Nýja dagblaðið - 08.05.1936, Síða 1
4. ár. Reykjavík, föstudaginn 8. maí 1936. 104. blað
Tflrlit
Stofnun kennaradeildar
við Háskólann
Jónas Jónsson flytur þingsályktunartillögu um
að skora á stjórnina að undirbúa raálið vel
fyrir næsta aíjjmgi
Jónas Jónsson hefir lag-t fram í efri deild eftirfarandi þings-
ályktunartillögu um menntun kennara við Háskóla Islands:
„Eí'ri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að láta fara fram
athugun á því, hversu breyta mætti uppeldi kennai’a með því að
hafa tveggja vetra sérnám í Háskóla íslands í sálarfræði, upp-
eldisfræði og kennsluvísindum fyrir kennaraefni, sem hefðu tekið
stvidentspróf, með nokkrum öðrum sérstökum undirbúningi fyrir
kennarastarfið, og leggja niðurstöðuna fyrir næsta Alþingi“.
t greinargerð fyrir tillögunni
segir m. a.:
„I lögum um byggingu Há-
skóla Islands, sem voru til með-
ferðar á Alþingi árin 1930,
1931 og 1932 og náðu þá sam-
þykki Alþingis, er ákveðið, að
í væntanlegri háskólabyggingu
skuli vera ætlað rúm fyrir
kennslu í uppeldisvísindum.
Auk þess var tryggt, að á há-
skólalóðinni yrði rúm fyriv
fleiri byggingar vegna kenn-
araefna, er stunduðu þar nám.
Stjórn háskólans hefir nú
falið húsamiestara ríkisins að
gera uppdrátt að væntanlegri
háskólabyggingu, og starfar
hann að því verki. Mun þar
gert ráð fyrir nokkru húsrúmi
vegna kennslu í uppeldisvísind-
um, en þó myndi málinu betra,
að glögg ákvörðun yrði tekin
um málið áður en lokið er við
teikningu af húsinu. Er það ein
af ástæðum til þess, að ég
hreyfi nú málinu á Alþingi.
Þá hefir kennaraþingið á
fundi sínum fyrir ári síðan
samþykt að óska þess, að farin
yrði þessi leið. Hefir kennara-
stéttin þar fyrir sitt leyti geng-
ið inn á þann grundvöll, er ég
lagði í háskólafrv. 1930, og sem
endanlega var ákveðin með há-
skólalögunum 1932.
Kennaraþingið byggir á því,
sem rétt er, að námið í Kenn-
araskólanum sé of stutt, og
þeim stutta tíma verður að
skipta á milli gagnfræðanáms
og sérmenntunar. Tillaga kenn-
aranna er því sú, að setja á
stofn í háskólanum tveggja
vetra nám í sálarfræði, uppeld-
isvísindum og verklegum æfing-
um, en að komið sé á fót sér-
stakri deild til að undirbúa
kennaraefnin í 4 ár að því er
snertir alla almenna menntun.
ATel má vera, að þetta væri
heppilegt. En þar sem nú er
völ á mjög mörgum stúdentum
úr báðum menntaskólunum,
sem hafa fengið þennan al-
menna undirbúning, og vita
ekki nærri allir hvað þeir eiga
að taka fyrir að loknu námi
þá virðist einsætt, að uppeldis-
vísindadeild háskólans fengi
nemendur sína í framtíðinni úr
menntaskólunum, ef til vill með
nokkrum sérkröfum.
Að því er snertir laun kenn-
ara við barna- og unglinga-
skóla, þá munu þau smátt og
smátt ekki verða lægri en
laun margra háskólagenginna
Framh. á 2. síðu.
um fiskaflann'
frá því er Fiskifélag Islands
tók að safna aflaskýrslum
miðað við 1. maí og 31. des.,
öll árin, miðað við smálestir
af þurkuðum fiski. Veiðin
Ar 1. mai’ 31. des. eftir 1. mai
1925 20.267 51.085 30.818
1926 19.082 38.153 19.071
1927 22.461 50.584 28.123
1928 27.476 65.596 38.120
1929 36.630 66.764 30.134
1930 40.301 70.574 30.273
1931 35.072 64.654 29.582
1932 31.985 56.372 24.387
1933 41.870 68.630 26.760
1934 43.441 61.880 18.439
1935 1936 33.565 17.666 50.002 16.640
Sjá grein á þriðju síðu.
Austen
Chamberlain
vill afnema refsí-
aögerðirnar
London 6./5. FÚ.
Sir Austin Chamberlain lét
þá skoðun í ljós í umræðunum
um utanríkismál í neðri mál-
stofu brezka þingsins í dag, að
bæði mundi hættulegt og
gagnslaust að halda áfram
refsiaðgerðum gegn Italíu úr
því sem komið væri.
10 lög
afgreidd frá Al-
þingi í gær
Umræðum um f járlögin
lauk I gærkvöldi.
ítalir ætla að leggja alla
Abessiniu undir sig og hlíta
eigi afskiptum annararíkja
ítaliukonungur heiðrar Mussolini
fyrir hryðjuverkin
Stórráð Fascistaflokksins heldur fund á laugardagskvöld.
Búizt er við því, að Mussolini gefi mikilsvarðandi yfirlýsingar
á þeim fundi. Síðar er búizt við að ráðherrafundur verði hald-
inn, og að Mussolini tilkynni á þeim fundi, að öll Abessinía hafi
verið tekin af ítölum, og sé þar með orðin ítölsk hjálenda, en
Stórráð Fascistaflokksins skipar menn til stjórnar í hinu sigr-
aða landi, og ræður öllu um tilhögun þess.
Frönsk útvarpsfregn getur þess, að samkvæmt yfirlýsingu
frá Róm sé ítalska stjórnin alráðin i því, að haga viðskiptuni
sínum við Abessiníu eftir eigin geðþótta, og muni engum stoða
að blanda sér í þau mál. Þó muni Ítalía fús til að veita Frakk-
landi og Englandi nolckur réttindi í Abessiníu.
Victor Emanuel, ttalíukon-
ungur, kallaði Mussolini heim
til sín í gær, og veitti honum
Viktor Emanuel
þar stórkross Savoy-orðunnar,
fyrir það, að hafa unnið „hinn
stórkostlegasta sigur í ný-
lenduhernaði, sem sagan veit
að greina frá“.
t Addis Abeba var allt með
kyrrum kjörum í gær. Útlend-
ar sendisveitir vinna að því,
hver um sig, að líta eftir þegn-
um lands síns. Italir hafa ekki
farið fram á það, við sendi-
sveitir nokkurs lands, að
hverfa úr borginni, þó að þeir
samkvæmt gömlum hernaðar-
lögum, hefðu rétt til að gera
það.
Abessiníukeisari kemur til
Jerusalem snemma í dag. Engar
viðhafnarviðtökur bíða hans
þar, og ekkert verður gert til
þess að láta í ljós að þar sé
þjóðhöfðingi á ferð. Seinna er
búizt við að hann fari til Ev-
rópu.
Italir náðu Djidjiga á vald
sitt í gærkvöldi. Þeir hafa enn
eki náð Harrar, vegna erfið-
leika á því, að flytja her og
matvæli til borgarinnar, vegna
rigninganna. —FÚ.
Eldsvoði í Vesturbænum
í gærkvöldi
Rotta var orsök eldsins!
Amy Mollison
næv íakmavkínu og setuv nýtt
flugmet
Um kl. 11 í gærkveldi var
brunaliðið kvatt á Norður-
stíg 5. Hafði eldur komið þar
upp í neðstu hæð hússins, í
herbergjum, sem sneru gegn
norðri.
Iiús þetta er allstórt, þrílyft
og úr timbri.
Þegar brunaliðið kom á vett-
vang, var eldurinn orðinn tals-
\ert magnaður og tókst því
ekki að hefta útbreiðslu hans í
bili, og komst hann upp á efri
hæðirnar norðan megin í hús-
inu.
Brunaliðinu tókst þó von
bráðar að vinna bug á honum
og mátti heita að búið væri að
slökkva hann að fullu um tólf-
leytið. y
öll norðurhlið hússins var
þá brunnin að mestu og hús-
gögn, sem voru í þeim her-
Framh. á 4. síðu.
I gær voru eftirfarandi lög
afgreidd frá Alþingi (10 alls):
Lög um samþykkt lands-
reikn. 1934.
Lög um viðauka við Lands-
bankalögin.
Lög um veiting ríkisborgara-
réttar.
Lög um br. á brúalögum.
Lög um framlenging ýmsra
laga um tekjuöflun fyrir ríkis-
sjóö (viðskiptagjald, benzín-
skattur).
Lög um garðyrkjuskóla rík-
isins.
Lög um jaröakaup ríkisins.
Lög um fræðslu bama.
Lög um heimilisfang.
Lög um brunamál.
London kl. 16 7./5. FÚ.
Frú Amy Mollison flugkona
kom til Höfðaborgar síðdegis í
dag, og hafði hún þá hnekkt
meti því, sem Tommy Rose
setti á þessari leið í flugi frá
Englandi, um 11 klukkustundir
og 12 mínútur.
Þegar Mr. Rose frétti um af-
rek frú Mollison, sagði hann:
„Það gleður mig mjög. Hún
hefir gert ljómandi vel, og ég
dáist að hugrekki hennar".
Frú Mollison sjólf virðist sú
eina manneskja, sem ekki er
únægð með þetta afrek. Hún
sér eftir því, að hún skyldi
hafa tafist um hálfa klukku-
stund í Oran, og ekki geta
fengið nógu mikið bensín í
Niamey, til þess að geta farið
eins langt þaðan eins og hún
ætlaði sér. Telur hún sig þá
hafa geta hnekkt meti Tommy
Rose með ennþá meiri mun.
Á allri leiðinni svaf Amy
Mollison aðeins sex klukku-
stundir.