Nýja dagblaðið - 26.02.1936, Blaðsíða 2
«
N Ý J A
DAGBLAÐID
Ávsháiið samvinnumanna
verður haldin að Hóíei Borg 29. þ. m. og hefst
með sameiginlegu borðhaldi kí. 7,30 síðd. Ti\
skemmtunar verður: Ræðuhöld, söngur, dans.
Væntanlegir þátt-takendur eru vinsamlegast
beðnir að ríta nöfn sín á áskriltalísta, er liggja
frammi á þessum stöðum:
Kaupfélagí Reykfavíkur, Bankasfr. 2
Afgr. Nýja Dagblaðsins, Austurstr. 12
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
Aukafundur verður haldinn í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur
sunnudaginn 1. marz n. k. kl. 8 síðd. í Templarahúsinu.
Dagskrá:
1. Skýrsla um fjárhag og starfsemi samlagsins.
2. Tillaga um aukagjald.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir i skrif-
stofu samlagsins og við innganginn, gegn sýningu
gjaldabókar.
Reykjavík, 25. febrúar 1986.
Stjórnín.
Húsmæðranámskeið hefst á Laugarvatni 26. apríl n. k
Námskeiðið stendur yfir í sex vikur. — Kennt verður:
Matreiðsla ásamt venjulegum hússtörfum, söngur og
íþróttir (leikfimi og sund). Dvalarkostnaður kr. 130,00.
Umsóknir sendist til forstöðukonu Dagbjartar Jónsdótt-
ur Laugarvatni.
Bjarní Bjarnason.
Bazar heldur kírkjunefnd DómklrkjU'
safnaðaríns 6. marz í húsi K.F.U.M.
Notíð gljávax frá
Sjöfn
Sjafnargljáí er silki-
mjúkur.
fer annað kvöld 27. febráar í
liraðferð vestur og norður. —
Vörur óskast afhentar fyrir
hádegi sama dag, og farseðlar
Konur sem góðfúslega vildu gefa muni til bazarsins
eru beðnar að koma þeim til undirritaðra í síðasta lagi
4. þessa mánaðar.
Frú Bentínu Hallgrímsson, Skálholtsstíg 2
— Aslaugar Agústsdóttur, Lækjargötu t2
— Emeliu Sighvatsdóttur, Bergstaðastræti 56
— Júlíönnu Gfuðmundsdóttur, Miðstræti 10
— Steinunnar Pótursdóttur, Ránargötu 29.
sóttir.
Smiðir.
Við höfum til sölu efni til gljáning*
ar (Poleringar) sem eru fljótvirkari
en eldri aðferðir.
Allmargir smiðir eru þegar farnir að nota
þessi efni.
Vélritaðar notkunarreglur fyrir hendi.
Biðjið um þær á skrifstofunni.
Áfengisverzlun ríkisíns.
vestur um laugf-
ardag 29. p. m.
kl. 9 sfðd.
Tekið verður á
móti vörum á
£ Allt með íslensknm skipuni! f
morgun og f ram
til hádegis á
föstudag.
Samvinnubygg'ð
í Vallanesi
Eftir Pétur Jónsson bónda á Egilstöðum
Flestir kannast við Vallanes á
Fljótsdalshéraði. Það er ein
allra stærsta jörð á Austur-
landi, hefir verið höfuðból og
prestsetur um margar aldir og
á sér merka sögu. Þar hafa
búið ýms stórmenni og skör-
ungar klerkastéttarinnar, t. d.
sr. Stefán ólafsson, er talinn
var mesta skáld sinnar tíðar.
En sá, er síðast gerði garðinn
írægan, var sr. Magnús Bl.
Jónsson, og sér hans þar menj-
ar í hinum miklu mannvirkjum
í byggingum og ræktun, er
nann lét eftir sig.
Það hefir verið framtíðar-
draumur ýmissa bjartsýnna
manna á Austurlandi, að í
Vallanesi ætti að rísa upp þétt-
býli og helzt samvinnubyggð.
Þessi draumur er nú að færast
nær veruleikanum. Fyrir fáum
árum stofnuðu nokkrir áhuga-
menn 1 Vallahreppi „Ræktunar-
félag“, sem tók á leigu 100
hektara land í miðju Vallanesi.
Prestur var þá í Vallanesi sr.
Sigurður Þórðarson, sem lézt
í fyrra. Sýndi hann, sem um-
ráðamaður jarðarinnar, fyrir-
tæki þessu hina mestu velvild
og var einn af beztu stuðn-
ingsmönnum félagsins, meðan
hans naut við. Tilgangur fé-
lagsins var að hefjast þama
handa um ræktun. Var fyrst
hugsað um grasrækt og garð-
rækt, en sl. ár komu einnig
fram uppástungur um korn-
rækt. Fyrsta verk félagsins var
að girða og friða landið. Ann-
að hefir ekki orðið úr fram-
kvæmdum hingað til. Hafa
c-ngjarnar verið leigðar til
slægna. Árlega hafa verið
heyjaðir 400—500 hestar á
landi félagsins, en lítt hefir
samt séð högg á vatni.
Fyrir stofnendum félagsins
vakti það aðallega að gera um-
bætur á landinu, og afhenda
það síðan hinu opinbera undir
nýbýlahverfi, þegar löggjöf um
það efni hefði náð fram að
ganga. En þótt illt sé frá að
segja, hafa framkvæmdir Rækt-
unarfélagsins, eins og áður er
sagt, orðið fremur litlar. Stafar
það meðfram af því, að sumir
þeir menn, sem áður trúðu á
nýbýlamálið, glötuðu þessari
góðu trú, er til alvörunnar kom
og áformin gátu orðið að veru-
leika. Þar við bættist, að einn
áhugasamasti maður félags-
skaparins, frumkvöðull hug-
myndarinnar, fluttist burt.
Nýbýlamálið hefir verið ofar-
lega á baugi með þjóðinni í
nokkur ár. En ég ætla, að það
muni nú skapa ný tímamót í
sveitum þessa lands í þeirri
mynd, sem það nú hefir á sig
tekið með lögunum um nýbýli
og samvinnubyggðir, frá síð-
asta Alþingi. Það er Framsókn-
ai-flokkurinn, sem á heiðurinn
af því að hafa leitt þetta mál
fram til sigurs, eftir að hafa
barizt fyrir því innan þings og
utan.
Hingað til hefir fólkið flúið
úr sveitunum, að sjónum. Mál-
tækið segir: Lengi tekur sjór-
inn við! En nú er sjávarfram-
leiðslan að hætta að geta tekið
á móti fólkinu. Atvinnuleysi
eykst í kaupstöðum og kaup-
túnum. Og það er farið að slá
óhug á fólkið, sem þangað hef-
i)' flutzt. Þess vegna er nú
fyllilega tímabært fyrir ríkið
að grípa inn í rás viðburðanna
og skapa ný lífsskilyrði í sveit-
unum fyrir það fólk, sem þar
vill vera. Og lögin frá síðasta
Alþingi eru stórfellt spor í
þessa átt.
Lögin um nýbýli og sam-
vinnubyggðir munu nú orðin
kunn flestum þeim, sem á ann-
að borð vilja kynnast þeim og
áhuga hafa fyrir þessu fram-
tíðarmáli. En í öðrum er mál-
inu ekki lið. Það er vitað, að
þetta mál heíir átt ýmsa and-
stæðinga, sem reynt hafa að
þvælast fyrir því og leggja
steina í götu þess. En and-
spyrna þeirra er nú brotin á
bak aftur. Framkvæmdin er
hafin, og „hálfnað er verk, þá
hafið er“.
En nú spyrja margir, hvar á
landinu aðallega muni verða
hafizt handa. Vitanlega munu
rísa upp einstök, sjálfstæð ný-
býli hér og þar um landið.
Skipting jarða getur komið til
greina þar sem svo ber undir.
En þá er hin hlið framkvæmd-
anna, samvinnubyggðimar eða
nýbýlahverfin.
Slík hverfi þurfa að koma
upp í myndarlegum stíl í öll-
um landsfjórðungum. Undir-
búningur er þegar hafinn á
Suðurláglendinu, og er ekki
nema gott um það að segja.
En nú kemur mér Vallanes í
liuga. Þar á að rísa upp fyrsta
sveitaþorp á Austurlandi.
Vallanes er nú prestlaust og
því einmitt tækifæri til að gera
breytingar. Og vel er það í
sveit sett, því sem næst á
miðju Héraði, og þó heldur of-
ar, milli Lagarfljóts og Gríms-
ár. Að Vallanesi er nú þegar
bílvegur og sími. Eins og nafn-
ið bendir til, er nesið mestallt
valllendi og kafgras er þar
hvert sumar. í Vallanesi hafa
víst aldrei engjar brugðizt, svo
að teljandi sé, í manna minn-
um. Hestar hafa þar stundum
gengið af á vetrum eða því sem
næst.
Vallanesbakkar eru svo frjó-
samir, að einn maður slær þar
8—15 hesta á dag, þótt slegið
sé sama engið árlega, og aldreí
á það borið. Hvað myndi slíkt
land gefa af sér, ef því væri
sómi sýndur? Meginið af land-
inu er véltækt til vinnslu.
Framræsla er engin, nema ef
taka ætti svokölluð Lón til
ræktunar, en það myndi vart
koma til greina fyrst um sinn.
Nóg er samt. En Lónin má
sennilega gera að áveituengj-
um. Frh. á 8. síðu.