Nýja dagblaðið - 08.01.1936, Side 3

Nýja dagblaðið - 08.01.1936, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 Svar til Sveins Benediktssonav „Mörður týndi tönnum Um hvippinn og hvappinn NÝJA DAGBLAÐDE) Útgefandi: BlaSaútgáfan h.f. .. .. Ritstjóri: .. Sigfús Halldórs frá Hðfnum Ritst j órnarskrif stof ur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323 .. í lausasðlu 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 2 á mán. Prentsm. Acta. Ólafur í gapastokknum Brotthlaup íhaldsmanna úr utanríkismálanefnd ætlar að verða þeim erfiður biti í hálsi. Almenningur skilur það ekki, hvernig stór stjórnmálaflokk- ur gat verið svo ábyrgðarlaus að fleygja frá sér allri íhlutun um utanríkismálin. Mönnum finnst þetta í senn vesalmann- legt og heimskulegt. Vesal- mannlegt að þora ekki að sjá framan í erfiðleikana. Heimsku- legt, að svifta íhaldsflokkinn þeirri aðstöðu, sem hann áður hafði til að fylgjast sem gerst með þessum málum. Algengir flokksmenn í íhald- inu eru sáróánægðir. Þeir segja sem svo út frá sjónarmiði síns flokks: Við eigum að nota hvert tækifæri til að fylgjast með gerðum ríkisstjómarinnar. Og alstaðar þar sem okkur er boð- in íhlutun um málin, eigum við að þiggja hana. Þeim mun meira tillit, sem tekið er til okkar, því betra. Þannig hugsa og tala hinir skapgæfari Sjálf- stæðismenn. Með ráðríki sínu og fíflskap í þessu máli, hafa þeir Kveld- úlfsbræður gert Sjálfstæðis- flokkinn að viðundri. Ólafur Thors hefir sett sjálfan sig í gapastokkinn. Ýmsir álíta, að hann sjái eftir frumhlaupinu. En svírar Kveldúlfanna eru of digrir til þeirrar auðmýkingar, sem í því felst fyrir þá að játa fljótræði sitt og beiðast aftur inntöku í nefndina. ólafur Thors vill ekki beygja sig. Hann kýs heldur, að all- ur Sjálfstæðisflokkurinn bíði hnekki og verði að viðundri. Það er gott fyrir ríkisstjórn að eiga slíkan foringja í and- stæðingaflokki! Og það er grátbroslegt, að heyra hvernig formaður Sjálf- stæðisflokksins emjar undan sjálfum sér og flónsku sinni. Hann segist hafa hlaupið á brott frá trúnaðarstarfi sínu í utanríkismálanefnd, vegna þess, að J. J. hafi skrifað óvægilega um þá Kveldúlfsbræður. Þarna hefir Kveldúlfsremb- ingurinn náð hámarki sínu. Það má ekki lengur skrifa blaðagrein, þar sem verzlunar- mannshæfileikar þessara herra eru dregnir í vafa — þessara líka afreksmanna. Heyr á endemi! Morgunblaðið þykist ætla að bera fram fyrirspumir fyrir hönd þeirra Kveldúlfs- manna — Eru það fyrir- spumir um týndan fiskfarm á til kom það af þvi hann beit i bak á mönnum svo beini festi i. pó er gemlan eftir ein. það er hin hola höggormstönn lielzt er vinnur mein“. (Gömul vísa). Sveinn Benediktsson spinnur lopann undanfarið í Morgun- blaðinu. Hann heldur auðsjáan- lega að það muni duga að „end- , urtaka lýgina sex sinnum“. / Mest af þessari tuggu hefir verið rekið ofan í hann áður, 1 en þó er það eitt atriði eða tvö, sem ég vildi þjappa dálítið betur ofan í hann. — Sveinn segir að ég hafi kært sig fyrir Tryggva Þórhallssyni atvinnumálaráðherra, en hann hafi „séð í gegnum óheilinda- vef“ minn og látið sig sitja áfram í stjóm verksmiðjanna sína stjórnartíð. — Sveinn hefir í þessu eins og flestu öðru endaskipti á sannleikan- um. Það var Sveinn sem kærði mig fyrir Tr. Þ. — eins og áður hefir komið fram í ritdeilu okkar Sveins haustið 1938 — en ég sendi andsvör og gaf skýrslu um málið, með þeim árangri, að kæra Sveins var ekki tekin til greina, en ég endurskipaður í verksmiðju- stjórnina, því um sama leyti féll umboð mitt niður. Umboð Sveins féll aftur á móti ekki niður fyr en seint á þingtíman- um þann sama vetur eða rétt áður en Tr. Þ. lét af stjórn. Kom það því í hlut Magnúsar Guðmundssonar að skipa í verksmiðjustjómina. Og í hana skipaði M. G. mig tvisvar, þrátt fyrir allan andróður Sveins og þrátt fyrir áskoranir „helztu útgerðarmanna og skipstjóra sunnanlands" — að því er Sveinn segir — um að víkja mér úr stjóminni. — En hvern- ig er það annars með þessar áskoranir. Þær hafa aldrei komið fram opinberlega og M. G. gerði aldrei svo mikið sem skýra mér frá þeim, en ég heyrði einusinni óskar Hall- dórsson segja frá því í útvarps- ræðu, þegar deilt var' um það, hvar nýja síldarverksmiðjan ætti að standa, að Sveinn hefði veturinn áður verið á þönum milli útgerðarmanna og skip- stjóra með undirskriftaskjöl: „annað þess efnis að fá þá til að mótmæla því, að verksmiðj- an yrði reist á Siglufirði, en Spánarhafi ? Eru það fyrir- spurnir um stór síldarmál og litlar mjólkurflöskur? Eru það fyrirspurnir um „fékjörna“ þingmenn, sem neita að gera skyldu sína á Alþingi, en vilja svíkja þjóðina í hendur erlendu valdi ? Spyrji þeir eins og þeim sýn- ist — nema þeir kjósi heldur að halda áfram að auglýsa húsin sín til sölu og flytja sig yfir í sín erlendu hreiður hin- um megin við hafið. hitt eitthvað persónulegt við Þormóð Eyjólfsson“. „En svo snerist Sveinn skyndilega í málinu“, segir Óskar, „hann fór nú að gera sér vonir um að komast í verksmiðjustjómina að nýju og þurfti nú að finna ráð til að kaupa sér grið á Siglufirði og gerðist svo allt í einu talsmaður þess, að verk- smiðjan yrði reist þar". Þessi ummæli Óskars munu vera rétt, enda þekkir hann manna bezt sinn Læri-Svein. Fátt sýnir betur hina heimskulegu og takmarkalausu ósvífni Sveins Benediktssonar, en sú fullyrðing hans, að Magn- ús Guðmundsson hafL aðeins skipað mig í verksmiðjustjóm- ina vegna venzlamanna minna í Framsóknarflokknum, en sjálfum hafi hann sagt sér, að hann bæri ekkert traust til mín. Við Magnús Guðmundsson höfum þekkzt lengi og veit ég, að hvorugur leggur öðrum til á bak, þrátt fyrir ólíkar stjóm- málaskoðanir og hvorugur trúir Sveini, þegar hann reynir að bera illmæli milli okkar, en það hefir hann gert fyr en nú; — en hvað sem því líður, er það lúalegt af Sveini í garð M. G., (raunar ekki meiri en , vænta mátti úr þeirri átt), að halda því fram, að hann tvískipi mann í stjóm verksmiðjanna — í annað skiptið sem formann stjómarinnar — sem hann bæri ekkert traust til. — Fyrir utan það, er ekki bein- línis trúlegt, að venzlamenn mínir í Framsóknarflokknum hafi meiri áhrif á Magnús Guð- mundsson en hans eigin flokks- menn: auðugir og áhrifaríkir ættingjar Sveins og vinir hans „helztu útgerðarmenn sunnan- lands“ — þ. á m. líkl. sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins, — sem Sveinn segir að hafi skorað á M. G. að láta mig fara úr stjórninni. — Sveinn Benediktsson hefir þráð það öllu öðru framar að verða einráður yfir ríkisverk- smiðjunum. Hann gekk að því með ráðnum hug, að ryðja hverjum þeim úr vegi, sem yrði honum þar „Þrándur í Götu“. Það tókst með Guðmund Skarphéðinsson. Sveinn fylltist þá sigurgleði og í ofmetnaði sínum, hét hann því að ég skyldi fara sömu leiðina. En það hefir reynzt honum torsótt að framkvæma þá hótun. Það taldi hann sitt mesta óhapp, þegar Jón Gunnarsson varð framkvæmdarstjóri. Hann gat Sveinn ekki með nokkru móti haft að leiksoppi. Því varð hann að beita lævísi til að koma honum burtu. Ýmsum peðum var teflt fram til sóknar. Sjálfur stóð Sveinn að baki og bruggaði fjörráðin. Vopnin eru ekki vandfengin, þegar aldrei er hirt um, hvort farið er með satt mál eða ósatt, Reykur verður sex börnum að bana. Það sorglega slys vildi til um miðjan síðastl. mánuð á sveita- bæ einum skammt frá Hjörring í Danmörku, að sex böm létu lífið vegna eldsvoða. Háttaði þannig til, að hlaðan var áföst við íbúðarhúsið, sem var tví- lyft, og var skilrúmið mjög óvandað milli hlöðunnar og efri hæðar íbúðarhússins. Sváfu börnin uppi, en foreldrar þeirra niðri. Eldur kom upp að næturlagi í hlöðunni og náði reykurinn inn í herbergin til barnanna, meðan þau voru í fasta svefni, og varð þeim að bana. Föreldrarnir vöknuðu síðar um nóttina við megna reykjar- svælu, en þá var reykurinn orð- inn svo magnáður uppi, að þau treystust ekki til að fara þangað. Var brunalið þá óðara kvatt á vettvang, og hjálpaði það til að ná bömunum. En all- ar lífgunartilraunir voru árang- urslausar. Alls áttu þessir foreldrar 11 börn, 3 voru að heiman, og 2 þau yngstu sváfu niðri hjá þeim. Börnin, sem dóu, vom á aldrinum 5—18 ára. Æfisaga Trotsky. Æfisaga Leon Trotsky eftir sjálfan hann er nýlega komin út 1 norskri þýðingu. Bókinni fylgja tveir formálar, annar, sem var ritaður fyrir frönsku útgáfuna 1934, og hinn, sem er sérstaklega helgaður norsku útgáfunni. I bók þessari nýtur hin mikla stílsnilld Trotsky sín ágætlega. I formálanum fyrir frönsku útgáfunni er hann mjög bituryrtur. Gefur hann rússnesku stjóminni sök á því, að dóttir hans, Sinaida Volkova, frámdi sjálfsmorð, því að henni hafi verið neitað um landvist- arleyfi til þess að sjá mann sinn og bam. Hún dvaldi þá í Berlín og var að reyna að fá bót við berklaveiki. Hann ásak- ar rússnesku stjómina einnig um það, að hann kom of seint að dánarbeði yngstu dóttur sinnar, en hún dó úr berklum. — í seinni formálanum er bit- og tíðar er vegið að baki en brjósti. Nú er Sveinn Benediktsson orðinn leiðtogi alþýðuflokks- fulltrúanna í Ríkisverksmiðju- stjórninni. — Sigurvonimar eru miklar — ofmetnaðurinn gægist fram að nýju. En því hika þeir nú, félag- arnir, og verða ekki þegar í stað við áskorun minni að krefjast rannsóknar á störfum mínum í Ríkisverksmiðjustjóm- inni ? Er kannske þægilegra að standa í skugganum, og vega þaðan með dylgjum og ósvífn- um ásökunum, í von um að ekki komi til þess, að við þær þurfi að standa? Þormóður Eyjólfsson. Aths. Grein þessi hefir því miður orðið að bíða nokkuð sökum þrengsla. urleikinn minni, en þar lýsir hann óánægju sinni yfir því, að Rússland skuli ekki vera orðið verkamannaríki, heldur skrif- finnsku- og embættismanna- veldi, þar sem ríki „bonapart- iskt gjörræði“. Dýrt að spara. Fjárveitinganefnd franska þíngsins hefir nýlega upplýst, að sparnaðarlöggjöfin, sem var samþykkt síðastl. sumar og fékk áköf mótmæli embættia- manna, m. a. sökum þess, að hún gerði ráð fyrir miklum nið- urskurði embætta, hafi orðið til þess að þurft hafi að stofna 2789 ný embætti til þess að hægt væri að koma henni í framkvæmd. Hefir nefndin látið það álit í ljósi, að henni fyndist kosnað- urinn við sparnaðarfram- kvæmdirnar hafa orðið nokkuð mikill. Ihaldsmenn og barnsfæðingar í Danmörku. Danska blaðið „Politiken“ hefir fyrir nokkru vakið at- hygli á því, að fæðingar séu færri þar í landi, í þeim bæj- um, þar sem íhaldsmenn séu í meirihluta og efnamenn tiltölu- lega flestir. Sem dæmi nefr.Air blaðið það, að síðastl. ár fæddust 15.5 börn á hvert þúsund íbúa í hinni rauðu Kaupmannahöfn, en ekki nema 12.6 á Friðreksberg og 12.2 á Gentofte, þar sem hinir efnuðu íhaldsmenn eru í meiri- hluta. Og sömu hlutföll hafa verið á þessum stöðum undanfarin ár. Aukning fiskveiða. I janúarmánuði 1863 var haldinn fundur í Innri-Njarð- víkum af húsráðendum í Njarðvíkum og Keflavík og var m. a. rætt um, að koma betra fyrirkomulagi á agn til fisk- veiða. Var um það gerð eftir- farandi samþykkt: „Fiskislor, virt að hálfu, en hrognkelsaslor sjálfsagt allt, flytjist út á sjó aftur í hverj- um róðri, af öllum innlendum og útlendum, á vertíð, við byrjun fyrstu fiskgöngu og fram til vertíðarloka“. Til þess að tryggja það enn betur, að þetta yrði agn fyrir hinn gula, var ennfremur á- kveðið á hvaða slóðum slorið skyldi útbyrt. Dýr fiðla. Seytján ára gömul amerísk stúlka hefir vakið á sér mikla eftirtekt fyrir fiðluleik. Fyrir nokkru byrjaði hún að spila opinberlega í Bandaríkjum og valdi sér þá listakonuheitið Guila Bustabo. Hún hlaut mikið lof og fór síðan til Eng- lands og átti að halda þar 10 hljómleika. En þeir urðu 45, vegna þess hvað aðsóknin var mikil. Nýlega hefir hún haldið hljómleika í Kaupmannahöfn. I Englandi varð hún fyrir þeirri heppni, að Lady Davens- dale, sem varð mjög hrifin af henni, skenkti henni fiðlu, sem er sögð 70 þús. kr. virði.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.