Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Gula-bandið er bezta og ódýraata smjörlikið í heildsölu hjá Samband isl. samvínnufélaga Biml 1080 Sjúkrasamlag Reykjavíkur Austurstræti 10. Afgreiðslutími, alla virka daga, frá kl. 10 .f h. til kl. 4 e. h. — Sími 1724. (Inngangur í skrifstof- una er sami og í Brauns- verzlun). vorar til hinua fegurstu staða á Suðurlandi. Ferðir að: Kirkjubæjarklaustri á Síðu alla máimdaga. Ferðasaga 01ympiuiar> anna tíl Þýzkalands Framh. af 1. síðu. þóttust sundgarparnir um borð þekkja tvo góða félaga sem æft höfðu með þeim sundknattleik en eigi gátu farið með. Hrópuðu þeir þá íslenzkt húrra fyrir þessum ágætu félögum: Lifi Fíalli Sæm. og lifi Ragnar Þorgrímsson. Allir virtust íþróttamennirnir vera í góðu skapi og hugreifir eftir kveðjuræðu Sigurjóns Pét- urssonar glímukappa áður en leystar voru landfestar og einn- ig eftir árnaðaróslíir fólksins við það tækifæri. Minntumst við þá Olympiufaranna íslenzku 1912, þegar Olympiuvellinum í Stockhólmi var lokað fyrir þeim og þeim snúið á brott í það sinnið af því að þeir vildu ekki skríða undir skikkjufald ann- arar þjóðar, en koma fram sem íslendingar. En nú máttum við koma fram sem sjálfstæð þjóð undir okkar eigin fána á hin- um stórfelldu Olympiuleikum, j sem nokkurntíma hafa verið háðir, frammi fyrir 53 þjóðum og þar að auki fylgdu með 30 íþróttakennarar og íþróttafröm- uðir, sem boðsgestir hinnar „ar- isku“ íþróttaþjóðar í Mið-Ev- íópu, sem svo myndarlega hefir til þessa alheims íþrótta- móts stofnað að fá dæmi munu vera. Jæja, á eitt vorum við allir sáttir, og það var það, að við leggðum upp í þessa för sem lærdómsríkan skóla og að oss bæri fyrst og fremst bæði í leik og utan leiks að sanna öðrum þjóðum að á Islandi byggju vel siðaðir menn. En meðan við vorum að þessum heilabrotum hafði Dettifoss runnið út á milli Eyjanna, og var þá tekinn niður og undinn saman hinn fagri silkifáni sem við höfðum haldið yfir flokki okkar meðan skipið rann úr höfn og ríkisstjórnin hafði i gefið okkur til að bera í farar- J broddi á Olympiuvöllum. Nokkr- j ir hinna eldri íþrótamanna í flokknum höfðu í aldarfjórð- ung borið þá þrá í brjósti að fá að taka þátt 1 Olympiuleik- um fyrir íslands hönd og fundið hjá sér þrótt og áræði til þess, en skyldi það hafa ver- ið ofætlun? En nú verða þeir að láta sér nægja að beina þeim yngri braut og aðstoða þá eftir megni til keppninnar, þessi í- þróttaför varð því fyrir þeim eins og Klettafjallaskáldið kvað „sem ríkulát æskuvon rýrnar af því, að rætast í ellinni fyrst“. ; Þó grunar mig að þeir láti hið forna spakmæli rætast „aðeigi i mun skuturinn eftir verða ef vel er róið frammí“. Meðan skipið rann út flóann virtum við fyrir okkur hina gnllfögru fjallasýn, en er skip- j ið tók að hreyfast og nóttin færðist yfir fóru menn að tín- ast niður í skipið og taka á sig náðir. I. I lestinni. I afturlestinni á Dettifossi hafði okkur flestum verið ætl- ' aður bústaður. Þar í efstu I K a n p i ð Notið S j afnar-sápur. lestinni hafði verið gert timb- urgólf, allar útþyljur klæddar með segldúk. I þennan stóra sal var svo raðað hlið við hlið svefnbekkjum og dínum og koddum og breitt ofan á með ullarteppum. í öðrum enda skálans við stigauppganginn var þvotta- og snyrtiherbergi með spegli, og þar andspænis var herbergi matsveinsins. — Þarna lögðust menn nú þreytt- ir til hvílu um kvöldið og hag- ræddu farangri sínum í góðu samkomulagi og varð ekki vart við að menn kynnu illa við þröngbýlið þegar svo mikið lá við sem för þessi. Lögðust menn því næst í rekkju og féllu í svefn. En um fótaferðatíma næsta morgun sást hilla undir Vestmannaeyj- ar, bergrisana miklu, sem gnæfa svo hátt upp úr brimi og boð- um hafsins, hina siðstu útverði Jslands. Skipið lagðist fyrir akkerum á ytri höfninni í Vest- mannaeyjum og var skipað þar í land farangri nokkrum og þar á meðal einum fallegum hesti, en aftur bættust í hóp okkar nokkrir Olympiufarar frá Eyj- um. Frh. Frá Kirkjubæjarkliusfri alla prídjtidaga. Til Víkur iMýrdal mídvikud., fösiud. oglaugard. Að Múlakoii í Fljóishlíð, ferðir dagl. kl. 5 e.h- Bifreidasföd Reykj avíkur. braad Carborundum Brand Nia- gara Grinders hafa alla þá kosti og gæði til að bera, sem aðeins fást mieð margra ára tilraunum og reynslu. Hver brýnsluvél er útbúin með hinum heimsfrægu, hreinu Car- borundum; smérgelskífum. Notið eingöngu Carbo- rundum brýnslutækil NYJA ÞVOTTAHÚSIÐ Greiiisgöiu 46 Ssmi 4898 Fullkomnustu vélar — Fljót og góð vinna. Síldarborgpln við Íshafíð V. Um það leyti sem undirbún- ingur var hafinn að hinum inn- lenda verksmiðjurekstri á Siglufirði undir stjórn Magnús- ar Kristjánssonar var á döf- inni hjá Siglfirðingum hafnar- bryggjumál. Fram að þeim tíma höfðu verið gerðar þar rnargar timburbryggjur vegna síldveiðanna, en þær voru veik- ar og brotnuðu oft af ísreki í vetrarveðrum. Farþegarskipin lögðust úti á höfn og varð að flytja fólk á bátum milli lands og skips. Úr þessu var bætt með hinni góðu hafnarbryggju sem bæjarstjórn lét gera fram af Siglufjarðareyri innanverðri. Er það vandað og gott mann- virki. Létti það mjög undir að einn af bæjarfplltrúum Fram- sóknarmanna á Siglufirði hafði verið svo framsýnn nokkrum árum áður að gera það að skil- yrði við einn af bryggjueigend- um, sem vildi byggja mann- virki sitt vegna síldarverkunar, að hann yrði hvenær sem bær- inn heimtaði, að rífa á sinn kostnað bryggjubygginguna. Kom þetta að góðu haldi þeg- ar byrja skyldi á bryggjubygg- ingunni, því að þá fékk bær- inn ókeypis nauðsynlegt land og aðstöðu við bryggjugerðina fyrir að leyfa sama landeiganda að halda hinu fyrra mannvirki óhreyfðu. Er talið að þessi að- staða mundi hafa kostað bæinn allt að*100 þús. kr. ef til kaupa hefði komið. Siglufjörður hafði nú eign- ast góða og fremur ódýra bryggju. Þá var næsta skrefið að verja eyrina sem bærinn stendur á og timburbryggjur síldarverksmiðjanna og síldar- kaupmannanna fyrir vetrar- flóðum og íshættu. Þetta var mikið mannvirki. Það þurfti að 1 breikka hinn eldri sjóvarnar- garð norður á eyrínni og lengja hann síðan út í höfnina. Inn- an á þessum garði kemur önnur J hafnarbryggja, bænum til handa en garðurinn hlífir öll- um tíu timburbryggjunum sem liggja í skjóli við hann, fram af eyrinni. Að lokum fór svo um fram- I kvæmd þesa verks að samið I var við danskt firma. Ríkis- j mu.ij ■síS3a\ gu .ingoCs þriðjung kostnaðar á fjórum árum, 50 þús. kr. á ári, ef bær- inn legði fram og tæki sum- part að láni 400 þús. kr. Er verkið nú tæplega hálfnað, en unnið að því árlega. Það var erfit að koma þessu máli í framkvæmd. Kreppan var skollin á, og Ásgeir Ásgeirs- son var að vonum tregur til að heita stórum f járframlögum og ábyrgðum fyrir ríkissjóð. En Siglufirðingar höfðu þá sama lagið og venjulega, þegar einhverju þarf að koma , fram- kvæmd í Reykjavík. Þeir fólu Þormóði Eyjólfssyni að fylgja málinu eftir fyrir sunnan og skýra aðstöðu Siglfirðinga. Bernharð Stefánsson og Einar Árnason höfðu þá tekið málið upp á þingi, en það átti erfitt uppdráttar. Ihaldið og varalið þess var þungt í skauti. Þor- móður lagði sig mjög fram við málið að vinna því fylgi. Var þ‘að ein meginröksemd hans að ríkisverksmiðjumar gætu tap- að á ári hverju timburmann- virkjum, sem kostuðu marga tugi þúsunda, auk alls þess, sem einstakir menn kynnu að rnissa á sama hátt, ef tré- bryggjurnar yrðu framvegis varnariausar. Með mikilli lægni og þrautsegju • tókst þm. Ey- firðinga og Þ. E. að fá þingið til að heita hjálp sinni. — Skömmu síðar var samið um verkið og vinna byrjuð, og eft- *ir nokkur missiri verða hafnar- mannvirki þessi fullger. Á fáum árum hafa Siglfirð- ingar þannig komið sér upp bryggju og fullkomnum sjó- varnargarði, sem hlífir hinum nauðsynlegustu timburmann- virkjum, sem notuð eru við síldarsöltunina. Og á sama tíma hafa verið reistar tvær íullkomnar síldarbræðslur á Siglufirði, og þrjár erlendar verksmiðjur fluttar á innlenda eigendur. Þessar framkvæmdir eru undirstaða hins örugga at- vinnulífs, sem bærinn byggir nú á. Allar þessar framkvæmd- ir hafa verið gerðar undir for- ustu Framsóknarflokksins eða með óhjákvæmilegum stuðn- ingi hans. J. J. m með isTeiisktim skipmi

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.