Nýja dagblaðið - 08.01.1936, Qupperneq 4
4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Nýia þvottahúsið, Orettisgötn 46,
tekur & móti taui til þvotta.
Vill semja um allan heimilisþvott.
GamlaBíó
Krottfarariir
Stórkostl2g mynd sögu-
legs' efnis eftir Cecil B.
de Mille, um krossferð
Ríkarðs Ljónshjarta til
Landsins helga.
Aðalhlutverkin leika:
Loretta Young og
Henry Wileoxon.
Böm fá ekki aðgang.
Annáll
»
Veðurspá fyrir Reykjavík og ná-
grenni: Norðan eða norðaustan
kaidi. Urkomulaust.
Næturlæknlr í nótt er Guðmund-
ur Karl Pétursson, Landsspítalan-
um, sími 1774.
Næturvörður er þessa vikuna í
Laugavegs apoteki og Ingólfs apo-
teki.
Útvarpið í dag: Ki. 8,00 íslenzku
kennsla. 8,25 fýzkukennsla. 10,00
Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp.
15,00 Veðuríregnir. 19,10 Veður-
fregnir. 19,20 Hljómplötur: Létt
lög. 19,40 Auglýsingar. 19,45
Fréttir. 20,15 Erindi: Búnaðarfélag
Islands við áramðtin, I (Magnús
porláksson bóndi). 20,45 Sónata
fvrir fiðlu og píanó, eftir Veracini
(Hallgrímur Helgason og Margrét
Eiríksdóttir). 21,10 Erindi: Um
sementsgerð (Jóhannes Áskelsson
náttúrui'ræðingur). 21,35 Hlj'óm-
sveit útvarpsins (dr. Mixa): Strok-
kvartett í G-dúr, eftir Mozart.
22,00 Hljómplötur: a) Kórsöngvar;
b) Danslög (til kl. 22,30).
Skipafréttir. Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn. Goðafoss er á leið frá
l estin.eyjum til Hull. Brúarfoss er
, Kaupmannahöfn. Dettifoss er í
Hamborg. Lagarfoss er í Kaupm.-
liöfii. Selfoss er í Reykjavík.
Norðanátt var um allt land í
gær, víðast bæg. Norðanlands var
dálítil snjókoma, en bjartviðri
sunnanlands. Frost var um allt
iand íi'á 2—10 stig.
ísfisksalan. Karlsefni seldi í
gær 975 vættir fyrir 1522 sterlings-
pund.
Fantoft fór héðan í fyrrakvöld
áleiðis til Ítalíu með 1100 tonn af
fiski.
prír togarar, Kári, pórólfur og
Gyllir, sém legið hafa hér inni
siðan fyrir jól, fóru á veiðar í
gær.
Max Pemberton var v§entanlegur
hingað í gærkveldi frá Englandi.
Hjónaband. Á gamlársdag voru
gefin saman í hjónaband ungfrú
Hanna Jensen og Hann.es Gama-
lielsson fulltrúi. Heimili ungu
hjónanna er á Sjafnargötu 10.
,1 annað sinn'
Eftir
SIR JAMES BARRIE
Sýning á morgun kl. 8 í Iðnó.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó
í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 é
morgun. Sími 3191.
Afmælisfagnaður Armanns
Glímufélagið Ármann hélt
þrjátíu ára afmæli sitt hátíð-
legt í gærkvöldi í samkomu-
húsinu Iðnó.
Samsætið hófst með kaffi-
drykkju og var skemmt undir
borðum.
Föst dagskrá hafði verið á-
kveðin fyrir kvöldið, en ekki
leið á löngu áður en aukalið
— og honum óvæntum — var
bætt inn í. Var það Lúðrasveit
Reykjavíkur, sem kom í heim-
sókn til félagsins og lék nokk-
ur lög undir stjórn Páls Is-
ólfssonar og kvaddi síðan með
ferföldu húrra fyrir Glímufé-
laginu Ármanni.
Annars voru þessi skemmti-
atriði helzt: Helgi Hjörvar
flutti erindi um félagið og ís-
lenzka glímu, í Ríkisútvarpið,
Iíermann Jónasson forsætisráð-
herra flutti ræðu fyrir minni
félagsins, tvöfaldur kvartett úr
Karlakór K. F. U. M. söng
nokkur lög, 8 manna glímu-
flokkur úr Glímufélaginu Ár-
mann sýndi íslenzka glímu,
Sigurjón Pétursson flutti ræðu,
Marinó Kristjánsson söng ein-
söng, með undirleik Gunnars
Sigurgeirssonar, níu manna
leikfimisflokkur úr Glímufélag-
inu Ármann sýndi leikfimi und-
ir stjórn Jóns Þorsteinssonar
íþróttakennara. Auk þessa
fíuttu ræður Jens Guðbjörns-
son, formaður félagsins, fyrir
minni fyrsta formanns Ár-
manns, Guðm. Guðmundssonar,
sem í gær átti sextugsafmæli,
og afhenti syni hans að gjöf
til Guðmundar frá félaginu,
fána félagsins, með áletrun,
Hallgrímur Benediktsson, og
færði hann um leið félaginu
að gjöf fánaskjöld úr silfri
frá gömlum Ármenningum sem
þama voru staddir, Ben. G.
Wáge, og færði félaginu að
gjöf útskorna hillu frá I. S.
I., — og fleiri menn fluttu
þama ræður.
Flokkur Ármenninga, sem
iðkar frjálsar íþróttir, sendi fé-
laginu skrautritað kvæði, sem
birtist hér á eftir, en Marino
Kristjánsson söng það.
Við dáum þig „Ármann“
þitt vaxandi veldi,
som viðsýnið stjórnaði’
í þrjátíu Ar.
því útsýnis-tindurinn þinn
í áhugans eldi
því víðsýnis-fjallhringur þinn
er svo hár
„Ánnann", er bömunum
sjálfdæmið seldi:
Að sigra með drengskap
— en verðá’ eigi smár.
Með frariísæknu brosi,
þú biður oss reyna
að blómgva þinn veginn
á föðurlands grund.
pú vilt ekki urð* eða
óþarfa steina
á æskunnar hrautum,
sem sækja þinn fund,
því stjómkrafta þína
hafðurðu hreina
og hefur þá ennþá
á liðandi stund.
Vort líf hefur drukkið
af lindinni þinni
sem lífsþránni svalar
og eykur vorn mátt.
Við munum halda
heilagt þitt minni
þú hamingjuóskir
í þúsundum átt.
Aldrei þitt starf og atorka linni,
til eilífðar rísi merki þitt hátt.
Að lokum var stiginn dans
fram eftir nóttu.
Skemmtun þessi fór vel fram
i og mun hrifning gestanna hafa
náð hámarki sínu, þegar leik-
i fimisflokkurinn sýndi.
\ Allir formenn félagsins á
undanförnum þrjátíu árum, að
hinum fyrsta undanskildum,
i sátu hóf þetta.
Skemmtun þessi mun verða
endurtekin bráðlega, því fáir
einir komust að af öllum þeim,
, sem vildu.
Það hygg ég að þeir, sem
, þarna voru, muni minnast
i þessa samsætis lengi.
! M. s.
Sænsku háskólafyrirlestrarnlr.
Sænski sendikennarinn við háskól-
ann, fil. lic. Áke Ohlmarks, mun í
kveld tala aðallega um sagnabálk-
inn „Karolinerna”, eftir Verner v.
Ileidenstam. þetta er 4. fyrlrlest-
iirinn í fyrirlestraflokknum um
þjóðernisskáldskap v. Heidenstams
og lýsir fyllstu þroskaárum
skáldsins. Um aldamótin gætir
ættjarðarhljómanna mest í hörpu
skáldsins; sagnabálkur hans,
„Karplinerna", bregður upp átak-
anlegri mynd af þjóð, sem berst
fvrii' lífi sínu, en verður að láta
undan síga fyrir ofureflinu, af
íiiiklum mönnum og dapurlegum
atburðum um það bil, sem stór-
veldisskeið Svíþjóðar var að líða.
Fyrirlesturinn hefst í kveld kl.
8,15.
Skugga-Sveinn var sýndur á Ak-
ureyri á sunnudagskvöldið í ní-
unda og síðasta sinn. Að þessu
sinni var leikurinn sýndur ó-
keypis fátækara fólki bæjarins,
sem ekki hafði séð hann áður.
Ilvert sæti var skipað í leikhús-
inu og margir stóðu. — FÚ.
Akureyrarpoll hefir í undan-
förnum frostum lagt, landa á
milli og út að tanga, eggsléttum
ís. Slíkt skautasvell hefir varla
komið síðan árið 1918. Fjölmenni
rnikið er á skautum á hverju
kvöldi. — FÚ.
Af veiðum komu til Hafnarfjarð-
ai í fyrrinótt og gær: Maí, Hauka-
nes og Rán. — Afli skipanna var
frá 2300 tii 2700 körfur. Skipin eru
farin áleiðis til Englands. — FÚ.
Smábátar úr Eyrarsveit hafa
fóið nokkrum sinnum undanfarið
og fiskað sæmilega. Mikið af afla
er hert. Einnig er nýr fiskur seld-
ur til Reykjavikur, þegar bílfært
er. Snjólétt er um byggðir og
fjöll og ijilar hafa farið öðruhvoru
yfir Kerlingaskarð til Borgarness
með fólk og flutning. — FÚ.
18—20 bátar róa nú daglega frá
Akranesi, en afli er heldur treg-
Flódin i
Frakklandi
London kl. 17, 7/1. FÚ.
I Frakklandi færast flóðin
livarvetna í aukana. Vatnsborð
Signu hefir enn hækkað um 6
þumlunga. Á vatnasvæði fljót-
anna Mayenne og Loire nemur
tjónið af völdum flóðanna
milljónum franka. Brýr hafa
skolazt burtu og vegir
skemmst, og margar fjölskyld-
ur hafa neyðst til að flýja
heimili sín. 1 suðurhluta Frakk-
lands er ástandið mjög alvar-
legt.
Kosning’ar
á Spáni
London kl. 17, 7/1. FÚ.
Forseti spánska lýðveldisins
ákvað í gærkvöldi að rjúfa
spánska þingið, og var þegar í
stað birt tilskipun þar að lút-
andi. Almennar kosningar á
Spáni munu því fara fram í
næsta mánuði. Tvennar kosn-
ingar eiga að fara fram áður
en þingið er endanlega skipað,
og er gert ráð fyrir að hinar
síðari fari fram 1. marz.
Aftðkn Haiptmiis
frestað
Kalundborg kl. 17, 7/1. FÚ.
Fjöldi manna í Bandaríkj-
unum berst nú fyrir því, síðan
um áramót, að fá aftöku Bruno
Hauptmanns frestað, í von um
að einhverjar þær ráðstafanir
sé unnt að gera, sem leiði til
þess, að hann verði náðaður.
Ríkisstjórinn í New Jersey hef-
ir tekið vel í þessa viðleitni, og
í dag kemur fregn um það, að
vísu óstaðfest, að þegar sé á-
kveðið að fresta aftökunni
nokkra daga.
iir, 500—3000 kíló á bát í róöri.
Fiskurinn er að mestu seldur í
helgiskan togara. — FÚ.
Nýlega er lokið á Akranesi nám-
skeiði í esperantó. Nemendur voru
18 að tölu. Kennari var þórbergur
jiórðarson. — FÚ.
Norskt flutningaskip, s. s. „Var-
haug“, kom til Akureyrar í fyrra-
dag með tæpar 1500 srnálestir
enskra kola til Kaupfélags Eyfirð-
inga. Er verið að losa það þessa
daga. — FÚ.
Ráðleggingarstöð iyrir barnshaf-
andi konur Templarasundi 3, er
opin fyrsta þiiðjudag í hverjum
mánuði, frá 3—4.
Ungbarnavernd Líknar, Templ-
arasundi 3, er opin hvern fimmtu-
dag og föstudag, frá 3—4.
Síðan um helgina hafa geysað
stormai' við Englandsstrendur og
lmfa 20 menn farizt á sjó. Óttast,
er um nokkur skip og báta. Brak
fannst. úr skipi í gær. Ef talið að
með lmfi farizt 10 menn. — FÚ.
—mmvia bíó msam
Rauða
akurliljan
Ensk stórmynd tekin af
London film eftir hinni
heimsfrægu sögu með
sama nafni eftif baróns-
frú Orczy.
Aðalhlutverkin leika:
Merle Oberon og
Leslie Howard.
Perfídí í ritdómum
Frli. af 2. síðu.
vægari í orðbragði og öfgum
um blæ ritdómsins yfirleitt.
Á hinn bóginn vill hr. H. K.
L. mæla nefnd rithöfunda-
deildar B. I. L. undan sérstakri
ásökun í garð N. Dbl. um ó-
v andaða ritdóma. En eins og á-
skorun nefndarinnar til N.
Dbl. var fram sett, virtist hún
einmitt sérlega perfid, — eða
lævísleg — og var því tekin
óstinnt upp. En sjálfsagt er að
taka til greina það sem háttv.
greinarhöf, segir frá eigin
brjósti og viðurkenna vilja
hans um það að láta N. Dbl.
njóta þess sannmælis í þessu
efni, sem það hefir átt skilið
frá því að það hóf göngu sína.
Ern landkönnuður
Framh. af 1. síðu.
í ýmsum hlutum Kínaveldis,
sem áður eru lítt kunnir. Hann
flytur einnig erindi í kvöld og
annað kvöld. Auk þess talaði
hann í 20 mín. í danska út-
varpið kl. 17,30 til 17,50 í dag
(ísl. tími). n
Fisklmála-
fréttir
Kaupm.höfn 7/1.
Einkaskeyti FÚ.
Samanlagður fiskafli Dana
árið 1935 er talinn vera 5%
meiri en 1934, en verðlag á
fískinum til jafnaðar 10%
hærra.
Vegna ósamkomulags um
verð á síld til söltunar hefir
allmikið af stórsíld, sem komið
hefir á land í Bergen, verið
selt til bræðslu. Saltsíldarút-
fjytjendur hóta að hætta við
að kaupa síld, ef ekki næst
samkomulag um verð. Er búizt
við að verzlunarráðuneytið
norska láti málið til sín taka
og reyni að koma á sættum.
Síldarvinnustúlkur í Hauga-
sundi hafa ákveðið að gera
verkfall.