Nýja dagblaðið - 08.05.1936, Page 3
N t J A
DAGBLAÐIÐ
8
NtJA DAGBLAÐH)
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f
Ritnefnd:
Guðbrandur Magnússon,
Gísli Guðmundsson,
Guðm. Kr. Guömundsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
pórarinn JJórarinsson.
Ritstjórnarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Austurstr. 12. Sími 2323.
Áskriftargjald 2 kr. á mán.
- í lausasölu 10 aura eint. -
Prentsm. Acta.
Sími 3948.
Láxiiaka
Laxtdsbaakaxis
Frá því var skýrt hér í blað-
inu í gær, að fram væri komið
á Alþingi frumvarp, sem heim-
ilaði ríkisstjórninni fyrir hönd
ríkissjóðs, að ábyrgjast lán,
sem Landsbankinn kynni að
taka, allt að 2,3 millj. króna.
Stjórn bankans hafði einum
römi tekið ákvörðun um að
óska eftir því, að ríkisstjóm-
in útvegaði þessa ríkisábyrgð,
ef viðskiptaástanaið gerði al-
veg óhjákvæmilegt að nota
slíka lánsheimild.
Hinn 1. maí síðastl. nam
fiskaflinn 17.666 smál., miðað
við þurran fisk. Er þetta
rainnsti afli á þessum tíma árs
alla tíð síðan tekið var að
safna aflaskýrslum árið 1925,
og að kalla nákvæmlega helm-
ingi minni afli en á sama tíma
í fyrra. Mun láta nærri að
mismunurinn á verðmæti afl-
ans nú og í fyrra, að óbreyttu
verðlagi, nemi 8 milljónum
króna.
Tvö síðastliðin ár hefir afli,
veiddur frá maíbyrjun til árs-
loka, numið 17 og 18 þús. smá-
lestum.
Væri vonazt. eftir jafnmikl-
um fiskafla það sem eftir er
af þessu ári, en til þess virðist
þurfa bjartsýni, hlyti afla-
bresturinn að nema 8 millj.
króna að óbreyttu verðlagi í
árslokin.
Ástæðan til þess, að stjórn
Landsbankans óskar ekki eftir
ríkisábyrgð fyrir meiri fjár-
hæð að þessu sinni, hlýtur að
byggjast á því, að afleiðing
aflatregðunnar eigi ekki og
megi ekki koma einvörðungu
niður á lánsstofnunum, og
jafnframt á því, að önnur
veiði, svo sem síldveiði, megni
að rétta við afkomuna frá því
sem nú er.
Síðan 1925 hefir ársaflinn
aðeins einu sinni verið minni
en 50 þús. smál. Það var vor-
ið 1926. Þá var ársaflinn 38
þús. smál. og helmingurinn af
honum veiddur eftir 1. maí.
Árið 1930 varð aflinn mest-
ur, 70 þús. smál. og 30 þús.
smál. veiddar eftir 1. maí.
Notið
S j afxiar-sápur.
I áttina til fasismans
Ofsóknir íhaldsins gegn lögreglunní og réttarfarinu
Blaðið skýrði frá því í fyrrad.
að lögreglustjóri hefði snúið
sér símleiðis til trúnaðarmanna
landsins í tveim nágrannalönd-
um og beðið þá að afla upplýs-
inga um notkun lögreglunnar á
simanum til þess að ljóstra
upp lögbrotum.
Svörin voru á eina lund. Það
er altítt að rannsaka símtöl
manna í því skyni, ber mik-
inn árangur og vekur ekkert
umtal eða furðu fremur en
aðrar hliðstæðar rannsóknar-
aðferðir. í annari umsögninni
er það tekið fram, að þessi
aðferö hafi einkum verið not-
uð í baráttunni við áfengis-
smyglara.
t sambandi við þessa frétt
er rétt að rifja upp hinar for-
dæmalausu og heiptúðugu á-
rásir íhaldsins í þessu máli.
Sérstaklega er ástæða til að
minna á framkomu prófessors-
ins í réttarfari við Háskóla ts-
lands, Bjarna Benediktssonar,
ekki síst þar sem hann í fyrra-
dag í Mbl. ræðst á réttarfars-
umbætur þær, sem Hermann
Jónasson forsætisráðherra
krafðist á flokksþingi Fram-
sóknarflokksins að gerðar
yrðu, og er nú að framkvæma.
Vænta hefði mátt að nýsköp-
un í stað 18. aldar réttarfars-
ins, sem nú gildir, hér á landi,
væri uppáhaldsviðfangsefni
prófessorsins í réttarfari og
hann mundi starfa allra manna
mest að því máli og af heil-
ustum hug.
Það hefir þó ekki orðið. Al-
þingi hefir sent lagadeild Há-
skólans réttarfarsfrumvarp
það, er nú liggur fyrir þing-
inu, til umsagnar, og beiðst á-
lits deildarinnar. Prófessorinn
í réttarfari sá ekki ástæðu til
að verða við þeim tilmælum.
Málflutningsmannafél. hélt
fund til að ræða málið. Pró-
fessornum var boðið á fund-
inn. Hann sá enga ástæðu til
að tala um málið þar.
Það er fyrst s. 1. þriðjud., að
hann í Mbl. finnur köllun hjá
sér til að fara nokkrum orðum
um umbætur á réttarfarinu.
Þar geta þeir, sem það vilja,
reynt að finna tillögur hans,
leitað með logandi ljósi að á-
huga hans, lýst eftir þekking-
unni og prófað heilindin.
En þar er allt það, sem pró-
fessorinn í réttarfari við Há-
skóla íslands hefir að segja
um nýsköpun réttarfarsins,
sem nú er verið að fram-
kvæma.
Hann hefir ekkert annað
sagt.
Það er engu líkara en pró-
fessorinn hafi týnt sjálfum
sér, vegna þess að það er Her-
mann Jónasson, sem hafist hef-
ir handa um þetta mál.
Þáttur prófessorsins í of-
sókninni á lögregluna út af
rannsókn símtalanna, er á þann
veg, að það er örðugt að átta
sig á. Hann hefir leyft sór að
gefa fræðilegt álit í máli, sem
fellur undir hans eigin fræði-
grein, í þágu pólitískra sam-
herja sinna. Álit, er enginn
fræðimaður í víðri veröld
mundi geta fundið nokkum
fót fyrir, fullt af rökfölsun-
um og langsóttu þvaðri, utan
við efni málsins. Álit, sem
kemur í bága við alla fram-
kvæmd í löggæzlumálum, bæði
hér á landi og ei’lendis.
Það er haft eftir merkum
lögfræðingi, að þetta væri í
fyrsta skipti, sem harm hefði
séð háskólakennara í lögfræði
veita almenna og opinbera
fræðslu um það hvernig heppi-
legast væri að bera falsvitni
fyrir rétti.
Þetta er kveðjan, sem lög-
regla landsins, mennimir, sem
halda eiga uppi lögunum, fá
frá fræðisetrinu Háskóla I s-
lands.
Menn átta sig ekki á þessari
framkomu prófessorsins. Menn
geta ekki trúað því að hann,
sem vísindamaður, hafi látið
hafa sig til þess að gefa vís-,
vitandi ranga álitsgjörð í
sínni eigin fræðigrein. En
menn krefjast þess að prófes-
sor við lagadeild Háskólans
viti betur og verði ekki að við-
undri innanlands og utan fyrir
staðlausar kenningar.
Annar maður, sem vakið
hefir óskifta athygli í þessu
máli, er hinn gamli starfsmað-
ur lögreglunnar í Reykjavík,
Jón Kjartansson, sem nú er
talinn fyrir stjórn þess blaðs,
er heiptarlegast og samvizku-
lausast hefir þyrlað upp íhalds-
rykinu. Það er að vísu sagt, að
Jón hafi færzt undan því að
skrifa sjálfur um málið í þeim
tón, sem blaðið tók upp. En
með stjórn sinni á blaðinu og
þeim gunguskap sínum, að
skera sig ekki opinberlega úr,
þegar hann sá að blaðið fór
með rangt mál, hefir hann tek-
ið fulla ábyrgð á árásinni. Blað
hans hefir ráðizt að núverandi
lögreglustjóra fyrir að beita
þeim sömu starfsaðferðum,
sem hann sjálfur notaði í
starfi sínu hjá lögreglunni.
Það hefir ráðizt að símamála-
stjóra fyrir, að hindra ekki
starf lögreglunnar og rísa upp
gegn felldum dómsúrskurði,
enda þótt Jón viti að síma-
málastjóri hvorki gat né mátti
hindra það. Blað hans hefir
ráðizt með heiptþrungnum ofsa
á ríkisstjórnina fyrir fram-
kvæmdir dómsvaldsins, fram-
kvæmdir, sem hann veit að
ríkisstjórnin ekki gat haft á-
hrif á og ekki vissi um fyr en
allt var um garð gengið.
Þetta er fræðslan, sem blað
hins reynda rannsóknardóm-
ara hefir veitt almenningi í
þessu máli. Slík er málafylgja
hins pólitíska leiðtoga í íhalds-
flokknum, slíkur er drengskap-
ur og heilindi gentlemannsins
við Morgunblaðið.
Afstaða íhaldsins að öðru
leyti og málatilbúnaður er hinn
sami og í ótal öðrum málum er
fiokkurinn hefir blásið upp á
hinum síðustu andstreymisár-
um sínum. Sjálfsefjun foringj-
anna aðeins nokkru ríkari,
múgæsingin dálítið meiri,
tungutakið liprara hjá kosn-
ingasmölunum, þessum nárott-
um, sem fara um bæinn eins
og engisprettuplága og naga
mannorð andstæðinganna með
upplognum sökum og sögum,
er íhaldið þorir ekki að prenta.
En hvers vegna hefir íhaldið
einmitt nú valið lögregluna og
réttarfarið til að svala heipt
sinni á?
íhaldið hér hefir alltaf verið
ýmist hirðulaust um að hafa
röggsama, þróttmikla og vel
búna lögreglu eða beinlínis á
móti því. Hermann Jónasson
tók við lögreglunni í algerðu
umhirðuleysi og hóf hana upp
í viðurkennt álit í bænum.
I-Iógvær, prúðmannleg og ein-
beitt framkoma lögreglumann-
anna sjálfra jók henni virð-
ingu og vinsældir bæjarbúa.
Það er þetta, sem íhaldið
óttast nú. Af ráðnum hug og
yfirlögðu ráði hefir það gripið
tækifærið til að níða lögregl-
una niður og veikja álit henn-
ar.
Ihaldið lét sér fátt um finn-
ast að lögreglan væri efld og
menntuð, ef til vill af því að
Hermann Jónasson hafði for-
ystuna, ef til vill af öðru í og
með. Það vildi fá her, ríkislög-
reglu, til að berja niður vinnu-
deilur, þegar til þeirra var
stofnað af verkamönnum. Al-
menna lögreglu hirti það ekki
um, vinsæla iögreglu vildi það
ekki.
Nú hefir þessi þvera andúð
íhaldsins blossað út í slíkri
beipt að sumir höfðingjar í-
baldsins taka ekki lengur und-
ir kveðju lögregluþjóna, er
mæta þeim á götu.
Hvers vegna brýzt þessi
heipt út einmitt nú? Er það
^ egna þess, að nokltrir máttar-
stólpar íhaldsins eru nú orðnir
sannir að sök um njósnir fyrir
erlenda og innlenda veiðiþjófa?
Er það vegna þess að einhverj-
ir íhaldsmenn kunna nú í ár að
verða neyddir til að greiða í
sekt til landhelgissjóðs svipaða
fúlgu og þeir í fyrra gáfu í
kosningasjóði íhaldsins? Er
það til að reyna að draga at-
hyglina frá togaranjósnunum
á væntanlegum þingmálafund-
um í vor?
Það er vafalaust þetta sem
liggur að baki þessari einstæðu
árás á lögregluna. En það er
líka annað og það ennþá al-
varlegra: I ofsókn sinni hefir
íhaldið lagt sérstaka áherzlu á
og borið fram beinar tillögur
um að skerða dómsvaldið og
leggja það undir hið pólitíska
framkvæmdavald. Á feimnis-
lausan hátt hefir íhaldið vikið
Frakkar heimta
svör af Þjóðver jum
Þjóðabandalagsi'áðið kemur
saman til fundar í Genf 11. þ.
m., og verða Rínarmálin aðal-
viðfangsefni þess.
Það er talið fullvíst, að
Frakkar séu þess fullráðnir,
að ganga til samninga við
Þjóðverja. En áður en samn-
ingar hefjast munu Frakkar
þó krefjast skýrra svara frá
Þjóðverjum um eftirfarandi
atriði:
Viðurkennir Þýzkaland sjálf-
stæði Austurríkis og núver-
andi stjórnfyrirkomulag í Me-
mel og Danzig?
Er tilboð Þýzkalands um inn-
göngu í Þjóðabandalagið bund-
ið því skilyrði, að breytingar
verði gerðar á Þjóðabandalags-
sáttmálanum ?
Hver er afstaða Þjóðverja
til Rússlands?
Mun Þýzkaland framvegis
viðurkenna alþjóðlegan gerð-
ardóm og halda alþjóðlega
samninga?
Ameríkumexxn
ætla að smíða
stærsta loltskipið
Ameríska félagið, Goodyear
Zeppelin-Corporation hefir
ákveðið að hefja smíði loft-
skips, sem verður stærsta loft-
skip í heimi.
Lengd þess verður 260 m. og
vei’ður það því 26 m. lengra
en „Hindenburg11. Þvermál þess
verður 44 m.
Þetta risaloftskip ætlar fé-
lagið að hafa í ferðum milli
Evrópu og Ameríku.
af hinum lýðræðislega grund-
velli og borið fram ákveðna
tillögu í anda fasismans í þessu
stærsta og viðkvæmasta mann-
réttindamáli.
íhaldsflokkar annara landa
eru jafnan hlyntir góðri lög-
gæslu og vilja efla veg og virð-
ingu lögreglunnar. Fasistamir
eru eins og aðrir byltingaflokk-
ar á móti góðri lögreglu. Þeir
vilja hafa hana veika og ves-
æla og um fram allt illa liðna
og hataða af almenningi. Þeim
mun léttara er það fyrir
stomisveitir þeirra og fánalið
að ná undir sig völdunum í
f asistabyltingunni.
Fyrir bæjarstjórnarkosning-
amar síðustu gerði íhalds-
fiokkurinn kosningabandalag
við nazistana hér. Litlu síðar
boðaði formaður flokksins „ó-
venjulega atburði“. Nú hefir
flokkurinn tekið á stefnuskrá
sína eitt grundvallaratriði naz-
ismans. Ofsóknin á lögregluna
er hugsaður þáttur í undir-
búningnum undir valdatöku
nazismans hér á landi. Það á
að veikja lögregluna, rýja af
henni æru og mannorð, gera
hana hataða og vesæla, svo
formanni íhaldsnazistanna veiti
hægara með að koma fram sín-
um „óvenjulegu atburðum“ í
náinni framtíð.