Nýja dagblaðið - 07.03.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 07.03.1936, Blaðsíða 3
N í 8 A DA6BLAÐ1D 8 NÝJA DAGBLAÐEÐ Útgefandí: BlaQaútgáfan b.1. Ritstjóri: Síglús Halldórs frá Hötnum. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. -í lausasölu 10 aura eint- Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. Prentsm. Acta. Fiskiþmgið Ólafur Björnsson og' Morgunblaðið Fiskiþingið hefir setið að störfum hér í Reykjavík og er þvl nú nýlokið. Á því eiga sæti kjömir fulltrúar útgerðar- inanna í öllum landsíjórðung- um. Fiskiþingið er eina sam- koman, sem telja má, að hafi umboð fyrir útgerðarmanna- stéttina í heild. Morgunblaðið og dátar þess t,4nosaskeggur“ o. fl.) hafa eins og kunnugt er mjög hald- ið að fólki þeirri kenningu, að íhaldflokkurinn sé skjól og skjöldur og einasti málsvari út- gerðarinnar, en að núverandi ríkisstjóm sé að sama skapi út- gerðinni á allan hátt fjandsam- leg og geri þær ráðstafanir ein- ar, er útgerðinni megi til tjóns verða. En nú vill svo til, að Fiski- þingið, sem nú er nýafstaðið, hefir einmitt látið í ljós álit sitt í nokkrum þeim atriðum, er hér koma til greina. Fiskiþingið hefir lýst yfir því, að það télji stefnu stjóm- arinnar viðvíkjandi fyrirkomu- lagi landhelgisgæzlunnar alger- lega rétta: Að nota aðallega vopnaða vélbáta til gæzlunnar, en hafa 1—2 stærri skip þeim til aðstoðar. Þessa yfirlýsingu samþykkti Fiskiþingið alveg sömu dagana sem Mbl. jós úr sér ókvæðisorðum út af sölu óðins og hélt því fram, að vél- bátar væru algerlega óhæfir til gæzlu. Og Fiskiþingið undir- strykar það jafnframt, að það sé rétt stefna, að byggja báta, sem annazt geti jöfnum hönd- um landhelgisgæzlu og björg- unarstarf. En einmitt þetta hefir Morgunblaðið taiið frá- leitast af öllu. Fiskiþingið hefir samþykkt að lýsa sérstakri ánægju yfir röggsemi núverandi stjómar í því að afhjúpa leynistarfsemi landhelgisbr j ótanna, Og Fiskiþingið hefir lýst eindregnu fylgi við þá stefnu núverandi stjómar, að leggja megináherzlu á að koma á nýj- um verkunaraðferðum sjávar- afurða og afla markaða fyrir nýjar tegundir framleiðslu. Þessi afstaða Fiskiþingsins hefir vitanlega komið auglýs- ingaskrumurum og „sjálfstæð- is“-herkörlum Morgunblaðsins nokkuð á óvart. En mestum vonbrigðum hefir Mbl.-liðið og Kveldúlfur þó orðið fyrir, þegar P’iskiþingið felldi tillögu um að MerkUegt vísmdarit um dýraríki Islands kemur út á næstu árum ,,Zoolcgy of IcelandM Fréttaritari Nýja Dagblaðsins í Kaupmannahöfn (B. S.), hefir sent blaðinu fréttagi-ein þess efnis, að hópur þekktra náttúrufræðinga á íslandi og f Danmörku hafi siðan 1931 undirbúið útgáfu mikils rits og merkilegs um dýraheim Is- lands. — Rit þetta, sem alls verði um þrjú þúsund blað- síður í stóru broti, verði gefið út á ensku með titlin- um „Zoology of Iceland“. Ritið verði prentað hjá bákaút- gáfu Ejnar Munksgaard og komi fyrsta heftið út næsta haust og sé með því ofinn þáttur að stórmerkri vísindalegri heimild, er auki hróður Islands og íslendinga. Víðftal við mag. scíenft Árna Friðriksson lýsa einskonar trausti á fram- kvæmdastjórum Fiskisölusam- bandsins og setja fisksöluna undir eina stjóm (S. I. F.) Kom þessi afstaða Fiskiþingsins sér næsta illa fyrir íhaldið nú, þar sem ólafur Thors er nýbúinn að flytja frv. um leggja nið- ur Fiskimálanefndina og fela Fisksölusamlaginu starfsemi hennar. Traust útgerðarmanna á framkvæmdastjórum Fisksölu- sambandsins virðist sem sé ekki vera alveg eins eindregið og Mbl. og Kveldúlfur hafa talið sjálfum sér og öðrum trú um! Einn af þeim fulltrúum á Fiskiþinginu, sem ekki virðast hafa álitið framkvæmdastjóra S. í. F. svo óskeikula í fisksöl- unni, að aðrir mættu þar ekki næm koma, er ólafur Bjöms- son útgerðarmaður á Akranesi. Ólafur hefir verið einn af ein- dregnustu stuðningsmönnum Péturs Ottesen og Sjálfstæðis- flokksins. En hann kann ber- sýnilega ekki við að láta Kveld- úlf segja sér fyrir verkum, þegar framtíð sjávarútvegsins er í húfi. ólafur Bjömsson gerir í stuttu máli grein fyrir afstöðu sinni í Mbl. í gær. Hann segir þar meðal annars: „Það er skoðun mín, að það væri enginn skaði skeður, þó ein „samkunda“ í landinu“ (þ. e. Fiskiþingið) ,Jiti á málin og greiddi atkvæði um þau frá málanna sjónarmiði einna og mikilvægi þeirra fyrir þjóðar- heildina.“ Því næst segir hann: „Ég tel, að það sé ekki rétt, að ein stjóm hafi með þessi mál (þ. e. fisksöluna) að gera í bili--------Meðan verið er að breyta fiskframleiðslu lands- ins úr aldagamalli einhæfri framleiðslu, eftir óskum og þörfum hinna f jarskyldustu þjóða og „elta ólar* við að selja hana svo að segja um heim allan, tel ég því betur borgið í tvennu lagi“.------- Fyrir þessu áliti sínu færir svo ó. B. ýmis rök. En Mbl.- mennimir eru hinir úfnustu og birta athugasemd við greinina, þar sem þeir segja, að „fram- koma þeirra fulltrúa á Fiski- þinginu, sem felldu umrædda tillögu sé óverjandi og þess- vegna tilgangslaust fyrir ó. B. B. að færa fram vamir 1 þessu máli“! En myndu þeir ekki vera fleiri en ólafur Björnsson á Akranesi Sjálfstæðismennimir sem famir em að efast-------? Venus skóyljál setur háglans á skó yðar, notið hann einungis. Vegna þess að tíðindamaður blaðsins hér fékk að vita að mag. Ámi Friðriksson fiski- fræðingur myndi vera þessari starfsemi kunnugur, leitaði hann til hans um nánari fregn- ir af því, sem hér er að fram- an sagt. — Þetta er alveg rétt, segir fiskifræðingurinn. Era tildrög- in þau, að áður hefir ekki ver- ið gefið út fullkomið heimildar- rit um dýraheim Islands. Að vísu hefir Grasasafnið í Kaup- mannahöfn gefið út rit, sem heitir „Botany of Iceland“ og rituðu þeir í það próf. Þorvald- ur Thoroddsen og dr. Helgi Jónsson. Einnig hefir verið gef- ið út fullkomið rit um dýralíf í öll þau dýr, sem fundizt hafa á íslandi og í sjónum umhverf- is það, nema vitanlega einfrum- unga. Verður verk þetta látið heita „Zoology of Iceland“. Að þessu hefir verið unnið unnið síðan 1931, og er nú svo langt komið, að fyrsta hefti ritsins kemur væntanlega út 1 haust, en samt verða mörg ár þangað til útgáfunni verður lokið. Innlendir og erlendit ví«- indamenn. — Hverjir annast fram- framkvæmdir? — Það er sex manna nefnd, skipuð þremur Islendingum og þremur Dönum. Við dr. Bjami Sæmundsson og rektor Pálmi Ilannesson erum fyrir hönd Is- lendinga, en af Dana hálfu eru í nefndinni: Prófessor Adolf S. Jensen, dr. R. Spörck og dr. A. Vedel Táning og eiga þeir all- ir heima í Kaupmannahöfn. Útgáfunefndin hefir leitað til Færeyjum. Af þessu hefir sprottið það, að Dýrasafnið í Ivaupmannahöfn og íslenzkir ; ýmsra þekktra fræðimanna út dýrafræðingar hafa tekið sam- j urn heim til að rita um mis- an höndum um að ráða bót á j munandi flokka dýra. Auk þess þessu og gefa út stórt vísinda- ! starfar vitanlega fjöldi ís- rit — nokkurskonar yfirlit um ! Fi’amh. á 4. síðu. Innilegar þakkir iyrir auðsýnda vináftftu og samúð alla, á sextugs afmæli mínu. Lárus Bjarnason. Ledur og skixm II úftsölu Gefjunnar, Laugaveg 10 eru til sölu margar tegundir af LEÐRI, SKINNUM og unnum vörum úr þessum efnum Jakkar, Eápur, Húfur, Bílstjórahanzkar o. fl. firá sútunarverksmiðju S. í. S. á Akureyri. Ennfremur ftekíð á móti pöntunum á: LEÐRI til söðlasmída og aktýgfja, húsgagnagerð- ar o.íl. - SKINNUM til fiatagerðar, hadzkagerðar o.fl. Skoðið sýníshorn og athugíð verð. Samband ísl. samvinnufélaga.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.