið eitt af licimabrugguðu áfengi. — Loks fundust bruggunartækin falin í búrinu. Sýnishorn voru tekin og af- hent Efnarannsóknarstofu rík- isins til rannsóknar. Þórarinn meðgekk að hafa byrjað að brugga í nóv.mánuði 1933 og gert það af og til fram til þessa dags. — Flöskuna kvaðst hann hafa selt fyrir 2 krónur til kr. 3,50, hverja, gegn peningum eða vörum. Sumt kvaðst hann þó hafa lánað en aldrei fengið borgað. Viðkom^ndi sýslumanni verða sendar skýrslur um málin til frekari rannsóknar. Frásögn þessi er útdráttur úr skýrslu löggæzlumanns. - FÚ. næst ráðinn J nýja fyrirlestraferð um þýzkaland. Hann gerir ráð fyrir að vera kominn heim 22. desember. — FÚ. ísland var væntanlegt frá útlönd- um kl. 7 í morgun. Heiltunnur, hálftunnur og kvartel af úrvals spaðkjöti allt- af fyrirliggjandi. Samband íal. samvinnufólaga. Sími 1080. 1 „SAMHLJÓMAR“ Músíkvinir! Munið eftirl að eignast nótnasafniðB „SAMHLJÓMAR* Hárvötn. Hmvötn. — Kaup félag Reykjavíkur. ] fél Sfiflursuðuglöís fást í Kaup- agi Iieykjavílcur. II Tilkymiiufar Brynjólfur Þorláksson stillir piano. Eiríksgötu 15. Sími 4633. Fritz Tarp Framh. af 2. síðu. ekki um að ná meiri fullkomn- un“. Og þegar Tarp er spurður hvort ekki sé erfiðara að spila 37 ára en 17 ára, svarar hann: „Nei, það er hægara. Nú skilur maður leikinn mikið bet- ur en þegar maður er ungur. En ca. 500 kappleikir er góður skóli fyrir leikmann“. ' Fritz Tarp segist hafa lært mikið af hinum enska þjálfara, sem stundum var með B 93, David Steel (þekktur atvinnu- leikari), en F. T. segir enn- fremur, að hann hafi ekki hlot- ið verðskuldaða virðingu í fé- laginu og bætir við: „Hinir ungu spilarar voru of vitrir, og vissu í mörgum tilfellum meira en hann, eða það héldu þeir þá“I

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.