Nýja dagblaðið - 28.01.1936, Blaðsíða 1
Jarðarför Georgs V.
fer fram i dag og verður út-
varpað um allan heim
Siðfræðf
Benedikt á Auðnum
Diræðnr
Benedikt Jónsson á Auðnum
er níræður í dag. Hann byrjaði
niræðisaldurinn nálega í fullu
fjöri, með óskerta heym og
sjón lítt skerta. Níræðisaldur-
inn verður flestum þeim, sem
honum ná, þungur í skauti og
fáir einir lifa hann til enda. En
þessi síðasti áratugur hefir
verið nálega óslitinn vinnudag-
ur fyi-ir Benedikt á Auðnum.
Hann hefir, auk þess að ganga
til vinnu sinnar, stundað lestur
og skriftir með elju og áhuga
þvílíkum, sem gefinn er bjart-
sýnum og framgjömum æsku-
mönnum. Að vísu gengur Bene-
dikt ekki óþreyttur til fangs
við tíunda áratuginn. Enda er
skamt að minnast áfalls þess,
er hann híaut við missi konu
sinnar. Kunnugir vita, að yfir
kærleikanum í lífi og samstarfi
þeirra hjóna vakti óvenjuleg
fegurð. Jafnvel bráðabirgða-
skilnaður slíkra sálna veldur
djúptækum harmi.
Benedikt Jónsson á að baki
sér merka starfssögu. Hann
stendur nú einn uppi þeirra
frumherja, sem stóðu fyrirand-
legri og félagslegri vakningu
Þingeyinga fyrir hálfri öld síð-
an. Hann var samstarfsmaður
Péturs Jónssonar á Gautlönd-
um um að fá Kaupfélagi Þing-
e.yinga fast skipulag og starfs-
háttu. Auk þess sem kaupfé-
lagsskapurinn var fyrir sjónum
hans höfuðvígi til sjálfsvamar
gegn óréttmætum verzlunar-
háttum, sá hann ávalt á leið-
um hans meginvonir sínar um
félagslega menningu og lýðræð-
isþroska. Hann leit ekki á
hreyfinguna eingöngu sem
hagsmunasamtök, heldur eins
og varanlegt námskeið, þar sem
mönnum ætti að temjast þegn-
lyndi, félagslyndi og mannúð
til farsællegri sambúðarhátta.
Auk starfs þess hins mikla,
sem Benedikt Jónsson hefir
unnið í þágu Kaupfélags Þing-
eyinga hefir hann unnið annað
meginstarf fyrir sýslunga sína,
sem verður ávalt minnst meðan
Bókasafn Suður-Þingeyinga í
Húsavík og bókhlaða þess verð-
ur við lýði. Benedikt hefir um
marga tugi ára verið andlegur
aðdráttamaður í Þingeyjarsýslu
og annazt um bókaval og bóka-
vörzlu í hinu merka safni sýsl-
unnar. Voru þeir Pétur Jónsson
Benedikt á Auðnum.
Myndin er tekin i trjágarði
heima hjá honum og hefir hann
sjálfur ræktað stóra reynitréð,
pað er 16 ára gamalt og yfir i
m. á hæð.
og hann einnig samverkamenn
á þeim vettvangi. Pétur var
drjúgur bjsrgvættur safnsins
mu hin ytri kjör, en Benedikt
andlegur le'ðfogi þess. 1 safn-
inu munu nú vera hátt á
fimmta þúsund úrvalsbóka, þar
sem eru saman komin skáldrit
merkustu höfunda og valinn
forði þess, sem ritað hefir verið
á tungum nágrannalandanna
um félagsfræði, hagfræði og
aðrar hagnýtar greinar til al-
þýðulesturs. '
Þingeyingar hafa reist traust
hús yfir bókasafn sitt. Beggja
megin handriðsins eru stallar í
veggjunum. Er svo til ætlazt,
að á stöllum þessum verði, þeg-
ar stundir líða fram, reist
brjóstlíkön þeirra Benedikts á
Framh. á 4. síðu.
Kosninéar í Grikklandi
Venezilos hefir meira fylgi en andstæðing-
ingar hans, Tsaldaris og Kondylis, samanlagt
Georg V. Bretakonungur
verður jarðaður í dag. Fer hér
á eftir yfirlit um það, hvernig
gert verður grein fyrir jarðar-
förinni í brezka útvarpinu, mið-
að við íslenzkan tíma.
Kl. 8.15 gerir þulur grein fyr-
ir athöfninni.
— 8.30 klukkusláttur (Big
Ben).
— 8.35 skýrir þulur, sem
staddur er andspænis
dyrum Westminster
Hall, frá því sem fram
fer.
— 8.55 skýrir þulur, sem
staddur er við St.
James höll, frá skrúð-
göngunni jafnharðan
og hún fer framhjá,
og er gert ráð fyrir,
að hún sé farin fram-
hjá kl. 9.45.
12.00 skýrir þulur frá för
líkfylgdarinnar í gegn
\
um Windsor.
— 12.15 byrjar jarðarfararat-
höfnin, og verður út-
varpað um allar brezk
ar stöðvar. Er búizt
við, að hún standi í
45. mín. Að henni lok-
inni verður engu út-
varpað á Bretlandi
þangað til á miðviku-
dagsmorgun. — (FÚ.
Um 700 þús. manns
hafa gengið fyrir
kistu konungs
London kl. 17 27./1. FÚ.
Westminster Hall, þar sem
Georg konungur V. liggur á
viðhafnarbörum, var lokað í
nótt kl. 3,30. Höfðu þá 568.000
manns gengið fyrir kistu kon-
ungs. Læknis hefir orðið að
leita til 500 manna, sem annað-
hvort hafa fengið yfirlið, eða
orðið yfirkomnir af þreytu af
að bíða í mannþrönginni.
Kirkjan var opnuð kl. 10
mín. yfir 7 í morgun, og hafa
að meðaltali 10.000 manns
gengið fyrir kistu konungs á
klukkustund í dag. Er þó stöð-
ug rigning í London í dag. Ekki
verður það séð, að þeim fari
Framh. á 4. síðu.
Morganblaðsins
Morguublaðið játar að það sé
Árni frá Múla, sem hafi varið
fyrir íhaldsæskuna hinn dýr-
mæta rétt að mega vera sið-
laus. Samkvæmt þeirri kenn-
ingu, sem birtist í játningu
Morgunbl. og Árna, ætti dóm-
arinn að biðja þjófinn afsökun-
ar, íslenzkir sjómenn að biðja
hina leigðu njósnara forláts og
Bandaríkjamenn að lýsa yfir
einlægri sorg út af því, að Ámi
skyldi ekki finna Vesturheim.
Andri strandar
við England
Þoku og áttavita'
skekkju kennt um
slysið
Togarinn Andri strandaði
nálægt Whitby á austurströnd
Englands seint á laugardags-
kvöldið.
Á skipinu voru 17 skipverjar
og 8 farþegar. Björguðust þeir
um nóttina, en voru þá orðnir
allþrekaðir. Vegna þess hvernig
stóð á sjó, var ekki hægt að
koma björgunarbátum út, en
landsmönnum tókst að komast
út annarsstaðar á róðrarbátum.
Júlíus Guðmundsson stór-
kaupmaður og framkvæmdar-
stjóri h.f. Berg, sem á Andra,
átti í gær tal við skipstjórann
og sagði hann að öllum skip-
verjum liði vel. Svarta þoka var
þegar skipið strandaði og rann-
sóknir hafa leitt í ljós, að átta-
viti skipsins var skakkur.
Togarinn liggur í stórgrýtis-
urð og er talið óvíst, hvort tak-
ast megi að ná honum út.
Andri er orðinn 14 ára gam-
all. Hann var fullfermdur af
fiski.
fimir munir, eins og t. d.
bólstruð húsgögn, föt o. m. fl.
Eldurinn komst í skilrúm á
efri hæð hússins,’ en þar urðu
samt ekki neinar skemmdir,
nema af vatni og reyk.
Samkvæmt öðrum heimild-
um, sem blaðið hefir aflað sér,
mun slökkviliðið hafa komið á
síðustu stundu til að kæfa eld-
inn. Ef það hefði ekki tekist,
Framh. á 4. síðu.
London kl. 17 27./1. FÚ.
Síðustu kosningatölur, sem
borizt hafa frá Grikklandi, eru
á þá leið, að flokkur Venezilos
hafi fengið 135 þingsæti, flokk-
ar þeirra Tsaldaris og Kondylis
hafi fengið 125 þingsæti til
samans, og smáflokkar, sem
gera má ráð fyrir að hallist að
öðrum hvorum hinna stærri
flokka, hafi fengið alls 40 þing-
sæti. Þetta eru bráðabirgðatöl-
ur, og verður talningu ekki lok-
ið fyr en á morgun.
Eidsvoði í Hafnarstræti
Lögreglan bjargar
stundu. - Augljós
Laust eftir kl. 3 á aðfaranótt
■unnudags kom upp eldur í
Hafnarstræti 18 og er talinn
vera af manna völdum. — Er
eldhætta þarna afar mikil og
má telja lán að ekki hlauzt af
geysilegur skaði og jafnvel
manntjón.
Lögreglan varð eldsins vör
kl. rúml. 3 og rauk þá mikið
úr húsinu og litlu síðar gaus
eldurinn út.
Varð lögreglunni það fyrst
fyrir, eftir að hafa kvatt
slökkviliðið á vettvang, að
brjótast inn í húsið og bjarga
íbúum þess, sem voru í svefni á
efri hæð. Þar var ein íbúð og
nokkur herbergi fyrir ein-
hleypa. Tókst lögreglunni að
ná öllu íólkinu út, en átti erfitt
með tvo drukkna menn, sem
virtust nýlega gengnir til
íbúunum á síðustu
merki um íkveikju
svefns. Þá var orðið lítt ver-
andi í húsinu fyrir reyk og eiga
þessir menn því eflaust lögregl-
unni líf sitt að launa.
j Blaðið átti tal við slökkvi-
j stöðina í gær og var skýrt svo
frá:
— Við vorum kvaddir á vett-
vang kl. 3,16, og tókst eftir 45
mínútna starf að kveða eldinn
niður, þótt að hann væri orð-
inn magnaður.
Niðri í húsinu var eldurinn í
tveimur herbergjum: forngripa-
sölu Jóhanns Eyjólfssonar frá
Sveinatungu, sem jafnframt er
eigandi hússins, og veitingsal,
sem Stefán G. Stefánsson og
Ólafur Sigurðsson fátækrafull-
trúi höfðu á leigu, og rak Stef-
án þar veitingar. Milli þessara
i herbergja er einfalt skilrúm og
i var í því mikill eldur, en ákaf-
astur var hann samt í fornsöl-
| unni; enda voru var ýmsir eld-