Nýja dagblaðið - 25.11.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 25.11.1936, Blaðsíða 4
REYKJAVlK, 25. NÓV. 1986. NYJA PAGBLAÐIÐ 4. ÁRGANGUR — 272. BLAÐ Samníngar oltuS élaganna vid l)£ít*6£dslstödvslt*nslw HHGamla BlóBHKi Dáleíðsla spennandi og eftirtekt- arverð talmynd um dulrœn efni, dáleiðslu og hugsanaflutning. Aðalhlutverkin eru prýðilega leikin af: Sir Guy Sftandíng Judiftft Allen og John Halliday. Aukamynd 1 2 þáttum með Bing Crosby. Böm fá ekki aðgang. Úr öllum áttum — Fyrra ár komu 11.290 Englendingar til Svíþjóðar og nam samanlögð eyðsla þeirra í landinu 5.117.310 kr. Sama ár komu þangað 21.037 Þjóð- verjar og eyddu þeir 16.075.850 kr. meðan þeir dvöldu í land- inu. Meðaleyðsla útlendra ferðamanna í Svíþjóð þetta ár voru 30 kr. á dag. — Eric Femiliough, enski aksturskappinn, hefir nýlega sett heimsmet. Ók hann á bif- hjóli eina enska mflu með hraða, sem svarar til þess að hann hefði farið 263.6 km. á kiukkustund. — Franska stjórnin heíir lagt fram fjárlagafrv. sitt fyr- ir árið 1937. Samkvæmt því verða útgjöldin ca. 48.000 millj. franka eða 3.500 millj. franka meiri en í ár. Útgjöldin til hemaðar er ráðgert að auka um 1.205 millj. franka. Gostir í bænum. Árni Hafstað lióndi í Vík, Friðjón .Tónsson bóndi ;í Hofstöðum, Árni Tómasson breppstjóri, Stokkseyri. Anná.11 Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- grenni: Allhvasst sunnan. Rign- ing. Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, B-götu 1, sími 3451. Næturvörður er i Laugavegs- og Ingólfs Apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,00 Morgunleikfimi. 8,15 fslenzku- kennsla. 8,40 þýzkukennsla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Hljómplötur: Spán- versk lög. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Um selveið- ar, II (Árni Friðrilcsson fiskifræð- ingur). 20,55 Hljómplötur: Kvartett i F-dúr, eftir Ravel. 21,25 Útvarps- sagan. 21,45 Hljómplötm’: Endur- tekin lög (tii kl. 22,30). Togararnir. Brimir kom í fyrra- kvöld. — Geir kom írá Englandi i fyrrinótt, en Belgaum í gærmorg- un. Skallagrimur fór á veiðar í iyrrakvöld, en Gulltoppur i gær. Laxfoss, sem verið hefir í að- gerð undanfarið, hefir nýhafið ícrðir til Borgarness og fór þang- að í gær og kom aftur í gær- kvöldi. Hægviðri var um allt land í gær og víðast bjartviðri. Hiti var 3—4 stig við vesturströndina, en víðast annarsstaðar var dálítið frost. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband s. 1. laugardag ung- frú Jlórunn Sigurðardóttir og Sig- urjón póroddsson, verzlunarmað- ur. Framkvæmdi sr. Ámi Sigurðs- son vígsluná. — Heimili ungu ltjónanna er á Vesturgötu 34. Háskólaiyririestrar á sænsku. Sven Jansson flytur í kvöld erindi í fyrirlestraflokki sínum um sænskar seinnitima bókmenntir. Vegna liinnar miklu aðsóknar að i'yrirlestrunum verður erindið flutt í Alþýðuhúsinu (inng. frá Hverf- isgötu). Erindið, sem hefst kl. 8 (stundvísl.) verður um nokkra rit- höfunda í Stokkhólmi (Bo Berg- man och Sigfrid Simertz) Erindið heitir: Frigörelse fr&n flanörmen- taliteten. Kolaskip með kol til Ólaís Gíslasonar, urnlxiðssala, er vænt- anlegt í dag. Skinfaxi, 2. h. þ. árs, er nýkom- :nn úl. Merkásta greinin í heftinu Undanfarna þrjá daga hafa staðið yfir yfirheyrslur í sambandi við málaferli olíufélaganna og liafa þœr leitt í ljós ýmislegt í sambandi við samninga þá, er oiíufélögin hafa gert við bifreiða- stöðvar um benzínkaup. Shell — B. S. R og Hekla Hallgrímur Hallgrímsson heldur því fram, að munnlegur samning- ur hafi verið gerður um að B. S. Ií. og afgreiðslubílar þar keyptu benzín af Shell, en þó væri ekki skylt að reka bíla úr afgreiðsiu, þótf þeir skiptu við aðra. En Magnús Guðjónsson formað- ur B. S. R. telur, að samkomu- lagið nái aðeins til bíla, sem eru eign stöðvarinnar, en stöðin hafi ongin slík skilyrði sett afgreiðslu- bílum. Egill Vilhjálmsson, útsölumaðui' Shell hefir, án fyrirskipana írá fé- iaginu, lialdið því fram við tvo bilstjóra af B. S. R., að þeir væru skyldir að kaupa benzín hjá Shell. Minnti hann annan þeirra á það, að B. S. R. gæti látið hann fara af stöðinni, ef hann hefði ekki öll sín benzinkaup hjá SheR. Bifreiðastöðin Hekla hefir munn- legt samkomulag við Shell, en skriflegan leigusamning við Egil Vilhjálmsson, um það, að stöðin er frásögn ritstjórans, Aðalst. Sig- mundssonar, af Sambandsþingi U. M. F. í. s). vor; meðferð mála og samþykktum. Auk þess á A. S. margar smærri greinar i heftinu, þ. á m.: Núpsskólinn þrítugur. Af öðru efni má nefna: í landi Selmu Lagerlöf, ferðaminingar eftir Margréti Jónsdóttur. Prófið, saga eftir Stefón Jónsson. Land- nám og landnámsmenn, eftir Richard Beck. Ungm.f. og skóla- mól sveitanna, eftir Sigurð Thor- lacius. Farfuglafundir eftir Skúla þorsteinsson. pá eru og kvæði eftir Margréti Jónsdóttur, Óskar þórðarson, Richard Beck og Hall- dór Kristjánsson. kaupi benzín á bifreiðar sínar þar. Á móti koma afnot af Shellpori- inu í Lækjargötu. B. P. — Liftla bílstöð in og Aðalsftöðin Olíuverzlun íslands hefir samn- inga við Litlu bílastöðina og Aðal- stöðina um leigu á húsnæði með því skilyrði, að bifreiðar þær, sem frá stöðvunum ganga kaupi B. P. benzín. Halda stöðvarstjóramir því fram, að þeir hafi sett öllum bifreiðarstjórum, sem hafa þar af- greiðslu, samskonar skilyrði. Séu þeir því allir bundnir við að kaupa benzín af B. P. Forstjóri Olíuverzlunarinnar gerði umkvörtun um benzínkaup bílstjóra frá Litlu bílastöðinni hjá Nafta með þeim árangri, að bíl- stjórarnir fóru aftur að verzla við B. P. Gerði forstjórinn samskonar umkvörtun til bílstjóra Aðalstöðv- arinnar, eftir beiðni stöðvarstjór- ans. Krafðist hann þess, að þeir verzluðu við B. P. og taldi sig ckki hafa hag af því, að leigja út stöðina annars. Beni hann m. a. á það, að þinglýs kvöð væri á búsinu, um að bifreiðastöðvar, sem héldu þar til húsa, skyldu skipta við B. P. Fengu bílstjórar þá frest til að ganga ó ný til viðskipta við B. P. Hið ísl. stcinolíu- hlutafélag' — Bif- reiðastöð íslands Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hefir munnlega samninga við Bif- reiðastöð íslands um að allir bíl- ar, sem þar eru afgreddir, verzli við félagið. Heldur stöðvarstjórinn því fram, að hann taki enga bíla i afgreiðslu nema með þessu skil- yrði. Bæði stöðvarstjórinn og Jes Zimsen, forstjóri, neita að hafa notað þetta til þess að knýja bíi- stjóra til að skipta við Steinolíu- félagið, eða hótað brottrekstri • ef þetta samningsákvæði væri rofið. Fimm- Efnisrík og fjörug kvikmynd frá Fox Aðalhlutverkin leika: Jan Hersholft, June Lang og hinir heimsfrægu kanadisku fimmburar Sem dæmi viðvíkj- andi vinsæidum mynd- arinnar má geta þess, að í Ameríku var frum sýning hennar haldin á yfir 300 leikhúsum samtfmis. K a u p 1 ð William Randolp Hearsft Framh. af 2. síðu. hefir þó aldrei komizt í verk til fulls, og er sagt að hann eigi vöruhús í ýmsum hafnar- borgum, full af gömlu rofi og öðrum fornminjum. Ein af höllum W. R. Hearst er í Holly- wood. Þar býr hin fræga leik- kona, Marion Davies, sem líka er hjákona Hearsts. William Randolph Hearst er nú á sjötugs aldri. Bandaríkja- menn kalla hann „eitt af vandamálum þjóðarinnar“. MELEESA 23 hann vinna ást stúlkunnar, ef það á annað borð átti fyrir honum að liggja að fá hennar. Nú er hann var kominn til sjálfs sín, varð hann varasamari. Hann gekk með varúð heim að kofan- um. Það var ekkert kvikt sjáanlegt í kring um þennan veiðikofa. Hann læddist að dyrunum og opnaði. Frammi fyrir stónni, á stórum kassa sat Jack. Hann s'tóð á fætur er Howland kom ixm, en 6- lundarsvipur indíánans kom Howland til að spyrja: — Hefir nokkur komið hér, Jack? Gamli sleðamaðurinn hristi höfuðið og yppti öxlum, og benti um leið á borðið, þar sem lá sam- anbrotinn bréfmiði. — Tliorne, mælti hann. Howland braut miðann í sundur, og las: Kæri Howland! Ég gleymdi að segja þér að póstsleðinn fer um hádegi á morgun, og af því að ég fer með hon- um, þá vil ég að þú komir eins snemma og þú get- ur í fyrramálið, svo að ég geti sett þig inn í þetta alltsaman áður en ég fer. Thorne. Howland gaf frá sér undrunarfullt blístur. — Hvar sefur þú Jack? — Kofa í skógarjaðrinum, svaraði indíáninn. — Hvemig er það með morgunmatinn ? Thome hefir ekki gefið mér neinar upplýsingar um mál- tíðirnar ennþá. — Thome segir að þú borðir með honum í fyrramálið. Ég koma snemma og vekja þig. Eftir hann farinn á morgun, þú borða hér. — Þú þarft varla að vekja mig, mælti Howland og snaraði sér úr treyjunni. Ég fer og hitti Thome, máske áður en hann er kominn á fætur. Góða nótt. Jack hafði opnað dyrnar til hálfs, og verkfræð- ingurinn sá í andlit hans, er hann leit til baka um leið og hann gekk út úr dyrunum. Það var bros á andlitinu og hann gaf frá sér þetta ókennilega hláturshljóð indíánanna. Howland dró lokur fyrir hurðina og bjó sig til svefns. Maður verður að reyna að ná í einhvem svefn, þó að útlit sé fyrir að einhver stórtíðindi séu í vændum. Þrátt fyrir venjulega árvekni Howlands, þá var það Jack, sem vakti hann fáum klukkustundum seinna. Það var allt þögult í tjaldbúðunum, er hann fylgdi eftir indíánanum niður á milli kofanna, þangað sem Thome átti heima. Hann var klæddur. — Mér þykir leiðinlegt að þurfa að reka þig á fætur, en ég verð að fara með póstinum í dag. Þér að segja, þá er ég hræddur um að þessi læknir okk- ar hérna sé ekki á marga fiska. Handleggurinn á mér, og herðablaðið, er svo stirt og sárt. Það verð- ur áreiðanlega það fyrsta sem ég geri að fara til góðs læknis, þegar ég kemst héðan. — Fór ekki Weston með ykkur hingað uppeftir? Howland vissi að Weston var bezti slysalæknir, sem var á vegum félagsins. — Jú, mælti Thorne og leit skarplega á hinn. Weston er hér og ég ætla ekki að fara að lasta hann, en einhvemveginn hefir honum ekki tekizt við þetta meiðsli mitt. Meðal annars, þá leit ég yf- ir vinnulistann, og það er enginn maður hjá okkur, sem heitir Croisset. Eftir morgunverð litu þeir í gegn um uppdrætti og áætlanir viðvíkjandi vinnunni. Howland hafði fylgst vel með því frá Chicago, og um það leyti sem þeir höfðu áttað sig á því, var hann þess full- viss, að sér tækist að koma þessu áfram án hjálp- ar Thome eða Gregson’s. En hann var líka jafn- viss um annað, og það var, að þeir höfðu reynst menn til að halda öllu í ágætis horfi hvað vinnuna snerti. Hann hafði hálfvegis búizt við að finna ó- reiðuna á því er að verkinu laut, eins og á verk- fræðingunum sjálfum, en þó að mikið hefði á þá reynt, þá var það ekki sjáanlegt í skjöium þeim er Howland hafði á borðinu fyrir framan sig. — Þetta er stórkostlegt misserisverk, mælti Thorne, þegar þeir höfðu lokið yfirlitinu. Ég skal segja þér, lagsmaður, að þegar við komum hingað uppeftir fyrst, þá gat ekki einu sinni héri skriðið í gegn um skóginn, þar sem við sitjum núna, og sjáðu hvað við höfum gert. Byggt 50 kofa, fjórar borðstofur, tvö stærstu geymsluhúsin sem til eru norður af Winnipeg, spítala, þrjár smiðjur og skipastöð. — Hvað! skipastöð, spui'ði Howland, fullur undr- unar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.