Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Síða 3

Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Síða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ S NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritnefnd: Guðbrandur Magnúsaon, Gisli Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: þórarinn pórarinsaon. Ritstjómarskrifstofur: Hafn. 16. Símar 4373 og 2363. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsm. Acta. Sími 3948. »Ekkert npplýst« segír Morg-uobl. Viku eftir viku hafa íhalds- blöðin verið full af frásögnum um það, í hvaða erindum Stauning hafi komið hingað í sl. mánuði. Mbl. og Vísir fræddu lesend- ur sína á því dag eftir dag hvert hið lævísa voðaerindi forsætisráðherrans væri. Þau vissu það upp á hár og miðluðu öðrum af ríkdómi sinnar vizku. En svo kemur fráhvarfið S. 1. þriðjudag leitar Mbl. í ■ þessu efni, sem fleirum, á náð- ir M. G. Blaðið spyr Magnús eftir erindi Staunings alveg eins og eftir hinni ógurlegu flugvél. „Upplýstist nokkuð“ spyr Mbl. og Magnús hristir sitt fróma höfuð. „Nei“ —• ekkert upplýst. Og yfir þessu fræðandi samtali Mbl. og Magnúsar stendur með feitum stöfum: „Ekkert upplýstist um erindi Staunings." Skýrari yfirlýsingu gat Mbl. ekki gefið um það, hvert sann- leiksgildi hefir verið í öllum þess löngu og mörgu greinum um „erindi“ þessa víðkunna manns, sem það hafði svo vendi- lega útskýrt fyrir lesendunum. Það er vonandi fyrir íhalds- menn, að sá voði eigi ekki að þeim að steðja, að Stauning komi sjálfur í hinni hræðilegu flugvél að sumri. Það gæti hæg- lega orðið til þess að Kveldúlfs- bræður þyrðu hvergi nærri honum að koma í þeirri vítis- vél, hvað þá að þeir hætti á að sýna honum leiguíbúðir sínar hjá þjóðbankanum. Nei, slíkan kaleik réttir forsjónin tæplega að Mbl.mönnum. Fyr má nú rota (íhaldið) en (dauðrota. „í listræmmi tilgangi“? Ekki verður annað sagt en að blað varaliðsins sé heldur orðið með þynnra lagi. Ekki svo mjög fyrir það, að hafa rýrnað að stærðinni um helming. En sá siður virðist þar upp tekinn, að á þær rytj- ur, sem eftir eru af blaðinu, er uppprentaður einhver sá fá- ránlegasti þvættingur, sem birzt hefir hér í einu bæjar- dagblaðinu um langt skeið. w o 1 s s o h. Jósef í deilum milli tveggja Vest- mannaeying’a hefir slæðst inn í Mbl. villa í grein eftir Jóhann Jósefsson alþm., sem ég vil leiðrétta þegar í stað. Jóhann Jósefsson lætur eins og það hafi verið mín ráð ein- göngu að Óðinn var seldur og að við borð lá, að Þór yrði líka seldur eða leigður. En hið sanna í málinu er það, að við Framsóknarmenn höfum að vísu haft forgöngu í þeirri um- bót landhelgisgæzlunnar, sem hér var um að ræða, en í raun og veru stóðu bæði Alþýðufl.- menn og þeir Mbl.menn, sem láta sér annt um landhelgis- gæzluna, með okkur í málinu. Þjóðinni er orðið það full- ljóst nú, að hún hefir ekki efni á að halda úti þrem stór- um varðskipum. 800 þús. kr. á ári í reksturinn, er of mikið fyrir þjóðarbúið í útgjöld við þann eina lið. Auk þess leiddu togaranjósnirnar í ljós, að stóru skipin, eins og Ægir og Óðinn, voru litlu áhrifameiri við gæzlu en vopnaður bátur, sem hinir leigðu föðurlands- svikarar úr íhaldsflokknum, gátu ekki varað við. Þegar M. G. tók við yfir- stjórn landhelgismálanna, lét hann 1—2 varðskip liggja í einu, af því að ekki var að lians dómi rétt að eyða fé í út- gerð þeirra. En engu að síður kostaði Óðinn árlega um 60 þúsund krónur, í vátryggingu, viðhald og mannakaup, en Þór nokkru minna. Aðstaðan var því orðin sú, að Öðinn og að nokkru leyti Þór, lágu eins og mara á landhelgisgæzlunni. Það var ekki hægt að hafa þá á floti nema tíma úr árinu, en vegna lcostnaðar við þessi skip, var ekki hægt að verja fé til vopnaðra báta, sem gáfust bezt, eftir að búið var að setja njósnirnar um varðskipin í fullkomið kerfi, sem Jóh. Jós- efssyni mun ekki vera ókunn- ugt um, þar sem form. í flokks- félagi hans í Vestmannaeyjum var einn af helztu athafna- mönnunum í þeirra sveit. Er þar samanþjappað þeim urmul af málleysum og ógeðs- legum orðskrípum að furðu gegnir. Þessi samsetningur hefir fallið svo „agalega“ vel í málsmekk ritstjóra „bænda blaðsins“ að meginið er tekið orðrétt upp í blaðið. En þetta er ef til vill virð- ingarverð viðleitni til þess að hafa sem mest samræmi milli málfarsins annarsvegar og efn- is hinsvegar enda lét einn bóndi er blaðið hafði séð, og lært liafði þetta nýja mál, svo um mælt, að þetta mundi prentað upp „í listrænum tilgangi". Og hann bætti því við að ritstjór- inn væri orðinn „svakalegur draumur“ en „Framsókn“ „aga- lega tíkó“. s o n a r í fjárveitingamefnd 1985 var enginn skoðanamunur milli okkar Framsóknarmannanna þriggja og íhaldsmannanna fjögra, um að vinna að því að selja eða leigja Óðinn, Þór og Hermóð. Jóhann þekkir vel þá félaga sína úr nefndinni, M. Guðm., Ottesen, Jón á Reyni- stað og Þorstein sýslumann í Búðardal. Þessir menn vildu eins og við Framsóknarmenn, komast úr þeirri hlægilegu sjálfheldu, að landið ætti dýr skip, en gerði þau ekki út. Auk þess hygg ég að Pétur Ottesen hafi verið mér alveg sérstaklega sammála um, að hið nýja skipulag um 4—5 vopnaða báta og eitt varðskip, Ægi, væri betra. Ástæðan til að Jóhann Jós- efsson og þeir Jensenssynir vildu ekki losna við Þór, eftir allar hinar gömlu lygasögur þeix-ra félaga, var sú, að tog- araeigendur í Reykjavík ótt- ast meira vopnuðu bátana en varðskipin. Ólafur og Thor Thors eru með því, að ríkið eigi Þór og geri hann út. Otte- sen vill starfa með okkur Framsóknarmönnum að því að fá fleiri báta til gæzlu og björgunar. Þeir Jensenssynir hafa persónulegan hagnað af að gæzlan sé áhrifalítil. Ottesen vill taka meira tillit til kjós- enda sinna en Kveldúlfs- bræðra, þó að annað verði oft uppi á teningnum. Þess vegna styður hann í þessu efni það sem er almenningsheill. Við, sem stóðum að hinni nýju ráðagerð um að hafa Ægi til gæzlu og björgunar og nokkra vopnaða vélbáta, höfð- um fyrirhugaða betri gæzlu og björgunarstarfsemi við Vest- mannaeyjar heldur en verið hefir. En keppnin milli þeirra Jóhanns og Páls Þorbjamar- sonar olli því, að allur Alþýðu- flokkurinn og lakari hluti í- haldsins varð í þetta sinn sam- ferða Jensenssonum. En Jóhann Jósefsson hefir í litlu að státa af framgöngu sinni í þessu máli. Hann hefir tekið sér tapað mál. Hinir vopnuðu varðbátar, sem líka annast björgun, eru augljóst framtíðarmál, og afbrýðisemi milli einstakra Vestmannaev- inga mun ekki til lengdar geta varnað góðu máli að sigra. J. J. síldarþrær eða fleiri síldarverksmiðjur ? Kæliþrær? Má reka síldarverksmid|t8r ríkísxns með jarðhíta úr Skútudal í Síglufírdi? Eitir bæfariógeta Guðm. Hannesson Nú er eigi um annað tíð- ræddara hér á Siglufirði en hvað lengi það muni dragast, að komið verði í veg fyrir að síldveiðáflotinn stöðvist í síld- arhrotunum, fyrir það, að eigi sé hægt að taka á móti síld- inni nógu ört til bræðslu. I fyrra vakti það athygli margra að fleiri daga lágu um 40 skip við bryggjur síldarverksmiðj- anna og biðu losunar. Þá reikn- aðist mér og öðrum, er athug- uðu þetta sérstaklega með mér, að þessi bið mundi hafa valdið síldveiðaflotanum, sem hér hef- ir bækistöð sína, um 100 þús- und mála veiðitapi. Þó tekur út yfir í sumar. Þá hefir veiði- tapið orðið enn meira. Hvað veiðitapið megi áætla í sumar hefi ég ekkert getað fylgst með sjálfur, en greinagóður maður, starfandi við síldarverk- smiðjur ríkisins hér, hefir á- ætlað það 200 þúsund mál, en sá maður hefir einkar góða að- stöðu til þess að athuga þetta grandgæfilega, manna bezt, þótt hins vegar verði að viður- kenna, að ómögulegt er — af skiljanlegum ástæðum — að á- ætla slíkt með nákvæmni, Þeg- ar sem hæst stóð í síldarhrot- unni og um helmingur flotans hér varð að bíða 1 4—5 daga við bryggjur, var síldin hér úti fyrir firðinum. Þá hefðu skip- in ekki verið lengi að fá full- fermi, og marghlaða, ef af- greiðsla í landi hefði verið góð. Telur heimildarmaður minn því áætlun sína fremur of lága en of háa. Gerum nú samt ráð fyrir, að í meðalári yrði veiði- tapið ekki nema 100 þús. mál síldar (sem þó mun of lítið). Til skýringar fyrir lesendur má geta þess, að úr þessum 100 þús. málum fást afurðir fyrir eina miljón króna, í sumar sennilega um 2 milj. króna, ef gengið er út frá 200 þús. mála veiðitapi. M. ö. o. í meðalári tapar þjóðin við þetta einni miljón króna í erlendum gjald- eyri að minnsta kosti. Er þó ó- talið enn það tap, er hlýzt af að síldin skemmist í skipunum við að þau þurfa að bíða los- unar, en það nemur miklu. Það ætti nú að vera öllum ljóst, að þetta ófremdarástand má ekki lengur haldast. tír þessu verður að bæta. En eins og svo oft fyr kemur mönnum elgi saman um hvernig eigi að snúast við viðfangsefninu. Telja sumir að fjölga þurfi verksmiðjum, aðrir að byggja þurfi nýjar síldargeymslu- þrær, og enn aðrir að hvóru- tveggja þurfi. Fleiri síldarþrær Það er nú augljóst, að ódýr- asta leiðin væri að byggja ein- ungis venjulegar síldarþrær. Þyrfti þá að byggja þrær, er tækju a. m. k. 100 þús. mál, og er meira en nóg rými til þess á svæði því, er tilheyrir verksmiðjunum, ef fjaran er tekin með. Ef nú yrðu byggðar síldarþrær fyrir 100 þús. mál, má ætla, eftir því sem þrær verksmiðjanna kostuðu, að byggingarkostnaðurinn yrði um 300 þús. kr. Ein af þeim þróm, er byggja ætti, þróin við nú- verandi þró Dr. Pauls verk- smiðjunnar, verður að sjálf- sögðu úr timbri,. eins og eldri þróin, en það er allmiklu ódýr- ara. Hinsvegar kostuðu stein- steypuþrær verksmiðjunnar yf- ir 3 kr. pr. mál, svo að 3 kr. pr. mál ætti að vera varleg áætl- un, sjá þó síðar um gæliþrær. Þó er ótalinn kostnaður við að hafa þrær yfirbyggðar, sem sjálfsagt er, svo sjálfsagt, að undrum sætir, að fyrri þrærn- ar skuli ekki hafa verið yfir- byggðar fyrir löngu, eins mikl- um skemmdum og sól og regn veldur á síldinni, og öllum er augljóst, er veita slíku eftir- tekt. Ég geri að sjálfsögðu enga kröfu til, að ég geti met- ið byggingarkostnaðinn. En af því að ég hafði á hendi út- borgun nokkurs kostnaðar við byggingu ríkisverksmiðjanna 1930, og kynntnst ýmsu fleiru, er að því laut, má fara nærri um þróakostnaðinn, þ. e. a. s. a leikmannavísu. Væri þá bygg- ingarkostnaður 100.000 mála þróa um 1/3 af byggingar- kostnaði einnar verksmiðju með 24.000 mála vinnslu á sól- arhring. Þetta er í stórum aráttum til samanburðar. En það er verkfræðinganna að reikna slíkt út nákvæmlega. Framh. F átækraSramf ær- id á að vera opinbert Á síðastliðnum vetri var sýnt fram á það hér í blaðinu, hversu háskalegt væri að birta elcki skýrslu um þá menn, sem nytu fátækraframfæris í Rvík. í minni bæjum og sveitum landsins er fátækraframfærið opinbert,þar þekkir hver annan cg í þessu er fólgið öryggi um að menn setjist ekki að óþörfu upp á opinbert framfæri. Jafn- framt er hugsunarháttur að breytast í það horf, og þá eink- um fyrir áhrif kommúnista, að sjálfsagt sé að ganga sem lengst í því að nota sér lög- gjöfina um opinbert framfæri. Er allfrægt tiltækið frá Vest- mannaeyjum, þar sem gengið var með undirskriftaskjal milli borgaranna og þeir fengnir til að segja sig til sveitar. Fátækrastjórnin í Vestm.- eyjum fékk síðah undirskrift- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.