Nýja dagblaðið - 25.11.1936, Qupperneq 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Bokunardropar
Á. V. R.
Romdropar
Vauilludropar
Citrondropar
Möndludropar
Cardemommudropar
Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi
Öll glös eru með áskrúfaðri hettu.
Áiengisverzlun ríkisins.
fyrir meðlimi Pöntunarfélags yerkamanna og gesti þeirra
verða endurteknar miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn
B6. þ. m. kl. 7,15 e. h. í Gamla Bí<5.
Aðgöngumiða «é vitjað í búðir félagsins.
Sýnið skírteini.
Pöntunarfélag Verkamanna.
íl S. Buok.
gerði höfundinn heims-
frægan áskömmumtíma
hefir verið pýdd á fjölda
tungumála og alstaðar
fengið einróma lof.
er komin út á íslenzku
fæst í ölium bókaverzl-
unum.
Það var eitt sinn sagt um
William Randolph Hearst, að
hann væi'i svo voldugur, að
iiann gæti skipað eða rekið for-
seta Bandaríkjanna eftir vild.
Þeir tímar eru nú löngu liðnir,
en áhrifavalds þessa ameríska
auðkýfings og blaðaeiganda
gætir þó enn í hugsunarhætti
milljóna manna vestan Atlants-
hafsins.
W. R. Hearst er fæddur í
San-Francisco árið 1863, sonur
milljónamærings frá hinum
írægu gullfunda-árum Kali-
forníu. Hann óx upp á mestu
útþensluárum Bandaríkjanna,
samhliða iðnaðar- og fram-
leiðslu-byltingu, sem skaraði
drjúgum eld að köku þeirra,
sem voru efnalega sterkir og
auðugir. Borgir, reistar fyrir
öreigalýð, utan um smiðjur
og vöruhús auðkýfinganna,
risu upp svo að segja yfir
nótt og viðskipti voru gerð í
stærri mælikvarða en nokkur
þjóð hafði áður þekkt. í fram-
leiðslu og allskonar viðskiptum
risu upp auðkóngar hver í
sinni grein, 3em eftir því sem
tímar liðu, lögðu undir sig
meira og meira af sjálfstæðurn
einkafyrritækjum. Hearst var
einn þessara manna. —
Fyrsta blað W. R. Hearst var
„San-Francisco Examiner", sem
faðir hans gaf honum, og tók
hann við stjórn þess, nýrekinn
frá Harvard University.
Það voru ekki ihugsjónir,
heldur gróðavon, sem beindi
Ilearst inn á braut blaðaút-
gefanda og hann varð þar held-
ur ekki fyrir vonbrigðum.
Blöð hans voru fyrst og
fremst sniðin fyrir hinar fjöl-
mennu, lægri stéttir, og hon-
William Randolph Hearst
blaðakóagur Bandaríkjanna
Maðiírínn, sem stundum er ne!ud-
ur „vandamál6í þjóðar sínxnar
um tókst að gera þau víðlesin
cg eftirspurð, með því að láta
þau æsa upp lægstu tilfinning-
ar fólksins. Hann fyllti þau af
nákvæmum lýsingum um morð
og glæpi, kynferðismál og
hjónaskilnaði, ásamt tilbeiðslu-
kendu dekri við auðmenn og
æðri stéttir. Þess á milli lézt
hann vera vörður réttlætis og
sanngirni. Hann barðist á móti
kúgun og spillingu — og studdi
svo kúgarana að stóli. Hann
I barðist á móti hringunum og ,
hinum mútuþegnu sérréttind-
um þeirra — og stofnaði svo |
hringa sjálfur, og hann barðist
eins og ljón með verkalýðssam-
tökum og fyrir rétti smælingj-
enna meðan hann rétti þeirra
svörnustu fjandmönnum sína
hægri hönd á bak við tjöldin.
Framan af takmarkaði
Hearst starfssvið sitt við vest-
urströnd Bandaríkjanna, en
brátt fór hann að færa sig
austur á bóginn. Hann keypti
þá New York blaðið „Morning
Journal“ og sama blaða-
mennskusagan endurtók sig,
aðeins í stærri stíl, eftir því
sem hlutföllin voru stærri þar
eystra, og svo vegna þess, að
hann átti þar skæðan keppi-
naut á sama sviði blaða-
mennsku, sem var Pulitzer,
eigandi „World“. 1 keppni
þeirra um hylli fólksins var
ekkert ráð ónotað og ekkert
til sparað. Um þær mundir
''ar Cuba í þann veginn að
brjótast undan yfirráðum
Spánverja og var það tilefni ó-
spart notað af Hearst og
Pulitzer, sem fréttaefni. Báðir
kepptust við að senda frétta-
ritara, ljósmyndara og jafnvel
spæjara á vettvang. Skjölum
var stolið, konur voru „frels-
aðar“ úr varðhöldum, samu-
ingum og hemaðarleyndarmál-
um var uppljóstrað, og svo var
talið, að þessir tveir blaða-
menn, og þó sérstaklega
Hearst, hefðu átt drýgstan
þátt í því, að Bandaríkjamenn
og Spánverjar lentu þá í stríð.
En kaupendum blaðanna fjölg-
aði og hvað var þá að tala um
einu stríði meira eða minnn.
„Moming Joumal“ hafði 20
þús. áskrifendur, þegar Hearst
íók við honum; á 10 mánuð-
um komust þeir upp í 400 þús.
o g í lok Spansk-ameríska
stríðsins, upp í eina milljón.
Slíkur hefir ferill W. R.
Hearst verið til þessa dags.
Ilviklyndi hans er viðbrugðið.
Allar hans „skoðanir“, „hug-
sjónir“, „stefnur“ og „ismar“
hafa verið „business“ og ekk-
ert annað en „business“. Hann
hefur þann mann til skýjanna
í dag, sem hann treður í duft-
ið á morgun. Hann berst fyrir
því máli í New York, sem hann
lætur blöð sín vera hlutlaus
um í Ohicago, en ráðast á í
San Franeisco. Hann hvetur
menn til að fella Roosevelt og
bjarga föðurlandinu, fyrir
kosningarnar, og heitir honum
! svo fylgi sínu að þeim loknum.
En stjama Hearst er að
falla. Kaupendatala blaða hans
er að falla, og áhrif hans, sem
fyrir nokkrum árum var talið
að næðu til fjórðahvers manns
í Bandaríkjunum, fara nú stór-
um þverrandi, enda hafa ver-
ið mynduð víðtæk samtök
gegn blöðum hans, tímaritum,
útvarpsstöðvum og öðrum
„menningartækjum“, — um
að hvorki lesa þau, heyra r.é
sjá.
Og þrátt fyrir allt þetta
verður því þó ekki neitað, að
W. R. Hearst hafi á stundum
gert þjóð sinni mikið gagn,
hvað sem hans eigin tilgangi
hefir liðið í þeim efnum. Hann
hefir oft orðið til þess að
styðja góð mál til framgangs
og jafnvel að uppræta margs-
konar spillingu í stjómmála-
lífi þjóðar sinnar, með sínum
vægðarlausu og þrotlausu á-
rásum á einhvem eða eitthvað.
En vegna hins algera „prin-
cip“-leysis í þeim efnum, verð-
ur þó erfitt að leggja mat á
verk hans, og eins og stendur,
er það víst, að meiri hluti
landa hans mundi fordæma
þau.
William Randolph Hearst
skrifar sjaldan í blöð sín sjálf-
ur, en þegar það kemur fyrir,
eru það ætíð ávörp til allrar
þjóðarinnar, prentuð með letri
þreföldu að stærð við venju-
legt lesmálsletur. Þessi ávörp
eru ætíð stutt og með mjög
dramatísku orðalagi. Línurnar
ná þvert yfir síðu og verður
þá allt dálkaskipulag að víkja.
Framsetning er líkust því, að
konungur væri að ávara þjóð
sína. Ýmsum hefir líka dottið
í hug, að slíkar hafi stundum
verið hans leyndustu hugsanir.
W. R. Hearst á margar hail-
ir víðsvegar um Bandaríkin.
Hin glæsilegasta þeirra er San-
Simeon, er stendur í undur-
fögrum hálf trópiskum fjalla-
dal í Kalifomíu. Hún ev reist
í másiskum stíl og ekkert til
sparað, hvorki um stærð né
íburð.
Hearst hefir safnað þar að
sér allskonar listaverkum frá
éllum tímum og ber þar mest
a listvefnaði, tjöldum, teppum
og dúkum frá ýmsum löndum.
Stundum hefir hann keypt
heila kastala í Evrópu, látið
rífa þá niður, númera hvevn
stein og flís, og reisa síðan
aftur einhversstaðar vestur í
Bandaríkjum, í sinni uppruna-
legu mynd. Margt af þessu
Framh, á 4. síðu.