Nýja dagblaðið - 23.12.1935, Qupperneq 1
Framferði bifreiðarstjóranna
er ekki kaupdeila heldur uppreisn gegn Ifiggjafarvaldinu
Ræða forsætisráðherra á Alþíngi I gærmorgun
Háttv. fyrri þingm. Skag-
firrðinga, Magnús Guðmunds-
son, virtist vera mjög kampa-
kátur yfir því, að ríkisstjórnin
neyddist nú til þess að endur-
reisa ríkislögregluna, sem hann
hefði orðið að stofna á • sínurti
tíma.
Núna, með morgunsárinu kl.
6, hefði ríkislögreglan verið
endurreist.
Ég get fullvissað háttv.
þingmann og háttv. Alþingi
um það, að þetta er alger upp-
spuni.
Nokkrum mönnum verður
bætt við bæjarlögregluna eins
og gert hefir verið og gert var
öll þau ár, sem ég var lög-
reglustjóri, hvort sem nokkur
varalögregla var sitjandi eða
ekki. Þetta er óumflýjanleg
nauðsyn, þegar vaktir eru
langar og sumir lögregluþjón-
arnir forfallaðir.
Þessi ráðstöfun á því ekkert
skylt við það, að velja svo að
segja af handahófi hundrað
manna hóp, all-misjafnra
manna — svo e'kki sé meira
sagt, og hafa þá á föstu mán-
aðarkaupi um langan tíma.
Ég var frá upphafi óánægður
með varalögregluna, eins og
henni var fyrirkomið. Og ég
h-efi fært ýtarleg rök fyrir því
í bréfum, er ég sem lögreglu-
stjóri, ritaði þáverandi ríkis-
stjórn. Ekkért var því sjálf-
sagðara en það, að ég vildi
losna við ríkislögregluna í
þessu formi.
Hinsvegar lagði ég sem lög-
reglustjóri, áherzlu á það, að
lögreglan yrði aukin á annan
hátt. Skyldi það vera aukning
á hinni föstu bæjarlögreglu og
þá af völdum og vel æfðum
mönnum. Auk þess áttu nokk-
urir menn að vera þessari lög-
reglu til aðstoðar, jafnframt
því, sem þeir voru tiltækir fyr-
ir ríkið og í þjónustu þess.
Lög um þetta voru samþykkt
hér á Alþingi og vann ég að
undirbúningi þeirrar löggjafar.
Alþingi gekk þó nokkuru
skemmra í þessari aukningu
heldur en ég hafði lagt til. Og
viti menn, þegar bæjarstjóm
Reykjavíkur átti að fram-
kvæma þessa löggjöf, trássað-
ist bæjarstjórnarmeirihlutinn
við, og hefir ekki enn þann
dag í dag fullnægt ákvæðum
laganna um aukningu bæjar-
lögreglunnar.
Þannig hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn staðið gegn hæfi-
legri lögregluaukningu hér í
Reykjavík.
Kemur það því í ljós, og
reynslan hefir skorið úr því til
fullnustu, að ágreiningurinn
milli flokkanna er ekki um það,
hvort lögreglan í þessu landi
eigi að vera veik eða sterk. —
Heldur er hann um það, hvern-
ig eigi að beita þessu valdi.
Það kann að vísu að vera ein-
hver ágreiningur um það,
hvernig eigi að haga skipulagi
lögreglumálanna, og hverjir
eigi að bera kostnaðinn. En
takmarkalínan milli flokkanna
í átökunum um þessi mál,
liefir verið og er sú,
hvort heimilt skuli að
beita lögreglunni í
lc a u p d e i 1 u m.
Deila sú, sem nú er risin hér
í bænum og dregin hefir verið
inn í umræðurnar hér á Al-
þingi, e r e k k i k a u p-
d e i 1 a.
Mikill hluti bifreiðastjór-
anna eru á föstum launum hjá
stóratvinnurekendum í bif-
reiðarekstri. Og ekkert liggur
fyrir um það, að kaupkjörum
þeirra eigi að breyta.
Hver getur leyft sér að
halda því fram að verkfall
þessara manna sé kaupdeila.
Vörubílstjórarnir, sem marg-
ir eiga bifreiðar sínar sjálfir,
fá benzínskattinn, sem þeir
koma til með að greiða, marg-
íaldlega endurgreiddan, því all-
ur benzínskatturinn, þar á með-
al sá hluti hans, sem hinn
mikli fjöldi fólksflutningsbif-
reiða greiðir, verður allur lát-
inn ganga til vegavinnu, sem
stóreykur atvinnu vörubifreiða.
Má geta þess til, að með
þessu eina móti geti vöruflutn-
ingsbifreiðar, eins og nú horf-
ir, gert sér vonir um viðun-
andi atvinnu.
Við þetta bætist svo það,
að þeim bifreiðastjórum og bif-
reiðaeigendum, sem kynnu að
þurfa að breyta taxta sínum í
sambandi við hækkun benzín-
skattsins, hefir verið boðið, af
sterkum aðila, sem er þeim
vinveittur, að veita þeim alla
aðstoð sem þarf, til þess að fá
ökutaxta sínum sanngjarnlega
breytt.
Svo fjarri fer því, háttvirt-
ir þingmenn, að hér sé um
kaupdeilu að ræða.
En þrátt fyrir allt þetta,
hafa bifreiðastjórarnir, eða
nokkur hluti þeirra, kosið að
rísa gegn þeim lögum, sem
löglegur meirihluti Alþingis
hefir sett.
Er það vilji yðar, háttvirtir
þingmenn, að þau lög, sem þér
hafið sett og falið ríkisstjóm-
inni að framkvæma, séu fram-
kvæmd? Eða er það vilji yðar
að þessi lög séu fótumtroðin
og virt að vettugi?
Því það sem bifreiðastjóram-
• ■ ir eru að aðhafast, er ekki
kaupdeila, ekki snefill af kaup-
deilu, eins og ég hefi með rök-
um sýnt fram á. Heldur upp-
reisn gegn löggjafarvaldinu,
uppreisn gegn Alþingi.
'Það er tilraun til þess að
þvinga Alþingi til að hverfa
frá að samþykkja þau lög, sem
meirihluti þess er sannfærður
um að sé rétt að setja.
Og það er tilraun til þess að
þvinga ríkisstjómina til þess
að framkvæma ekki lögin, eftir
að þau hafa verið sett.
Flest þau lög, sem Alþingi
setur, snerta á einhvern hátt
hagsmuni smærri og stærri
heilda í þjóðfélaginu, og í
mörgum tilfellum eru þessar
• heildir miklu stærri heldur en
' sú, sem nú hefir lagt út í það,
I gærdag varð slys hér við
höfnina, í vélb. „Jóni Þorláks-
syni“. Drengur, innan við
fermingu, lenti með hendina á
einhvern hátt í vindu eða
vindukaðli og marðist svo illa,
að einn fingur a. m. k. er
. nærri af. Var þegar farið með
drenginn á næstu bílstöð, Vöm-
bílastöðina, og þótti þar hitt-
ast vel á, þar sem var bíll í
gangi og maður við stýrið. Var
hann þegar beðinn að aka með
drenginn til læknishjálpar. —
að gera uppreisn gegn löggjaf-
arvaldinu.
Ef Alþingi beygir sig, ef rík-
isstjórnin beygir sig fyrir slíku
framferði, hvar lendir þá, hátt-
virtir alþingismenn!
Alþingi er þá raun-
verulega þurrkað út.
Er það vilji yðar,
háttvirtir alþingis-
m e n n?
Ég óska eftir að fá svar við
því, hvort hér er nokkur sá al-
þingismaður, sem ekki er á
einu máli um það, að þegar
svo er að staðið, sem hér er
raun á, beri ríkisvaldinu með
allri gætni en fullkominni
festu, að yfirvinna slíka of-
beldistilraun.
% Því þótt menn greini á um
það hér á Alþingi, hver af-
skifti ríkisvaldið eigi að hafa
af kaupdeilum, þá hefi ég
aldrei heyrt hér neina rödd og
býst ekki við að hér sé nokk-
ur sá alþingismaður, sem ekki
er eindregið þeirrar skoðunar,
að ríkinu beri að nota vald
sitt og styrkja það sem þörf
krefur til þess að koma í veg
fyrir, að þau lög, sem Alþingi
hefir sett, séu að engu höfð.
Að ræðu forsætisráðhera
lokinni urðu talsverðar umræð-
ur, og voru ræðumenn af öllum
flokkum á einu máli um það,
að framferði bifreiðastjóranna
væri óverjandi, og ekki unnt
að mæta því nema á einn veg.
Hópur uppreisnarmanna stóð
álengdar og spurði bílstjórinn
þá, hvort hann ætti að gera
þetta. En þar var þvert nei við
þeirri bón. Hér voru auðsjáan-
lega menn, sem höfðu lært ut-
an að boðskap hinnar nýju
samfylkingar.
Nú var farið með drenginn á
lögreglustöðina og flutti lög-
reglan hann á spítala Hvíta-
bandsins, og bjó Kristinn
Björnsson, yfirlæknir spítalans,
Framh. á 4. si6u.
Kommúnistar
á Akureyri
reyna að kosa af
stað nppreisn
Nýja Dagblaðið átti í gær-
kveldi viðtal við Vilhjálm Þór
íorstjóra. Kvað hann uppi til-
launir til þess að koma af stað
uppreisn undir yfirskyni verk-
fallshugmyndarinnar gegn
hækkun benzínskattsins. En
þó mundi ekkert af því verða
nema ef takast mætti að fá
bílstjóra þá, sem nú flytja
mjólk til Mjólkursamlags Ey-
firðinga til þess að taka þátt
í uppreisninni.
Kvaðst Vilhjálmur Þór þegar
hafa tilkynnt bílstjórunum, að
samstundis og þeir hættu
mjólkurflutningum, þá yrðu
aðra r bifreiðaV settar til
flutninganna. Og yrði þeim
með ofbeldi meinaðir mjólkur-
flutningar, þá væru nægilega
mai'gir hestar og hestvagnar
til þess.
Seint í gærkvöldi kom sú
fregn frá áreiðanlegri heimild,
að engar horfur væru á að
bifreiðastjórar á Akureyri
færu að dæmi stéttarbræðra
þeirra í Reykjavík.
Aig'eidsla
fiárlaganna
Fjái'lögin voru afgreidd frá
Alþingi í fyrrinótt. Verður hér
á eftir getið nokkurra helztu
tillagnanna, sem voru samþykt-
ar við seinustu umræðuna.
Með þeim breytingum, sem
hafa verið gerðar á fjárlögum,
nema útgjöldin um 15V2 millj.
kr. Tekjurnar eru áætlaðar að
nema svipaðri upphæð, og
verða fjárlögin því sem næst
því að vera greiðsluhallalaus.
Af útgjöldum er rúmlega
11/4 millj. varið til nýrra fram-
kvæmda og umbóta. Um 250
þús. kr. (benzínskattinum)
verður varið til aukinna vega-
bóta, og til alþýðutrygginga,
nýbýla, frystihúsa, mjólltur-
búa, kartöfluverðlauna, vaxt-
arhjálpar til bænda og Skulda-
skilasjóðs útvegsmanna verður
varið um einni millj. kr.
Á föstum útgjaldaliðum rík-
issjóðs gera fjárlögin ráð fyrir
sparnaði, sem nemur næstum
einni millj. kr. Lætur þá nærri
að eldri skattar og tollar standi
Framh. á 3. aiðu.
Uppreisnarliðar
með bíl í gangi, aftaba að aka með slasað
barn á sjúkrahús