Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 07.03.1936, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 07.03.1936, Qupperneq 4
4 N t J A DAGBLAÐIÐ Sýnir kl. 9: Litaða blæjan Listavel leikin kvikmynd eftir skáldsögu W. Somerset Mangham Aðalhlutv. leika Greta Garbo og Herbert Marshall. Anii.áL.11 Veðurspá fyrir Heykjavík og ná- grenni: Hœgviðri. Úrkomulaust. Næturlœknir er í nótt Árni Pét- ursson, Skála, sími 1900. Næturvttrður er í nótt í Reykja- vikur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unn. Útvarpað í day: 7,45 Morgun- leikfimi. 8,00 Enskuk,ennsla. 8,25 Dön.skukénnsla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veður- iregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 pinglréttir. Hljómplötur. 19,40 Aug- lýsingai'. 19,45 Fréttir. 20,15 Leik- rit: „Stjúpan", eftir Arnold Ben- nett. 20,45 Útvarpstríóið: Létt lög. 21,10 Útvarpshljómsveitin (pór. Guðm.): Gömul danslög. 21,40 Kór- söngur. 22,00 Danslög (til kl. 24). Skátar. Sameiginleg skíðaferð verður larin á morgun. Lagt verð- ur af siað frá Miðbæjarskólanum kl. 8 í. h. Farmiðar verða seldir í Bókhlöðunni til kl. 7 i kvöld. Sundfélagið Ægir. Félagar fjöl- mennið á fundinn i kvöld kl. 9 i Oddfellowhöllinni, uppi. Úr Norður-pingeyjarsýslu. Frétta- rilnri útvarpsins ó Kópaskeri segir i.ú óvenju mikil harðindi um alla sýsluna og alger jarðbönn. ■fafnharður vetur hefir ekki komið að lians sögn síðan 1920. ísfiskveiðar. Gert er íáð íyrir að togarinn. Venus i Hafnarfirði fari aftur á ísfiskveiðar. Tiðarfarið er talið aö hafa verið með bezta móti um suðurhluta Vestfjarða i vetur, snjólétt og heið- skíri en töluver frost. Á Rauða- sandi hafa 20 álftir haldið sig i vetur, en vegna frosta eru nú all- ar fallnar nema tvær. — FÚ. í Stokkhólmi var á miðvikudag haldin stór Norræn hótið, fyrir for- göngu Norræna félagsins, og nokkuiTa hliðstæðra félaga. Dr. Sandler, utánríkismálaráðherra Svía, flutti erindi um samvinnu Norðurlandanna. Leiknir voru og sungnir söngvar allra Norður- landaþjóða. Lektor Hjalmar Alving las upp úr þýðingum sínum á is- Eruð pér Srímúrarí? Ha! IEf ekki, þá gangið inn á fundinum á morgun í Iðnó. Tvær sýningar kl. 3 og kl. 8. Sala inntökuskírteina hefst í dag kl. 4—7 og á morgun eftir kl. 1. Sími 3191. Hákarlaveíðar Framh. af 1. »íðu. verðmætið, þá verður tekinn skrápur og eitthvað hirt og verkað af hákarlinum sjálfum. Til hákarlabeitu verður not- að selkjöt og hrossakjöt og vætt í þefsterkum vínanda. Þá er einnig notað til hákarlabeitu gallhús, garnir og „kjöt“ af hákarlinum sjálfum. Skipstjórarnir Hjörtur Lár- usson á Rúnu og Guðmundur Jónsson á Fre.vju eru gamlir og vanir hákarlaformehn. Gömul hákarlamið eru djúpt af Jökli og Breiðafirði, og fyr- ir Vesturlandi út af Djúpálsrifi (Halamiðum). Tólf menn verða á hverju skipi. Hafsteinn Bergþórsson beit- ist fyrir útgerð tveggja skip- anna, Sigríðar og Rifsness. Karlmennsku* r aun Sunnudaginn 16. f. m. lagði Stefán bóndi Jónsson í Möðru- dal af stað heimleiðis frá Heið- arseli á Jökuldalsheiði með 5 kindur. Kom hann við í Sæ- nautaseli og hélt síðan áfram. Skall þá á blindhríð með 17 stiga frosti. Um nóttina gerði hann grjótbyrgi fyrir kindurn- ar, en hélt á sér hita með því að ganga um og berja sér. Á mánudagsmorgun hélt hann áfram, en týndi kindun- um um kvöldið. Var hann þá á réttri leið en vörður voru flest- ar fentar í kaf, og fór hann þá villur vegar og gróf sig loks í fönn og lét þar fyrir berast um nóttina. Á þriðjudagsmorgun reyndi hann að halda í veðrið og hugði það rétta stefnu heim. heim. Þekkti sig loks í svo- nefndum Amardal, en þaðan eru 25—30 kílómetrar að Möðrudal. Náði hann um kvöld- ið beitarhúsum frá Möðrudal og hitti þar bróður sinn, er studdi hann heim. Var hann allþrekaður en ókalinn. Sextíu klukkustundir var hann á ferðinni og hafði ekki annað nesti en hálfa flat- brauðsköku. Þykir þetta mikil þrekraun. Kindumar fundust síðar og komust til bæjar. Irnzkmn lornsögum. Margir íslend- ingar vorn þarna viðstaddir. (Einkaskeyti FÚ.). Skíðaíélag Reykjavikur fer skíða- för upp á Hellisheiði um næstu bolgi. Farið kl. 8 ó laugardags- kvölct og kl. 9 ó sunnudagsmorg- ini. Áskriftarlisti liggur frammi hjó formanni L. H. Muller, til ki. 7 í kvölcl. Farþegar með e.s. Gullfossi fró útlöndum: Frú Guðný Stefánsson, ■lóhann Kristjánsson, Skúli Páls- son, Karl Olsen, Richard Thors o.fl. Skíðanámskeið hefst á ísafirði 14. þ. m. Kennsluna annast sænsk- iii- tnaöur, Tuv.erson, sem ísfirðing- ar hafn fengið fyrir aðstoð Skíða- telagsins sænska. Námskeiðinu lýkur 7. apríl n. k., en þá hefst þar skíðavikan og má búast við mikilli þátttölcu í henni. heldur fund með skipstjóra- og stýrimannafélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði, laugardagskvöld 7. þ. m. kl. 8,30 í Kaupþingssalnum. Rætt verður um frumvarp það til laga um atvinnu við siglingar, er nú liggur fyrir Alþingi, o. fl. Sfjórmn. Sendíð pvottinn í Nýja þvottahúsíd Grcítisgötu 46 Sími 4898. Fljót afgreiðsla. — Fullkomnustu tæki. INYJA BIÓ Swedeu- hielms Mikilfengleg- sænsk tal- og tónmynd. — Aðalhlut- verkin leika fjórir fræg- ustu leikarar Svía, þau: Gösta Ekman, Tutta Berntzen, Iíarin Svanström og Hákon Westergreen. Aukamynd: Krýndir og ókrýndir þjóðhöfðingjar. Merkileg' rannsókn Kaupmannahöfn 5/3. Einkaskeyti FÚ. Stjórn Carl Petersens sjóðs- : ins hefir veitt allt að 100 þús. krónur til næringarefnafræði- legra rannsókna og fæðisrann- sókna, í Færeyjum. Á rann- sókninni aðallega að verða beint að sjúkdómum, sem skapast af fjörefnaskorti, svo sem tannskemmdum, skyrbjúg, náttblindu og fleiru. Búist er við að þessar rannsóknir gefi mjög merkilegan árangur, og Færeyjar eru taldar mjög vel til þess fallnar að gera slíkar rannsóknir, þar sem að saman er kominn á fáum stöðum all- mikill mannfjöldi, sem lifir við , hin ólíkustu kjör að því er | fæði snertir. Dr. Skúli Guðjónsson verður ^ aðal leiðtogi þessa rannsóknar- starfs, en í því taka þátt lækn- ar frá mörgum löndum. Rann- sóknarstarfið verður hafið í maímánuði næstkomandi, þeg- ar Færeyingar fara að koma heim af íslandsmiðum. Bretar heimta rannsókn Framh. aí i. síðu. vagn með sjúkragögnum og uppskurðarskýli voru eyðilögð eða skemmd að miklu leyti. — Flugvélin sveimaði lágt yfir hjúkrunarstöðinni, og kastaði u m 40 sprengjum. Abessinska stjórnin hefir mótmælt þessari árás á Rauða Kross stöðina brezku, við Þjóðabandalagið í Genf, og er í mótmælaskjalinu talað um hana sem nýja villimannlega árás, sem gerð hafi verið að yf- irlögðu ráði. Samtímis endur- nýjar abessinska stjórnin mót- mæli sín gegn þeirri ósæmilegu venju Itala, að ráðast á Rauða Kross stöðvar. Telur hún sig hafa nægar sannanir fyrir því, að árásin hafi verið gerð að yfirlögðu ráði. Stahremberg fursti átti í gærdag mcira en klukkustundar viðtal við Mussolini. Síðar um daginn vai' hann við herskoðun. — FÚ. Merkilegl i og sala vísindarit Framh. af 1. síðu. lenzkra -og danskra dýrafræð- inga að verki þessu. — Eru ekki lagðir fram opin- berir styrkir til útgáfunnar og undirbúnings hennar? — Útgáfan verður kostuð af Carlsbergs-sjóðnum, Rask-ör- sted-sjóðnum og bæði hinni dönsku og íslenzku deild Sátt- málasjóðsins. Ennfremur hafa sjóðir þessir lagt fram styrk til undirbúningsins, og Menn- ingarsjóður hefir óbeint unnið okkur mikið gagn með fjár- framlögum til rannsókna í land- inu sjálfu. Ritið verður a. m. k. 3000 blaðsíður. — Hvemig verður útgáfunni háttað ? Hefi úrval af nýtízku dömu- frökkum mismunandi stærðum, einnig vetrarkápum. — Guðm. Guðmundsson, Bankastr. 7. Tilkynnisig&r 1 Mn er símanúmerið hjá / ódýru fiskbúðinni á I Klapparstíg 8. —---------- Fasteignasala Helga Sveins- sonar er í Aðalstræti 8. Inng. frá Bröttugötu. Sími 4180. von á aðstoð þriggja íslend- inga. Það eru: Geir Gígja kenn- ari, Finnur sonur Guðmundar heitins Bárðarsonar (hann stundar náttúrufræðinám í Þýzkalandi og tekur próf í vor), og Magnús Björnsson að- stoðarmaður í náttúrugripa- safninu hér. — „Zoology of Iceland“ kem- ur út hjá hinum góðkunna, danska útgefanda Munksgaard. Það kemur út í misjafnlega þykkum heftum (sinn dýra- ílokkur í hvoru hefti), í Eim- reiðarbroti og verður alls ekki minna en 3000 blaðsíður að stærð. Ritinu verður skipt á flokka og verður langsamlega stærsti flokkurinn einskonar fullkominn listi um lifnaðar- hætti dýranha og útbreiðslu bæði hér á landi og út um heim. Auk þess verða nokkrar yfirlitsgreinar, fyrir utan al- menna lýsingu á íslandi. Hana ritar dr. Nielsen, sem allir kannast við af Vatnajökulsferð hans, eða hann og rektor Pálmi Ilannesson í sameiningu. Enn- fremui' verða í ritinu fjöldi mynda og korta til skýringar og skilningsauka. — En hverjir annast rit- stjórnina? — Ég býst við að magister S. L. Tuxen í Höfn annist hana fyrir hönd Dana, en ég fyrir hönd íslendinga. Munum við reyna að halda sem nánastri 'samvinnu, sem þó verður að Rieátu að fara fram með bréfa- skriftum. — Hvaða íslenzkir fræði- menn búist þér við að leggi til efni í verkið? — Auk nefndarmannanna er — Rita þessir menn ekki hver um sig um sérstaka flokka í dýraríkinu. — Jú, en það er ekki fullráð- ið enn, hvernig því verður hátt- að. Samt býst ég við, að dr. Bjarni Sæmundsson riti um sjávarfiska, rektor Pálmi Hann- esson um vatnafiska, en ég um skrápdýrin. Annar okkar Bjarna lýsir spendýrunum, e. t. v. dr. Bjarni. Geir Gígja tekui- sennilega eitthvað af bjöllunum, en Finnur Guð- mundsson eitthvað af vatna- aýrunum, öðrum en fiskum. Magnús Bjömsson gefur lýs- ingu á fuglunum ásamt dönsk- um manni, að nafni Hörring, sem er deildarstjóri við dýra- safnið í Kaupmannahöfn. — Teljið þér ekki, að með útgáfu „Zoology of Iceland“ sé unnið þarft verk í þágu vís- indanna? — Jú, því að ritið verður og a að verða grundvöllur að víð- tækari og nákvæmari rannsókn- um um þau dýr, sem hafa lif- að. eða lifa enn hér á landi og í sjónum umhverfis það. Það er líka mikils vert að þessi grundvöllur sé traustur, því að atvinnuvegir þjóðarinnar eiga mikið undir því að vísindin l geti safnað víðfeðma og raun- hæfri þekkingu um dýraríki ! íölands. G. V. H.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.