Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 26.04.1936, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 26.04.1936, Qupperneq 1
NVJA DAGBIAÐIÐ 4. ár. Reykjavík, sunnudaginn 26. apríl 1936. 95. blað r Ihaldið þykist óttast að fordæmi þess verði fylgt um pólitískar simanjósnirj^.^ . sínians thaldið hefiir látið hlusta á símtöl pólitískra andstæð- inga, firamkvæma skoðun á skeytum til útlanda, látið loka símum andstöðublaðs og rannsaka skjöl og bréfi eins síns áhrífiamesta mótstöðumanns Eitlrlit lögreglunnar með nokkrum símanúmerum í bilreiðastjóraverk- íallinu og til að sanna sekt leynivínsala var iramkvæmt samkvæmt úrskurði lögreglustjóra, án vitundar ríkisstjórnarinnar, og er iullkom- lega hliðstætt dómsúrskurðum í slikum málum, pegar menn eru sviitir persónulegu írelsi, iriðhelgi heimilanna roiin og bréi og skjöl rann- sökuð til að sanna sekt aibrotamanna. í sambandi við frv. til laga um eftirlit með loftskeytum, hefir verið deilt á mig, og það dregið í efa, að ég hafi haft heimild til þess að skipa tvo menn til þess að skoða og rann- saka loftskeyti til og frá veiði- skipum hér við land. Því hefir verið haldið fram, m. a. af háttv. 4. þm. Reykjavíkur (Pétri Halldórssyni), að þessi aðferð mín, að láta skoða þessi loftskeyti í þetta „eina sinn“, vqeri hliðstæð því, að ég hefði án dómsúrskurðar látið hlusta á samtöl í símanum manna á milli hér í bænum, og að ég hefði á þennan hátt gert stjóm- arframkvæmd án nægilegrar heimildar í lögum og skapað með því hættulegt fordæmi. Það hlýtur að koma flestum á óvart, og ég vil segja, að það sé æði broslegt, að ádeilan ut af þessu atriði skuli einmitt koma frá háttv. stjómarand- stæðingum, því að það eru ein- mitt þeir, sem í mörg undan- farin ár hafa haldið því fram, að óþarft væri að samþykkja hið svokallaða „ömmufmm- varp“, sem var um heimild fyr- ir ríkisstjómina til eftirlits með loftskeytum, vegna þess, að ríkisstjómin hefði næga heimild í lögum nr. 82 frá 1917 og reglugerð nr. 32/1918. Og það eru einmitt andstæðing- amir, sem í blöðum sínum hafa svo oft þótzt vera að deila á fyrv. ráðherra, þar á meðal auðvitað tvo dómsmálaráðherra sína, þá ölaf Thors og Magn- ús Guðmundsson, fyrir það að liafa ekki notað þessa heimild. í sambandi við þessa ádeilu út af uppljóstrun um þá afbrota- menn, sem fyrir endurgjald frá erlendum þegnum hafa haft það fyrir atvinnu, að njósna um íslenzk varðskip og greiða 1 eftirfarandi ræðu, lem foraætisráðherra flutti í neðri deild i gær, tekur iiann þessi mál til rækilegrar meðferðar: þannig fyrir landhelgisbrjótum, hafa svo andstæðingamir haf- ið ádeilu á lögi’eglu og lögreglu- stjóra fyrir að hafa samkvæmt dómsúrskurði þar um, látið hlusta á samtöl í tilteknum símanúmerum hér í bænum, sem rökstuddur grunur hvíldi á að notuð væru til þess að auð- velda lögbrot. En þetta var í hinu svokallaða bílstjóraverk- falli og í sambandi við upp- ljóstrun um leynivínsala nú fyrir skömmu. Þessar aðgerðir lögreglunnar og lögreglustjóra eru aðgerðir dómsvaldsins, sem ríkisstjórnin getur ekki haft og hefir því ekki haft neina íhlut- un um. Það er því æðri dóm- stóla að skera úr því, á sínum tíma, hvort undirrétturinn hef- ir í þessu tilfelli farið út fyrir verksvið skyldu sinnar. Eins og menn sjá af þessu, er hér um tvö mál að ræða, annarsvegar stjómarfram- kvæmd, sem ég á aðallega að svara fyrir, en það er upp- ljóstrun á afbrotum njósnar- anna í landhelgismálunum. Hitt er dómsathöfn, sem er ríkis- stjóminni og stjórnarfram- kvæmdum óháð. Mínar aðgerðir snemst á sín- um tíma einungis að skoðun loftskeyta, en alls ekki að sím- tölum. Dómsúrskurðir lögreglustjór- ans snúast hinsvegar um það, að hlusta á símtöl til og frá til- teknum símanúmerum. Ég mun nú athuga þessi at- riði nokkuð, og þá fyrst það at- riðið, sem mér ber að svara fyrir. En það verður ekki gert án þess að rekja nokkuð sögu hins svonefnda „ömmufrum- varps“. Þegar frumvarp þetta kom fram á Alþingi 1928, var því vísað til sjávarútvegsnefndar neðri deildar. I nefndinni áttu þá m. a. sæti þeir Jóhann Þ. Jósefsson og Ólafur Thors, al- þingism. Gáfu þeir út minni- hlutanefndarálit og lögðu til, að málinu væri vísað frá með rökstuddri dagskrá. Niðurlag nefndarálitsins og hin rök- studda dagskrá er þannig: „Minnihl. vill leiða athygli að því, sem höfundum frv. virðist hafa verið óljóst, að ríkis- stjómin hefir næga stoð í gild- andi lögum til þess að hafa það eftirlit með sendingu loftskeyta, sem nægilegt er til að hindra misnotkun þeirra í þágu land- helgisveiða, sbr. m. a. lög nr. 82, 14. nóv. 1917, og reglug. nr. 32 frá 17. maí 1918, sam- kvæmt þeim lögum. Minnihlutinn Ieyfir sér þvi, samkvæmt því sem hér hefir sagt verið, að leggja til, að málið verði afgreitt með svo- felldri rökstuddri dagskrá: Með því að ríkisstjómin hef- ir næga stoð í gildandi lögum til að hafa opinbert eftirlit með sendingu loftskeyta, telur deildin eigi þörf á nýrri laga- setningu í þessu efni og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. Alþingi 27. marz 1928. Jóhaim Þ. Jósefsson, frsm. Ölafur Thors.“ Eins og menn geta séð af þessu nefndaráliti, og sérstak- Framli. á 2. síðu. á stjövnavtímum íhaldsins „Ár 1921, föstudaginn 18. nóvember kl. 12 y2 var lögreglu- réttur Reykjavíkur settur í bæjarfógetaskrifstofunni og haldinn af fulltrúa bæjarfógetans, Lárusi Jóhannessyni, með undirrit- uðum vottum, var þá tekið fyrir: Mætti fyrir réttinum Jón Kjartansson, lögreglufulltrúi, og upplýsti, að hann teldi brýna nauðsyn bera til, ef mótstaða væri sýnd af hálfu Ólafs ritstjóra Friðrikssonar við brottflutning drengsins Nathan Friedman, að heimild væri til þess, að ein- angra hús það, sem hann býr í, Suðurgötu 14. frá símasambandi svo og afgreiðslu Alþýðublaðsins, sem Ólafur Friðriksson er ritstjóri að. í húsinu Suðurgötu 14 eru símar nr. 401 og 980, en afgreiðsla Alþýðublaðsins hefir síma nr. 988. Dómarinn kvað upp svohljóðandi úrskurð: Með því að lögreglan telur nauðsynlegt, að lokað verði sím- um þeim, er liggja til hússins Suðurgata 14 og afgreiðslu Al- þýðublaðsins við brottflutning drengsins Nathan Friedman úr húsinu ef mótstaða verður sýnd, þá úrskurðast: Lögreglan má, ef þörf þykir, láta loka símanúmerum nr. 401, 980 og 988 meðan á brottflutningi Nathan Friedinan stendur. Rétti slitið. Lárus Jóhannesson Jón Kjartansson ftr. ftr. Vottar: Kristján Jónasson. Guðlaugur Jónsson." „Ár 1921, fimmtudaginn 24. nóv., vai- lögregluréttur Reykja- víkur settur í bæjaifógetaskrifstofunni og haldinn af bæjarfógeta Jóh. Jóhannessyni með undirrituðum vottum. Var þá tekið fyrir. Fyrir réttinum mætti settur aðstoðarlögreglustjóri í Reykja- vík, varaliðsforingi Jóhann P.-Jónsson, og upplýsti að lögreglan teldi nauðsynlegt að rannsaka bækur, bréf og skjöl, sem Ólafur ritstjóri Friðriksson, sem tekinn hefir verið fastur fyrir mótþróa gegn lögreglunni og fleira, hefir haft í vöi’zlum sínum, og ósk- aði að fá réttarúrskurð fyrir því að þetta væri heimilt. Rétturinn kvað upp svohljóðandi úrskurð: Með því að lögreglan telur nauðsynlegt, tii upplýsingar í máli, sem hún hefir með höndum út af mótþróa gegn henni o. fl., að rannsakað sé bækur, bréf og skjöl, er Ólafur ritstjóri Frið- riksson hefir haft með höndum, en hann er tekinn fastur í nefndu máli, þá úrskurðast: Rannsaka má lögreglan bækur, skjöl og bréf, sem Ólafur rit- stjóri Friðriksson hér í bænum hefir haft í vörzlum sínum hvar sem það finnst. CFrskurðurinn var lesinn upp í réttinum. Rétti slitið. Jóh. Jóhannesson. Jóh. P. Jónsson. Vottar: F. Árnadóttir. St. Jóh. Stefánsson.*’- Jón Kjartansson maðurinn, sem nú hróp ar hæst lygarnar um pólltískasr eimanjósnir stjórnarflokkanna, en á sinni skammvinnu embættistið stjórnaði símanjósnum íhaldsins 1921 og krafðist þess að simum Alþýðublaðsins væri lokað.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.