Nýja dagblaðið - 07.03.1936, Page 1
4. ár. Reykjivík, laugardaginn 7. marz 1936. 56. blað
Réttarhöldin um njósnirnar
Víð framburð Daníels Oddssonar bendiast Loftur Bjarnason
framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, Sigurgísli Guðnason verzb
unarstjóri og Jes Zimsen við njósnarstarfsemina
Eins og Nýja Dagblaðið gat
um í gærmorgun, játaði Daníel
Oddsson loftskeytamaður á
„Venusi“, við yfirheyrsluna í
fyrradag, viðstöðulaust sekt
sína í njósnanmálinu, auk þess
sem sekt sína hafa játað Geir
Zoega í Hafnarfirði, Páll Sig-
fússon fiskiskipstjóri og Óskar
.íóhannsson.
Til viðbótar því, sem sagt
var frá í N. Dbl. í gær, játaði
Daníel í fyrradag, að hann
hefði stöðugt tekið á móti
skeytum um ferðir varðskip-
anna frá njósnarmönnum í
landi síðan 1921, en á þeim
tíma hefir hann verið loft-
skeytamaður á „Belgaum“,
Erlendur játar að
„Júpiter" og „Venus“.
Ennfremur skýrði Daníel svo
frá í fyrradag, að meðan að
umboð þessara togara hefði
verið í höndum Jes Zimsen,
hefði Sigurgísli Guðnason,
skrifstofustjóri hjá J. Z., ann-
azt skeytasendingarnar um
ferðir varðskipanna, en eftir
að Loftur Bjarnason, kaupmað-
ur í Hafnarfirði, hefði tekið
við umsjón útgerðarinnar, hafi
hann (Loftur) annazt þær.
Þessir tveir menn, Loftur og
Sigurgísli, voi-u því kallaðir
fyrir rétt í gær og ennfremur
Daníel yfirheyrður aftur og
Erlendur Sigurðsson skip-
stjóri á „Venusi“.
hafa sent brezkum
togurum upplýsingar um ferðir
varðskipanna
Kom nú enn nýtt í ljós í
málinu.
Erlendur Sigurðsson, sem
verið hefir skipstjóri á
„Venusi“ í þrjú ár, játaði að
hafa sent nokkrum brezkum
togurum upplýsingar um ferð-
ir varðskipanna og ennfremur,
að hafa tekið á móti skeytum
þar að lútandi frá öðrum tog-
urum.
Er þetta enn ein áberandi
sönnun þess hve stórkostlega
víðtæk njósnarstarfsemin hefir
verið og nákvæmlega skipu-
lögð af hinum erlendu veiði-
þjófum, og ósleitilega rekin af
þeim og hinum íslenzku lepp-
um þeirra.
Sigurgísli skellir allri skuldinni
á Jes Zimsen
Sigurgísli Guðnason neitaði
að vera nokkuð við njósnar-
starfsemina riðinn.
Skýrði hann svo frá, að á
meðan skrifstofa Jes Zimsens
annaðist umsjón útgerðarinnar,
hefði Zimsen sjálfur haft. með
höndum skeytasendingar allar
til togaranna eftir dulmálslykli,
sem hann einn (Zimsen) hefði
haft aðgang að.
Á þenna hátt gerir Sigur-
gísli Jes Zimsen ábyrgan fyrir
skeytasendingunum, en með
því að Zimsen er nú á leið til
útlanda, er eigi hægt að ná í
hann til yfirheyrslu, til þess
að ganga úr skugga um, hvern-
ig þessu er háttað.
Loftur neitar. En nafn hans er þó und
ir einu njósnarskeytinu
Loftur Bjarnason kaupm. ;
neitaði með öllu að hafa gefið
togurunum nokkrar upplýsing-
ar um varðskipin. En það skýt-
ur nokkuð skökku við fram-
burð hans, að eitt þeirra
skeyta, er fannst í „Venusi“ í
Grimsby og hingað var sent, er
undirritað „Loftur.“
Eru í skeyti þessu upplýsing-
ar um ferðir varðskipanna og
staðfestir loftskeytamaðurinn,
Daníel Oddsson, a ð þ a ð s é
rétt þýtt skeyti frá
L o f t i.
Að þessu athuguðu virðist
sekt Lofts vera býsna vel
sönnuð, þótt hann þræti fyrir
brot sitt.
Við þessi réttarhöld bendlast
íyrstu forkólfar stórútgerðar-
innar beinlínis sjálfir við njósn-
armálin.
. Daníel Oddssyni loftskeyta-
manni var sleppt úr gæzluvarð-
lialdi í gærkvöldi. Framkoma
hans í réttinum flýtti mjög
; fyrir yfirheyrslunni. Hann
1 svaraði öllum spui-ningum
greiðlega og gerði ekki tilraun
; til blekkinga á nokkurn hátt,
að því er séð varð. Ér því
sennilegt, að dómur hans verði
mun vægari en ef hann hefði
þrjózkast við vitnisburðinn,
eða reynt að tefja og flækja
málið.
Hermann Jónas-
son lorsætisráðh.
vakti Syrstur at-
hyglí á nauðsyn
alm. löggjalar um
vinnudeilur
Frumvarp Thor Thors og
Garðars Þorsteinssonar um
vinnudeilur var til fyrstu um-
ræðu í neðri deild í fyrradag.
Flutti Thor framsöguræðu, en
síðan var umræðunni frestað.
Umræðunni var haldið áfram
í gær. Hermann Jónasson for-
sætisráðherra kvaddi sér fyrst-
ur hljóðs. Kvaðst hann hafa
látið opinberlega í ljós álit sitt
á þessu máli, a. m. k. tvisvar
sinnum, og vísaði sérstaklega
til útvarpsræðu þeirrar.er hann
fiutti á nýársdag og birt var
hér í blaðinu, en þar hélt ráð-
herrann fram þeirri skoðun, að
löggjöf um vinnudeilur væri ó-
hjákvæmileg í náinni framtíð.
En árið 1931 flutti ráðherrann
erindi um þetta mál á flokks-
þingi Framsóknarmanna, og
var það í fyrsta sinn, sem at-
hygli var vakin á nauðsyn al-
mennrar löggjafar um vinnu-
deilur hér á landi.
Ráðherrann kvaðst vera
þeirrar skoðunar, að málið ætti
að takast til meðferðar í nefnd
nú á þinginu, en síðar ætti að
athuga málið milli þinga af
fulltrúum vinnuveitenda og
verkamanna, t. d. í milliþinga-
nefnd, og reyna að komast að
j samkomulagi, áður en það yrði
endanlega afgreitt. Mætti þá
hafa það frumvarp til hliðsjón-
ar, sem nú væri fram komið.
Hóðinn Valdemarsson las
M.ussolini ögrar
Þjóðabandalaginn
London í gærkvöldi. FÚ. ;
Aðstoðarritari Þjóðabanda-
lagsins, sem er ítalskur maður, 1
lagði af stað frá Genf seint í
gærkvöldi áleiðis til Rómar.
Hafði hann skyndilega verið
kvaddur þangað.
Stjórnarblaðið, Popolo d’Ital-
ia, segir fullum fetum í dag, að
ítalía muni ganga úr Þjóða- !
bandalaginu, ef Þjóðabandalag- ;
ið fellst ekki á þá kröfu henn-
ar, að AbeSsinia skuli talin hið
upprunalega árásarríki. Ef
þessu verður hafnað, segir
blaðið, mun Italía ekki hika við |
að ganga úr Þjóðabandalaginu.
Fréttaritari franska blaðsins
Excelsior hefir átt viðtal við
Mussolini. Viðtalið er stutt, og
ekkert í því, sem Mussolini
hefir ekki margsagt áður. T. d.
segir þar: „Stormurinn, sem
nú næðir yfir Genfarvatn, er
mjög ískyggilegt veður. Það
virðist ráða óskiljanleg hlut-
drægni gegn Italíu, í öllum
gerðum Þjóðabandalagsins, og
ótrúlegur velvildarhugur til 6~
siðaðs lands, sem er óskiljan-
legastur þegar í hlut eiga ríki,
sem sjálf hafa fengizt við ný-
lendustofnanir og nýlendumál.“
Bretar htiili rwiti
á lollárás ítala á Rauða-Krossinn
brezka
London í gær. FÚ.
Brezka sendiherranum í Róm
hefir verið boðið að bera þegar
í stað fram mótmæli brezku
stjórnarinnar gegn loftárás It-
ala á brezku Rauða Kross
stöðina við Quoram, 4. marz.
Hefir sendiherranum verið fal-
ið að krefjast þess, að ýtarleg
rannsókn verði látin fara fram,
og að henni lokinni verði gerð-
ar ráðstafanir til, að slíkar á-
rásir verði ekki endurteknar.
Var ákveðið að gera þetta, er
stjórninni hafði borist. opinber
tilkynning frá Sir Sidney Bar-
ton, sendiherra Breta í Addis
Abeba. Skýrsla Dr. Melly’s er
meðal þeirra gagna, sem Sir
Sidney Barton hefir sent. —
Segir þar, að brezka Rauða
Kross stöðin hafi verið á opnu
næst upp skrifaða yfirlýsingu
frá Alþýðuflokknum þess efnis,
að málið hefði enn ekki verið
athugað í verklýðsfélögunum
og gæti flokkurinn því ekki
tekið afstöðu nú og myndi
verða á móti því, að lög um
vinnudeilur yrðu afgreidd á
þessu þingi, en teldi hinsvegar
æskilegt, að „rétt undirbúin"
vinnulöggjöf yrði samþykkt
síðar.
Thor Thors mælti síðan nokk-
ur orð, og var málinu þvínæst
vísað til allsherjarnefndar.
svæði við Quoram, um tvær
mílur frá þeim hersveitum,
sem næstar voru. Rauða Kross
flagg, 40 fet á kant, var breitt
á jörðina í miðrí hjúkrunar-
stöðinni, og á tjöldunum voru
einnig Rauða Kross flögg. —
Þrír sjúklingar fórust og sjö
særðust. Þrjú tjöld, flutninga-
Framh. á 4. síðu.
Hákarla-
Fjórír línuveiðarar
verða sendir á há-
karlaveiðar
Línuveiðararnir Sigríður,
'• Rifsnes og Freyja úr Reykja-
vík og Rúna frá Akureyri
verði öll gerð út á hákarlaveið-
ar á næstunni. •
Fyrsta skipið Rifsnes leggur
út nú um helgina.
Ástæðan til þessarar til-
raunaútgerðar er hið hlutfalls-
lega háa verð, sem nú er á
lýsi.
Fiskimálanefnd hefir heitið
veiðitilraun þessari styrk allt
að þúsund krónum á mánuði á
hvert skip, ef halli verður á
útgerðinni.
Af hákarlinum er lifrin aðal-
Framh. á 4. síðu.