Nýja dagblaðið - 24.06.1936, Blaðsíða 3
N Ý J A
9AGBLA»I»
|
8
Sigurður Jónsson
skóiasljóri
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefaodi: Blaöaútgáfan h.f.
Ritnefnd:
Guöbrandur Magnúsr-on,
Gísli GuBmundsson,
Guðrn. Rr. GuömundssOEu
Ritstjóri og ébyrgðannaður:
pórarinn Jtóraiinason.
Ritetjómarskriíatofur:
Hafn. 16. Símar 4373 og 3388.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Simi 2323.
Áskriftargjald kr. 2JX) á mén.
-í lausasðlu 10 aura eint. -
Prentsm. Acta.
Simi 3948.
Molar Srá »lands-
fundi« íhaldsins
Mbl. í g’ær telur upp 18
ræðumenn, er tekið hafi þátt í
hinum „frjálsu umræðum"
„landfundarins“ auk þeirra,
sem „erindin“ fluttu. Gefur
þessi ræðumannaskrá talsverða
hugmynd um, hvernig fundur-
inn hefir verið saman settur.
Mest ber þar á einni af mjólk-
urverkfallsfrúm „húsmæðra-
félagsins“. Þá korna þjóðskör-
ungar eins og Jón Normann og
Lúðvík C. Magnússon, Júlíus
Nýborg, Sólmundur Einarsson
o. þvíl., en af bændum utau
þings eru ekki aðrir tilnefndir
en Bjarni í Vigur (sá sem
skrifaði „löngu vitleysuna“ um
kjötlögin) og Þórður nokkur á
Bakka í Landeyjum. Sýnir
þetta, hve vendilega bænda-
stéttin hefir forðast samkundu
þessa.
Þá skýrir Mbl. frá því, hverj-
ir hafi verið í undirbúnings-
nefnd fundarins, og eru það
þeir Valtýr Stefánsson, Stefán
Pálsson, Einar Einarsson tré-
smiður og Guðjón bryti. Hefir
þessi nefnd sýnilega verið meir
valin með tilliti til matfang-
anna en landsmálanna. Og eft-
irtektarvert er það, sem blaðið
skýrir frá, að Ólafur Thors
hafi viljað kenna Valtý um
það, að flokkurinn sýndi Þing-
völlum þann vafasama heiður
að halda fundinn þar. Mun Ól-
af hafa verið farið að gruna,
að þjóðemisi’embingurinn í
sambandi við þessa samkundu,
myndi ekki verða flokknum til
neins heiðurs í framtíðinni, og
þá vissara að skella skuldinni á
þann, sem vanastur er að láta
sér blæða fyrir afglöpin.
Um ræðuhöldin á fundinum
segir blaðið að öðru leyti:
„Það var alveg sérstaklega
eftirtektarvert*), hve margar
af þessum ræðum — auk
sjálfra frumerindanna — voru
bæði vel samdar og vel flutt-
ar — —“.
f dag verður Sigurður Jóns-
son skólastjóri Miðbæjarskól-
ans borinn til moldar. Með
honum er fallinn í valinn einn
hinn merkasti og ágætasti
maður.
Sigurður Jónsson er fæddur
að Lækjarkoti í Mosfellssveit
6. maí 1872. Hann stundaði
nám við kennaraskólann í Jon-
strup í Danm. og lauk þaðan
prófi. Árið 1898 gerðist hann
starfsmaður við barnaskóla
Reykjavíkur og starfaði við
hann til dauðadags, eða 38 ár.
Skólastjóri var hann frá 1923.
Auk hins langa og merka
starfs við barnaskóla Reykja-
víkur gegndi Sig. Jónsson
mörgum trúnaðarstörfum. —
Hann átti um skeið sæti í bæj-
arstjórn Reykjavíkur og var
nokkrum sinnum settur borg-
arstjóri. Árið 1899—1900 gaf
hann út, að tilhlutun „hins ís-
lenzka kennarafélags“ Kenn-
arablaðið og var hvorttveggja
í senn ritstjóri og útgefandi.
1901—1903 var Sig. Jónsson
ritstjóri Goodtemplars. Mörg-
um öðrum trúnaðarstörfum
gegndi hann fyrir Goodtempl-
araregluna. Hann var æðsti
maður Reglunnar hér á landi
1927—1929, í framkvæmda-
nefnd stórstúkunnar 1927—
1930 og aftur kosinn þangað
(gjaldkeri) 1935. Sig. Jónsson
átti sæti í barnaverndamefnd
Rvíkur frá byrjun.
Þetta yfirlit sýnir, hversu
mikils trausts Sig. Jónsson hef-
ir notið meðal samtíðar sinn-
ar, og sýnir það þó ekki nema
að nokkru leyti. Það er sem sé
fullvíst, að Sig. Jónsson átti
miklu oftar kost á að takast
á hendur opinber störf, t. d.
bæði fyrir bæjarfélagið og
Goodtemplara, en hafnaði því
vegna samvizkusemi og trún-
aðar við sitt aðalstarf, sem var
bæði umsvifa- og ábyrgðar-
mikið.
Það mun eigi ofmælt að telja
Sig. Jónsson einn hinn ötulasta
og farsælasta forvígismann
bindindismálanna síðan um
aldamót. Á stórtemplarsárum
hans stóð Reglan með mestum
blóma, bæði um fjölmenni og
fjárhag. Hann var mjög ein-
dreginn bannmaður og sá
glögglega fyrir það böl, sem af
afnámi bannlaganna hlaut að
leiða, einkum fyrir æskuna í
landinu.
Svo sem fyrr er getið var
starf Sig. Jónssonar í þágu
skólamálanna bæði langt og
merkilegt. En það verður eigi |
að fullu skilið né metið, án
þess að jafníramt sé tekið til-
lit til hinna óvenjulegu erfið-
leika, sem við var að etja í
starfi hans. Ég vil sem dæmi
um það hvernig móttökur
æskuáhugi og fórnfýsi Sig.
Jónssonar fékk, 'benda á afdrif
kennarablaðsins. Kennarablaðið
fór mjög myndarlega af stað
og flutti margar fróðlegar og
vekjandi greinar um innlend
og erlend skóla- og uppeldis-
mál, en allt um það voru und-
irtektir kennara og almennings
með þeim hætti, að vonlaust
var fyrir efnalítinn mann að
halda útgáfunni áfram. Ör-
lögin urðu þau sömu og upp-
eldistímarit þeirra ögmundar
og Jóns Þórarinssonar hafði
áour hlotið.
Eitt af því, sem Sig. Jónsson
barðist fyrir í blaði sínu, var
stofnun kennaraskóla á íslandi.
Og telur hann sérmenntaða
kennarastétt eitt grundvallar-
at.riði fyrir kennslumálin í
landinu. Ég tilfæri hér ummæli
úr ávarpi kennarablaðsins, er
það hóf göngu sína. Ummæli
þessi eru í fullu gildi enn og
lýsa vel trú Sig. Jónssonar á
þýðingu skóla og góðs uppeld-
is:
„Það er þýðingarlaust að
ætla sér að uppbyggja þjóðina,
að ætla sér að gera hana að
svo eða svo mikilli framfara-
þjóð í búnaði, verzlun eða öðr-
um atvinnugreinum, að ætla
sér að gera hana að svo eða
svo vel kristinni, hraustri og
bindindissamri þjóð, — það er
allt þýðingarlaust, ef að upp-
eldi barnanna og sönn mennt-
un þeirra er vanrækt. Grund-
völlinn til þjóðþrifa vorra verð-
ur að leggja hjá hinum ungu,
það eru þeir, sem hafa í sér
fólgna möguleikana fyrir því,
að þjóðinni geti þokað eitthvað
áleiðis á komandi öldum, —
frækornin, sem framtíð hennar
á að spretta upp af“.
Sig. Jónsson naut virðingar
og vinsælda meðal kennara,
bæði sem yfirmaður og sam-
verkamaður. Ég kynntist hon-
um aðallega frá því um haust-
ið 1930, er ég gerðist sam-
verkamaður hans hér í Reykja-
vík. Um samvinnu við Sig.
Jónsson get ég í stuttu máli
sagt það, að hann reyndist mér
í öllum greinum hinn drengi-
legasti og virðingarverðasti
starfsbróðir. Þessa er því frem-
ur vert að geta, sem það
er alkunnugt, að skoðanir okk-
ar voru stundum skiptar.
Sigurður Thorlacius.
Munu fundarmönnum finn-
ast þetta nokkuð vafasöm
„compliment". En N. dbl. getur
fyrir sitt leyti vel gengið inn
á það, að það sé „sérstaklega
eftirtektarvert“, ef sá söfnuð-
ur, sem talinn er upp í Mbl.
hefir haldið „vel samdar og vel
fluttar ræður“. Sýna þessi um-
mæli, að moðhausiarnir kunna,
*) Auðkennt hér.
a. m. k. undir niðri, góð skil
á sínu heimafólki.
En lang eftirtektaxverðust
eru þó þau niðurlagsummæli
Mbl., að Sjálfstæðismönnum sé
það ljóst að nú sé um það
tvennt að gera að „snúa við
eða tortímast“. Á þetta senni-
lega við hin dæmalausu skrif
Ólafs Thors nú undanfarið um
atvinnu- og fjármál þjóðarinn-
ar, þar sem hann m. a. hefir
haldið því fram, að atvinnu-
fyrirtækin þurfi ekki að bera
sig, að sjálfsagt sé að gera
verkföll til að knýja fram
kröfur og að óþarfi sé að
standa í skilum með vexti og
afborganir af skuldum.
En tæpast er hugsanlegt,
að flokkurinn „snúi við“ héðan
aí nema því aðeins að hann losi
sig við hinn hvatvísa og á-
byrgðarlausa formann.
Frá miimmgarathöfii
Haligríms Krístinssonar
Eins og áður hefir verið sagt
frá ýtarlega, átti Kaupfélag
Eyfirðinga 50 ára starfsafmæli
19. þ. m.
í sambandi við veglega minn-
ingai’athöfn, er fram fór á
Hrafnagili þann dag, var sér-
staklega minnst Hallgi’íms
heitins Kristinssonar, sem
einhvers hins glæsilegasta
brautryðjanda samvinnumál-
anna í landinu. Var minningar-
ræðu formanns Kaupfélags Ey-
firðinga, Einars Árnasonar,
útvarpað, en hér syðra söfn-
uðust samvinnumenn á sama
tíma saman við leiði Hallgríms
og lögðu á það blómsveig.
Myndirnar eru af því, er sú
athöfn fór fram.
Vátryggir hverskonar lausafé, nema verzlunar-
birgðir, í Reykjavík og öðrum kaupstöðum, 1 kaup-
túnum og í sveitum.
Upplýsingar á aðalskrifstofu félagsins og hjá
öllum umboðsmönnum.
Brunabðtafélag Itlaida
Aðstoðarmannsstarf
við skrifstofu Iðnsambands byggingamanna í
Reykjavík er laust til umsóknar. Mánaðarlaun
kr. 350,00. Skriflegar umsóknir sendist til skrif-
stofu sambandsins, Suðurgötu 3 fyrir 7. júlí n.k.
Sambandsstjórnin.