Nýja dagblaðið - 12.03.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 12.03.1936, Page 3
N ® 9 A Ð'A.GBLAÐIÐ B Tireiw6 déxiiar NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: BlaOaútgáíaa h.f. Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Hðfnma. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Aígr. og auglýsingaskrifstoía Austurstr. 12. Sími 2323. -í lausasölu 10 aura eint - Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. Prentsm. Acta. Helgí Tómassoai „segír af sér“ Hér í blaðinu var á það bent fyrir nokkrum dögum, hvílík ósvinna það væri, að formaður Læknafélags Reykjavíkur, sem til þess er settur fyrst og fremst að gæta hagsmuna læknastéttarinnar hér 1 bæn- um, værí jafnhliða í stjórn sjúkrasamlagsins hér, sem auð- vitað á að gæta hagsmuna sjúklinganna og sjúkratrygg- ingarinnar í heild og þá meðal annars gagnvart læknunum. En íhaldsmenn kusu -eins og kunn- ugt er, Helga Tómasson í sjúkrasamlagsstjórnina, ásamt tveim alkuimum þurfalingum og bitlingasnöpurum flokksins, þeim Jakob Möller og Gunnari Benediktssyni fyrv. formanni Varðarfélagsins. Taldi blaðið, að full ástæða væri til að kalla saman borgarafund út af þess- ari hneykslanlegu ráðstöfun. Umrædd grein Nýja Dag- blaðinu hefir . nú haft þau áhrif, að Helgi Tómasson hef- ir séð sitt óvænna og hrökklast úr stjóm Læknafélagsins. Eigi verður vitað, hvort hann hef- ir tekið þetta upp hjá sjálfum sér eða fengið um það vísbend- ingu frá öðrum læknum. En hvor ástæðan, sem ráðið hefir, þá er hér þó stigið spor til við- urkenningar á sterkum mál- stað. En burtséð frá persónu og fortíð Helga Tómassonar, verð- ur það enn að teljast fullrar aðgæzluvert, að maður, sem er opinberlega yfirlýstur andstæð- ingur sjúkratryggingarinnar, skuli vera áfram í stjóm sam- lagsins. Og þar sem heldur ekki er nein ástæða til að treysta þeim Jakob Möller og Gunnari Benediktssyni til neins í þessu máli, verður það alveg óhjá- kvæmilegt fyrir a)lan almenn- ing í bænum að vaka með fyllstu gagnrýni yfir öllum gerðum sjúkrasamlagsstjóraar- innar. Og það er yfirleitt mikið áhyggjuefni öllum bæjarbúum, hversu áberandi ábyrgðarleysi ríkir hjá íhaldsmeirihlutanum í bæjarstjórn um allt manna- val í trúnaðarstöður. Þó að leitað sé með logandi ljósi, finnst þess tæplega nokkurt dæmi, að þessi einsýni meiri- hluti skipi íhaldsandstæðing eða hlutlítinn mann í trúnaðar- starf. Bitlingaþörf kosninga- smalanna sýnist þar ein öllu 1460. Framh. af 1. síðu. h. porsteins Gíslasonar, ritstj. hér í bœnum, gegn Stefáni Diðreks- syni, Minni-Borg, Grímsnesi í Ár- nessýslu, til greiðslu skuldar fyr- ir blaðið Lögréttu yfir tímabilið frá 1. jan. 1922 til 1. jan. 1932, að upphæð kr. 100,00, með 6% árs- vöxtum frá stefnudegi til greiðslu- dags og málskostnaðar að skað- lausu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda. Heldur hann því fram, að hann hafi aldrei gerzt áskrif- andi að Lögréttu, heldur hafi llaðið verið sent honum óumbeðið við og við, en ekki reglulega. Kveðst hann hafa hirt blaðið, þegar það hafi komið, en aldrei hafi hann verið krafinn um greiðslu fyrir það. Hafi hann því litið svo á, að sér væri sent blað- ið ókeypis, þvi væri dreift út um landið á sama hátt og ýmsum öðr- um blöðum, án þess að borgunar yrði krafizt. Hefir stefndur á þeim grundvelli krafizt sýknu í mál- inu og málskostnaðar hjá atefn- anda. Stefnandi hefir hinsvegar haldið fast við kröfur sínar. Mótmælir hann því, að venjulegt sé hér á landi að blöð séu send ókeypis til almennings. þá bendir hann á það, að blöðin, og þá einnig Lög- rétta, birti árlega greiðsluáskor- un til kaupenda sinna og sé því útilolcað, að stefndur hafi getað búist við að fá umrætt blað án þess að þurfa að greiða andvirði þess. Loks staðhæfir stefnandi, að stefndur hafi fengið blaðið með skilum. þar sem stefndur hefir nú við- urkennt að hafa fengið umrætt blað sent — hann hefir ekki upp- lýst að vanskil hafi á því verið, né heldur haldið því fram, að hann hafi endursent blaðið eða gefið stefnanda ótvírætt til kynna á anpan hátt, að hann vildi ekki veita því viðtöku — og ekki virð- ist eftir þvi sem fyrir liggur, að stefndur haf i haft réttmæta á- stæðu til að ætla, að honum væri sent blaðið ókeypis, þykir verða, enda þótt ekki sé upplýst, að hann hafi pantað blaðið í byrjun, að dæma hann til að greiða andvirði þess kr. 100,00 með vöxtum eins og krafizt hefir verið, þar eð vaxtaupphæðinni hefir ekki verið mótmælt sérstaklega, en eftir at- vikum þykir rétt að málslcostnað- ur falli niður. pví dæmist rétt vera, Stefndur, Stefán Diðreksson, greiði stefnandanum Magnúsi Thorlaciusi, f. h. þorsteins Gísla- sonar kr. 100,00 með 6% ársvöxa- um frá 5. ágúst 1933 til greiðslu- dags, innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Málskostn- aður falli niður. Björn þórðarson." „Ár 1936, laugardaginn 18. janúar var í gestarétti Reykja- víkur í málinu nr. 305/1935 Páll Magnússon f. h. vikublaðsins „Tíminn" gegn Benedikt Hjartarsyni kveðinn upp svohljóðandi dóm- ur: Mál þetta er eftir heimild í lög- um nr. 59, 10. nóv. 1905 höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu út- gefinni 6. júní s. 1. af cand. jur. Páli Magnússyni, hér í bæ f. h. vikublaðsins „Tím.inn“ gegn Bene- dikt Hjartarsyni, Núpi, Fremri- Torfustaðahreppi, Vestur-HÚJia- vatnssýslu, til greiðslu skuldar íyrir 9 árgöngum nefnds viku- blaðs að uppliæð kr. 90,00 með 6% ársvöxtum frá 1. maí 1935 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndur krefst aðallega sýknu og málskostnaðar, en til vara hef- ir hann mótmælt kröfunni, sem fymdri, að undanskildu andvirði fjögurra síðustu árganga. Stefndur byggir sýknukröfu sína á því, að hann hafi aldrei gerzt ltaupandi Tímans og aldrei greitt hann. Blaðið hafi aðeins verið sent sér óumbeðið, við og við og beri sér því^ engin skylda til að greiða það. Stefnandi hefir játað að stefnd- ur hafi aldrei óskað eftir að ger- ast kaupandi Tímans, hinsvegar hafi hann notfært sér blaðið. Hafi hann því verið talinn fastur kaup- andi þess, enda ótvírætt skapað sér greiðsluskyldu með þessu framferði sínu. Af því, er fram hefir komiö í rnálinu, vreður ekki annað séð, en að byrjað hafi verið á að senda stefndum blaðið alveg tilefnislaust af hans hálfu. Ekki virðist honum þó hafa verið skrifað með því né honum á annan hátt tjáð, að hann yrði talinn kaupandi þess ef hann ekki. endurs.endi það, eða beinlínis tilkynnti að hann óskaði ekki eftir að verða talinn kaupandi. Blaðið hefir síðan verið sent stefndum árum saman og hefir hann ekki gegn mótmælum stefn- anda, sannað að hann hafi endur- sent það, né á annan hátt gefið sérstaklega til kynna, að hann óskaði eftir að hætt yrði að senda sér það. það er alkunna að blað það, sem í máli þessu er krafizt greiðslu fyrir, berst fyrir ákveð- inni stjórnmálastefnu, er málgagn ákveðins stjórnmálaflokks. Er þvi eðlilegast að telja slíka sendingu blaðsins er hér liggur íyrir, aðeins einn lið í útbreiðslu- starfsemi viðkomandi stjómmála- flokks, og með sérstöku tilliti til þessa, svo og þess að stefndur hefir aldrei verið krafinn um greiðslu fyrir blaðið né honum sendur reikningur fyrir það, þá lítur rétturinn svo á, að stefndur hafi aldrei haft ástæðu til að ætla að hann væri talinn kaupandi þess, enda þótt hann ekki endur- sendi það, né tilkynnti að hann myndi ekki greiða það. þá verður heldur ekki með til- liti til framansagðs talið, að í sambandi við þessa óumbeðnu sendingu blaðsins, hafi gerzt nokkurt það atvik, er hafi verið til þess fallið að vekja hjá um- bjóðanda stefnanda réttmætt traust um það að stefndur vildi greiða blaðið. Rétturinn telur því, samkv. framanskráðu, að engin greiðslu- skylda hvili á stefndum út af þessum blaðsendingum og því beri að sýkna hann af dómkröfum stefnanda í máli þessu. Eftir mála- vöxtum þykir málskostnaður þó eiga að falla niður. pví dæmist rétt vera. Stefndur, Benedikt Hjartarson, 4 að vera sýkn af kröfum stefn- anda, Páls Magnússonar, f. h. vikublaðsins „Tíminn" í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Bjöm þórðarson.“ Vegna rúmleysis get ég ekki bent á nema það allra eftirtekt- arverðasta í síðari dómnum. f forsendum hans segir meðal annars svo: „með sérstöku tilliti til þessa, svo og þess að stefndur hefir aldrei verið krafinn um greiðslu fyrir blaðið, né honum sendur reikningur fyrir það, þá lítur rétturínn svo á, að stefnd- ur hafi aldrei haft ástæðu til að ætla, að hann væri talinn kaupandi þess, enda þótt hann ekki endursendi það, né til- kynnti að hann myndi ekki greiða það.“ Til þess að menn geti metið þessar og aðrar forsendur dómarans, verð ég að birta eftirfarandi kafla úr sókn málsins: — — „Maður, sem hefir brotið upp blað svo árum skift- ir og lesið það, hefir ekki verið passiv gagnvart útgefanda þess. Hann hefir hagnýtt sér blaðið, svo sem maðurinn, sem kom í búðina hagnýtti sér vindilinn, og þar með gefið til kynna að það væri honum vel- komið og að hann óskaði eftir því. Þar sem hann ennfremur heldur áfram að hagnýta sér það, eftir að útgefandi er tek- inn að krefja hann um greiðslu, hefir hann alveg ótví- rætt gefið til kynna, að hann sé orðinn kaupandi, og getur síðan, eftir að málsókn er haf- in út af skuld hans, með engu móti varið sig með því, að hann hafi aldrei vakið neitt réttmætt traust um það hjá út- gefanda, að hann (móttakandi) vildi gerast kaupandi, né með því, að hann hafi ávalt litið svo á, að blaðið væri sent sér sem gjöf.“-------„En nú hvílir sókn málsins ekki bara á þessu. Hún hvílir, svo sem fyrr er sagt, fyrst og fremst á þeirri nótorisku viðskiptavenju um blaðaútgáfu, sem ég hefi áður gert að umtalsefni og læt nú nægja að vitna til. — Sam- kvæmt þessari viðskiptavenju lét stefndur með þögninni og með því að taka jafnan við blaðinu og endursenda það ekki, í ljós alveg ótvíræða vilja- yfirlýsingu um að hann vildi vera og væri kaupandi blaðs- ins. Og þess vegna var honum sent það áfram reglulega eins og öðrum kaupendum. — Að stefndum hafi verið vitanlegt, að hann af útgefanda var álit- inn kaupandi, sézt af því, að játað er, að honum hafi veríð kunn umrædd viðskiptaaðferð blaðanna, og ennfremur af því, að umbjóðandi minn krafði hann árlega um greiðslu fyrir blaðið, svo sem áður hefir ver- ið tekið fram I sókn minni og ekki mótmælt af háttv. and- stæðingi. Eins og menn sjá, er ein að- alforsendan, sem sýknudómur- inn i málinu hvflir á, hreinn uppspuni hjá dómaranum — algerlega gagnstæður því, sem upplýst er í málinu. — Því er haldið fram undir eins í fyrstu sókn málsins, að stefndur hafi verið krafinn árlega um greiðslu, og þetta er síðan und- irstrykað 1 næstu sókn. — Og þessu var aldrei mótmælt með einu orði í vörn málsins. Um sumar aðrar aðalmálsá- stæður í sókninni getur dómar- inn ýmist ekki, eða skýnr al- veg villandi frá þeim. Það væri ósanngjamt að gera þær kröfur til nokkurs dómara, að allir dómar hans verði hárréttir. — Enginn maður er svo óskeikull áð hon- um geti ekki skjátlazt, þá er um er að ræða vafasöm atriði í rnáli. En það eru til lágmarks- kröfur, sem óumflýjanlegt er að gera til allra dómara. Þar á meðal er krafan um það, að þeir segi rétt frá málsástæð- um. Það má ekki henda dóm- ara, að hann fari með ósann- indi í forsendum sínum um það, hvað fyrir liggur í máli. Það má heldur ekki koma fyrir dómara, að hann virði sína eigin dómvenju svo að vettugi, að hann sé vís til dð kveða upp í alveg samskonar málum þennan dóminn í dag og annan á morgun, sem eru eins ólíkir og dagur og nótt. Það er ekki hægt að þola, að svona lágmarkskröfur séu ekki uppfylltar við lögmannsréttinn í Reykjavík. Þessi réttur dæm- ir árlega margfallt fleiri mál en nokkur annar undirréttur landsins. í framkvæmd verður allur þorri dóma hans úrslita- dómar, og eins þó um vafasöm mál sé að ræða, því þeim er mörgum svo farið, að betra er að þola rangan dóm, en að kosta áfrýjun hans til hæsta- réttar, og margur málsaðilinn er þann veg efnum búinn, að hann getur ekki áfrýjað, þótt hann feginn vildi. Af þessum ástæðum verður óhjákvæmilega að gera strangar kröfur til þessa réttar. Það stendur nú svo á, að sóknaraðili þessa máls getur leitað réttar síns hjá hæsta- rétti — og verður það gert. Hinn rangi undirréttardómur kemur því ekki til baka honum neitt tilfinnanlegt tjón. En dómsafglöp eins og þau, sem hér hafa átt sér stað, geta orð- ið þung í skauti fátækum mönnum og umkomulausum, sem ekki hafa ástæður til að áfrýja málum sínum. Það er vegna þeirra manna fyrst og fremst, sem ég geri málið að opinberu umtalsefni. — Það væri með öllu óforsvaranlegt að þegja yfir slíkum misfellum, sem þessum hjá þeim dómstóli, sem næst hæstarétti þarf að njóta og verðskulda alveg sér- stakt traust allra landsmanna. En slíkar misfellur eiga sér fast- ar rætur í réttinum, verður að rífa þær upp. — Sé hér hins- vegar að ræða um alveg ein- stakt, óvenjulegt slys, er rétt- inum full þörf að fá tækifæri til að gefa skýringu á því og afsaka það. Setbergi, 10. marz 1936. Páll Magnússon frá Vallanesi. Hvað á að kauþa í sunnu- dagfsmatinn ■ Sjá laugardagsblaðið.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.