Nýja dagblaðið - 14.10.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 14.10.1936, Blaðsíða 2
2 N t J A DAGBLAÐIÐ Bókarfregfn Ásmundur Jónsson frá Skúfstöðum: Skýjaiar 134 bls. Það þekkja allir Reykvíking- ar Ásmund, og margir munu hafa lesið kvæði hans, sem við og við hafa birzt í blöðunum, og öll hafa borið vitni um al- veg óvenjulega hagmælsku. Nú er í þessa bók komið hið helzta, sem birzt hefir í blöðum eftir hann áður og nokkur kvæði fleiri. Það er eins og fyr, að kverið ber vott um afburða hag- mælsku höf. Hann leikur sér að flóknum brögum og slungnu rími og fer það prýðilega. Þó gæti ég hugsað, að hann viti sjálfur fullvel af þessum góða eíginleika sínum, því að það kemur ekki ósjaldan fyrir að stuðlasetningin verði of mikil, eða að heilum eða hálfum brag- lið sé ofaukið. Þetta verður höf. bersýnilega af vangá þess manns, sem veit að hann er hagorður. Málfar höf. er ágætt. Hann hefir góðan smekk fyrir hljóm- íegurð orða, velur þau eftir því, og fer það í heild sinni vel. Þó notar hann fulloft orð eins og of og meður, sem held- ur eru talin með hortittum, en þetta virðist vera gert af léttúð frekar en smekkleysi. Höf. hættir og nokkuð við að búa til orð, sem stundum verða heldur löng og ekki alveg snið- in eftir lögum málsins. í því sambandi má spyrja hvað þýða orð eins og lífborð og leiðar- borð? Vísuorð eins og þessi: Tengsli viðja, orðsögn, alda þekking ‘ undir hverfur lífsborð — flatrar grímu býst ég við að verði mörgum heldur torskilin, og ég skil þau ckki. Höf. er skrúðmáll í bezta lagi, og er þar alveg undir á- lirifum rómantikaranna með greinilegum Gröndals-blæ. — Skrúðmál getur verið fallegt, og er oft fallegt hjá þessum liöf., en ekki allsjaldan er of- mikill íburðurinn. Er hægt að vera meira en gyðja, eða er hægt að vera gyltari en gyltur, og hvað er hágyðja og hágylt- ur? Það verður að vera hóf í öllu, og ekki í skrúðmælgi síður en öðru. Um skáldgáfu höf. er enginn vafi. Hún kemur berlega fram um alla kvæðabójíina. Það er í svo til öllum kvæðunum ein- liversstaðar eitthvað fallegt og jafnvel gullfallegt. En það eru órfá af kvæðunum, sem eru heilsteypt. í flestum bregður aðeins fyrir glömpum, en þó eru til í bókinni ágæt kvæði, sem að verður vikið. Gallinn er sá, að höf. er reyrður af áhrif- um frá öðrum skáldum, vafa- laust ósjálfrátt. Og það er ekki eins og oftast vill verða, eitt skáld, sem bindur höf., heldur áhrif margra og mjög ólíkra skálda. Greinilegust og mest eru áhrifin frá Einari Bene- diktssyni; þar er það hið sam- anrekna, harða form, sem glep- ur hann. Þá eru mjög greini- leg áhrif frá Matthíasi Joch- umssyni, bæði um éfni og form; svo er t. d. kvæðið „Her- mann Jónasson frá Þingeyr- um“ á kafla mjög svipað erfi- l.ióðum Matthíasar um Guð- brand Vigfússon. Þá eru mjög greinilegir endurhljómar af Steingrími Thorsteinsson og Ileine í kvæðinu „Gróður jarð- ar“, sem annars er með falleg- ustu kvæðum í bókinni, og frá Davíð Stefánssyni í kvæðinu „ótelía“; er það kvæði alveg afleitur samsetningur, sbr. sér- staklega 19.—23. vísuorð, og það hefði höf. átt að færa pappírskörfunni. Allir þessir aðkomumenn trufla, og hefðu sldrei átt að fá að tala með þarna. Þegar maður fær höf. sjálfan til viðtals eins og hann er raunverulega klæddur, til- gerðar- og fordildarlaust, þá er liann einkar geðþekkur, og þá sést greinilega, að hann er skáld í sér. Kvæðið „Kjarval fimmtugur“, er Ijómandi fall- egt kvæði, „Vorkvöld við Tindastól“, „Gróður jarðar“ og „Fyrir handan“ eru lagleg og í kvæðinu „Hólar í Hjaltadal“ eru ágæt tilþrif og lítið kvæði „Hann gekk um strætin11 er blátt áfram ágætt. En svo eru reyndar ekki allfá kvæði, sem óþarfi var að ónáða prentarann með, t. d. „Ragnar Hafstein Jónsson", „Til Sigurðar Skag- field“, „Þorláksmessublót“, „Leiðarljóð", „Ótelía“ o. fl. Til þess að sýna, hvað höf. er laglega hagmæltur og hvað fallegar sumar vísur eru eftir hann, skulu tilfærð tvö dæmi. Er þetta upphafið á kvæðinu „Nótt“: Þvottaduftið PERLA er bezt Þær konur, sem reynt hafa Perlu-pvottaduftið, telja pað langbezta pvottaefníð. Það leysir óhrein- indin flfótt og vel úr fötunum. Allir biettír hverfa. Það er pví ólrúlega létt að jþvo úr Perlu-þvotta- „Nú 8k«l ég þvo fyrir mtímmu, moðstn hún or i burtu“ 8«gir Sunna. Draumamóðir. Drotning sælu og harma, dagsins Ijós þér fellur hægt í arma. Sunnudýrð í glæstu geisla-veldi gengur þér á vald til hvílu og þagna. Skýrast rúnir hárra himinsagna, þar helgir vitar loga und bláum feldi. efninu. Öhreinindin renna fyrirhafnarlaust úr, og pvotturinn verður hvítur og fallegur. — Þetta er raunveruleiki. Húsmæður! Reynið Perlu-pvottaduftið! Það mun * sannfæra ykkur um ágæti pess Þaðan af notið pið ekki annað pvottaefni. Hit't er þessi vísa: Fyrir handan hugheims- strandir hylling landa mætti sjá, ef væru án banda af vizku þandir vængir andans slíkt sem má. — Lifur — Mör Þegar höf. aftur gefur út bók eftir sig, á hann að koma til dyranna í sjálfs sín fötum, en bregða hvergi yfir sig brynju Einars Benediktssonar, hempu síra Matthíasar, kjóln- um af Steingrími né sportföt- unum af Davíð og ekki heldur 'tala til lesandans af bláskýj- um Gröndals eða upp úr „ma- dressu“-gröf Heines. Þá mun geta hans koma í ljós og geta notið sín. G. J. Ishúsið Herðubreið, Frikírkjuveg 1 Sími 2678. ES yður vantar sólrika stof u afar skemmtilega með sórinngangi hita og ljósi, þá er hún til leigu á Hverfísgötu 53. Eaupum flöskur pessa og uæstu viku. Móttakan er í Nýborg. ÁSengisverzlun ríkisins.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.