Nýja dagblaðið - 22.12.1935, Blaðsíða 1
Uppreistartilraun
Bilstióraverkfallið
íhalds og kommúnista
Eitir Jónas Jónsson, alþm
Um há'U;4 í gær ’ögðu bif-
reiðastjórar í Reykjavík niður
vinnu, og bvrjuðu að gera of-
beldiskennda.* uilraunir til að
stöðva flutnmga að og fra
bsehum á landi. Þannig hafa
verkfallsmenn að sögn skorðað
stórar bifreiðar á austurveg-
inum og sett varðmenn hjá,
með það hlutverk að hindra
bíla frá að komast um veg-
inn.
Þetta tiltæki er mjög ó-
venjulegs eðlis. Það er ekki
verkfall út af kaupi, kaup-
greiðslum eða vinnutíma, held-
ur er hér um að ræða uppreist
móti lögum landsins og Al-
þingi.
Því að málavextir eru þeir,
að Alþingi hefir löggjafarvald
á íslandi. Ef Alþingi gerir lög,
sem eru miður heppileg, breyt-
ir þjóðin þeim, eftir breyttar
kosningar. En þó að einhverir
borgarar séu óánægðir með
einhverja lagasmíð, og það eru
sennilega engin lög, sem allir
una vel, þá er ekki nema ein
lögleg leið til að breyta þeim,
og hún er að breyta þingvilj-
anum. Að ætla að breyta lög-
legum samþykktum Alþingis
með valdboði eða kúgun ein-
hvers félags eða stéttar, er
uppreist. Og þar sem borgarar
temja sér að taka völd á þann
hátt, er skammt til þess að
slíkar þjóðir tapi bæði fjár-
hagslegu og pólitísku frelsi.
Ekkert verk er hættulegra
fiamtíð íslenzku þjóðarinnar
heldur en það sem hér er hafið
af mönnum þeim, sem standa
að baki bifreiðastjórunum.
Málavextir eru þeir, að hér
þurfti að auka atvinnu vinn-
andi manna og hér þurfti að
bæta vegina. Benzínskattur-
inn er hér lægri en í nokkru
öðru landi, og vegirnir ófull-
komnari en í þéttbygðum
löndum. Ríkisstjórnin og meiri-
hluti Alþingis tóku þá það ráð
að hækka benzínskattinn og
verja því fé, sem á þann hátt
bætist í ríkissjóðinn, eingöngu
i nýjar vegagerðir, þar með
talin malbikun vega nærri
Reykjavík, einmitt þeirra vega,
sem bifreiðastjórar hér þurfa
mest að nota.
Þrátt fyrir hækkun þá, sem
Alþingi samþykkti í fyrra-
kvöld er benzínskatturinn enn
lægri á íslandi en í nokkru
öðru landi.
: Félag bifreiðastjóranna er
| ungt og reynslulítið. Það var
| orðin deild í Alþýðusamband-
inu og hafði fengið ýmsar rétt-
mætar kröfur uppfylltar. —
Margir bifreiðastjórar hafa
átt erfiða æfi, afar langan og
óreglulegan vinnutíma, lítinn
og óvissan svefn og oft lítið
kaup. - Félaginu hafði tekizt að
bæta úr þessu að talsverðu
leyti, og hafði til þess velvilj-
aðan stuðning allra sann-
gjarnra manna.
Einhver fyrsta þrekraun fé-
lagsins var út af Sogsflutning-
unum í vor sem leið. Ihaldið
sýndi þá hug sinn til bifreiða-
stjóranna. Það studdi útlend-
ingana í baráttunni um flutn-
ingana, og Mbl. gerði allt, sem
það gat til að svívirða bílstjór-
ana, afflytja óskir þeirra og
kröfur. I það sinn bjargaði rík-
isstjórnin máli bílstjóranna með
framsýni og sanngirni. Þegar
mest reyndi á, höfðu bílstjór-
arnir orðið fyrir svikum og
ódrengskap af Mbl. og þess
nánustu, en velvild og skilningi
hjá ríkisstjóminni.
Atvinna og vegamálaaðgerð-
ir ríkisstjómarinnar voru
meiri velgerð við bílstjóra í
Reykjavík en nokkuð annað
sem unnt var að gera fyrir þá
eins og nú stóð á. Að auka
vegina og bæta þá, var engum
meiri hagur en bílstjórunum.
Og hækkunin kom á aðra, hlaut
að koma á aðra eins og allir
vita af sögu benzínsskattsins
hér á landi og erlendis.
En til að skilja eðli þessarar
deilu, verða menn að vita það,
að félagið er ungt, og- það er
þessvegna óþroskað. Hinir ein-
stöku bifreiðarstjórar em yfir-
leitt menn í vaskasta lagi. Gest-
ir, sem koma til Islands dást
að bifreiðastjórunum okkar
fyrir dugnað og myndarskap í
starfinu.
En þessi lýsing á vitanlega
ekki við alla. I hverjum stórum
mannhóp eru misjafnir menn
og svo er í þessu félagi. Komm-
únistar og íhald hafa þar nokk-
ur ítök. Og þessir menn hafa
unnið saman að því að draga
bílstjórafélagið út í verkfall,
sem líkist uppreist móti lögum
landsins. Félag bílmannanna
var ungt og reynslulaust, og
hinir duglegustu menn í hópn-
um ekki jafnsnjallir að þræða
milli stórgrýtis á félagsmála-
brautinni, eins og þegar þeir
Framh. á 3. sí&u.
Þingslit verða á, morgnn
Atkvæðagreiðslan um fjár-
lögin stóð sem hæst þegar blað-
ið fór í prentun.
Var ætlunin að ljúka at-
kvæðagreiðslunni i nótt og af-
greiða fjárlagafrv. sem lög frá
Alþingi.
Þegar atkvæðagreiðslunni
yrði lokið átti að taka fjár-
aukalögin til afgreiðslu.
Vestan- og norðanþingmenn
fara heimleiðis í dag.
Þingslit fara fram á morg-
un.
Skrifstofur ríkisspítalanna
flnttar í Arnarhvol.
Allar skrifstofur ríkisspítal-
anna, Landsspítalans, Vífils-
staðahælis, spítalanna á Kleppi,
Laugarnesspítala, Reykjahælis
og ríkisbúanna, hafa verið
fluttar saman í eina skrifstofu
og er hún í Amarhváli, neðstu
hæð, þar sem lögreglan var áð-
ur en hún flutti í gömlu síma-
stöðina í Pósthússtræti.
Skömmu eftir stjórnarskiptin
á s. 1. ári, var samkv. 9. gr.
laga nr. 30, frá 1933, skipuð 5
manna nefnd, er hafa skyldi á
hendi yfirumsjón með rekstri
Framh. á 4. síðu.
sem íhaldsmenn og kommúnistar hafa
undirbúið seinustu daga, var haflð
um hádegi í gær
Nokkrar bílastöðvar og
sjálfseignaþílstjórar voru þess
ófúsir að taka þátt í verkfall-
inu, þar sem af því gæti ekki
leitt nema vinnutap fyrir bíl-
stjóra og truflun á atvinnu- og
viðskiptalífi bæjarins, en þessir
menn voru ofurliði bornir af
samfylkingu íhaldsmanna og
kommúnista, sem stöðvaði alla
bíla, sem fóru um göturnar og
framkvæmdu jafnvel hótanlí
um að skemma bílana, ef þeir
voru látnir vera í umferð.
I þessari stöðvunarherferð
bar fremur lítið á bílstjórun-
um sjálfum, en ýmsir æfin-
týramenn úr hópi íhaldsins og
kommúnista létu þeim mun
meira á sér bera.
Verkfallsmenn settu strax í
byrjun verkfallsins verði á alla
vegi úr bænum og hrúguðu
þar jafnframt upp ýmsum um-
búnaði til þess að tefja um-
ferðina.
Viðbúnir að veita
stjórnlnni viðtall
Nýja dagblaðið átti í gær-
kveldi símtal við skrifstofu
verkfallsmanna, og nefndist sá
Kristján Jóhannsson, sem
mælti fyrir þeirra hönd. Sagði
hann að kröfur verkfalls-
manna væru þær að fá benzín-
skattinn afnuminn.
Ekki taldi hann sér kunnugt
um það, að verkfallsmenn hefðu
leitað samninga við ríkisstjórn-
ina, en hins vegar væru þeir
reiðubúnir að tala við hana,
hvenær sem væri!
Árangur fyrsta
verkfallsdagsins
Vegna stöðvunar á bílunum í
gær féll niður vinna hjá verka-
mönnum þeim, sem eru í at-
vinnubótavinnunni. Um 450 fá-
tækir verkamenn misstu þar af
kaupgreiðslu, sem hefði komið
sér vel fyrir heimili þeirra nú
um jólin og þeir geta búizt við
að missa af meiru, ef íhaldinu
tekst að láta bílstjórana halda
verkfallinu áfram.
Vegna jólanna var óvenjuleg
ös í búðum í gær, og hefðu bíl-
ar því án efa verið notaðir með
mesta móti. Hafa bílstjórarnir
þar orðið illa úti, og lang harð-
ast sjálfseignarbílstjórarnir.
Hins vegar er ekki að neita
því, að þetta tap bílstjóranna
hefir orðið sparnaður fyrir
marga, sem myndu hafa notað
bílana. Og það er ekki fjarri
lagi, að ætla, vari verkfallið
lengi, að fólkið læri að spara
bílana meira en það hefir gert,
og mega bílstjóramir þá vera
minnugírí .þess, að | vleAfallið
hefir ekki orðið árangurslaust.
Mjólkin og verk-
fallið
Verkfallsmenn munu ætla
sér að stöðva alla mjólkur-
flutninga á bílum til bæjarins,
og stbðvuðu þeir einn mjólkur-
bíl, sem kom austan yfir heiði
í gær, inn við Elliðaárnar. Og
er bílstjórinn sá sér ekki
fært að koma henni í bæinn,
sneri hann aftur austur.
Blaðið átti í gærkveldi tal við
Halldór Eiríksson, forstjóra
Mjó.lkursamsölunnar og sagði
hann að fengnir hefðu verið
miklir kraftar, hestvagnar og
menn, til að annast dreifingu
mjólkurinnar hér í bænum og
myndi hún geta gengið sæmi-
lega greiðlega, þrátt fyrir verk-
fallið. Ennfremur héldu þeir að-
ilar, sem ættu að annast mjólk-
urflutninga til bæjarins, að
hægt yrði að sjá fyrir nægri
mjólk og þyrfti því tæplega að
óttast mjólkurskort í bænum.
Fasistaráðið
ósveigjanlegt
London kl. 17 21./12. FO.
I opinberri tilkynningu, sem
gefin hefir verið út í Róm, að
loknum fundi Fascistaráðsins,
er aðeins vikið að sáttatillögun-
um. Þar segir: „Fascistaráðið
tók til íhugunar það ástand,
sem við það hefir skapazt, að
st.jórn Stóra-Bretlands hefir
hafnað sáttatillögunum, sem
gerðar voru að tilhlutun
Frakka. Vegna þeirrar sundur-
þykkju og óreiðu, sem greini-
lega á sér stað i framkvæmd
refsiaðgerðanna, ákveða Italir,
að fara sínu fram, og beita
sér sem áður gegn refsiaðgerð-
unum".
Fascistaráðið á næst að koma
Framh. á 4. »ÍSu.