Nýja dagblaðið - 08.01.1936, Síða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
4. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 8. janúar 1936.
5. blað
Italir senda nýjar her-
sveitir til Afríkn
Italskar öugvélar ráðast í ógáti á
kynflokk, sem lftur Bretum
London kl. 17, 7/1. FÚ.
Landslagi er nú svo háttað,
á vígstöðvunum í Abessiníu, að
chjákvæmilegt er fyrir ítali að
bæta við her sinn nýjum liðs-
sveitum. Hafa nú liðssveitir
úr Alpahéruðum Italíu verið
sendar af stað til Afríku til
viðbótar við her þann, sem
fyrir er.
Þrálátur orðrómur hefir
gerigið um það undanfarið, að
Ras Guksa, hafi verið tekinn
höndum af Itölum fyrir njósn-
ir, og jafnvel líflátinn. Þessu
hefir nú verið opinberlega mót-
mælt af Itölum. Er í mótmæla-
tilkynningunni fullyrt, að hann
sé á vígstöðvunum ásamt liðs-
mönnum sínum.
Hin opinbera tilkynning Ba-
doglio marskálks í dag hljóðar
á þá leið, að ekkert sé tíðinda,
en frá Berbera í Brezka Somali-
landi segir, að 2 ítalskar flug-
vélar hafi kastað sprengjum á
innfædda menn, sem tilheyra
kynflokki, sem stendur undir
brezkri vernd. Sprengjur þess-
ar ollu þó engu tjóni. Augljóst
þykir, að hér sé um misgáning
að ræða, með því að abessinsk
varðsveit var stödd í nágrenni
við staðinn, þar sem árásin var
gerð.
A 1 b a n í a
býr sig nndir
ankna olíusölu til Italíu
London kl. 17, 7/1. FÚ.
I dag var opnuð til notkunar
64 kilometra löng pípuleiðsla
fyrir olíu frá olíulindum inni í
Albaníu til hafnarborgarinnar
Valona. Var þegar í dag dælt
olíu í ítalskt olíuflutningaskip,
sem óðar hélt af stað með
farminn. — Rétturinn til olíu-
vinnslu í þessum námum, og
umráðarétturinn yfir hinni
nýju leiðslu, er í höndum ít-
alsks félags.
Síðdegis í dag gaf Italíukon-
ungur út konunglega tilskipun
um það, að heimilt skuli vera
að vinna og hreinsa á Italíu
aðflutta olíu frá Albaníu.
Mussolini
kveður fleiri menn
til vopna
LRP 7/1. FÚ.
ítalska stjómin hefir enn
kvatt fleiri menn til vopna. Er
ákveðið að koma upp nýrri her-
deild til viðbótar við sex nýjar
herdeildir, sem komið var upp
á síðastliðnu ári, og eiga þær
að koma í stað þess liðs heima-
fyrir, sem sent hefir verið til
Afríku.
I sömu tilskipun er einnig
mælt svo fyrir, að koma skuli
upp nýjum stórskotaliðsdeild-
um. Er álitið, að þær muni
eiga að koma í stað Alpa-her-
sveitanna, sem nú er verið að
senda til Afríku. I kvöld leggur
nokkur hluti Alpa-hersveitanna
af stað frá Neapel, en sumar
lögðu af stað í gærkvöldi.
Ern landkðnnuður
Kalundborg kl. 17, 7/1. FÚ.
Sænski landkönnuðurinn,
Sven Hedin, er nú 71 árs að
aldri. Hann kom í gær síðdegis
til Kaupmannahafnar, ásamt
ritara sínum, og flutti þá um
kvöldið erindi um rannsóknar-
Stúdentaóeirðirnar i Kairo
London kl. 17, 7/1. FÚ.
Dálítill hópur stúdenta 4 Ca-
iro gekk mótmælagöngu um
götur borgarinnar í dag, og
hélt því fram, að egypskur
borgari hefði verið skotinn til
bana af brezkum liðsforingja í
gærkvöldi. Skýring brezku yfir-
valdanna er á þá leið, að
enskan liðsforingja hafi borið
þar að, sem innfæddur maður
var að fikta við bíl á grunsam-
legan hátt. Egyptinn réðist þá
á liðsforingjann, og dróg hann
upp slcammbyssu sína í vam-
arskyni. Reyndi Egyptinn þá að
slá hana úr höndum hans, en
við það hljóp skotið af byss-
unni, og fór í verkamann, sem
var þar nærstaddur, og særð-
ist hann, en þó ekki alvarlega.
Hópur stúdenta gekk í dag
heim að bústað Sir Miles
Lampson, brezka stjómarfull-
trúans í Egyptalandi, og baðst
viðtals við hann. Var tveim úr
stúdentahópnum leyfð inn-
ganga í húsið. Skýrðu þeir Sir
Miles Lampson svo frá, að þeir
væru fúsir til þess að taka upp
aftur nám sitt, en væri meinað
það af háskólayfirvöldunum.
Verður hæstaréttardómurinn
um UudbúnaðarlOg Roosevelts mesta
hitamálið I næstu forsetakosningum ?
Sven Hedin.
farir sínar í Asíu. Láta blöð
svo um mælt, að erindi hans
hafi verið stórmerkilegt og
fróðlegt, og gefið lifandi hug-
mynd um líf og háttu manna
Framh. á 4. síðu.
London kl. 17, 7/1. FÚ.
Bandaríkjastjóm hefir ekki
gefið út neina opinbera til-
kynningu um afstöðu sína til
jhæstaréttarúrskurðarins, sem
í felldur var í gær, en samkvæmt
[þeirn úrskurði eru viðreisnar-
lögin til aðstoðar landbúnaðin-
um dæmd ólögleg, samkvæmt
stjórnarskránni. Stjórnin hefir
aðeins tilkynnt að fyrst um
sinn verði engar frekari
greiðslur inntar af hendi til
bænda, né heldur skattar inn-
heimtir, vegna viðreisnarlög-
gjafarinnar.
Blöð í Bandaríkjunum ræða
úrskurð Hæstaréttar í dag, og
fara dómar þeirra eftir flokks-
afstöðu. Almennt er gert ráð
fyrir, að forsetinn muni neyð-
ast til þess að gera það að að-
alkosningamálinu í næstu kosn-
ingum, hvort stjómarskránni
skuli breytt, til þess að hægt
sé að samræma viðreisnarlög-
gjöfina og stjórnarskrána. En í
því myndi felast, að svifta hin
einstöku ríki meðferð vissra
mála, svo sem atvinnumála, og
leggja þau undir vald sam-
bandsst j órnarinnar.
Fleiri greinar viðreisnarlög-
gjafarinnar eru nú taldar hafa
hlotið sinn dóm, með dóminum
um viðreisnarlögin til aðstoðar
landbúnaðinum. Þar á meðal
eru hin nýju lög um félags-
legt öryggi, sem gera ráð fyrir
ellistyrk, atvinnuleysisstyrk, al-
þýðutryggingum o. fl. Þá er og
álitið, að þeir, sem hafa greitt
skatta og gjöld til stjórnarinn-
ar samkvæmt ákvæðum við-
reisnarlaganna, geti krafizt
þess, að fá fé sitt endurgreitt.
I t I
Séra
Sig. Gunnarsson
fyrv, prófastur
Sigurður Gunnarsson, fyrr-
verandi prófastur, lézt að
heimili sínu í gær.
Sr. Sigurður var fæddur að
Desjarmýri eystra 25. maí
1848, sonur þeirra hjónanna
Gunnars. Gunnarssonar, síðar
bónda á Brekku, og Guðrúnar
Iiallgrímsdóttur.
Hann lauk stúdentsprófi
1870 og útskrifaðist úr Presta-
skólanum þrem árum síðar.
Næstu árin fékkst hann við
kennslu, fyrst í Reykjavík og
síðar á Isafirði. Árið 1878
réðist hann prestur að Ási í
Fellum og fjórum árum síðar
að Valþjófsstað. Helgafells-
prestakall var honum veitt
1894 og fluttist hann þá til
Framh. á 2. síðu.
Ras Tafari
fœr nýjan ráðunant
í millirikjamálum
Kalundborg kl. 17, 7/1. FÚ.
Amerískur þjóðréttarfræð-
ingur, Mr. Spencer að nafni, er
nú í þann veginn að leggja af
stað til Abessiníu, og hefir
hann verið ráðinn til þess að
verða aðalráðunautur og leið-
beinandi Abessiníukeisara um
fjármál og milliríkjamál.