Nýja dagblaðið - 20.03.1936, Side 2

Nýja dagblaðið - 20.03.1936, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Danmork ©g Lífkanen eíga að vera Soröa- búr Þjóðverfa í óiriði GörÍEig vill láta taka {>essi lönd kerskyldi strax í óiridarbyrjun „Göteborgs Handels och Sjö- fartstidning“ skýrir frá því ný- lega eftir upplýsingum frá Ber- lín, aö þýzka herstjómin hafi haft það til athugunar um und- anfarið skeið, hvernig Þýzka- land gæti aflað sér nægilegra matvæla, ef stríð bæri að hönd- um. Landbúnaður Þýzkalands er ekki einfær til þess að full- nægja þörfum hersins og þjóð- arinnar í heild, og Þjóðverjar gætu því ekki án hjálpar ann- arsstaðar frá háð styrjöld til langframa. Þykjast kunnugir menn nú hafa orðið þess áskynja, að herstjómin hafi orðið sammála um áætlun til öflunar á mat- vælum og sé Göring aðalhöf- undur hennar. Er áætlunin sú í stuttu máli, að leggja Lithauen og Danmörku undir Þýzkaland strax í byrjun ófriðarins, en framleiðsla landbúnaðarafurða í þessum löndum ætti að geta fullnægt þörfum Þjóðverja, þegar heimaframleiðslan er meðtalin. En innrásina í þessi lönd á að rökstyðja með því, að þau ráði yfir landshlutum, sem raun- verulega tilheyra Þýzkalandi, en það eru Memel og Norður- Slésvig. Hermir fréttin að þessi ráða- gerð hafi hlotið samþykki bæði þýzku herstjómarinnar og Hitlers. Fréftlr frá Brelðafirði Fornbýll Ijláumgmr látmn Við Breiðafjörð hefir veðr- átta verið óvenjuleg í vetur, næstum alltaf óslitin norðanátt með nokkra frosti, en snjór hefir ekki fallið á jörð svo telj- andi sé, allt til febrúarloka. Tíð hefir því verið mjög hagstæð til sveita, beitijörð ágæt og veð- ur alltaf hæg að undanteknu áhlaupinu mikla 14. des. Isalög era þau mestu, sem komið hafa síðan 1920. Hafa innfirðir ver- ið lagðir síðan fyrir jól og er enn óbrotin ís á Hvammsfirði. Komið hefir fyrir að bíll hefir farið á ís frá Stykkishólmi inn á Skógarströnd. — Afli hefir verið mjög tregur í vetur. Þó var nokkur flyðraafli í haust. Á þessum tíma árs er ekkert útræði frá Breiðafirði innan- verðum; er því dauft athafna- líf þar við sjóinn. Allmargir menn, bæði frá sveitum og sjó- þorpum, leita vinnu suður á vetrum. Nokkrir þeirra verða nú að hverfa vonsviknir heim , aftur. Tveir bátar frá Stykkis- | hólmi eru gerðir út í vetur í öðrum verstöðvum. Nýlega er dáinn Einar Jóns- son frá Bíldsey hátt á níræðis- aldri. Hann var mörgum sjó- farendum þar að góðu kunnur fyrir framúrskarandi gestrisni, sem mörgum kom vel á meðan ferðir héldust á árabátum á milli vestureyja og Stykkis- hólms. Einar var góður dreng- ur og svo hreinlyndur við hvem, sem hann átti, að öll tvímæli taldi hann fals. Hann var svo fornbýll, að á jólum einum í elli sinni tók hann upp spil og vínflösku, sem hann hafði keypt í Englandi í æsku, en þangað fór hann sem verka- maður á hestaflutningsskipi. Greindur var Einar ágætlega og svo snjall í tilsvörum, að þau munu lengi uppi vera við Breiðafjörð. J. Aðalfundur Dýravernduuarfélags Islands. „Eifrunar£rumvarpmu“ mótmælt Föstudaginn 13. þ. m. var aðalfundur Dýraverndunarfé- lags íslands haldinn í Oddfé- lagahúsinu í Reykjavík. Á fundinum voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar fé- landsins og sjóða þess, og voru þeir samþykktir. Tekjur félags- ins umfram gjöld á árinu voru kr. 1121,98. „Tryggvasjóður“ nam í árslok kr. 81.706,12 og „Minningarsjóður Guðlaugs Tómassonar“ kr. 621,51. Félagið má nota helming ársvaxta „Tryggvasjóðs“ til starfrækslu sinnar, en vexti af hinum sjóðnum má það eigi nota fyrr en hann er orðinn eitt þúsund krónur. Síðan skýrði formaður frá framkvæmdum stjómarinnar á starfsárinu. Verður skýrsla formanns birt í næsta hefti „Dýravemdar- ans“. f lok ræðu sinnar minntist fórmaður aldarafmælis Tryggva Gunnarssonar. Risu fundar- menn úr sætum sínum til verð- Frh. á 4. síðu. R E Y K I Ð NicolasSoussafréres EGYPTSKAR CIGARETTUR 20 sftk. pakkmn á kr. 1.40. Aukafundur verður haldinn í Sölusambandi íslenzkra fiskframleið- enda, föstudaginn 3. apríl næstkomandi, kl. 2 e. hád, Á dagskrá verða eftirfarandi mál: 1. Gefin skýrsla um fisksöluna, reikningsyfirlit S. í, F., og söluhorfur. 2. Fisksalan til Norður-Ameríku. 3. Önnur mál, sem varða starfsemi S. í. F. » Fundarstaður verður auglýstur síðar. Reykjavík, 19. marz, 1936. Sölusamband ísL fískftramleíðenda Maguús Sígurðsson p.t. formaður. SKEMMTIKVÖLD Da*. hsmge Kocb ii. Þegar dr. Koch kom hingað til lands til að undirbúa benn- an leiðangur, þótti sumum mönnum sem landi og þjóð væri gerð minnkun með Iram- taki hans. Var 'þessi mótstaða frá tveim hliðum, sumpart frá merkum mönnum, sem vildu, að íslendingar gerðu sjálfir allar rannsóknir á landi sínu ogJeituðu ekki til útlanda, hvorki um fé eða menn í þessu sambandi. En helzt var þó mót- staða frá þröngsýnum og fá- kænum mönnum, sem eru gegn- sýrðir af undirlægjutilfinningu gagnvart Dönum, og halda að ef Danir vinna einhver verk með íslendingum, þá hljóti sú framkvæmd jafnan að verða á þann veg, að á íslendinga halli í þessum skiptum. Þessi van- máttartilfinning er leifar frá þeim tíma, þegar Danir létu íslendinga jafnan kenna afls- munar í skiptum þjóðanna, og þegar fslendingurínn varð að beygja sig, af því að hann til- heyrði veikari þjóð. Nú er al- gerlega breytt aðstaða. Danir og fslendingar standa jafnt að vígi. Hið gamla ójafnræði í skiptunum er horfið. En það er hæðni örlaganna, að þeir menn, sem 1 raun og veru eru mest háðir Dönum andlega og hafa eingöngu útþynnta danska menningu, eru langsamlega mest hræddir við að umgang- ast þessa frændþjóð eins og jafningja. Vísindin eru alheimseign. Við íslendingar komum seint til leiks. Við höfum í síðustu tvær aldimar átt allmarga stór- merka náttúrafræðinga, og vafalaust miklu fleiri efni í náttúrufræðinga, sem aldrei haía fengið skiJyrði til að starfa. Við höfum átt Eggert Ólafsson, Jónas Halgrímsson, Þervald Thoroddsen, Bjarna Sæmundsson og Helga Perars, til að nefna aðeins hina þevkt- ustu. Allir þessir menn hafa að mestu leyti unnið að rannsókn- um sínum með erlendu fjár- framlagi. En þeim hefir öllum staðið fyrir þrifum að vanta fé og ytri skilyrði til starfsins. En einmitt af því að vísindaleg- ar rannsóknir eru alþjóðaeign, mega framiög til þeirra vera alþjóðleg. Þetta eru svo augljós sann- indi, að þau urðu þess valdandi, að allur beigur fór úr mönnum hér við hinar fyrirhug- uðu rannsóknir, sem dr. Koch vill koma af stað hér á landi. Auk þess, sem hann starfar að, er búist við tveim öðrum jarð- fræðilegum rannsóknarferðum í sumar hér á landi. Að öðrum leiðöngrum mun starfa Jóhann- es Áskelsson og dr. Nielsen frá Danmörku, en að hinum Jón Eyþórsson veðurfræðingur og sænskur professor frá Stokkhólmi. Verður með honum íslenzkur nemandi hans, Sveinn Þórarinsson, hinn mannvænleg- asti maður. Ef allt fer eins og við var búizt verða þannig þrír vísindalegir leiðangrar starf- andi hér á landi næsta sumar. í þeim öllum munu starfa ís- lenzkir vísindamenn og fræði- mannaefni við hlið útlendra sér- fræðinga. Má segja að þetta sé gleðilegur vottur þess,að byrjað sé að viðurkenna, að ísland er í jarðfræðilegum efnum lang- samlega merkilegasta land í Ev- rópu, þar sem mest er að læra fyrir vísindin af hinu volduga samspili elds og ísa. — Hér verður byrjað á réttri leið, að Islendingar leggi fram orku sína og mennt við þessar rann- sóknir, en jafnframt viður-' lcenna hin alþjóðlegu vísindi, að þau eigi hingað mikið erindi. Frh. J. J. Framsóknarmanna verður í Oddfellowkúsínu í kvöld Söstu- dag 20. p. m. kl. 8,30. Framsóknar-vb£sf. — D A M Z. Aðgöngumiðar á afgreiðslu Nýja dagblaðsins kosta 2,25 (veitingar innifaldar í verði). SJAFNAR-NÆTURKREM (COLDKREM) hrelnsar háðliaa bezft, nærlr bana og mýkir. SJAFMAR-HÚÐSMYRSL eru nú alvíðurkennd fyrir gæðí. Allt með íslenskum skipum! f

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.