Nýja dagblaðið - 11.10.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 11.10.1936, Blaðsíða 4
4 N Ý J A ÐAGBLAÐIÐ íamla Blóiia—walB sýnir kl. 9: Útlaginn Stórfenglg talmynd, esm gerist á Lapplandi, og leikin af sænsku leikur- unum: Gull Mai Norín og Sten Lindgren. Börn fá ekki aðgang. MJÓLKURSALINN, með Harold Lloyd verður sýnd í dag á 2 barnasýn- ingum kl. 3 og 5 og á al- þýðusýningu kl. 7. Anná.11 Veðurspá íyrir Reykjavík og ná- grenni: Suðvestan kalcli. Dálítil rigning. Næturlæknir er n æstu nótt Karl .Tónsson, Túngötu 3, sími 2481, aðra nótt Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 6, sími 2614. Messur í dag: í dómkirkjunni kl. 11 í. h. prófessor Hallesby. í fríkirkjunni k). 2 sr. Árni Frið- jiksson. I fríkirkjunni í Hafnar- firði kl. 2 cand. theol. Bjarne Har- eid.e predikar. Tvær samkomur verða haldnar í dómkirkjunni í dag kl. 4 og 8 e. h. Mun prófessor Hallesby talca þar til máls. Andlát af slysförum. Guðmund- ur Gunnsteinsson frá Nesi á Sei- tjarnarnesi, sem slasaðist s. 1. þriðjudagskvöld, þegar hann varð undir hesti, er nú látinn. Harm var 15 ára. „Reikningsskilin" eftir Gandrup verður leikið í Iðnó í kvöld, sam- anber auglýsingu. —- Var leiknum tekið mjög vel ai lelkhúsgestum er viðstaddir voru frumsýninguna s. 1. fimmtudag. Veðrið. í gær var suðvestan átt um suðurhluta landsins en hægviðri á Norður- og Austur- landi. Rigning var á Suður- og Vesturlandi og um vesturhluta Norðurlands. Hiti var 5—8 stig nyrðra, en 8—10 stig syðra. HJúskapur. í gær voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Bjarna •Jónssyni ungfrú Asdís Aðalsteins- dóttir Kristjánssonar kaupmanns í Húsavík og loftskeytamaður Hall- § lEIIFJEUIí EnUlfÍKDI Reiknángsskál Sjónleikur í 5 sýningum, um eftir Carí Gandrup. Sýnkg í kvöld kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Fátækraframfiærið og íhaldið Lokaþáttur æfiminningar minn- ar. ANNO 1929 var kreppan að byrja. Mér var kennt rnn krepp- una og þvi einn góðan veðurdag tekinn fastur af Erlingi Pálssyni og Birni hundabana. Átti að lækna kreppuna með því að fá mig dæmdan brjálaðan og var því sett- ui' til Helga á Kleppi. Hann reyndi eftir beztu getu, að gera mig vit- lausan, en honum tókst það ekki og neyddist til að sleppa mér, eftir 6 vikna áþján 1931 harðnaði lcreppan enn meir, og var ég því tekinn aftur og nú settur til þórð- ar. þeir, sem tóku mig þá, voru Sigurður Gíslason, hesta- og reiðfé- !agi minn og Ágúst frá Varmadal. Hjá þórði var ég í 5 vikur; að vísu var bölvað að vera hjá pórði, en skárri er hann þó en Helgi. ]->egar ég var tekinn, var ég hjá góðum hjónum, fátækum, í Sól- heimatungu, og leið því mjög vel. A Kleppi var skorið af mér skegg- iö og' hárið tætt af hausnum. Ætluðu þeir að finna þar eitthvað fémætt til útflutnings, il að laga verzlunarjöfnuðinn, en þeir fundu bai’a ekkert og urðu því að sleppa mér. þó var það að þórður sagði að ég \æri ekkert vitlaus, heldur þeir, sem væru að elta mig og ofsækja. .Tá, hann sagði það kunn- ingi; já, já. — ODDUR SIGUR- GEIRSSON, Oddhöfða við Klepps- veg. grímur Matthíasson Eggertssonar prests í Grímsey. Heimili ungu hjónanna er á Baldursgötu 6. Frá F. U. F. Ákveðið var á síð- asta fundi félagsins að næsti uin- ræðufundur yrði n. k. þriðjudags- kvöld,, en nú hefir orðið að fresta fundi til næsta miðvikudags- kvölds. Verður fundurinn haldinn í húsnæði Samvinnuskólans og hefst stundvíslega kl. 8Um- íæðuefni fundarins eru: Vetrar- starfsemi félagsins, ‘ Menning i.il sjávar og sveita o. fl. Ungir Framsóknarmenn. Á fundi F'. U. F. næstkomandi miðviku- dagskvöld verður nr. a. rætt. um vetrarstarfsemi félagsins og menn- ingu til sjávar og- sveita. Áriðandi að allir félagsmeðlimir mæti stundvíslega kl. 8V2 í húsnæði Samvinnuskólansh. Togarinn Geir kom af veiðum í gær með 1000 körfur fiskjai'. Fór Framh. af 1. síðu. sem varið er til styrktar far- lama og atvinnulausu fólki bæjarins. Greiðslurnar nema sem áður segir, um 300 kr. á hverja meðalfjölskyldu bæjar- ins. Þó gert væri ráð fyrir, að 5. hver fjölskylda í bænum nyti styrks, yrði það 1800 kr. á hverja að meðaltali, eða með- alverkamannstekjur. Og þó er vitanlegt að fjöldi styrkþega hefir einhverjar aðrar tekjur. Fiftir framfærslukostnaðinum að dæma, gætu menn ályktað, að bærinn gæti látið þurfaling- um sínum líða vel. Því er held- ur ekki að leyna, að ýmsar sögur ganga manna á milli um ofrausn við einstaka styrkþega, en vart mun mega treysta slík- um sögum. Og víst er um það, að þurfalingar bæjarins búa yfirleitt ekki við nein sældar- kjör, heldur við léleg húsa- kynni og skorinn skammt. — Einnig er það vitanlegt, að fjöldi heimila líður skort, en leitar þó ekki fátækrastyrks, eins og greinilegast kom í ljós við starfsemi Vetrarhjálparinn- ar á síðastliðnum vetri. Ástandið er því í stuttu máli þannig: Undir stjórn íhaldsins vex fátækraframfærslan og at- vinnubótavinnan um meir en milljónarþriðjung árlega. Þrátt fyrir óhóflegan kostnað fer fjarri því, að fyrir hag þurfa- fólksins sé séð dál. eins og æski- legt væri. Til þess að standast kostnaðinn gerir bærinn sí- auknar kröfur til gjaldend- anna og á hendur ríkissjóði um aukin framlög, sem nokkrir menn ráðstafa síðan eftir eigin geðþótta og án þess nokkrar skýrslur séu um það gefnar. Forráðamönnum bæjarins dett- ur ekki neitt í hug sem verða megi til bjargar. Þeir sjá enga nýja tekjustofna, engan arð- vænan rekstur, sem bærinn geti tekist á hendur eða megi taka frá gróðamönnum íhalds- flokksins, enga arðberandi vinnu handa atvinnuleysingj- unum. Og þegar þeir fleygja 50 króna seðlinum í þurfaling- inn, hugsa þeir ekki út í það, hvað hann fær fyrir seðilinn. Honum verður kannske minna úr seðlinum en flestum öðrum. En hverra viðskiptakjara yrði bærinn aðnjótandi, ef hann hefði á einni hendi inn- kaup á lífsnauðsynjum allra þeirra heimila, sem hann þarf að framfæra? Sannleikurinn er sá, að fram- færslustofnun Reykjavíkur, í þeirri mynd, sem hún er nú rekin, er fyrst og fremst mjólk- urkýr fyrir nokkrar verzlanir bæjaríns. Fóðrið hennar kostar 2 milljónir króna á ári, enda mjólkar hún vel. Hér er máske að finna lausnina á tregðu og algerðum úrræðaskorti íhalds- meirihlutans í þessum málum. Nú er þá svo komið, að í- haldiriu sjálfu ofbýður og Morgunblaðið getur eigi lengur hliðrað sér hjá að tæpa á fram- færslukostnaði og skuldasöfn- un bæjarins. En hvað skeður, i fyrsta sinn sem vikið er í aálkum Morgunbl. að ráðs- mennsku íhaldsstjómarinnar á Reykjavíkurbæ? Blaðið viður- kennir að fullu í hvert óefni er komið meö útgjalda- aukningu og skuldasöfnun bæjarsjóðs. En það stendur ráðþrota. Og það víkur eigi máli sínu til samherja sinna í ' bæjarstjórn Reykjavíkur, frek- ar en þeir væru ekki til. Svo á- takanlega skín það út úr grein- inni, að þaðan sé engra bjarg- ráða að vænta. Eina úrræði blaðsins er það, að áfellast nú- verandi ríkisstjórn fyrir að hafa eigi rétt bænum hjálpar- hönd í þrengingunum. Meiri uppgjöf er ekki hægt að hugsa sér. En andstæðingar íhaldsins mega vel við una, að þegar íhaldið er í þann veginn að sigla skútu bæjarins í : strand, skuli það æpa hástöfum á stjórnarflokkana um að draga hana aftur á flot. hann í gær á loið tii þýzkalanrls íiieð aflann. Höfnin. Dettifoss kom að vestan og norðan í gærmorgun. Brúar- foss kom í fyrrinótt úr strandferð. Hann var að taka freðkjöt til út- flutnings. — Dronning Alexand- rine fór vestur og noröur í gær- kvöldi. — Hekla var í gærkvöldi væntanleg á hverri stundu með timburfarm frá útlöndum. Firðritarinn, blað Félags is- lénzkra loftskeytarnanna, sept.— okt., er nýkominn út. Er efni fjöl- lii’eytt, en fjallar mest um öryggi sjómanna og málefni stéttarinnar. Nýr tauga- og geðsjúkdómalækn- ir. Heilbrigðismálaráðherra hefir r.ýlega veitt Alfreð lækni Gíslasyrri leyfi til að kalla sig sérfræðing í tauga- og geðsjúkdómafræðum og til að stunda þær lækningar hér á landi. Innanfélagsmót Sundfél. .Ægls byrjar í dag kl. 4 e. h. Prentarinn, blað Hins íslenzka prentaraféalgs, 4.—5. blaðs 16. árg., er nýkomið út. Flytur blaðið fróð- loga grein um „Prentaralíf í gamla daga“, eftir Sveinbjörn Slysið á GrefMs- gölunni Hjólreíðapílturínn gaf sig Sram í gær Hjólreiðapilturinn, sem getið var um í gær í sambandi við slysið á Grettisgötu í fyrradag, kom af sjálfsdáðum á lögreglu- stöðina í gærmorgun til að skýra frá hvern þátt hann átti í slysinu. Segist hann hafa verið á leið upp Vitastíg og farið fram með stórri bifreið (sem vitað er að var þar) austanvert á stígnum, rétt neðan við Grett- ísgötu. Vissi hann eigi fyrri til en litla stúlkan kom fyrir enda bifreiðarinnar, lenti á hjólið, féll í götuna þannig að hjólið Oddsson og ennfremur er minnst 38 ára starfsafmælis Gests Áma- sonar og loks Uppskerutími eftir Stefán Ögmundsson. fór yfir hana. Segir pilturinn að annar mað- ur hafi orðið viðbragðsfljótari að ná til stúlkunar og bera hana heim til sín. Hafi hann fylgst með þeim að húsdyrun- um, en þá hafi litla stúlkan verið hætt að gráta. Hafi hann því álitið að hún hefði eigi meitt sig alvarlega, og faríð í burtu. — En þegar hann hafi frétt um slysið í gærmorgun, hafi sér þótt rétt að skýra lög- reglunni frá aðstæðum. Aðrar upplýsingar um slysið hafði lögreglan eigi fengið í gær nema móðir telpunnar seg- ir að maðurinn sem kom með barnið hafi sagt að hjólreiða- maðurinn hafi hjólað á braut án þess að hann hafi getað at- hugað hann. Maður þessi á heima í Kjós og var farinn heim til sín þeg- ar lögreglan fékk að vita um slysið síðdegis í fyrradag. — Hafði lögreglan því eigi náð tali af honum í gærkvöldi. Nýjs Bió Vesalíngarnir Stórfengleg amerísk kvik- mynd frá Uneted Artists félaginu, samkvæmt hinni heimsfrægu skáldsögu Les Miserables eftir franska skáldjöfur- inn Victor Hugo. — Aðal- hlutverkin leika: Fredric March, Charles Laughton, Rochelle Hudson, John Beal o. fl. Hið alvöruþrungna efni þessarar frægu sögu nýt- ur sín fullkomlega í þess- ari stórmerkilegu kvik- mynd. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. BARNASÝNING kl. 3 og 5. Þá verður sýnd hin fræga kvikmynd NÚTÍMINN, leikin af Charlie Chaplin. Börn fá ekki aðgang. Úrval af hinum viðurkenndu góðu fataefnum frá Gefjun, fyrirliggjandi. Tek einnig efni til saumaskapar. Fyrsta flokks saumastofa. Klæðaverzl. Guðm. B. Vikar, Laugaveg 17. Sími 8245. llllLss^ Píanó óskast til leigu. Tilboð merkt „Piano“ leggist á afgr. blaðsins fyrir hádegi á mánu- dag. Fasteignasala Helga Sveins- sonar er í Aðalstræti 8. Inng. frá Bröttugötu. Sími 4180. ÁtTÍBBa Stúlka óskast í vetrarvist nú þegar til Runólfs Sigurðssonar, Leifsgötu 16. Sími 4719. Þegnskylduvlnna Framh. af 1. síðu. skemmtilegt fordæmi. Hefir skólinn komið sér upp skíða- skála í fjallinu bak við Krækl- ingahlíðina. Er skálinn mann- virki mikið og rúmar um 150 manns. Undanfarna daga hafa nemendur skólans unnið að því að leggja veg upp að skálanum, og er það um leið akvegur fyrir Kræklingahlíð- ina, en þó fyrst og fremst vetrarbraut hinnar glöðu æsku inn til fjallanna. Fá allir nem- endur þriggja daga námsfrí til starfans og vinna 2 bekkir sam- an, eða um 60 í senn. Er mik- ill áhugi meðal nemenda og kennara fyrir vegarlagningunni og létt og kátt yfir hópnum, sem fylkir sjálfboðaliði uppi í hlíðinni.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.