Nýja dagblaðið - 24.06.1936, Blaðsíða 4
4
N Y J A
DAGBLAÐIB
Yalur yann K.R. og Fram
með 4: 2
mmmmírniaMmBm
Ást og auður
Efnisrík og fjörug gaman-
mynd.
Aðalhlutverkin skemmti-
lega leikin af
Carole Lombard og
Fred Mac Murray
Aukamynd:
Rhapsody
ín black & blue
með Louis Armstrong1
Veðurspá fyrir Reykjavík og ná-
*
gienni: Hœg suðvestan átt. Dálítil
rigning eða súld.
Næturlæknir er í nótt Sveinn
Gunnarsson Óðinsgötu 1, sími
2263.
Næturvörður er í Laugav.egs- og
Ingólfs apótekum.
Útvarpað í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 10,55 Messa í Dómkirkj-
unni. Sett StórstúkUþing (síra
Björn Magnússon). 15,00 Veður-
fregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20
lirindi: Stórstúkan í 50 ár (Frið-
rik. .4. Brekkan stórtemplar). 19,40
Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15
Upplestur og hljóðfæraleikur. 21,15
Hljómplötur: a) Norræn sumai’lög;
1)) Gamlir dansar (til kl. 22).
Sumargistihús í Keykholti hefir
frú Theodóra Sv.einsdóttir rekið
undanfarin ár og hefir nú opnað
það til dvalar, gistingar og veit-
inga. ,
Leiðinleg prentvilla varð í gær
i frásögninni um fimleika Ár-
rnanns á sunnudaginn, sem á að
vera svo: Fimleikasýningunum
var vel tekiö meðal áhorfenda, en
þó munn sýningar beggja þessai'a
flokka hafa tekizt betur, er o. s.
frv.
Höfnin. Gullfoss fór á leið til
útlanda í gærkvöldi. — Flutnings-
fckifiið Kongshaug, cr hingað kom
með 'sementsfarm fyrir skemmstu,
fór í gær.
22 stiga hili í Kirkjubæjar-
klaustri. í gær var hægviðri um
allt land og dálítil súld á Vestur-
og suðvesturlandi, en bjártviðri
víða austanlands. Hiti var víðast'
9—15 stig, en mestur 22 stig' í
Kii'kjubæjarklaustri og 20 á Fag-
urhólsmýri í Oræíunr.
Skipafréttir. Gullfoss er á leið
til Leith og Kaupmannahafnar.
Goðafoss er í Beykjavík. Brúar-
loss fór frá Leith í gær áleiðis til
Vestm.eyja og Beykjavíkur. Detti-
foss fór frá Hull í gærkvöldi á-
leiðis til Hamborgar. Lagai’foss er
á leið ti! Kaúpm.hafnar frá Aust-
fjörðum. Selfoss er í Rvík.
Listasafn Binars Jónssonar, sem
reíir verið lokað nú um tíma
vegna viðgerða umhvei’fis liúsið,
er nú opnað og verður fyrst um
sinn opið daglega kl. 1—3 e. h.
Aðgangur ókeypis á sunnudögum,
annars ein króna. Börn fá ekki
aðgang.
Bimreiðin 2. hefti þ. á. er ný-
komín út og er fjölbreytt að efni.
líefst ritið á grein eftir Jón
Gauta Pétui’sson: Er ættarkjarna
sveitafólksins hætta búin? Krist-
mann Guðmundsson ritar um
nýjustu bókmenntir Noi'ðurlanda,
Guðm. Einarsson: Unx Vatnajökul
austanvei’ðan, Steindór Stein-
dórsson urn blaðamennsku Matt-
híasar .Tochumssonai’. þá eru ljóð
eltir Gísla II. Erlendsson, Sigur-
jóu Friðjónsson, Sigui'ð frá Arn-
í gærkvöldi keppti 1. fl. úr
Val við sameinað lið úr K. R.
og Fram.
Áhorfendur, sem voru all~
margii', þrátt fyrir fremur
leiðinlegt veður, bjuggust við
fjörugum leik, en urðu fyrir
nokkrum vonbrigðum. Voru
andstæðingar Vals öllu þrótt-
minni en gert hafði verið ráð
f.vrir og hallaði mjög á þá,
enda fóru svo leikar, að Valur
vann með 4:2.
Kappleikur K. R.
við ísfiirðinga
3. fl. úr K. R. fór vestur til
ísafjarðar í s. 1. viku og keppti
í tveim leikjum við knatt-
spyrnufél. Hörð á ísafirði. —
Fyrri leikinn unnu Isfirðingar
með 3:1 og seinni leikinn með
2:0.
Þessir sömu Isfirðingar
unnu Val í fyrra í tveim kapp-
leikjum.
Ný stjarna
Berlín í gær. FÚ.
Ný stjarna var uppgötvuð á
suður himni í fyrri viku og
hefir hún síðan verið athuguð
frá ýmsum stjörnuturnum. Á
sunnudagsnóttina sýndi' stjarn-
an mest ljósmagn, en á síðast-
liðnum 24 stundum hefir hún
tekið furðu miklum breyting-
um. Virðist sem tekizt hafi að
sanna með litsjárathugunum,
að ytra borð stjörnunnar þenj-
ist út með feikna hraða.
Afirek á svíði
svífSlugsins
Berlín í gær. FÚ.
Þýzki flugmaðurinn Helm
vann í dag óvenjulegt afrek á
sviði svifflugsins. Ilann lét um
rnorguninn hreyfil flugvél
lyfta sér í 300 metra hæð upp
frá flugvellinum við Berlín.
Síðan komst hann af eigin
rammleik 2000 metra í loft
upp, jafnframt því sem vélin
barst áfram langar leiðir.
Kl. 14,30 neyddist flugmaður-
inn til að lenda í nánd við
Hannover, vegna þess að ákaft
þrumuveður skall yfir. Hafði
hann þá flogið 200 km. á vél-
arlausu flugtæki á 4 klst.
ai'holti og Angantý, sögui’ eftir
Böðvar frá Hnífsdal og Hjálmar
Söderbei’g, Máltarvöldin (niður-
lag) eft.ir Alexander Cannon, rit-
sjá o. fl. Ritið er prýtt mörgum'
myndum.
Björgun. Fjórtán ára di’engur í
Súgendafii'ði, Hörður Friðberi.sson,
lijai'gaði nýlega frá dx’ukknun 6
' ára clrcng, er féll vit af bryggju
og var kominn að di’ukknun. —
Þótt leikur væri með köflum
ailgóður af Vals hálfu, spillti
ósamheldni andstæðinganna
góðum heildarsvip, enda mun
flokkur þeirra hafa verið ver
skipaður liði en ákveðið hafði
verið, vegna þess, að nolckrir
menn neituðu að leika og það
af lítt skiljanlegum ástæðum,
og brugðust þannig sjálfsagðri
skyldu gagnvart félögum sín-
um.
Á ’adalfiundí
Eímskipafiélagfs
Islands
sem er nýafstaðinn, flutti
framkv.stjóri Guðm. Vil-
hjálmsson þá tillögu, að byggt
yrði nýtízku farþegaskip, er
annaðist fyrst og fremst fólks-
flutninga milli Islands og út-
landa. Um þessa fyrirætlun
komst. hann m. a. svo að orði:
„Skip það, sem gert er ráð
fyrir að félagið ef til vill byggi,
gæti yfir sumartímann flutt
320 ferðamenn til landsins á
mánuði og sé gert ráð fyrir að
aðalferðamannastraumurinn
nái yfir fjóra rnánuði, þá
myndi skipið geta flutt 1280
ferðamenn til landsins á áður-
nefndum tíma. — Enda þóct
að tap yrði á rekstri þessa
skips, þá er það litlum vafa
bundið að þjóðin myndi græða
hæði beint og óbeint á komu
þeirra til landsins. — Auk
þess er það stórt metnaðarat-
riði fyrir land og þjóð, að í
förum séu íslenzk farþegaskip
með íslenzkri skipshöfn, sem
þoli samanburð við farþega-
skip annara smáþjóða. — Það
er mjög þýðingarmikið að
íerðamenn, sem til Islands
koma, ferðist hingað með ís-
lenzkum skipum, svo þeir geti
byrjað áð kynnast þjóðinni
strax eftir að þeir koma á
skipsfjöl. — Nauðsynlegt er að
íerðamenn fái réttar upplýs-
ingar um land og þjóð og það
íá þeir bezt á íslenzkum skip-
um. —
En sé það nú viðurkennt,
að landið hagnist mikið á
komu erlendra ferðamanna, en
hinsvegar vitanlegt að tap
á rekstri skipsins, sem flytur
þá hingað til lands og aftur til
útlanda, þá virðist sanngirni
mæla með því að ríkið veiti
Eimskipafélaginu sérstakan
styrk til að standa að allmiklu
leyti undir reksturshallanum,
sem á því yrði“. —
Fundurinn samþ. að heimila
stjóm félagsins að hefjast
handa um framkvæmd þessar-
ar skipabyggingar.
Var mikið straumfall og bar því
drenginn frá bryggjuni, en HÖrður
kastaði sér til sunds og gat haldið
drengnum á floti, þar til bátur
kom þar að. — FÚ.
Stórstúkan 50 ára
Framh. af 1. síðu.
vopnin falla. Innflutnigunr var
leyfður á vínum nokkum tíma
eftir að þjóðaratkvæðagreiðsl-
an 1908 fór fram og sala til
1914. Lögunum var slælega
framfylgt og andbanningar
höfðu allar klær úti til að
vínna bannmálinu mein, og fyr-
ir atbeina þeirra hefir eflaust
fram komið krafa um Spánax’-
samningana, sem urðu aðal-
banamein bannlaganna. Enn-
fremur kom breyttur tíðar-
andi í kjölfar heimsstyrjaldar-
innar og komst við það meira
los á bindindisstarfsemina.
Ólgan verður svo mikil í þjóð-
félaginu, að lítil tök virðast til
skipulegra og sigursælla átaka.
Og meðan á þessu stendur,
falla bannlögin úr gildi bæði í
orði og á borði.
En nú virðist bjarma fyrir
nýjum degi. Óðfluga skipa sér
fleiri undir merki bindindis-
hreyfingarinnar, þjóðin er að
vakna til meðvitundar um gildi
samtakanna til að vinna bug á
áfengisbölinu. Má benda á tal-
andi vott þess þar sem eru
bindindisfélög í skólum og
landssamband þeirra og er
Stórstúkunni nú annt um að
slík samtök verði sem víðtæk-
ust. Það er æskan, sem á eft-
ir að móta þá baráttu sem
framundan er, segir Steindór
Björnsson að síðustu.
Meðlimir Stórstúkunnar
hafa orðið flestir 11374.
Stórstúkan á stórbrotna sögu
að baki og hefir náð miklum
áhrifum. Hafa meðlimir flest-
ir orðið 11374 árið 1928 og
var þá 81 stúka starfandi fyr-
ir fullorðna, en 52 fyrir börn.
Nú eru meðlimir tæpl. 5900 í
46 unglingastúkum og 42 stúk-
um fyrir fullorðna.
Á fyrsta Stórstúkuþinginu
var samþykkt að gefa út bind-
indistíðindin „Góðtemplar",
sem jafnan hefir komið út
síðan.
26. Stórstúkuþingið
sett í dag.
Fyrst framan af voru Stór-
stúkuþing haldin annaðhvert
ár, en á síðari árum hafa þau
verið haldin á hverju ári.
Verður 26. Stórstúkuþingið
sett í dag kl. 10 f. h„ en síðan
íylgja þátttakendur þingsins
og aðrir meðlimir Stórstúkunn-
ar Sigurði heitnum Jónssyni,
skólastjóra, til grafar. Var
hann tvívegis kjörinn stór-
templar og var stórgjaldkeri
þegar hann andaðist.
Afmælisfagnaður
Stórstúkunnar fer fram í
kvöld í Oddfellowhúsinu. Verð-
ur vel til hans vandað og þang-
að boðið æstu mönnum ríkis
og bæjar og þeim þrem stofn-
endum Stórstúkunnar, sem enn
eru á lífi.
Rit mikið og vandað mun
Stórstúkan gefa út i tilefni af
50 ára starfsafmæli sínu. Hef-
ir Brynleifur Tobíasson kenn-
ari annazt samningu þess og
kemur það út innan skamms.
wmm tðYiA bíó mmm
Maðurinn sem
vissi o£ mikið
Ensk talmynd er sýnir ó-
venjulega spennandi og
viðburðaríka sakamálasögu
sem gerist í Sviss og í
skuggahverfum Lundúna.
Aðalhlutverkin leika
Peier Lorre,
Leslíe Banks og
Edna Best o. II.
Aukamynd:
Cabarettsýningar
Jassmúsík, söngvar, dans
Börn fá ekki aðgang.
Faateignaaala Helga Svelne-
sonar er í AOalatrnti 8. Inng.
frá Bröttugötu. Slml 4180.
Konungsskipið
Frh. af 1. síðu.
greinast í fleiri smærri,
þannig, að samtals eru 36
sjóþétt hólf í slcipinu. Olíu-
geymir þess tekur brennslu-
forða, sem nægir til 7000 sjó-
mílna ferðar og meðalhraði
er 14 hnútar.
I Dannebrog eru auk þessa
margskonar hjálparvélar, allar
reknar með rafmagni og út-
búnaður allur hinn fullkomn-
asti. Eldhús eru 2 í skipinu,
annað fyrir konung og föru-
neyti hans og hitt fyrir á-
höfn þess, sem er venjulega
57 menn. En þegar það er í
ferðum með konung, er áhöfn-
in kringum 80 manns alls.
Dannebrog er útbúið öllum
nýtízku vélum og verkfærum
til siglingar og öllu afar smekk-
lega fyrir komið.
Á efsta þilfari eru tvær 37
mm. fallbyssur, sín við hvort
borð, ætlaðar fyrst og fremst
til að skjóta heiðursskotum.
Þar er einnig á bátaþilfari 2
nýtízku vélbátar, annar ein-
göngu ætlaður konungi.
Á efri þiljum er m. a. mót-
tökusalur fyrir gesti konungs,
skrifstofa konungs og drottn-
ingar og prinsins, borðsalur,
bókasafn, auk fleiri fagurbú-
inna herbergja. Svo og her-
bergi nánasta þjónustufólks
f jölskyldunnar.
Af þessum þiljum er svo
gengið niður í svefnklefana.
Neðst er vélarúmið, en út
frá vinnuherbergjum konungs-
hjónanna liggja afturþiljurnar,
stórar og rúmgóðar, með
þöndu sólsegli yfir.
Klefar háseta eru í fram-
hluta skipsins og þar yfir bú-
staðir yfirmanna.
I borðsal og vinnuherbergi
konungs mátti sjá fjölda verð-
launagripa, er konungur hefir
unnið, flesta í kappsiglingu,
því hann er mikill siglinga-
garpur, eins og kunnugt er.
Dannebrog er byggt í
„yacht“-stíl og er allt hið
prýðilegasta utan sem innan.
Skipið sigldi héðan í morgun
áleiðis til Akureyrar, en þar
bíður það konungs, þar til
hann kemur úr för sinni um
Norðurland.