Nýja dagblaðið - 26.02.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 26.02.1936, Blaðsíða 1
 Eftírlít með útlendíng- um verður strangara KraSist verður vegabréSa og að útlendingar , landvist: 1. Geti þeir ekki , „ . - . , „ sannað, að þeir fái framfært eeh nakvæmar upplysmgar um fyr.rætlun | sIg þess að þiggja (4tækra. dvalar sinnar hér á landi. Frv. um þetta elni verður Slutt Sorsætisráðherra. að tilhlutun Einhvern næstu daga verður lagt fram á Alþingi frv. til laga um eftirlit með útlending- um. Verður frv. flutt að til- hlutun ríkisstjórnarinnar, sem hefir látið undirbúa það. 1 frv. þessu verða dvalarskil- yrði fyrir útlendinga hér á landi gerð miklu strangari en þau eru í núgildandi lögum og eftirlitið með innflutningi þeirra verður miklu fullkomn- aia. Hefir það komið greinilega í ljós á seinustu árum, að nú- verandi eftirlit er ónógt með öllu, enda vill það yfirleitt verða svo á krepputímum, að til þeirra landa, sem hafa lítið eftirlit, flytjist meira og minna af fólki, sem eru hagsmunum almennings þar til óþurftar. Getur þar verið að ræða um glæpamenn, aðra vandræða- menn og bjargþrotamenn. Þau lög, sem gilt hafa um þetta efni hér á landi, eru síðan 1920, og ná að mörgu leyti of Skammt til þess að hægt sé að koma við fullkomnu eftirliti. Eru tekin upp í frv. öll megin ákvæði laganna, en jafnframt bætt við mörgum nýjum ákvæð- um um ýmis atriði, sem er nauðsynlegt að hafa fyrirmæli um til þess að gera eftirlitið öruggt. Meðal hinna nýju ákvæða má nefna: óheimilt er að afskrá hér á landi útlenda sjómenn, án leyf- is stjórnarráðsins. Láti skip- stjóri hjá líða að afla slíks leyfis er hann, útgerð skipsins eða umboðsmenn hennar hér- lendis, skyldir að greiða allan kostnað, sem leiðir af ólöglegri dvöl útlendingsins eða heim- sendingu hans. Sömu reglur gilda um loftskip. Skipstjórar og loftfarsstjórar eru skyldir til að halda skrá yfir alla farþega, sem þeir flytja, og hafa löggæzlumenn og tollmenn jafnan aðgang að skrám þessum. Eftirrit af skránni skal einnig senda til hlutaðeigandi lögreglustjóra eða umboðsmanns hans. Ef skip- stjóri eða loftfarsstjóri vanræk- ir þetta er hann, hlutaðeigandi útgerð eða hérlendir umboðs- menn hennar skyldir til að greiða allan kostnað, sem leiðir af vanrækslu þeirra, svo sem lcostnað vegna ólöglegrar dval- ar útlendings hér á landi og af heimsendingu hans. Útlendingur, sem kemur hingað og ekki á hér fast heim- ilisfang, skal innan viku skýra hlutaðeigandi lögreglustjóra frá ætlun sinni og ástæðum, ef hann ætlar að leita sér atvinnu eða setja á stofn og starfrækja einhvert fyrirtæki. Aðrir útlendingar skulu inn- an tveggja mánaða tilkynna lögreglustjóra um vist sína og tilgang dvalar sinnar. Rétt er að mema monnum styrk næstu tvö ár. 2. Séu þeir haldnir næmum sjúkdómi. 3. Skýri þeir rangt frá tilgangin- um með dvöl sinni. 4. Ætli þeir að takast á hendur störf, sem eru ólögleg og hættuleg hags- munum ríkis eða almennings. 5. Hafi verið vísað burt úr öðr- um ríkjum. 6. Hafi orðið sekir annarsstaðar um svívirðilegt athæfi. Ákvæðin um brottvísun út- lendinga héðan eru svipuð og í núgildandi lögum, þó er rýmk- uð heimild dómsmálaráðherra til þess að vísa útlendingum úr landi. Brot gegn ákvæðum þessava laga varðar sektum eða fang- elsi, ef miklar sakir eru, eink- um ef menn reyna að skjóta sér undan lögmætu eftirliti, þegar þeir stíga hér á land. Samdráttur milli ítala og Þjóðverjja vegna fransk-rússueska vináttu- samníngrsins London í gærkveldi. FÚ. Fransk-rússneski vináttu- samningurinn verður sennilega tekinn til umræðu í franska þinginu í dag og verður rætt um það, hvort lögfesta skuli samninginn. Þýzk blöð gera sér mjög tíð- rætt um samninginn í dag og telja lögfestingu hans mjög fjandsamlega Þjóðverjum. Ekki er þó talið líklegt, að Þjóðverj- ar muni að sinni grípa til ein- hverra hemaðarráðstafana, þó samningurinn verði löggiltur. Hinsvegar er talið að bæði Þjóðverjar og Italir muni breyta utanríkisstefnu sinni, ef samningurinn verður sam- þykktur. Fyrir tíu dögum átti þýzki sendiherrann í Róm tal við Mussolini og fór síðan til Berlínar. I fyrradag átti hann aftur klst. viðræðu við Musso- lini. Þykja þessar viðræður gefa í skyn, að einhverjar samningaumleitanir séu að ger- ast milli þessara ríkja. Itölum Mussolini lætur sér nægja að kaupa skika ai Abessiniu Osló kl. 17,15. FÚ. Belgisk fréttastofa skýrir frá því í dag, eftir heimildum frá Bretlandi, að Mussolini sé í þann veginn að senda sérstak- an erindreka til Bretlands,, með ný friðartilboð af hálfu ítala. Hefir fréttastofan það fyrir satt, að í þessum tillögum krefjist Ítalía þess, að fá álit- legan skika af Abessiníu, en muni sætta sig við að greiða fyrir hann einhverja fjárupp- hæð, sem Þjóðabandalaginu sé síðan heimilt að verja til menn- ingarmála í Abessiníu og til þess að koma þar fótum undir nýtízku atvinnurekstur. London kl. 17,00 25./2. FÚ. Engin staðfesting hefir feng- izt á þeirri fregn, að Ítalía muni ganga úr Þjóðabandalag- inu, ef olíuútflutningsbannið verður samþykkt. í dag er hundraðasti dagurinn síðan refsiaðgerðirnar komu til fram- kvæmda. Svíar nota mest vélbáta við strandg-æzluna Viðtal við nœstráðanda strandgæzl- unnar Clas Odhner, höfuðsmann í konunglegfa sænska Slotanum Tíðindamaður Nýja Dag- blaðsins hittir á skrifstofu sænska ræðismannsins höfuðs- manninn í sænska flotan- um, næstráðanda (souschef) við strandgæzlu Svía, Clas Odhner, sem í fyrradag festi kaup á „Óðni“, fyrir hönd sænsku stjórnarinnar. — Þér eruð ánægður með kaupin, Odhner höfuðsmaður? — Ég held að báðir aðilar megi vera fyllilega ánægðir eft- ir ástæðum. Auðvitað hefði sænska stjórnin helzt kosið að láta smíða nýtt skip heima. Það hefði sennilega kostað um 400—450 þús. sænskar kr. En hér er að ræða um aðkallandi nauðsyn, að fá skip strax, og þá vildi svo vel til, að þið höfð- uð einmitt skip að selja, sem við vildum kaupa. Og ég álít, að þið megið mjög vel una við verðið, 225 þús. krónur sænsk- ar, fyrir tíu ára gamalt skip, ekki sízt þegar litið er til þess, að skip, sem eru smíðuð í jafn sérstæðu augnamiði og „óð- inn“, er venjulega mjög erfitt að selja á opnum markaði. — Það þarf þá kannske engu verulegu að breyta í skip- inu? — Breytingar, sem gera þarf til þess að skipið verði sem bezt hæft fyrir strandgæzluna hjá okkur, eru yfirleitt smá- vægilegar; alls nema þær lík- lega um 25.000 sænskum krón- um. — Skipið verður notað við tollgæzlu í Eystrasalti? — Já, það verður notað í baráttunni við áfengismyglar- ana. — Eru þeir kannske að verða æ uppivöðslusamari og þess vegna ekki beðið eftir því að smíða nýtt skip til gæzlunnar? — Þeir eru margir og sækja smyglið hart, yfir Gdynia og Danzig; þetta er aðallega pólskt, ungverkst og tékkósló- vakiskt áfengi, sem smyglað er. En ég held ekki að smyglið hafi fai’ið vaxandi undanfarið. Svíþjóð er samningum bundin við Danmörku, Finnland og Þýzkaland, að vinna DUg á smyglinu og ég held að við sé- um nú á réttri leið. Og það var einmitt til þess að koma tafar- laust fullum hemli á smygl- stai-fsemina, að svo bráður bug- ur var undinn að því að fá nýtt varðskip, enda vona ég nú að við með því höfum séð fyrir þörfum þessa hlutar strand- gæzlunnar, svo að dugi. — Hveraig er strandgæzl- unni hagað í Svíþjóð? Eru ein- göngu notaðir stórir varðbátar t. d. á borð við Óðin? | — Nei. Óðinn verður þi’iðji stóri varðbáturinn, sem við fá- um okkur til strandgæzlunnar. Frá því að strandgæzlan hófst höfum við notað litla báta, að- allega innan skerjagarðsins. Nú höfum við snúizt að því að ! koma okkur upp hraðskreiðum vélbátum allt að 40 tonnum. Stx’öndinni er skipt í gæzluhér- | uð og er einn slíkur bátur til 1 gæzlu í hverju, innan 4 sjó- mílna línunnar. — Teljið þér ekki víst, að þessu skipulagi verði haldið í Svíþjóð? | — Það hygg ég; okkur virð- ist árangurinn mjög æskilegur. ! — Þetta er samskonar skipu- lag og það, sem stjómin hér stefnir að með íslenzkar ! stx-andvarnir. I — Já, mér skilst að það sé rnjög svipað. En ég gæti hugs- að mér, að þið þyrftuð dálítið j stæi-ri báta, t. d. um 80 tonn; Atlanzhafið er úfnara en i Eystrasalt. En því eruð þið auð- ; vitað kunnugastir sjálfir. | — En hveraig hefir yður lit- ; izt á Island? Þykir yður það ekki gangast heiðarlega við nafni? — Jú, ég bjóst að vísu við Framh. á 4. síðu. Konungs- hjónin leggja í íslands- ierðina 8. júni. Kaupmannahöfn 24./2. — Einkaskeyti FÚ. íslandsför Kristjáns konungs X. og Alexandrine drottningar á komanda sumri hefir nú vei'- ið ákveðin. Er ráðgert, að þau leggi af stað frá Kaupmanna- höfn 8. júní á konungsskipinu Dannebrog, og verði komin aft- ur til Kaupmannahafnar 30. júní. Ennfremur er ráðgert, að varðskipið Ingólfur fylgist með konungsskipinu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.