Nýja dagblaðið - 04.09.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 04.09.1936, Blaðsíða 2
2 N ? J A DAGBLAÐIÐ Islendingasögurnar í danskrí þýdingu Viðtal við Hans Kyrre skólaeftirlitsmann FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. — Þótt merkilegt kunni að virðast, vakti það töluverða mótspyrnu, þegar Gyldendals bókaútgáfa hóf 1930 hina stóru útgáfu af íslendingasögum á dönsku. Töldu sumir, m. a. dr. Lis Jakobsen, að eigi væri jarð- vegur fyrir slíkar bókmenntir í Danmörku. En þær vinsældir, er bókaútgáfa þessi hefir hlot- ið, hrekja þó allar slíkar stað- hæfingar. Þannig farast Hans Kyrre, skólaumsjónannanni orð. Hann er ritari í „Selskabet til Udgiv- else af Islandske Sagaer paa Dansk“, og einn af stofnendum félagsins. Ræði ég við hann í tilefni af því að nýlokið er hinni stóru útgáfu af Islend- ingasögum og að félagið hefir nú ráðagerðir um nýjar fram- kvæmdir. — Félagið var stofnað í Gyldendals bókaútgáfu 1. marz 1927, heldur Hans Kyrre á- fram. Auk forstjóra bókaút- gáfunnar mættu eftirtaldir stofnendur: Rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson, Johannes V. Jensen, Soplius Clausen, Knud Hjartö, Tom Kristensen og Ludvig Ilolstein; prófessor- arnir Valtýr Guðmundsson og Bröndum Nielsen, auk mín. Nokkrir þessara manna eru nú komnir undir græna torfu. Ný- ir meðlimir eru Jón prófessor Ilelgason og Töger Larsen rit- höfundur. Tilgangur félagsins var að þýða íslendingasögurnar á dönsku. Skyldi leitast við að þær héldu frumeinkennum sínum, en væru færðar til lifandi nú- tímamáls, svo að almenningur i Danmörku gæti haft þeirra sem bezt not. Margar af íslendingasögun- um eru í „Islændingernes Færd ude og hjemme“ og urðu mörgum Dönum kærar. En þær voru á fornu máli, ekki aðeins vegna þess, að útgáfan var aldar gömul, heldur öllu frem- ur vegna þess að reynt hafði verið að líkja eftir fornmálinu og fór það víða illa. — En hefir það ekki verið örðugt að færa sögurnar til nútímamáls, án þess að þær misstu blæ og stílform? — Vitanlega. Hinar ýmsu sögur þýddu: Gunnar Gunn- arsson, Johannes V. Jensen, Knud Hjortö, Töger Larsen, Tom Kristensen, Bröndum Nielsen, Ludvig Holstein, Vilhj. Andersen og ég. Jón Helgason fór yfir þýðingar ckkar og samdi ættartölur við hverja sögu. — Er útgáfunni ekki að fullu lokið? — Nei, sennilega verður gef- ið út eitt bindi með stuttum sögum, en það er ekki fullráð- ið enn. Því að þrátt fyrir styrk frá danska ríkinu og einstök- um sjóðum, hefir útgáfan orð- ið mjög kostnaðarsöm. Er þetta skrautútgáfa í stóru broti með teikningum eftir Jo- hannes Larsen, sem oftsinnis hefir farið til íslands. Þótt út- gáfa þessi hafi hlotið vinsældir, er hún svo dýr, að almenning- ur á illt með að notfæra sér hana. Er því ætlunin að gefa út nýja og ódýra útgáfu af íslendingasögunum. Verði efni hið sama og í stærri útgáf- unni, prentað á ódýrari pappír í tiltölulega litlu broti og í stað teikninga verði notaðar ljósmyndir frá íslandi — nátt- úran er þó svipuð þar og til forna. Auk alþýðuútgáfunnar af íslendingasögum, væntum við þess, að geta gefið Noregskon- ungasögur Snorra Sturlusonar út á dönsku, segir Hans Kyrre að síðustu. Auk þess sem Hans Kyrre hefir þýtt íslendingasögur, hef- n* hann dregið athygli að forn- bókmenntum íslendinga með fyrirlestrum á ýmsum stöðum við margskonar tækifæri. B. S. Úr öllum áítum Dönsk lurstafrú í Indlandi Fyrir ári síðan flaug dönsk stúlka, dóttir húsgagnasmiðs í Kaupmannahöfn, til Alar Star á Malakkaskaganum til að gift- ast þar indverskum fursta. Sagan hófst með því að tvær aðalsöguhetjurnar, Lili Nielsen og prins Ozair, elzti sonur furstans í Kedah, stunduðu bæði enskunám í Cambridge. Þau kynntust þar og endirinn varð sá, að þau hétu hvort öðru æfilöngum tryggðum. For- eldrarnir urðu ekki sérlega hrifnir. Húsgagnasmiðnum og konu hans leizt auðvitað vel á hinar miklu eignir furstans, en það er mikill munur á og löng leið á milli smáborgaraheimil- is í Kaupmannahöfn og fursta- hirðar í Indlandi. Faðir furst- ans tók líka algerlega fyrir giftinguna, en þegar hann dó fyrir tveim árum síðan, fylgdi það bann honum í gröfina og ekkert gat lengur skilið hina ungu elskendur. — Maður var náttúrlega kviðandi í fyrstu, sagði móðir furstafrúarinnar í viðtali við blaðamann fyrir nokkru, en það hefir gengið ágætlega. Bréfin, sem hún skrifar okkur, bera það með sér, að hún er glöð og ánægð, hún þolir vel loftslagið og líður vel í alla staði. Þau lifa algerlega evrópisku lífi og umgangast jafnt Ev- rópumenn, fjölskyldu furstans og innfædda vini. Maður hefir ýmsar hugmyndir um Austur- lönd, um fleirkvæni og þess- háttar, en það er oft öðruvísi. 1 þessari stóru furstaætt eru aðeins nokkrir af eldri mönnunum, sem eiga fleiri en eina konu, meðal þeirra yngri þekkist það ekki. Faðir furst- ans átti aðeins eina konu, sem er enn á lífi og milli hennar og furstafrúarinnar hefir myndazt góð vinátta, þó gamla konan haldi að mörgu leyti meira við austurlenzka hætti, en yngra fólkið gerir. »Áhorfendasýki« Amerískur prófessor í upp- eldisfræði, Joy B. Nash, hefir nýlega skrifað bók um sjúk- dóm, sem hann kallar áhorf- endasýki. Hann var fyrir nokkru á ferð í Danmörku og í viðtali við danskan blaðamann gerir hann í stuttu máli grein fyrir þessum nýja sjúkdómi: Fólkið er orðið óvant því að vera sjálft þátttakandi. 1 Ame- ríku sækja kvikmyndahúsin vikulega 40 millj. manns. M. ö. o. fjórði hluti allra íbúanna, að öldungum og ungbömum með- töldum, fer minnst einu sinni á bíó í viku. Notkun útvarps- ins er hlutfallslega sízt minni. Mánaðarlega eru seld 10 millj. eintök af tíma- og vikuritum, sem fjalla um kvikmyndir, glæpi, kynferðismál o. s. frv. og hvert eintak er til jafnað- ar lesið af þremur persónum. Hliðstætt dæmi eru Olympisku leikarnir, sem nýlega lauk. 100 þús. manneskjur hafa setið dag eftir dag og horft á hina og þessa keppni — í Ameríku höfum við víða leikvanga með stærra áhorfendasvæði en í Berlín. Þar skeður það sama: 100 þús, manneskjur sitja og æpa sig hása við að horfa á 22 á vellinum. íþróttakappleik- ir fara þó fram undir beru lofti og hafa nokkurt gildi — langt- um hættulegri eru hinar and- lega svæfandi kvikmyndir og enn lélegri bækur, sem eru dægradvöl af verstu tegund. Ég veit ekki hvemig það er liér, en heima er kvartað undan því með réttu, að skólabörn geti ekki fylgst með eða tekið eftir námsgreinunum, bókstaf- lega vegna þess að þau hafi svo mikið af dægrastyttingu og skemmtunum, sem ekki krefja neinnar vinnu frá þeirra hendi. | — Viljið þér þá að 22 horfi i á, þegar 100,000 keppa? spyr j blaðamaðurinn. — Einmitt. Þar höfum við það rétta. FólkiÖ á að nota tómstundir sínar til þess að vera starfandi, fólkið á að losna við þá skoðun, að það geti tekið þátt í viðburðum, án þess að hreyfa legg né lið. Það eru nefnilega hinar hættulegu afleiðingar áhorfendasýkinnar, sem gera vart við sig á öllum sviðum: „það gerizt svo mikið, sem gaman er að sjá til dægra- styttingar, en það varðar mig ekki að öðru leyti, því ég er að- eins áhorfandi“. Þýðing þess hvernig menn nota frístundir sínar, er meira virði en flestir geta gert sér ljóst. BSkunardropar Á. V. R. IRomdropar V anilludropar Citrondropar Möndludropar Cardeniommudropar Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi Oll glös eru með áskrúfaðri hettu. Áfengísverzlun ríkísins. STK PAKKINN KOSTAR RR. 40 HUSQVARNA og JUNO saum av éla r Samband ísl. samYinnufélaga

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.