Nýja dagblaðið - 06.02.1936, Qupperneq 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
6
Hvernig hefir málum sjó-
manna verið sinnt af núver-
sndi ríkisstjórn P
IV.
lireyting á Sölusambandi ís-
lenzkra i'iskframleiðenda.
Á árinu 1931 var fiskimálun-
um svo komið, að allir fiskút-
flytjendur voru gugnaðir á að
kaupa fisk til útflutnings. Þeir
buðust aðeins til að taka hann
í umboðssölu. Varð úr þessu
hin aumasta afkoma, sem
nokkru sinni hefir til spurzt;
töluvert af stórfiskinum suður
með sjó, var t. d. afreiknað með
45 kr. verði fyrir skippundið,
fullverkað. — Að nokkru leyti
má segja að þetta væri að
kenna almennu markaðsástandi,
en að mjög miklu leyti var or-
sökin hóflaus samkeppni, eins
og sést bezt á því, að markaðs-
ástæður breyttust raunverulega
ekkert 1932.
Þegar iangt er komið að
selja fiskbirgðirnar sáu bank-
arnir, að svo búið mátti ekki
lengur standa, og beittu sér
fyrir því, að hin brjálæðis-
kennda samkeppni stöðvaðist.
Var þá sölusambandið (S. í.
F.) stofnað á árinu 1932. Út-
flytjendurnir voru óánægðir, að
þurfa nokkuð að hnika frá lög-
máli hinnar ýtrustu samkeppni,
þótt einmitt hún hefði komið
svo hag þeirra, að þeir urðu að
| sætta sig við varúðarráðstafan-
; ir bankanna.
Samvinnumenn tóku því vel,
að hér hafði nokkuð áunnizt til
stefnubreytingar, þótt þeir
bentu á, í blöðum sínum, að
fisksölusambandið eins og það
var stofnað, væri mesti van-
| skapningur frá sjónanniði sam-
I vinnustefnunnar. Þrír stærstu
útflytjendurnir bundust sam-
tökum og lögðu fram einn
fi'amkvæmdarstjóra hver. Tveir
bankastjórar (frá Landsb. og
Útvegsb.) skyldu vera eftirlits-
menn með starfseminni. Síðan
var fiskframleiðendum út um
land boðið að gerast þátttak-
endur, þó ekki með skyldum og
réttindum félagslegs eðlis,
heldur eiginlega aðeins til
þess að fela stórfyrirtækjum
framkvæmdastjóranna fisk sinn
í umboðssölu.
Um áramótin 1933—34 kunn-
gerðu frkvstjórar S. f. F., að
i framleiðendur skyldu tilkynna,
j hvort þeir ætluðu að taka þátt
: í starfseminni á næsta ári, (S.
! í. F. starfaði því aðeins frá ári
| til árs). Þá ritaði Jón Árnason,
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.L
.. .. Ritstjóri: ..
Sigfús Halldóxs frá Höfnnm
Ritstjómarskrifstofnr:
Laugav. 10. Simar 4373 og 2353
Afgr. og auglýsingaskrlfstofa
Austurstr. 12. Siml 2323 ..
í lausasölu 10 aura oint.
Áskriftargjald kr. 2 á mán.
Prentsm. Acta.
Njósnír
og óleyiílegur
fréttaburður
Það hefir vakið sorglega
eftirtekt, að allmargir íslenzk-
ir menn hafa gerzt njósnarar
fyrir erlendar þjóðir, svikið
trúnað við þjóð sína fyrir fé,
og brotið lög lands síns. Allir
þeir menn, sem upp hefir kom-
izt um, eru fylgismenn Mbl. og
sumir hátt settir í þeim flokki.
En þó að þetta sé rétt og
sannanlegt, þá væri hitt jafn-
rangt að segja, að flokkur Mbl.
bæri beinlínis ábyrgð á njósn-
unum. Langsamlega flestir af
stuðningsmönnum þess flokks
eru vitanlega saklausir af þess-
um glæp, og hafa áreiðanlega
fullkomna óbeit á þessari svik-
semi eins og aðrir landsmenn.
En jafnframt verður að geta
þess, að allmargir af leiðtogum
flokksins og þar á meðal rit-
stjórar íhaldsblaðanna hér í
Reykjavík, bera þunga ábyrgð,
nærri því að segja þyngri á-
byrgð, á þessu gífurlega
hneykslismáli, heldur en þeir
ólánssömu menn, sem lögregl-
an hefir nú milli handa út af
landhelgissvikunum.
Þegar Ágúst heitinn Flygen-
ling lýsti því yfir á Alþingi, að
rangt væri að hegna skipstjór-
um togaranna persónulega fyr-
ir landhelgisveiðar, af því að
eigendur togaranna skipuðu
þeim að fremja lögbrotin, þá
var fengin full vissa um svik-
serrp íslenzkra manna. Flygen-
ring var sjálfur togaraeigandi.
Ilann vissi um allt þeirra at-
ferli. Hann mun sjálfur hafa
verið tiltölulega laus við þess-
ar yfirtroðslur sjálfur. En hann
játaði sekt stéttar sinnar, að
útgerðarm. stýrðu togurunum
inn í landhelgi með loftskeyt-
unum.
Hér átti að stemma á að ósi.
Magnús Guðmundsson var
dómsmálaráðherra þegar Flyg-
enring gaf þessa vitneskju. Það
var skýlaus skylda hans að
koma með löggjöf um eftirlit
gegn notkun loftskeyta. En
hann gerði það ekki. Hinir brot-
legu útgerðarmenn voru mátt-
arstólpar í flokki hans. Vegna
þeirra hefir hann væntanlega
þagað. Þegar ég tók við starfi
af M. G. haustið 1927 tók ég
loftskeytamálið fyrir. Ég
byggði á sögusögn Flygenrings,
að allir eða nálega allir íslenzku
togararnir væru sekir, að þeir
væru reknir inn í landhelgina
af eigendum í landi. Á þessum
vitnisburði og á öðrum rökum
í sömu átt byggði ég frv. það,
sem var barizt um á öllum þing-
um frá 1928—32. Á öllum þess-
um þingum beittust togaraeig-
endur undir forustu Kveldúlfs-
bræðra og Mbl. gegn eftirliti
með loftskeytum. Og þeir drógu
allan þingflokkinn með sér, öll
blöð flokksins í lið með sér.
Þessir menn beittu málþófi,
brigslyrðum, og öllum tegund-
um af ofsafenginni mótstöðu
gegn eftirliti með ólöglegum
skeytasendingum. Allir núver-
andi Framsóknarmenn og allir
Alþýðuflokksmenn studdu mig
í baráttunni við þessa spillingu.
Þar var ekkert hik á neinum
manni. En íhaldið hafði þá þeg-
ar ráð á mönnum í útjöðrum
Framsóknarflokksins, fáum að
vísu, en nógu mörgum til að
hjálpa íhaldinu til að tefja og
eyða málinu. íhaldsflokkurinn
á þingi, varalið hans og fylgi-
blöð Mbl. bera ábyrgð á því
miljónatjóni, sem njósnarar
innlendra og útlendra veiði-
þjófa gerðu með sviksamleg-
um landhelgisveiðum frá 1928
og fram í janúar 1936, að
Hermann Jónasson gaf út
bráðabirgðalög um málið.
Forráðamenn íhaldsflokksins
eru alsekir um að hafa undir-
búið jarðveginn fyrir þessi
svik. Hinir brotlegu menn, að
dómi Ágústs heitins Flygen-
ring, eru flestir ákafir flokks-
menn þeirra. Og njósnarar hafa
getað skeikað í því hróksvaldi,
að Mbl.-flokkurinn vildi alls
okki eftirlit með sviksemi af
þessu tægi. Leiðtogar flokks-
ins hafa með baráttu sinni
gegn eftirliti með loftskeytum
til veiðiskipa gefið njósnar-
starfseminni einskonar „frí-
bréf“ til þess athæfis, sem nú
er fordæmt af öllum.
En ofan á þetta bætist
síðan það, að einn af starfs-
mönnum Mbl. símar til út-
lendra blaða dylgjur og róg-
mælgi um það, að annar stjóm-
arflokkurinn vilji af flokks-
ástæðum hilma yfir ættjarðar-
svik njósnaranna.
Árni Óla starfsmaður við
Mbl. hefir hér brotið stórlega
af sér við land sitt. Hann er
starfsmaður við það blað, sem
öðrum fremur hefir átt þátt
í að gera þessa sviksemi fram-
kvæmanlega. Flokksbræður
hans hver af öðrum verða fyr-
ir rétti sannir að hlutdeild í
njósnunum. Alþýðuflokkurinn,
þingmenn hans, blöð hans, hafa
frá byrjun beitt sér einhuga
gegn því böli sem Flygenring
fletti fyrstur ofan af. Á þess-
um grundvelli leyfir starfsmað-
ur Mbl. sér að síma til annars
lands dylgjur um pólitíska and-
stæðinga sína.
Nóg er komið áður. Nóg var
að senda skipin í landhelgina,
berjast í 5 ár gegn verndarlög-
gjöf gegn svikum, hafa í sín-
um flokki fjölda manna, sem
leigir sig útlendingum til skað-
semdarverka móti þjóðinni, þó
að Mbl. léti hjá líða að bæta
gráu ofan á svart, með- því að
ætla að byrja á erlendum vett-
vangi baráttuna við landa sína.
Það væri æskilegt, að málpíp-
ur Mbl. lærðu að takmarka á-
róðurinn á landa sína við það,
sem hægt er að gera í landinu
sjálfu. Ilitt er ekki mönnum
sæmandi. J. J.
framkvæmdastjóri, ýtarlega
grein í Tímann, um nauðsyn-
ina að byggja S. I. F. upp að
nýju á félagslegum grundvellí
og tryggja með því að allir
framleiðendur í S. í .F. hefðu
íhlutunarrétt um stjórn þess og
starf og að salan gengi noklc-
urnveginn jafnt yfir. Telur
hann nauðsynlegt, að skipulag
S. I. F. komizt í það fast horf,
að því er snertir þátttöku og
líka verðskiptingu, sölu o. s.
frv., að í meginatriðum verði
það sem hér segir:
Um þátttöku: 1) Félagsmenn
í S. í. F. geti orðið:
a) Skrásett samvinnufélög
og samlög fiskframleiðenda.
b) Einstakir útgerðarmenn
og útgerðarfélög, sem framleiði
a. m. k. um 3000 skp. af verk-
uðum fiski á ári.
2) Á árlegan aðalíund S. í.
F. hafi hver þáttt'akandi rétt
til að senda 1 fulltrúa. Að auki
hafi samvinnufélög og samlög
fiskframleiðenda rétt til 1 full-
trúa fyrir tiltekna félagatölu
(t. d. 30) og útgerðarmenn og
útgerðarfélög rétt til 1 fulltrúa
fyrir tiltekið magn (t. d. 3000
skpd.) af verkuðum fiski um-
fram það magn, sem gefur
þeim rétt til þátttöku í S. í. F.
3) Fulltrúafundur úrskurði
reikninga, kjósi stjórn og end-
urskoðendur og hafi æðsta úr-
skurðarvald í öllum málum.
Einfaldur meirihluti ráði úr-
slitum, nema um slit Sölusam-
bandsins. Ef til þess komi þurfi
samþykkt mikils meiri hluta.
Um verðskiptingu, sölu, o. fl.
gildi þetta:
1) Framkvæmdastjórnin ann-
ist sölu á öllum fiski félags-
manna, sem út er fluttur. Hver
íélagsmaður beri ábyrgð á sín-
um fiski.
2) Fiskurinn sé seldur fyrir
sameiginlegan reikning félags-
manna. Framkvæmdastjóm sé
skylt að greiða sama verð fyrir,
allan fisk jafnan að gæðum,
sem tilbúinn er til útflutnings
á sama tíma.
3) Til þess að geta jafnað
verðið og gert öllum rétt til,
skal framkvæmdastjórn jafnan
halda eftir einhverju (5—10%)
af söluverði fiskjarins, til verð-
jöfnunar eftir á.
Þrátt fyrir þessa ýtarlegu
grein J. Á. rumskuðust ekki
stjórnendur S. I. F. fyrsta
kastið. Á aukafundi Sambands-
félaga S. I. S. í marz og á aðal-
fundi þeirra í júní 1934, voru
svo afgreiddar tillögur um að
gera S. F. 1. að skipulegu fé-
lagi. Og þegar á árið leið, fór
að bóla á megnri óánægju með
starfsemi framkvæmdastjóra
S. í. F., enda var t. d. ekki
búið að selja nema 30—40% af
ársaflanum norðanlands og
austan þegar búið var að selja
65% af aflanum á Suðvestur-
landi. Loks, seint á árinu 1934,
ákváðu þó framkvæmdastjórar
S. í. F. að boða til fulltrúa-
fundar. En reglurnar um kosn-
ingu fulltrúanna munu hafa
verið nokkuð óákveðnar; a. m.
k. var aldrei svarað fyrirspurn-
um Nýja Dagblaðsins og Tím-
ans um það, hvernig fulltrúar
hefðu verið kosnir. En á þess-
Framh. á 4. síðu.
Útlönd
Framsókn ítala
á Suðurvígstödvunum
•
Eins og kunnug-t er, hefir
ítölum seinustu vikurnar veitt
betur á suðuz'vígstöðvunum og
náð þar talsvert áleiðis. A-
bessiníumenn hafa hörfað und-
an á hinum hrjóstrugu sléttum
og meginhluti liðs þeirra hefir
tekið sér bólfestu uppi í há-
lendinu og bíður ítala þar. Er
þar bæði betra um fæðisöflun
og meira um varnir gegn loft-
árásum. Svarf hungrið orðið
mjög að hermönnum Ras Desta
meðan hafst var við á slétt-
lendinu. Urðu hermennirnir að
aíla sér fæðunnar sjálfir og
hafa erlendir fréttamenn gefið
hörmulegar lýsingar á aðbúnaði
þeirra. Er jafnvel sú saga höfð
í flimtingum, að Ras Desta
hafi sagt við hóp liðsmanna
sinna, sem ætluðu að strjúka
til ítala: Farið, fáið ykkur
metta og komið svo aftur.
Auk fæðuskortsins, sem hex-
ir þjakað Abessiníumönnum,
hefir hernaðarlegur útbúnaður
þeirra verið mjög af vanefnum.
Ilafa Abessiníumenn fram að
þessu lagt miklu meiri áherzlu
á það, að vanda lið og herbún-
að á norðurvígstöðvunum.
Þó Itölum hafi heppnazt að
flæma Abessiníumenn nokkuð
á undan sér á suðurvígstöðv-
unum, er það talið hafa litla
hernaðarlega þýðingu. Hitinn á
þessum slóðum er Itölum illþol-
anlegur og allir aðflutningar
verða örðugri, því lengra sem
dregur inn í landið. Auk þess
verða Abessiníumenn torsóttari
í vígum sínum í f jöllum,en með-
an þeir voru sóttir á sléttunni
og ítalir gátu komið við bæði
flugvélum og bryndrekum.
Ef pér eínu sínni
notið
VENUS-skógljáa,
pá kaupið pér aldrei
— annan skóáburð. —