Nýja dagblaðið - 28.01.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 28.01.1936, Blaðsíða 3
N ¥ J A DAGBLAÐIÐ lill fnfnn gtlfK Yfirlít um Gísmondímálíð Ferðaskrifstofur og ferðameun iii. Sektartilfinning Mbl. kemur ljóst fram í því að það reynir ekki að verja Gismondi-málið með rökum, og ekki að halda fram ágæti þeirra tveggja manna, sem gengu frá gjöfinni á Ítalíu, heldur reynir blaðið að fela sig bak við bankastjórana tvo, og að vissu leyti sérstak- lega bak við Magnús Sigurðs- son. Af þessu sézt að Mbl. veit að máiið sjálft er óverjandi og að ítalíufaramir hafa ekki svo mikið álit persónulega, að þeir geti með almennu trausti verið skjöldur gegn aðfinnslum. Mbl. finnur, að það þarf stærri menn en Ríkarð og Proppé, og þá verður Magnús Sigurðsson fyrir þeim vafasama heiðri. Mbl. vitnar réttilega til þess að ég hafi lýst því allýtarlega, að með komu M. S. í Lands- bankann hafi byrjað nýtt tíma- bil í sögu íslenzkra banka. I stað þess að íslenzkum banka- stjórum var áður treyst lítið, og það að vonum, þá hefir M. S. og þeir meðstarfsmenn er síðar komu með honum í stjóm bankans, starfað á þann hátt, að erlendir bankar, sem skifti eiga við Island, trúa Lands- bankanum og Magnúsi Sigurðs- syni. Hann hefir komið fram fyrir bankann sem hreinskilinn og áreiðanlegur viðskiftavinur. Og það hefir skapað traust. En þó að M. S. sé og hafi verið utanflokkamaður, þá lagði Mbl. og flokkur þess á hann hatur og öfund, svo sem mest mátti vera. Árum saman gerðu Mbl.menn allt sem þeir gátu, þing eftir þing, til að koma M. S. úr bankanum, af sömu á- stæðu og þeir vildu síðar koma Hermanni Jónassyni frá lög- reglustjórastarfi, Pálma Lofts- syni frá ríkisútgerðinni og Einari M. Einarssyni frá skip- stjóm á Ægi. En hverjum dettur í hug, að Landsbankinn nyti nú nokkurs trausts, ef bankastjórarnir ráðstöfuðu fé hans eins og Ríkarður og Proppé skipsfarminum sæla. Landsbankinn var undir stjórn B. Kr. og íslandsbanki undir stjórn Tofte og Claessen sams- konar aumingjastofnanir, eins og fisksamlagið varð í höndum Ítalíufaranna. Þýðing M. S. í málum landsins er sú, að hafa átt meginþátt í að þvo af bank- NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: BlaSaútgáfan h.L .. .. Ritstjóri: .. Sigfús Halldórs frá Höfnnm Ritstjórnarskrifstofnr: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Siml 2323 .. í lausasölu 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 2á mén. Prentsm. Acta. anum, sem hann stýrði, vesal- mennskubrag þann, sem á hon- um var, og sem mun fylgja Fiskhringnum meðan Ríkarður Thors er þar í fararbroddi. IV. Mbl. heldur því fram að fisk- urinn á Italíu hafi hækkað við Gismondi-gjöfina. En það er með öllu ósannað. Mikill annar fiskur barst til landsins, eins og sást á því, að innflutn- ingur frá íslandi var hér um bil jafn eins og árið áður. Vör- ur hækka og lækka á heims- markaðinum, án þess að skips- farmar séu gefnir. Islenzkar vörur hafa sumar hverjar stór- hækkað árið sem leið, án þess að nokkur óeðlileg fjárútlát komi þar til. Hér er því um ósannan og ósannanlegan vaðal að ræða frá hálfu Mbl. En auk þess kemur annað til. Þegar þeir komu heim, Ríkarð- ur og Proppé, þá var allt í lausu lofti með Hálfdán og It- ali þá, sem að honum stóðu. Tvímenningarnir voru búnir að ákveða sig gagnvart Gismondi, að borga honum, og fá hann til að verzla ekki neitt. En allt var laust og óbundið við hinn aðilann. Það vakti meir en litla undrun, þegar heim kom, að svo gálauslega skyldi vera farið að: Bola burtu stærsta ítalska fiskkaupandanum, og hafa enga tryggingu samnings- lega hjá hinum. En hér sézt enn frekja Ríkarðs. honum var nóg að vita, að engir gátu keppt við Hálfdán í 8 mánuði. En að tryggja rétt landsins gagnvart þessum kaupanda, varð að gerast eftir á. Þegar til kom, var Hálfdán og félagar hans hinir tregustu i skiptun- um. Var stöðugur ágreiningur við hann í alla 8 mánuðina um vörumagnið, verð og vörugæð- in. Hálfdán vissi, að hann hafði Fiskhringinn í greip sinni, og lét þá finna að sverð- ið væri lagt á vogarskálina, að fomum, ítölskum sið. Mbl. heldur því fram, að slíkar gjafir séu algengar, þar sem enskir þjóðskörungar ráða. Sem betur fer, mun enginn Englendingur lesa Mbl., því að ef svo væri, myndu þeir telja, og með réttu, þjóð sína mjög móðgaða. Mbl. nefnir engin dæmi um svo vansæmandi framkomu af hálfu Englend- inga, af því að slík dæmi eru ekki til. Það má meira að segja færa það fram til hróss, þeim sem samninginn gerðu, að þeir leyndu honum, eins vel og eins lengi og þeir gátu. Þeir vissu með réttu, að framkoma þeirra myndi þykja hneykslanleg og ó- afsakanleg, ef hún yrði uppvís. Nei, hættan fyrir Island og Is- lendinga, þegar þeir eru að byrja að verða sjálfstæð þjóð, liggur í því, ef hún hefir við stjóm og framkvæmdir mála sinna út á við menn, sem færa lægsta „privat“-brasksvinnuað- ferðir sínar yfir á mál allrar þjóðarinnar. En það gerðist einmitt hér. V. Ég kem að síðustu að laumu- spilinu. Ef Gismondi-gjöfin væri í eðli sínu réttmætt, heið- arlegt og drengilegt mál, þá hefðu forstjórarnir sagt frá því strax, látið blöðin vita um það, sett fréttina í útvarpið o. s. frv. Nú vilja þeir gera þetta, eftir að hjúpurinn hefir verið dreginn af framkvæmd þeirra, en fyrr ekki. Leyndin sannar, að Italíufaramir vissu, að þeir myndu fá þunga gagnrýni og ekkert þakklæti, ef þeir segðu satt frá málinu. Gismondi-gjöfin er afráðin sumarið 1933. Síðan líða 8 mán- uðir. Gismondi fær peninga sína, en Hálfdán allan fiskinn. En vorið 1934 koma þeir banka- stjóramir, M. S. og H. G., frá Madrid, eftir að hafa komið þar, þegar Ríkarður og Ásgeir vom búnir að binda hendur landsins eins og þeir gerðu. Bankastjóramir koma til Italíu og hitta bæði Hálfdán og Gis- mondi. Fiskhringurinn er þá að selja þeim báðum, og bankastjóramir vinna þar tals- vert að því að greiða úr ýms- um flækjum, sem komnar voru, einkum við Gismondi. Af þessu sézt, að Ríkarði hafði aðeins tekizt að útiloka samkeppni í 8 mánuði. Og undir eins og sá tími var liðinn, gerir Gismondi opinbera tilraun til að láta alla sjá, hve fánýtt það var, sem gert hafði verið. Jafnframt sá- ust á ýmsu gremjumerki hans út af útilokun þeirri, sem Rík- arður hafði komið á. En þrátt fyrir þetta fá hvorki Mbl., Vísir eða útvarpið neitt að heyra af gjöfinni. Svo líður vorið 1934. Kosningar fara fram. Ihaldið tapar. Ný stjórn er mynduð. En alltaf er þagað um gjöfina. Loks kemur fundur í fisksamlaginu haustið 1934, fámennur fundur um- boðsmanna fiskeiganda. Og sá fundur var eingöngu til þess boðaður að tala um skipulag fisksölunnar og sjálfa söluna. En jafnvel hér er þagað, þar til einn af fundarmönnum utan af landi spyrst fyrir um Gis- mondi-málið. Þá bregður Rík- arði svo við, að hann kemur því til leiðar, að ekkert verði bókað um framkvæmdir fiskhringsins erlendis! Og þetta var sam- þykkt. Forstjóramir gátu ekki beinlínis bundið fyrir munninn á fulltrúum, sem á fundinn komu. En þeir vildu hindra það, að rödd nokkurs fundarmanns heyrðist út til sjómannanna. Menn finna vafalaust, hve einstakt þetta framferði er: Aðalfundur í félagi, sem starf- ar að því að selja stærstu út- flutningsvöru landsmanna, sam- þykkir að halda leyndu fyrir almenningi allri vitneskju um það hvernig salan hefir gengið erlendis. Það eina, sem menn máttu fá að vita, var um hinar íalmkenndu framkvæmdir inn- anlands. Ef hægt er að auglýsa sekt og sektartilfinningu, þá Frh. af 2. síöu. snotran skála fyrir ferðamenn. Ilefir íslendingurinn Bjarni Sigurðsson frá Skógum í Flóka- dal, sem er húsameistari í Stokkhólmi, stundum smíðað slíka skála fyrir Svensk Turist- förening. Seinna, þegar komin hefir verið vaxandi aðsókn að þessum skálum, hafa þarna ris- ið upp nýtízku hótel. Hér er svipað og þetta rétt að byrja. Ferðafélag Islands hefir reist skála uppi við Hvítárvatn, þar sem er einn af fegurstu stöðum til fjalla. Ég hefi reist einn í Borgarfirðinum á einhverjum allra yndislegasta staðnum þar og fleiri slík hús eru að bætast við á fögrum og aðlaðandi stöð- um. Við jarðhitann er þó lík- legast að sé mesta framtíðin í þessum efnum. Þar verða ýmis- konar böð og þægindi. Gufubað var byrjað að nota að Laugar- vatni sumarið 1932 og í Reyk- holti var annað búið til s. 1. haust. Eru þessi hveragufuböð ágæt, þrátt fyrir ófullkominn útbúnað ennþá. — Á Nýja Sjá- landi hafa þotið upp stærðar heilsuhæli, hressingar- og skemmtistaðir umhverfis heitu uppspretturnar á síðustu árum. Það eru ekki eingöngu Ástralíu- búar, sem sækja þangað í hundraða þúsunda tali á ári hverju sér til heilsubótar og skemmtunar, heldur mikill fjöldi manna úr öllum heims- álfunum. Þannig hefi ég trú á, að verði hér á Islandi í fram- tíðinni; þegar fólk úti um heim hugsi til Islands, þá verði það ekki eins og allt of margir gera nú, í sambandi við óveður og skrælingja. Heldur verði hugs- animar um Island meira bundn- ar við bjartar nætur, einkenni- leg öræfi, hraun, jökla, — og norðurljós, — en þó einkum við fagra fossa, gróðursælar brekk- ur, hvamma og bjarkarlundi, streymandi læki og laxveiðiár, hveri og laugar, ásamt marg- háttuðum menningartækjum í gerðu forstjóramir það með þessari framkomu sinni á fundinum góða 1934. Við Framsóknarmenn höfum íulla ástæðu til að una vel við þau málalok, sem orðin eru í þessu máli. Hjúpnum hefir verið svift af framferði Rík- arðs Thors í sambandi við Gis- mondi-gjöfina. Hin mismunandi þátttaka þeirra, sem með hon- um unnu, hefir verið skýrð og rakin nokkumvegin til hlítar. Þjóðin hefir fengið að sjá speg- ilmynd af starfi hinna nýju trúnaðarmanna sinna í útvegs- málum. öllum landslýð eru nú kunn vinnubrögð þessara manna. Af fortíðinni má spá um framtíðina. Ef þjóðin vill fá sama myndarskap á fisksöl- una eins og á fiskveiðarnar, þá verður að fá nýja menn í stað þeirra gömlu, alveg eins og bankarnir byrjuðu ekki að þrífast fyr en B. Kr., Tofte og Eggert Claessen voru á bak og burt og nýir og betri menn komnir í staðinn. J. J. sambandi við jarðhitann, — og ekki sízt kynni við þróttmikla og merka þjóð, er þetta ein- kennilega land byggir. Ég hefi þá trú, að þegar „Töfraeyjan í Atlanzál" verði nefnd, verði það ekki aðeins giktveikir, þreyttir og lífsleiðir menn, sem þrá að ferðast þang- að til að njóta hressingar á á hressingarhælum við heitu uppspretturnar, — heldur líka lífsglatt æskufólk, er þráir að komast í hina „nóttlausu vor- aldar veröld, þar sem víðsýnið skín“. — En eru ekki ýmsir ann- markar á að ferðamenn komi hingað, og finnst þér þetta brautryðjandastarf þitt svara lcostnaði, spyrjum vér Vigfús að lokum. — Það er hætt við að vega- lengdin frá öðrum löndum yfir hafið, veðráttan hér og of mikil deyfð og þröngsýni, sem ennþá ríkir meðal íbúa þessa lands, dragi nokkuð úr ferðalögum út- lendinga hingað. En fegurð landsins, hitauppsprettur þess, margt einkennilegt hér norður- frá og hin frjálsa ósnortna náttúra, ásamt vaxandi skiln- ingi og alúð íbúanna við mót- töku erlendra ferðamanna, — mun þó auka ferðamanna- strauminn miklu meira á næstu árum. Verður náttúrufegurð landsins og fleiri gæði þess, er útlendingar njóta, drjúgur tekjuauki fyrir þjóðina, án til- finnanlegs endurgjalds fyrir hana. Mér þykir sennilegt, að ein- hver sterkasta taugin, sem dregur oss íslendinga frá góð- um kjörum og álitlegri framtið í ágætum, fjarlægum löndum hingað heim til búsetu, sé þrá- in eftir að verða að einhverju liði á ættjörðinni. Hafi viðleitni mín að vinna fyrir þetta framtíðarmál þjóð- ar minnar gert eitthvert gagn — þótt ekki væri annað en koma hreyfingu á það —, þá er það mér hin mesta ánægja. Alil með islenskmn skipum! *f»| STÆRST - BÖNUSHÆ S T - TRY G GINGAHÆST Er óviöjaínanlegnr

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.