Nýja dagblaðið - 20.08.1936, Síða 2

Nýja dagblaðið - 20.08.1936, Síða 2
2 NtJA DAGBLAÐIÐ 1 öagnfræðaskólinn í Reykjavík starfar eins og' að undanförnu frá 1. október til 1. maí. Nýir nemendur, sem óska að setjast í 2. eða 3. bekk, verða prófaðir 2. og 3. október. Námsgreinar í aðalskólanum eru þessar: íslenzka, danska, msm: enska, þýzka, saga og félagsfræði, landafræði, náttúrufræði, mmm eðlisfræði, heilsufræði, stærðfræði, bókfærsla, vélritun, teiknun, handavinna og leikfimi. Nemendum 3. bekkjar verður gefinn kostur á sérkennslu ca*e?* í þeim námsgreinum, sem þarf til upptöku í 4. bekk Mennta- skólans. — EKKERT SKÓLAGJALD í aðalskólanum. Við kvöldskólann verður 25 kr. kennslugjald, sem greiðist fyrirfram. Náms- greinar: Islenzka, danska, enska og reikningur. Umsóknir séu korrinar til mín fyrir 15. sept., og gef ég allar nánari upplýsingar. — Heima kl. 7—9 síðd. Ingimar Jónsson Vitaslíg 8 A. Sími 3763. Vélskóiinn i Rsykjavík (áður Vélstjóraskóli íslands) tekur til starfa 1. október 1936. Þeir sem ætla að sækja skólann, sendi eiginhandar umsókn til skólastjóróns fyrir 20. september. Umsóknin stílist til kennslumálaráðuneytisins. Um inntökuskilyrði sjá lög um kennslu í vólfræði frá 1, júlí 1936. Skólastjórinn. í Ál!t með íslenskuin skipuni! t Frá prófessor Hans Wm. Ahlmann heiir oss borist eftírfarandi bréfs „SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS, REYKJAVlK. Um leið og ég færi yður þakkir fyrir niðursuðuvörur þær, sem sænsk-islenzki Vatnajökulsleiðangurinn fékk hjá yður, læt ég í ljós það álit mitt, að þær bæði að bragð- gæðum og næringargildi, jafngildi hinu bezta, sem ég hefi notað á fyrri leiðangrum mínum og yfirleitt við rannsókn- arstörf mín. Að ýmsu leyti standa þær að gæðum framar öðrum þeim niðursuðuvörum, sem ég þekki. . ,vv . .. . . . _ ..... Reykjavík, 15. júlí 1936. Hans Wm. Ahlmann prófessor við Stokkhólms Háskóla“. Sláfurfélag Suðurlands. Kjaruar■Essensar Höfum í birgðum ýmsar tegundir kjarna til iðnaðar. BIÐJIÐ UM VERÐSKRÁ; Áfengísverzlun ríkislns. Eitt af kraftaverkum Strandarkirkju V. En þó að hinir háttsettu kirkjuhöfðingjar létu sér fátt finnast um þetta mál vildi um- bótaflokkur þingsins ekki eiga öfl, og studdi sýslumann Ár- nesinga til að koma málum í stríði við hin duldu máttar- fram eins og hann áleit bezt fara. Síðan kom sandgræðslu- stjórinn, Gunnl. Kristmunds- son, og framkvæmdi hina hag- nýtu ákvörðun til vemdunar Strandarkirkju. Land kirkjunn- ar var afgirt og friðað. Og þá kom í ljós, að Strandarkirkja hafði enn verið að verki. Aldrei hafði máttur hennar verið sýni- legri en í þetta sinn. Sandeyði- mörkin breyttist á fáum árum í gróðurlendi, eins og brugðið hefði verið töfrastaf yfir hin- ar auðu og blásnu lendur. Sum- staðar sækir melgróðurinn fram, eins og forvörður í bar- áttunni. Síðan koma túngrösin í þéttum fylkingum. Nú flytja margir bændur í Selvogi tilbú- inn áburð inn í sandgirðinguna og heyja þar síðan hið kjam- bezta fóður. Sumarið eftir að alþingi hafði gert að vilja Strandarkirkju og henni til sæmdar hittust prestar í Ár- j nessýslu allir eða nálega allir é héraðsfundi sínum til að ræða ' um baráttu kirkjunnar við hin skaðlegu öfl í heiminum. En svo undarlega vildi til að þeir sameinuðust í því að vinna á móti kraftaverkakirkjunni í Selvogi. Þeir lýstu fullkominní vanþóknun sinni yfir því áformi að breyta sandauðn kirkjunn- ar í gróðurland, að vernda hana sjálfa frá eyðileggingu og að gera kleift fyrir söfnuðinn að ná til hennar fyrir sandbyl. Fá- um dögum síðar fór sá af þess- um prestum, sem berastur hafði orðið að mótgangi við Strandarkirkju norður yfir fjöll á prestastefnu að Hólum í Hjaltadal. Varð hann þá fyrir margskonar mótblæstri, missti reiðskjóta sína voveiflega o. s. frv. Þótti vinum Strandakirkju þá, sem hún hefði ótvírætt sýnt vilja sinn í málinu. Enn liðu nokkur ár. Á fjár- lagaþingi 1934 bar Magnús Torfason enn boðskap Strand- arkirkju inn í þingið. Lagði hann þá til að friðað yrði allt hið mikla uppblásna landflæmi frá Selvogi, austur að Þorláks- höfn og ósum Ölfusár. Skyldi þá reisa girðingu norðan við allt þetta mikla land frá Hrauni í Ölfusi að vitanum í Selvogi. Alþingi fylgdi enn hinu fyrra fordæmi að leggjast ekki móti vilja og velgengi Strandar- kirkju. Tillaga sýslumanns var samþykkt og sumarið 1935 reisti Gunnlaugur Kristmunds- son á þessum stað stærstu og tiltölulega langódýrustu sand- girðingu á Islandi. Hafa þeir Magnús Torfason og Gunnlaug- ur Kristmundsson verið sam- hentir um öll þessi mál. Síðan er ekki liðið nema eitt ár. En á því eina ári hefir sýni- lega orðið kraftaverk í hinu friðaða landi. Ef farið er eftir því meðfram sjónum og horft norður yfir hina brunnu hraun- hóla með sandblettum á milli, þá ber nú víðast meira á fagur- grænu melgresi heldur en sandinum. Framförin á fyrsta ári er ótrúleg og óvenjuleg. Það er fyrirsjáanlegt, að á til- tölulega skömmum tíma verður þessi hin mikla eyðimörk sam- felt ræktarland. VII. Síðan 1928 hefir í tveim á- föngum veríð unnið með stuðn- ingi Strandarkirkju það þrek- virki, sem lengi mun í minn- um haft, að auka við gróður- lendi landsins einu hinu stærsta sandflæmi, sem til er í byggð á íslandi. Eftir fáein ár mun hinn mikli þjóðvegur, sem Alþingi 1936 ákvað að leggja úr ölfusi til Hafnarfjarðar um Selvog og Krisuvík, verða gerður fram með þessu nýja gróðurlandi. Þá munu þúsundir og tugir þúsunda af innlendum og er- lendum mönnum, fara framhjá Strandarkirkju og sjá vegsum- merki um mátt hennar og veldi. Inni í hinni miklu nýju sandgirðingu er Þorlákshöfn, sem Sunnlendingar vonast eftir að verði, eftir fáein ár, at- vinnuheimili á vertíðinni fyrir mikinn fjölda röskra bænda og bændasona úr héraðinu. Þannig koma þessi þrjú mannvirki til að styðja hvert annað: Hinn mikli landauki Strandarkirkju, hafnarbætur og stórlega aukin útgerð í Þorlákshöfn og að lok- um hinn mikli höfuðvegur, Suðurlandsbrautin, sem fær verður bifreiðum alla daga árs, hvað sem vetrum og fannfergi líður. Sýslumann Árnesinga dreym- ir stóra drauma um framtíð þessa hins mikla gróðurlands, þegar þar hefir myndast frjótt moldarlag. Hann segir að þar muni verða mestur sam- felldur komakur á Islandi. Á þessum slóðum er veðrátta einna mildust í landinu, hafið hlýtt og íslaust við ströndina, lágur, jöklalaus fjallgarður, sem sltýlir fyrir norðanátt. Og undir öllu þessu mikla landi er hraun. Þar þarf enga skurði og ekkert lokræsi til að verja landið fyrir jarðraka. Ef þessi hugsjón rætist, þá spillir það ekki aðstöðunni að hafa hinn f jölfarnasta þjóðveg á íslandi meðfram þessum væntanlega vitazgjafa þjóðarinnar. Menn vita ekki betur en að kraftaverk séu allt af að ger- ast í sambandi við Strandar- kirkju, að hún hafi í öndverðu orðið til vegna kraftaverka, og að hún hafi stöðugt gripið á máttugan hátt inn í líf þeirra manna, sem vildu hlíta forsjá hennar. Og enn virðist hinu sama fara fram. Enn er Strandakirkja máttug í orði og verki. Hún framkvæmir vilja sinn á dularfullan hátt. Hún lætur það ekki hefta sigurför sína, þó að hinir skriftlærðu og levitamir sýni henni kulda, og þvermóðsku. íslenzka þjóðin hefir skilið og metið veldi hennar og yfirburði á umliðn- um öldum. Og úr hópi þjóð- rækinna íslendinga leitar hún og finnur á hverjum tíma þá menn, sem vilja auka veg henn- ar í landinu. J. J.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.