Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Blaðsíða 4
4 N Ý J A D AGBLAÐI Ð — GamlaBíóHBSOHB Þér æffuð að giftast Afar skemmtilegur gaman- leikur í 12 þáttum. Aðalhlutverk leika; Illone Wieselmann °g Henrik Bentzon. Ajtwáúl Veðurspá íyrir Reykjavík og ná- grenni: Stinnings norðvestan- eða norðan kaldi. Skúrir, en bjart á ínilli. Næturlæknir er í nótt Kristinn Björnsson, Stýrimannastíg 7, sírni 4604. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpað í dag: kl. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. (9,20 Hljómplötur: Lög eftir Rich. Strauss. 20,00 Erindi: Sigurður slembidjákn og Sverrir prestur (Björn Sigfússon magister). 20,25 Auglýsingar. 20,30 Fréttir. 21.00 Hljómplötur: a) Lög við íslenzka texta; b) Lög, leikin á píanó. Aflasölur. Gyllir seldi 113 tonn al' ísfiski í Cuxhaven í fyrradag fyrir 19109 ríkismörk. — í gær seldu ísfisk í Wesermúnde: Haf- steinn 92 tonn fyrir 16700 ríkis- mörk og ^Baldur 87 tonn fyrir 12700 rikismörk. Bragi seldi í gær i Grimsby 1249 vættir fyrri 1004 sterlingspund. Nýstárleg sýning. Sýning á ís- lenzkum og norskum skipulags- uppdráttum verður opnuð í Mið- bæjarskólanum. Sýning þessi er all-umfangsmikil og er í þremur skólastofum. Aðgangur er ókeypis. Hötnin. Dronning Alexandrine kom frá útlöndum síðdegis í gær. Dettifoss og Lyra fóru á leið til útlanda síðdegis í gær. — Flutn- ingaskipið Katla kom í gær- kvöldi. Hr. Gjerlöff hagfræðingur hélt fyrsta fyrirlestur sinn um skipu- lag bæja í Kaupþingssalnum í gærkvöldi við húsfylli. Nokkurra atriða úr fyrirlestrinum verður getið hér i blaðinu á morgun. Knattspyrnufélagið Fram sendi ílokk manna til Vestmannaeyja í gærkvöldi, til að keppa við knatt- spyrnumenn þar á þjóðhátíð Vest- rnannaeyinga, sem hefst í dag. Brakandi þerrir norðanlands í gær. i gær var stinnings kaldi á suðvestan, skúrir og 8 stiga hiti á Suðvesturlandi. Á Vestfjörðum var allhvöss austanátt og rigning. En á Norðaustur- og Austurlandi var hæg sunnanátt, bjartviðri og 12—15 stiga hiti. Var heyþerrir þar því ágætur í gær. Gefjun lækkar verð á lopum. — Klæðaverksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri hefir löngum undanfarið selt mikið af lopum og er það mjög handhægt húsmæðrum, sem vilja og geta sjálfar unnið úr ís- lenzkri ull. Slíkur heimilisiðnað- ur er þó næsta fágætur nú hjá því sem áður var og er það illa íarið. þó má vænta þess að með vaxandi áhuga landsmanna fyrir ínnlendri framleiðslu kunni tó- vinna aftur að færast í vöxt. Er því vel farið, að Gefjun hefir iækkað verð á lopum til þess að hvetja fólk til að notfæra tóm- stundir sínar við tóvinnu. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir nú hinn alkunna skopleik Frænka 9 menn farast í bílslysi í Tékkóslóvakiu London í gær. FÚ. I dag fór fólksbifreið með 16 manns út af veginum í fjallahéraði í Tékkóslóvakíu, og valt hún niður í djúpt gil. Níu manns biðu bana. Orsökin til slyssins er talin sú, að hemlur bifreiðarinnar hafi verið í ó- lagi. Skógrækfarrnál Eyfirðinga Skógræktarfélag Eyfirðinga hefir fengið heimild fyrir rúm- lega 200 hektara landi á Sval- barðsströnd til skóggræðslu og girt það í sumar með 3 kíló- metra langri girðingu. Landið er nánast rétthymingur að lögun og liggur gegnt Akur- eyri með sjó fram, í löndum Varðgjáa beggja, Veigastaða og Halllands. Girðingunni er nú að mestu lokið, er hún úr vírneti með gaddavír að ofan cg neðan og steyptum stöplum í horaum og hliðum. Tíðindamaður útvarpsins á Akureyri fór í gær ásamt stjórn félagsins að skoða land- ið og girðinguna. Lega lands- ins er ágæt og þar virðast vera góð skilyrði til skógrækt- ar, enda finnast í því viltar smá-birkiplöntur á stöku stað. Ráðgert er að byrja í haust að undirbúa landið og ef til vill að sá í einhvern hluta þess. Að lokinni skoðun bauð for- maður félagsins, Jón Rögn- valdsson, gestunum heim að Fífilgerði og veitti þeim góðan beina. Sama félag hefir einn- ig í sumar byrjað að girða skóglendið í Leiningshólum. Fé- lagið var stofnað 11. maí 1930 og hét þá Skógræktarfélag ís- lands. Girti það sama ár um 2 dagsláttur lands við Garðsár- gil, og gerði þar tilraunir til sjálfsáningar á skógi. Ári síð- ar girti félagið 5 ha. land til skógræktar í skóglandi á Þela- mörk. Félagsmenn eru 52, þar af 22 æfifélagar. Stjórn félagsins skipa: Jón Rögnvaldsson garð- yrkjumaður, formaður, Jónas Þór verksmiðjustjóri og Berg- steinn Kolbeinsson bóndi Leifs- stöðum. — FÚ. Charleys. Myndin er þýzk og leikur Paul Kemp aðalhlutverkið, frænkuna. — þér ættuð að gift- ast, nefnist dönsk gleðimynd, sem nú cr sýnd í Gamla Bíó og nýtur mikilla vinsælda. — Báðar þess- ar myndir eru sýndar við mikla aðsókn. V öruf lutning abiireiðin HF. 27 valt á hliðina í Kömbum við neðsta vetrarafleggjara frá aðal- veginum, í gær síðdegis. Tals- verður halli er þar og mun hann hafa orsakað slysið. Á bifreiðinni voru 18 hestar af heyi og sátu 2 rnenn ofan á ækinu, en þar eð bif- j-eiðin var alveg stöðvuð, gátu þeir rent sér aftur af henni, áður en liún fór um. Stýrishús bifreið- arinnar brotnaði nokkuð, en bif- reiðarstjórann sakaði ekki. — FU. 6O°|0 lygi Framh. af 1. síðu. og tollar til ríkissjóðs sam- tals 12,2 millj. kr. Og árið 1936 eru allir skatt- ar og tollar til ríkissjóðs áætl- aðir í fjárlögum samtals 12,1 millj. kr. Morgunblaðið lýgur um meira en 60 % ! 45 Umsókmr Framh. af 1. síðu. Benedikt Jakobsson, Lauf- ásveg 46. Gísli Hjálmarsson, Laug. 49. Helgi Tryggvason, Hring- braut 150. Guðm. Fr. Einarsson, Baugs- vegi 3 A. Jóhannes Kr. Jóhannesson, Ásvallag. 75. Sigurgeir Jóhannsson, Bar- cnsstíg 27. Gestur Hannesson, Þverv. 10. Sæmundur Ólafsson, bifreið- arstjóri. Einar Einarsson, Nýl. 18. Sigurður Guðmunds., Norð- urstíg 4. Hallus Þorleifsson, Baróns- stíg 65. Pétur Breiðfjörð, Hörp. 13. Þórður Flygenring, Hafnar- firði. Jón Árnason, Vest. 54. Stefán Stefánsson, Þingh. 28. Ellert Magnússon, Freyj. 42. Filippus Ámundason, Braut- arholti, Reykjavík. Friedrich Fahning, Vegamót- um, Kaplaskjóli. Ásgeir Ólafsson, Von. 12. Jochum M. Eggertsson. Einar Skúlason, Amt. 2. Sigurður Jónsson, rafvirkja- meistari. Hannes M. Þórðarson, Berg- þórug. 23. Ingvar Þórðarson, Vit. 11. Erlingur Pálsson, Bjargi, Sundlaugav. Loftur Bjarnason, Lauf. 55. Marteinn Steindórsson, öldu- götu 55. Guðm. H. Þorláksson, Hverf- isgötu 112. Þorsteinn Jónsson, áður bankaritari. Frá Spáni Framh. af 1. síðu. vélar, með þýzkum flugmönn- um, séu komnar til Sevilla. Segist hann hafa séð þær með eigin augum, og hafa talað við flugmennina, og ennfremur hafi þýzki konsúllinn í Sevilla sagt sér, að Þjóðverjarnir ættu að veita Spánverjum tilsögn í flugi. Útbreiðsluráðherra Þýzka- lands, dr. Göbbels, segir í þessu sambandi, að sér sé al- gerlega ókunnugt um að nokkr- ar þýzkar flugvélar hafi verið sendar til Spánar og að orð þau, sem höfð sé eftir konsúl Þjóðverja í Seville, geti hann alls ekki hafa mælt, heldur hljóti þau að vera uppspuni fréttamannsins. Sami fréttamaður segir einn- i ig frá því, að allmargar ítalsk- ar flugvélar séu í Sevilla, Og ' flóttamenn, sem komið hafa til Gibraltar frá Sevilla, segja i frá því, að þar séu bæði þýzkar ! og ítalskar flugvélar og er- I lendir flugmenn. | O’Duffy, foringi írskra þjóð- . ernissinna, hefir haft við orð, I að safna írsku liði til aðstoðar j uppreisnarmönnum á Spáni. O’ ! Duffy er lagður af stað frá Ir- landi til meginlandsins. í fréttum frá frönsku landa- mærunum er sagt, að skot- ! drunurnar frá fallbyssum upp- ; reisnarmanna, sem sækja fram 1 til San Sebastian, færist æ 1 nær, og er álitið, að þeir muni j nú vera að nálgast San Se- bastian. Landamærunum hefir verið lokað, og umferð um veginn, sem liggur frá Spáni um Irun, hefir engin verið, síð- asta sólarhringinn. Það er álit- ið, að uppreisnarmenn hafi notað sér það hlé, sem varð í bardaganum á þessum slóðum í gær, til þess að afla sér liðs- auka og meiri hergagna frá Pampalona. Ólafur Jóhannsson, Freyj. 6. Ólafur Kr. Þorvarðsson, Brávallagötu 26. Ámi Gíslason frá Miðdal. Guðjón Jónsson, Óð. 10. Ól. Marinó Jónsson, öldug.57. Gísli ólafsson, Bræðr. 16. Nýja Bíó Fr æ n k a Charleys Þýzk skemmtimynd samkv. hinu heimsfræga leikriti með sama nafni Aðalhlutverkin leika: Paul Kemp Ida Wíist Max Giilsdorl Vílma Bechendorf í SÍÐASTA SINN. Faateignastofan Hafnantr. 15. Annast kaup og tölu ía*t- eigna í Reykjavík og úti um land. Víðtalstími kl. 11—12 og B—7 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. Simi 8827. Jónas. Austur í Grímsnes í Bisk- upstungum og Laugardal. Bif- reiðarstöðin Bifröst, sími 1508. prentar fyrir yð- | ur fijótt og vel f Sanngjarnt verð ■ KnntmBBmHmBamn Fasteignaaala Helgm Sveina- sonar er í Aðalstrcti 8. Inng. frá Bröttugötu. Slmi 4180. V mmimíðlunar- skrifetolan (í Alþýðuhúsinu) sími 1327, heíir ágætar vistir fyrir stúlkur í lengri og skemmri tíma. E&upTö F átækralvamlærid Framh. af 3. síðu. arskjalið, með undirrituðum 26 eiginhandarnöfnum manna, sem hugðust að segja sig til sveitar með þessum hætti. Er fátækraframfærið orðið svo gíf- urlegt í Reykjavík, að annað aðalblað bæjarstjórnarmeiri- hlutans hefir tekið undir kröf- una um að hér eftir yrði fá- tækraframfærið fyrri opnum tjöldum. Til þess að auðvelda fram- kvæmd þessa nýmælis, mætti haga því svo, að bæjarstjórn- in samþykkti nú á næstunni, að frá tilteknum tíma, t. d. 1. nóvember eða 1. janúar n. k., yrði samin ýtarleg skýrsla um þurfalingana og ástæður þeirra, sem yrði birt, annaðhvort prentuð eða lögð fram al- menningi til athugunar. Það er engin ávirðing að þurfa á fátækrahjálp að halda, en hitt er óþolandi, að menn setjist á opinbert framfæri að nauða- lausu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.