Nýja dagblaðið - 18.09.1936, Síða 1

Nýja dagblaðið - 18.09.1936, Síða 1
4. ár. Reykjavík, föstudaginn 1S. sept. 1936. 214. blað. Slysið vekur djúpa hryggd meðal margra erlendra Þjóða. - Dr. Jean Charcot talín einhver göiugasti heimskauiakönnuður, sem uppi hefir verið í Tuttugu og tvö lík lundín og verða þau flutt híngað í dag Tuttugu og tvö lík voru í gærkveldi fundin í fjörununi fyrir Álftaness- og Straumfjarðarlandi. Þar af eru 18 lík skipverja og 4 lík vísindamanna, m. a. lík dr. Charcots, eins og áður hefir verið frá skýrt. Eru líkin flest ósködduð, enda voru í fyriadag 20—30 menn viðbúnir í fjörunum til að bjarga þeim og sum voru tekin á floti. Unv birtingu í gærmorgun var gengið um fjörurnar og fannst þá eitt lík. Líkin voru fyrst flutt að Straumfirði, en vélbáturinn Ægir frá Akranesi flytur þau hingað árdegis í dag. Verða þau síðan flutt með viðhöfn á Landakotsspítalann og látin standa þar uppi þar til ákveðið verður um greftrun þeirra. Mikið af lausu braki úr skipinu hefir rekið á fjörumar við Straumf jörð. Aiíír bátar, sem lentu í fár- viðrinu eru komnir fram nema einn, en ekki talið 6- sennilegt að hann liggi við Grímsey Nýja dagblaðið átti tal við Straumfjörð í gærkveldi og fékk þar frásögn stýrimanns- ins á Pourquoi pas? um þetta hörmulega sjóslys og hrakn- inga hans sjálfs. Hann var sem kunnugt er eini maðurinn, er komst lífs af. Þegar skipið var komið fyrir Skaga um kl. 6 á þriðjudags- kvöldið, var gefin skipun um að snúa við vegna óveðurs og mun Hálftíma seinna tók skipið aftur niðri á öðru skeri (Hnokka). Sennilega hefir þá brotnað stefni skipsins. Voru 'ojörgunarbátar settir út og mönnum, sem kvaddir höfðu verið á þilfar og fengið höfðu björgunarbelti, sagt að bjarga sér eins og bezt þeir gætu. En vegna þess hve sjógangur var mikill, brotnuðu bátamir við skipshliðina. Stýrimaðurinn reyndi eftir megni að halda sér í stigann. Mun hann hafa verið meðvit- undarlaus mestan tímann með- an hann hraktist þannig, senni- lega á þriðju klukkustund. Stýrimanninn bar þar að landi, er nefnist Helluver, skammt frá bænum Straum- firði. Er fjaran þar stórgrýtt mjög, og aftaka brim. Er því hafa verið ætlunin að halda til Reykjavíkur. Um kl. 4 um nóttina fór stýrimaðurinn frá störfum og lagðist til svefns og vissi eigi fyrri til en að um kl. 5 um rnorguninn var skiþið komið í skerjaklasann. Tók það litlu síðar niðri, sjór reið yfir það og í ljós kom, að skipsvélin var biluð. Það vissi stýrimaður síðast, að dr. Charcot og skipstjórinn stóðu á stjórnpalli og höfðu þá staðið þar vörð frá því er skip- ið sneri við eða um dægur. Stýrimaðurinn kastaði sér í flatbytnu ásamt tveim félögum sínum, en báturinn eyðilagðist strax. Náði hann þá í „land- ganginn“, bjargaði öðrum fé- laga sínum á hann með sér, en hann fór í sjóinn áður en langt um leið. engin von að skipbrotsmaður- inn hefði bjargast hjálparlaust. En svo vel vildi til, að nær- staddur var 18 ára piltur, Kristján Þórólfsson í Straum- firði, og tókst honu'm að bjarga hinum sjóhrakta manni. Hélt hann þá svo fast um „landgang- inn“, að beita varð afli til að losa hann. Eftir þetta var farið með stýrimanninn, sem var að þfot- um kominn, heim að Straum- firði og honum hjúkrað sem bezt. Náði hann sér furðu fljótt eftir hrakningana og tekur kringumstæðum sínum, og hin- um hörmulega atburði, með karlmennsku. Frakkneski konsúllinn hér kom að Straumfirði í gær og ræddi við skipbrotsmanninn. Héldu þeir áleiðis hingað í gær og eru væntanlegir í dag. Ingólíur Gíslason læknir í Borgarnesi, sem athugaði hin sjóreknu lík, skýrir frá því, að líkin hafi öll verið flutt í gras- brekku hjá Straumfirði og er tjaldað yfir þau. Enn hafi eigi fundizt 17 lík. Ennfremur segir IngólCur að fjörumar hjá ÁHtanesi, hafi allar verið þaktar rekaldi, er hann kom þangað. Mun þá skipið þegar hafa verið allmjög brotið. Frakkar senda her- skip eflir líkum hinna drukknuðu Þar sem til hefir frétzt í ná- lægum löndum, hefir strand Pourquoi pas? og hið mikla manntjón, er þar varð, vakið djúpa samhygð og sorg. Minn- ast stórblöðin í ítarlegum greinum þeirra mörgu vísinda- leiðangra og rannsóknarstarfa,- er skipið, undir ágætri forystu dr. Charcots, hafði farið norð- ur í höf. Fer sorfarathöfn fram í Kaupmannahöfn í tilefni af slysinu og hefir sendiherra Frakka borizt f jöldi samúðar- skeyta. Stauning forsætisráðherra hefir látið svo um mælt, að Danmörk muni ávalt varðveita minninguna um hið mikla starf dr. Charcot. Þeir Ejnar Mikkel- sen skipstjóri, dr. Niels Niel- sen, Amdrup varasjóliðsforingi og fjöldi annara vísindamanna og landkönnuða, harma mjög þann mikla missi, sem vísindin liafa hér orðið fyrir. Forseti enska landfræðifé- Fraxnh. á 4. síðu. Frá fréttaritara blaðsins á Siglufirði. Fimm báta vantaði frá ver- stöðvunum á Norðurlandi í gær, en þeir voru allir komnir fram í gærkveldi, nema Þor- kell máni, sem verið getur að sé í Grímsey. Um hádegi í gær vantaði eftirtalda báta fyrir Norður- landi: Þorkel mána frá Ólafs- firði, önnu og Val frá Akur- eyri, Höskuld frá Siglufirði og Kristbjörgu frá Vestmanna- eyjum. Þrír menn drukknuðu af skipum fyrir Norðurlandi í fyrradag. Tók tvo menn út af vélbátn- um Gróttu frá Vestmannaeyj- um í fyrrinótt. Var báturinn þá úti íyrir Siglufirði og sjór mik- 511. Náðist annar maðurinn tölu- vert meiddur, en hinn drukkn- aði. Hét hann Sveinn Bjöms- son, maður innan við tvítugt og ókvæntur. í fyrradag var togarinn Garðar með tvo báta, Einar og Brúna ,við Siglunes. Kom Dronning Alexandrine Arás á Madrid i undirbúningi Upprelsnarmenn telja sig hafa , unnið á víða um Spán Oslo kl. 17,20 17./9. FÚ. Útlendur blaðamaður í Mad- rid skýrir frá því, að árás á borgina muni nú standa fyrir dyrum. Segir hann, að stjómin hafi mikinn viðbúnað til þess að mæta árásinrd, og hafi m. a. flutt til sín mikið herlið frá öðrum vígstöðvum. Þá segir sami maður, að það hafi heyrzt, að stjómin hefði í hyggju að flytja til Valencia, en að Þjóðvamarliðið megi ekki heyra það nefnt, og kveðst treysta sér til þess að verja borgina, ef til kemur. Valur og Höskuldur komu til Siglufjarðar síðdegis í gær. Togarinn Garðar varð var við Önnu alllangt frá Siglufirði og var báturinn þá að fara í land. Kristbjörg hafði legið undir Ólafsvíkurenni í fyrrinótt. Þá hafa borizt óljósar fregn- ir um að bátur hafi komið til Grímseyjar og geti þar verið um að ræða Þorkel mána. Snorri goði, sem var á leið hingað frá Grænlandi, var væntanlegur í nótt og er ástæðulaust að óttast um hann. þar að og, mun hafa ætlað að aðstoða bátana, en stefni skips- ins lenti á Brúna, gekk inn í hann og sökk báturinn nær samstundis. Bátsverjar voru sjö og tókst að bjarga þeim öllum nema tveimur. Drukknuðu þar Edvard Sol- næs frá Akureyri, kvæntur og átti uppkomin böm og Júlíus Sigurðsson, ókvæntur. Fréttaritari blaðsins á Siglu- firði sagði í gærkveldi, að sjó- próf stæðu yfir út af slysi þessu. Kona hvevfuv Eskifirði 17./9. FÚ. Aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags hvarf stúlka frá Grund í Eskifirði, heimiii Jóns Erlendssonar bílstjóra. Kvöldið áður var stúlkan að búa sig undir væntanlega ferð til Reykjavíkur innan fárra dag. Á miðvikudagsmorgun kom í ljós að hún var horfin. Sást að hún hafði farið út um glugga, því að húsið var lokað. Hennar hefir verið leitað en árangurs- laust. Stúlkan heitir Halldóra Bjarnadóttir og er á fertugs- aldri. London kl. 17 17./9. FÚ. í flestum þeim viðureignum, sem hafa átt sér stað á Spáni í dag, telja uppreisnarmenn sér sigurinn. Þeir segjast hafa tek- ið Ronda, á leiðinni til Malaga, Framh. á 4. síðu. Björgunarbáfarnir brofnuðu eða þeim hvolfdi í hafrófinu Sfýrimaðurinn velkfisf í brimgarðin um klukkusfundum saman l»rír mexm drukkna xrið Norðurland

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.