Nýja dagblaðið - 09.08.1936, Síða 3
N Ý J A '
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritnefnd:
Guðbrandur Magnúaaon,
Gísli Gufimundseon,
Guöm. Kr. Guðmundason.
Ritstjóri og ábyrgöarmaður:
JJórarinn pórarinaaon.
Ritstjómarskrifatofur:
Hafn. 16. Símar 4S73 og Ö5S.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. p|
í lausasölu 10 aura eint. g;,
Prentsm. Aeta.
Simi 3948.
Eínsog hvífurláni
á ræníngjaskípí
í Mbl. í gær er því hátíðlega
lýst yfir, að íhaldsflokkurinn
hafi fyrir löngu ákveðið: „Að
vinna að því og undirbúa það,
að ísland taki að fullu öll sín
mál í sínar eigin hendur og
gæði landsins til afnota fyrir
landsmenn eina . .
Svona hljóða þau, heit í-
haldsmanna.
„gæði landsins fyrir lands-
menn eina.“
En hvernig hefir fram-
kvæmdin orðið?
Sumir æðstu menn hinnar
pólitísku starfsemi íhalds-
flokksins hafa fylgt þessu há-
tíðlega heiti eftir á þann hátt,
að gerast keyptir þjónar er-
lendra lögbrotamanna, til þess
að þeir — útlendingarnir —
gætu hagnýtt sér „gæði lands-
ins“, þ. e. fiskimið landhelg-
innar, „til afnota fyrir“ þá út-
lendingana, en að sama skapi
til tjóns fyrir íslenzku þjóðina.
Það er ekki einungis að sum-
ir fyrverandi formenn í „sjálf-
stæðisfélögum“ íhaldsmanna
hafi setið á svikráðum við sín
eigin gjallandi heit og málstað
þjóðarinnar allrar, heldur hafa
þessi landráð verið framin um
langt skeið og einmitt á
þeim stöðum þar sem samborg-
urum hins „sjálfstæða“ njósn-
ara hlaut að verða til ómetan-
legs tjóns eins og líka hefir oft
orðið raunin á.
Þessi ömurlega og smánar-
fulla staðreynd liggur fyrir um
það, hve alvarlega sumir hátt
settir menn innan íhaldsflokks-
ins taka „sjálfstæðis“-heitin og
fullyrðingarnar, oghvemig unn-
ið er að þeim í framkvæntd
Hingað kemur naumast svo
erlendur atvinnurekandi til
dvalar, að málgagn íhaldsins
haldi ekki fram hans málstað,
gegn hagsmunum verkamanna
í landinu ef til ágreinings hefir
komið á milli þessara aðila.
Meðan vel séðir íhaldsmenn
í tignarstöðum innan flokksins
standa vörð fyrir erlenda þjófa
og veiðiræningja, meðan hrópar
íhaldið sín hátíðlegu loforð út
yfir þjóðina: „Gæði landsins
til afnota fyrir landsmenn
eina“.
Hin fögru, fölsku, sjálfstæð-
isheit eiga að dylja svívirðing
landráðayðjunnar. Það minnir á
hvítan friðarfána yfir dulbúnu
ræningjaskipi.
Skýr sla
frá. SjötTerdlAgsBeind
Um miðjan ágúst síðastlið-
inn var endurskipað í kjötverð-
lagsnefnd til eins árs. Þá varð
ekki önnur breyting ánefndinni
verði slátrað, því þá er hægara
að skipta kjötmagninu milli
innlenda og erlenda markaðsins
og láta skiptinguna verða rétt-
láta milli þeii-ra er slátrunar-
leyfin fá.
Á innlendum markaði var
leyft að selja það kjötmagn,
sem talið var líklegt að þar
mundi seljast. Söluelyfin voru
fyrst og fremst miðuð við það,
að markaðurinn á hverjum stað
yrði notaður af þeim sem þar
slátruðu. Því voru innanlands-
söluleyfin misjöfn í slátrunar-
stöðunum eða frá 100 til 20%
af kjötþunga alls sláturfjárins.
Þar sem innanlandssala á slátr-
unarstað var lítil eða engin
voru innanlandssöluleyfin mið-
uð við það tvennt, að nægjan-
legt kjöt yrði til sölu í landinu
til viðbótar við það, sem slátr-
að var á þeim stöðum sem
markaður er fyrir meira kjöt
en þar er slátrað og að innan-
landssalan gengi sem jafnast yf
ir. Hinsvegar var ekki tekið
neitt fram um það í slátrunar-
og söluleyfunum í hveniig
verkuðu ástandi menn seldu
kjötið sem leyft var að selja
innanlands, og máttu leyfishaf-
ar því sjálfir ráða því.
Þeim sem fengu slátrunar-
leyfi má skifta í tvo hópa: 40
samvinnufélög, sem eru í SÍS,
9 önnur samvinnufélög og’ 77
káupmenn. Auk þessara slátrun
arleyfa fengu ýmsir að láta
kunningja sína og venzlamenn
fá eina og eina tunnu. Hangi-
kjötssala var frjáls manna á
milli og verð á því aldrei ákveð-
ið af nefndinni.
Milli þessara aðila skiptist
sláturfé og kjötmagn þannig:
Páll Zophóníasson.
en að Jón kaupfélagsstjóri I-
varsson lét af formannsstarfi,
eftir eigin ósk, en í stað hans
var Páll ráðunautur Zóphónías-
son skipaður formaður, en
hann hafði verið varaformaður
nefndarinnar frá byrjun og
gegnt formannsstörfum í stað
Jóns.
Eins og skýrsla nefndarinnar
Sambandsfélögin slátraðu 224782 fjár, 60,8% 3051568 kg. kjöt 60,9%
Önnur samv.fél. slátruðu 77056 fjár, 20,9% 1011471,9 kg. kjöt 20,2%
Kaupmenn slátruðu 67620 fjár, 18,3% 889355,5 kg. kjöt 17,7%
Ivjöt milli manna 58523,0 lcg. kjöt 1,2%
Alls 369458 fjár,100,0% 5010918,4 kg. kjöt 100 %
Af slátnrfénu voru 345164 dilkar með 4463271,6 kg. kjöt
12144 geldfé með 275110,2 kg. kjöt.
12150 milkar ær 214012,7 kg. kjöt.
Samtals 369458
4952394,5 kg. kjöt.
Til enn frekari glöggvunar á því, hverjir seldu kjötið úr
landi og hverjir notuðu innanlandsmarkaðinn, skal þetta yfir-
frá 7. ágúst 1935 ber með sér, var 1. ág. 1935 talið óselt af lit gefið: Selt innanlands Selt úr landi
kjöti í landinu 122 smálestir af Kg. % Kg. %
freðkjöti og 95 tunnur af spað- Sambandsfélögin 883428,0 28,9 2168139,5 71,1
höggnu saltkjöti. Við þetta Önnur samv.félög 831771,9 82,3 179700,0 17,7
hefði þó verið rétt að bæta 25 Kaupmenn 620798,5 69,8 268557,0 30,2
smálestum af freðkjöti af Kjöt milli manna 58523,0 100,0
rosknu fé sem Sláturfélag Suð-
urlands átti en ætlaði til vinslu
og því ekki talið í birgðum þess
til nefndarinnar. Raunverulega
voru því freðkjötsbirgðimar 1.
ág. 1935, 147 smál.
Leyft var að byrja slátrun í
Reykjavík 12. ágúst (þann dag
eru sláturléyfin afgreidd) en út
um land var leyft að byrja
nokkru fyr, þar sem um kjöt-
sölu var að ræða og þar sem
ekki var hægt að koma við að
selja freðkjöt.
Við veitingu sláturleyfa var j
þeirri reglu fylgt, að veita þeim
slátrunarleyfi, sem áður höfðu
haft slátrun, og hafa leyfin
það rúm, að þeir sem þau
fengu, gætu slátrað svipaðri
fjártölu og þeir voru vanir. —
Margir höfðu sótt um leyfi til
að slátra miklu fleira fé, en
nokkrar líkur voru til að þeir
hefðu þörf fyrir og miklu meii’a
en þeir höfðu slátrað 1933 og J
1934, og var þeim vitanlega ekki ^
veitt það. — Hinsvegar var
þeim mönnum, sem fengu
fleira sláturfé, en leyfi þeirra
hljóðuðu upp á, veitt viðbóta-
slátrunarleyfi, en langflestir
slátruðu hvergi nærri þeirri
sláturfjártölu er þeim var leyft
í fyrstu. Samvinnufélögin sóttu
flest um slátrunarleyfi fyrir
svipaða fjártölu og þau slátr-
uðu. Nefndin vill vekja athygli
manna á því, að það er mikils
virði að fá strax þegar sótt er
um slátrunarleyfi sem gleggst-
ar upplýsingar um hve mörgu
2394521,9 47,8 2616396,5
52,2
Af kjötinu sem selt var inn-
anlands seldu sambandsfélögin
36,82%, önnur samvinnufélög
34,74%, kaupmenn 25,92% og
einstaklingar 2,45%. Kjöt það,
sem út var selt skiptist þannig
að sambandsfélögin seldu 82,87
%, önnur samvinnufélög 6,87%
og kaupmenn 10,26%.
Af útflutningskjöti annara
samvinnufélaga hefir SÍS flutt
út 94,4% og því alls flutt og
selt úr landi 89,4% af öllu því
kjöti sem selt hefir verið úr
landi.
Af þessu sést það, að samb.-
félögin, sem hafa 60,9% af öllu
kjötmagninu, selja ekki nema
28,9% á innlendum markaði, en
félögin sem ekki eru í SÍS og
hafa ekki nema 20,2% af öllu
kjötmagninu selja 82,3% af því
í landinu. Kaupmenn sem ekki
hafa nema 17,7% af öllu kjöt-
magninu selja yfir 69% af því
innanlands.
í þessu sambandi er rétt og
sjálfsagt að geta þess, að 32
kaupmenn hafa selt meira af
kjöti innanlands en þeim var
leyft af nefndinni og alls hafa
þeir selt yfir 90 smál. meira
innanlands en þeim var leyft.
Þetta hefir vitanlega orðið til
þess, að rugla allar áætlanir
nefndarinnar. Þetta kjöt var á
innanlandsmarkaðinum án henn
ar vitundar og leyfis og það
liefir gert það að verkum að á
honum var meira kjöt en þar
var hægt að selja. Meginið af
þessu kjöti mun hafa verið
selt strax í haust er leið og
þrýst þá af markaðinum kjöti
sem leyfilegt var að selja. Til
allrar hamingju fyrir bændur
landsins var nokkuð af freð-
kjöti er Sláturfélag Suðurlands
átti og ætlað var til sölu í Rvík
verkað þannig að hægt var að
flytja það út og selja á er-
lendum markaði. Sláturfélag
Suðurlands hefir nú flutt út
nær 70 tonnum, sem því var
leyft að' selja á innlendum
markaði og á þann hátt hefir
! þetta að nokkru leyti bjargast.
j Þó eru enn eftir óseldar kjöt-
1 birgðir, sem mundu nú að
i mestu eða öllu leyti seldar ef
i fyrirmælum nefndarinnar hefði
j verið hlýtt.
Nefndin hefir ekki tekið á-
kvörðun um það, hvernig snú-
j ist verður við brotum þessara
j manna á fyrirmælum hennar.
• En það verður gert áður en
slátrunarleyfi verða veitt að
nýju.
1. september 1935 voru til 95
spaðsaltaðar kjöttunnur. Nú er
allt saltkjöt búið. Þetta stafar
ekki af því að meira hafi selst
af saltkjöti í landinu í ár en
áður heldur af því að minna vat
spaðsaltað.
Af freðkjöti var nú 1. ágúst
óselt mikið minna en í fyrra,
eða 78,3 tonn á móti 147 í
i fyrra. Frh. á 4. s.
Dönsku
Landsþíng-s-
kosningarn-
ar í hausl
EINKASKEYTI TIL
NÝJA DAGBLAÐSINS.
Khöfn í júlí
Um miðjan september n. k.
fara fram í Danmörku kosning-
ar til Landsþingsins.
Væri hægt að dæma eftir
síðustu kosningum til þjóð-
þingsins í fyrra, virtust úrslit-
in augljós, sem sé þau, að jafn-
aðarmenn og frjálslyndi vinstri
fiokkurinn næðu meirihluta. —
En í kosningunum í fyrra
unnu þessir flokkar mikið á og
hafa nú í þjóðþinginu 82 full-
trúa, gegn 66, er aðrir flokkar
hafa samtals, auk þingm. Fær-
eyinga.
í landsþinginu eru hlutföllin
þannig, að stjórnarflokkarnir
eiga þar 34 fulltrúa á móti 41,
er andstæðingarnir hafa auk
eins þingm. úr Færeyjum.
Kosningar til Landsþingsins
fara fram fjórða hvert ár og
eru þannig, að kosið er í helm-
ing landsins hvert sinn. Við
síðustu kosningar til Lands-
þingsins 1932 hlutu stjórnar-
flokkarnir rúm 500 þús. atkv.,
en andstæðingamir, þ. e. íhalds-
menn og vinstrimenn, rúmlega
490 þús.
En ástæðan til þess, að
stjórnin er samt í minnihluta í
Landsþinginu, er sú, að í stjórn-
arskrá Dana er svo ákveðið, að
viss tala þingmanna skuli valin
í hverju kjördæmi. T. d. eru
kosnir 10 þingnlenn í Kaupm.-
höfn (aðalborginni) og 12 í
öðrum hlutum Sjálands og eyj-
anna, og svo loks 24 á Jót-
landi.
Þetta fyrirkomulag hefir
reynst íhaldssinnuðu flokkun-
um hagkvæmt og þessvegna
halda þeir enn meirihluta í
Landsþinginu, þrátt fyrir minna
atkvæðamagn.
Og ástæðurnar eru fyrst og
fremst þessar; í fyrsta lagi að
í þeim landshlutum sem næstu
kosningar fara fram í eiga
stjórnarandstæðingar — eink-
um vinstrimenn — sterkt
fylgi.
í öðru lagi er aldurstakmark
til Landsþingskjörs 35 ár í stað-
inn fyrir 25 ár til þjóðþingsins.
Og eldra fólkið er altaf íhalds-
samara eins og kunnugt er.
í þriðja lagi velur síðasta
Landsþing einn fjórða hluta
þingm. er þar taka sæti næsta
kjörtímabil. Getur það íhalds-
sinnaða þing því endurnýjað
sjálft sig að nokkru leyti.
Meira kemur og hér til, sem
veldur því, að hinir smærri
flokkar fá meiri álirif til kosn-
inga, en þeim ber eftir hreinu
atkvæðamagni.
Og að síðustu má g’eta þess,
og það getur haft áhrif á Lands
þingskosningarnar, að bæði
jafnaðarmenn og radikalir
ganga til kosninganna með þá
ætlun í framtíðinni að afnema
Landsþingið. Frh. á 4. s.