Nýja dagblaðið - 09.07.1936, Blaðsíða 1
Háskólinn verður reistur
á næstu árum
Guðjón Samúelsson prófessor hefír þegar lokið við
uppdrætfi að háskólabyggíngunni og byggíngarnefnd
Háskólans lagt á þær samþykki sitt.
Jónas Jónsson.
Nýja dagblaðið flytur hér
myndir af þeim fjórum mönn-
um, sem mest hafa hrundið á-
fram málinu um háskólabygg-
ingu.
Jónas Jónsson tók að undir-
búa löggjöf um háskólabygg-
ingu eftir að íhaldið lét af
stjórn 1927. Hann réð því að
háskólinn fékk mikið land und-
ir margar framtíðarbyggingar,
svo að hér getur myndazt há-
skólahverfi, Hann flutti frum-
ræðu um háskólbygginguna
1930, er hann kom aftur til
þings eftir hálsveiki þá, sem
forkólfar læknastéttarinnar
Irugðu að myndi næg til að
ryðja honum úr vegi fyrir fullt
og allt. Á þriðja þinginu 1932
fékk hann frv. enn samþ,. þrátt
fyrir mótstöðu Jóns Jónssonar
í Stóradal og nokkurra íhalds-
manna.
Guðjón Samúelsson hefir
gert uppdráttinn að þessari
Guðjón Samúelsson.
Sigurður Nordal.
glæsilegu byggingu, sem þykir
jafn prýðileg, hvort heldur sem
litið er á fegurð hússins eða
hið innra skipulag. Hugmyndin
um að afla fjár til háskóla-
byggingar með happdtrætti,
kom fram í samtölum milli
Alexander Jóhannesson.
Guðjóns Samúelssonar og Sig-
urðar Nordal, og unnu þeir
síðan að því hvor í sínu lagi og
með Jónasi Jónssyni, að koma
hugmyndinni á framfæri á Al-
þingi og í háskólaráðinu. — í
háskólanum tók Alexander Jó-
hannesson málið að sér og
beittist fyrir framgangi þess
með miklum dugnaði.
Án þessara manna hefði mál-
ið sofið ennþá. Það var með
öllu óundirbúið og gleymt, er
íhaldið lét af stjórn 1927, og
eini fulltrúi háskólans á Al-
þingi, Magnús Jónsson, var
mótfallinn því að happdrættis-
málið yrði tekið upp á Alþingi
vegna háskólans.
Háskólinn var stofnaður á
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar.
Þau 25 ár, sem liðin eru síðan
háskólinn var stofnaður, hafa
verið erfið á margan hátt, en
Frh. á 8. síÖu.
Danska ríkisstjórnin hef-
ir svarað mótmælum ísl.
ríkisst j órnarinnar gegn
fréttaburði Extrablaðsins
í fyrradag sendi ríkisstjórnin
aanska utanríkisráðuneytinu
eftirfarandi mótmælaskeyti:
„Blað hér í bænum sendi út
fregnmiða með símskeyti um
grein í „Ekstrabladet“, sem
hefir inni að halda ummæli um
fjárhag Islands, sem eru full
af algerlega ósönnum staðhæf-
ingum og verða að teljast ill-
giraislegar og upplognar.
| Þar sem svo fjandsamleg
! blaðaskrif geta verið mjög
; skaðleg fyrir ísland, ef þau ná
meiri útbreiðslu, mælist stjóra-
in til þess við utanríkisráðu-
neytið, að það skerist í leikinn
og hindrí slík blaðaskrif“.
Danska ríkisstjórnin hefir í gær í alið sendiherra Dana hér
að flytja íslenzku ríkisstjórninni orðsendingu þess efnis:
Að danska ríkisstjórain harmi það mjög, ef grein sú í
„Extrabladet“, sem mótmælt hefir verið af Islands hálíu, hafi
valdið íslenzku ríkisstjórainni erfiðleikum.
Danska stjórain skýrir frá því, að hún hafi í gær tjáð rit-
stjóra Extrablaðsins, að henni þyki það mjög miður, að grein
þessi hafi verið birt, og það því fremur, sem í greininni sé í
mörgum atriðum rangt frá sagt. Umleitanir um lán í Danmörku
af íslands hálfu hafi engar átt sér stað og heimsóknir konungs
Og Staunings forsætisráðherra á íslandi standi ekki í neinu
sambandi við neitt slíkt.
Danska ríkisstjórnin lætur þess ennfremur getið, að hún
hafi lagt áherzlu á það við rítstjórann, að upplýsingar Extra-
blaðsins um viðskiptajöfnuð íslands síðustu mánuðina, séu
rangar, því að viðskipti íslands séu nú stöðugt að færast í þá
átt að skapa fullan jöfnuð út á við, og að verzlunarjöfnuðurinn
sé nú mun hagstæðari en á sarna tíma í fyrra.
Loks tekur danska ríkisstjórnin það fram, að greinin í
„Extrabladet" hafi ekki haft áhrif á skrif annara danskra
blaða. Aðeins eitt þeirra, Dagens Nyheder, hafi gert fyrirspura
um það, hvort íslendingar væru að leita fyrír sér um danskt
lán, og hafi fjármálaráðherrann svarað fyrirspuminni neitandi.
Þannig hefir þá íhaldsrógurinn héðan að heirnan enn á ný
verið kveðinn niður — af dönsku ríkisstjórninni. Vill ekki Mbl.
gefa út „fregnmiða“ um það?
Viðskiptin
við útlönd
Þau eru 2'/z milj. króna
hagstæðari en á sama
tíma í fyrra
Samkvæmt bráðabirgða-
skýrslum Hagstofunnar nam
verðmæti innfluttrar vöru í
júnímánuði 4 millj. 378 þús.
kr. á móti 5 millj. 103 þús. kr.
í sama mánuði í fyrra.
Heildarverðmæti innflutn-
ingsins fyrst-u -6 mánuði yfir-
standandi árs, er samkvæmt
bráðabirgðaskýrslunum, 19
millj. 707 þús. kr., en var 22
22 millj. 945 þús. kr. á sama
tímabili árið 1935.
I innflutningnum á þessu ári
er meðtalið efni til Sogsvirkj-
unar fyrir ca. 180 þús. kr. og
til rafveitu á Siglufirði fyrir
54 þús. kr., en á sama tíma í
Framh. á 4. síðu.
ÍHryggð Valtýs
Valtýr Steiánsson ritstjóri
Morgunblaðsins heiir á nýaf-
stöðnum fundi helztu ráða-
manna íhalsins látið í ljós
djúpa hryggð yfir því, að hann
skuli ekki vera virtur þess að
fá að vita um mikilsvarð-
andi tillögur, sem bornar séu
fram af fulltrúum flokksins.
Nefndi hann það til, að sér
hefði verið algerlega ókunnugt
um það, að Magnús Guð-
mundsson hefði i fyrra borið
fram tillögu um að fá hingað
danska flugvél til sildarleitar
og Iandhelgisgœzlu. Að öðrum
kosti myndi hann ekki hafa
hleypt formanni flokksins í
blaðið með árásir á þessa ráð-
stöfun.