Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 25.01.1936, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 25.01.1936, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ B Leítin að Ameríku og um róttinn til að vera siðlaus 0 Hvernig hefir málum sjómanna verið sinnt af núverandi ríkisstjórn ? Fyrir nokkrum árum komu nokkrir danskir sjóliðsforingj- ar inn á helzta veitingaskálann ’ Reykjavík. Mbk var þá ný- hætt að vera aðah'ega dönsk eign og var byrjaS að prédika óvild til Daaa. Tveir sanntrú- aðir lærisveinar Mbl gengu að borði sjóforingjanna og studdu knúum á kökurnar, sem þeir voru að neyta með kaffinu, og sendu um leið hinum erlendu sjóliðsforingjum nokkur vel valin áreitnisorð. Það þarf ekki að spyrja að því, hvaða skoðun hinir erlendu menn hafi fengið á umgengnis- menningu íslendinga. öll þjóð- in er látin gjalda viðvaning- anna, sem fylgdu að málum hinu menntunarsnauða blaði. Atburður sá, sem varð í Skíðaskálanum síðastliðinn laugardag hefir vakið allmikið umtal í bænum og blöðunum. Ekki af því að atvikið sjálft hafi neina varanlega þýðingu, heldur að því leyti, sem það bregður ljósi yfir hið andlega ástand í nokkrum skólum Reykjavíkur. Ég hefi áður lýst þeirri skoð- un, að unglingar þeir, sem hér áttu hlut að máli, hafi verið fremur myndarlegir, og að minnsta kosti helmingur þeirra sýnilega vel upp alinn. Og hin, sem miður höfðu verið upp- fóstruð sögðu satt frá ávirð- ingum sínum í skólanum, tóku áminningu skólastjóra sem rétt- mætri viðvörun og gerðu út í yztu æsar það sem ætlazt mátti til af unglingum, sem hefir yfirsézt. Þeir báðu hreinlega og skilyrðislaust afsökunar á því að. hafa ekki kunnað manna- siði. Ég hafði skilið aðstöðuna alveg rétt og lýst henni í grein minni. Sökin er ekki nema að nokkru leyti hjá unglingunum og þeir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, en því meiri hjá foreldrum og ýmsum vanda- mönnum foreldranna. Skulu nefnd um það nokkur dæmi. Kennari sá, sem verið hafði með unglingunum á laugardag- inn hafði gefið skýrslu um framkomu þeirra, og var hún í samræmi við það, sem bömin skýrðu frá sjálf. Á þessu virð- ist skólastjóri hafa byggt ákvörðun sína, að fordæma það opinberlega, er nemendur skól- ans sýndu menningarskort í al- mennri framkomu. Nemendur höfðu skrifað undir skjal, þar sem þeir biðja afsökunar á því atviki, sem um var rætt. Þriggja manna nefnd var kos- in til að fara með bréfið til við- takanda. Þannig var málinu komið fyrir hádegi. En í mat- málshléinu gerðust tíðindi, sem voru miklu merkilegri en fram- koma unglinganna sjálfra. Þeg- ar ungmennin, sem hlut áttu að máli, komu heim til hádegis- verðar, hafa þau, sem eðlilegt var, sagt foreldrum sínum frá því sem við hafði borið í skól- anum. Þá virðist almenn heift og beizkja hafa gripið allmarga af þessum foreldrum, beinlínis út af því, að skólinn vildi heimta almenna mannasiði.Ýms ar af mæðrum þeim, sem hér áttu hlut að, sýndu virðingar- verðan dugnað, einkum þær, sem fremst höfðu staðið í mjólkurverkfallinu í fyrravet- ur. Þær létu valdsmenn skólá- nefndarinnar vita, að ef yfir- lýsing unglinganna yrði send frá skólanum myndu þær um- svifalaust taka böm sín þaðan heim. Ýmsum feðrum fanst það sama og mæðrunum, að ef nú ætti að fara að heimta almenna mannasiði og kurteisi sæmi- lega menntaðra manna af böm- um þeirra, þá væri þeim öllum lokið. Árni Jónsson frá Múla var framarlega í röð þessara sérstaklega frumlegu feðra. Niðurstaðan varð því sú, að bréf unglinganna hafnaði hjá skólanefnd, og virðist ekki lík- legt til að fara lengra. Hvort sem borgarstjóra og skólanefnd líkar betur eða ver, þá fær skólinn ekki að halda nærri öllum nemendum sínum, ef nokkur minnsta grunsemd kemur fram um það, að skól- inn ætli að gera þær kröfur til nemenda sinna, sem gerðar eru til manna ofan við lægsta fjöruborð siðaðs mannfélags. Því er haldið fram í einu af dagblöðunum, að ákafi foreldr- anna að vemda fyrir börn- in og samtíð sína réttinn til að vera siðiaus, sé svo mikill, að þeirra hluta vegna sé gert ráð fyrir að reka Ágúst prófessor Bjamason frá skólanum. Vafa- laust eru honum kunn úr sögu heimspekinnar ýms dæmi af því tægi, um fræga fyrirrennara hans í stétt fræðimanna, og slík framkoma væri vel fallin til að vekja almenning í land- inu til meðvitundar um þá bar- áttu, sem háð er með þjóðinni milli menningar og siðleysis. Sálarástand foreldranna sést bezt á því, að þeir gera sér far um að hnupla afsökunarbón, sem er játuð, samþykkt, rituð, undirskrifuð, send úr skólanum og kunn öllum landslýð. For- eldrarnir hafa unnið aðeins eitt með framtaki sínu, að sanna hvar þeir era staddir í um- gengnismenningu. Einn af feðrum þeim, sem hér eiga hlut að máli, Ámi Jónsson frá Múla, hefir gert sig að talsmanni þessara for- eldra á síðustu síðu Morgunbl. Einmitt þetta atriði finnst mér talsvert merkilegt og eftirtekt- arvert. Það er rétt að taka fram höf- uðstaðnum til sóma, að lang- samlega flestir af borgurum bæjarins viðurkenna algerlega framkomu Ágústs prófessors Bjarnasonar. Þeir sem áfella hann eru bekkjarlallar bæjar- ins, úrgangur af kynslóð, sem hefir lifað lengur heldur en hún hafði orku til. Mbl. er mál- gagn þessa fólks. Það er rödd NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgeiandi: BlaSaútgáían h.í. .. .. Ritstjóri: .. Sigíús Halldórs irá Höínum Ritst j órnarskriistoiur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353 Aígr. og auglýslngaskriistoia Austurstr. 12. Simi 2323 .. í lausasölu 10 aura eint. Áskriítargjald kr. 2á mán. Prentsm. Acta. þeirra, sem lengst dragast aft- ur úr. Það er blað þeirra, sem livorki kunna að hugsa eða rita. Það er blað allra þeirra, sem eru vanmáttugir um hegðun. Mbl. hefir varið alla sviksemi og allt meiriháttar Bakka- bi-æðralíferni í landinu, sem um hefir verið rætt opinberlega undanfarin 20 ár, nema föður- landssvik þeirra, sem njósnuðu fyrir útlendinga, en þó gafst Mbl. ekki upp fyr en hinir seku höfðu meðgengið. Mbl. varð að sjálfsögðu líka að standa á móti því að unglingar í gagnfræða- skóla bæjarins lærðu almenna mannasiði. Og Mbl. þurfti að fá málsvara til að túlka þessar hugsanir, málsvara, sem væri fremri en ritstjóramir. 0g Mbl. fann þann rétta mann til að vera tunga mæðranna, sem ætluðu að taka bömin sín úr skóla, þar sem farið var að gera til þeirra kröfur um að lifa of- an við lífsvenjur hafnar- knæpunnar. Og sá málsvari, sem fenginn var í þessu skyni var ekki við- vaningur. Það var Árni í Múla, maðurinn, sem íhaldsstjómin gerði út sem sendiherra ís- lands til Ameríku. Hann átti að tala máli þjóðar sinnar í Hvíta húsinu í Washington hjá hinum voldugu mönnum vestan hafs. Ámi Jónsson hafði ýmsa kosti til að fara þessa för. Hann hafði nægilega greind. kunni sæmilega mál þeirrar þjóðar, sem átti að heimsækja, og var ekki með öllu þekkingarlaus um það mál, sem hann átti að fara með. Áma í Múla vantaði ekki nema eitt til að geta farið þessa ferð. Hann vantaði vald yfir sjálfum sér, og hann vantaði þekkinguna á almennum mannasiðum. Sendi- herra íslands, sem átti að fara til. Washington komst aldrei nema til Kaupmannahafnar. Þar settist hann að á einskon- ar hafnarknæpu. Hann byrjaði að halda margar, langar og ákaflega dýrar veizlur með þjónustufólkinu á knæpunni og fólki. sem átti samleið með hon- um utan úr borginni. Ámi hélt þannig áfram nokkrar vikur. I-Iann gleymdi Ameríku, erind- inu, Islandi og sér sjálfum. Síð- ast var hann fluttur út fyrir landamæri borgarinnar, á sjúkrahús, sem hæfði ástandi hans. Og þaðan var hann flutt- ur heim. Skáldið Halldór Kiljan Lax- ness hefir alveg nýlega ritað tímabæra grein, um skuggahlið- árnar á uppeldismálum þessa bæjar. Hann hefir bent á hinn undarlega kotungsblæ, sem ein- kennir þann hluta unga fólks- ins, sem gengur með nazista- Lækkun útfl.gjalds á sfld? Eitt af umbótaverkum núver- andi stjómar á haustþinginu 1934, var, að. lækka svo út- flutningsgjald á síld, að gera má ráð fyrir að nemi a. m. k. 150 þúsund krónum í meðal slldveiðiári. Um leið og þessa er getið, er vert að benda lesendum á það, að við athugun þessa máls fæst gott dæmi um þá hemað- araðferð, sem íhaldið beitir mjög til þess að reyna að merki utan eða innan klæða. Hann hefir drepið á skemmda- fýsnina, drykkjusvallið, brennu- farganið, árásir á gotunum, níðingslegar fyrirsátir í út- jöðrum bæjarins til að njóta myrkurs og vöntun vitna við hermdarverkin. Allir vita að þessi lýsing skáldsins er meir en rétt. Og þessi sýking í bæj- arlífinu er svo alvarleg, að hún þarf að verða almennt umræðu- efni, uns bót er á fengin. Mér er sagt, af kennurum við ýmsa skóla í bænum, að Skíða- skálaatvikið sé þegar farið að hafa nokkur áhrif til góðs. Hegðun ungmenna hefir í fá- eina daga orðið almennt um- ræðuefni. Deiluatriðið virðist, þó undarlegt sé, vera þetta: Hvort betur muni henta hinni ungu kynslóð, að læra hátt- semi vel siðaðra manna, eða lifa sem dónar. Og eins og við er að búast á hafnarlcnæpan fáa vini, þegar málið er rætt á almennum grandvelli. Á hinn bóginn er enginn vafi á því, að hér í bænum er tals- vert af eldra fólki, sem ennþá býr við skoðanir frá þeim tíma, þegar Vigfús gistihúss- eígandi á Akureyri hældi sér af því, að hafa úthýst Bimi Jóns- syni. Þessu fólki verður ekki bjargað, það verður að njóta þeirrar einu afsökunar, sem það hefir — að hafa orðið einni kynslóð á eftir. En þessi afsökun nær ekki til æskunnar. Hún á eftir að lifa sínu lífi, sigra eða sökkva. Tekur hún sér til fyrirmyndar fáráðlingana, sem sýna gestum landsins siðleysi i nafni þjóð- ernishroka? Mun hún fylgja Mbl. og verja öll hneyksli og svik nema vottföst landráð ? Mun hún taka sér til fyrir- myndar auðnuleysingjann, sem týndi Ameríku? Ég held ekki. Ég veit að hér á landi eru þús- undir æskumanna, sem stefna hátt, þrá hærra og göfugra líf, meira frelsi, meiri manndóm, meiri sæmd og heiður fyrir land og þjóð. Framtíðin er komin undir því, að þessum æskumönnum auðnist að leysa af hendi þetta hlutverk og jafnframt því að bjarga frá slysum þeim jafnöldrum, sem eru að sökkva við bakkann, af því að syndir feðranna eru að verða þeim ofurefli. J. J. blekkja kjósendur úr alþýðu- stéttum til fylgdar við sig. Sú hemaðaraðferð er yfirboðin. íhaldið er bæði sljóskyggnt á umbætur, sem því gætu orð- ið til framdráttar við almenn- ing, enda óviljugt til þeirra, þegar það er í meirihluta. Er það reyndár von, því að fram- tíðarhag þjóðarinnar allrar fæst ekki borgið með ráðstöf- unum, sem gera mögulegan stundarhagnað þeirrar vit- snauðu samkeppni, sem íhaldið hér berst fyrir. Af þessum or- sökum hefir íhaldið ekki þá umbótalöggjöf á bak við sig, sem geri það álitlegan flokk í« augum alþýðu. Þess vegna gríp- ur það jafnaðarlega til þess her- bragðs, þegar það er í minni- bluta, að um leið og stjómar- fiokkarnir hafa gert svo vin- sælar umbætur, að það er úr- kula vonar um að til nokkurs sé að reyna að .spyma við þeim, þá skipar það málgögnum sln- um að bera fram yfirboð, há- værar lcröfur um að lengra þurfi að ganga en stjómin gerði. Svo er í því máli, sem hér um ræðir. Á fyrsta þingi í tíð núverándi stjómar, lögfestir hún, að verja þeim mismun á útflutningsgjaldi af síld veiddri það ár, sem greiddur var sam- kvæmt lögum frá ’21 og venju- legu útflutningsgjaldi eins og það var á öðrum fiski, til hluta- uppbótar sjómönnum, sem þar áttu hlut ■ að máli. Og að auki hlynnir hún að þeim með svo stórfelldri hækkun á útflutn- ingsgjaldi síldar, sem áður var sagt, að ekki nemur minna en 150 þúsundum króna í meðal- ári. Þetta eru miklar umbætur. Og íhaldinu höfðu aldrei dottið þær í hug. Það hreyfði hvorki hönd né fót til þeirra, meðan það sjálft sat að völdum. En þegar þær era gerðar, sem eitt af fyrstu verkum núverandi stjómarflokka, en íhaldinu finnst sér borgið í ábyrgðar- leysi ófyrirleitins minnihluta, þá rís það upp, kveður umbæt- urnar ekki hafa verið nógu miklar og heimtar nú í sífellu afnám alls útflutningsgjalds á sjávarafurðum. Þetta er glöggt dæmi um ör- þrifaráð hins deyjandi íhalds til þess að halda kjósendum sínum við trúna. r> rv

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.