Nýja dagblaðið - 12.12.1936, Side 2
2
N Ý J A
DAGBLAS IS
Hárvötn A.Y.R.
Eau de Portugal
Eau de Cologne
Eau de Quinine
Bay Rhum
Isvatn.
Reynið pað og sannlærist um gæðin.
Smekklegar umbúðir.
Sanngjarnt verð.
Afengisverzlun
r í k i si n s.
Athngið!
»Nýja pvottahúsið», Símí4898,
hefir fullkomnustu þvottavélar, hitaðar með
gufu — (ekki með gasi) — þvotturinn guln-
ar því ekki við að liggja og lyktar sem
útiþurkaður.
Þið sem þvoið heima, látið okkur þurka og
rulla þvottinn, — Spyrjist fyrir um verð.
»Nýja |>vottahúsið“, Grettisgötu 46*
Norðlenzkt
dilkakjöt
Saltkjöt,
Svið og
Rjúpur.
K j ötverzlunin
HERÐUBREIÐ
Frikirkjuveg 7,
Sími 4565.
Jóla-
hangikjötið
er komið.
Norðlenzkt dilkakjöt,
Svínakotelettur
Rjúpur
Svið
Margskonar grænmeti
Kjötbúð
Reykjavíkur
Vesturgötu 16,
Sími 4769.
Kynslóðir koma!
Til verndar augunum skal ávalt nota
OSRAM-D-ljóskúlur, þær eru bezti
ljósgjafinn þegar um vanalega raflýs-
ingu er að ræða. Hver Ijósnotandi get-
ur nú reiknað sjálfur hversu ódýrt
rafljós OSRAM-D-ljóskúlurnar gefa,
því á hverri kúlu og umbúðum hennar,
er áletrun, sem sýnir ljósmagnið í
„Dekalumen“ (DLm, ljóseiningum) og
hina sérstaklega litlu straumeyðsiu
í watt (W).
yiRCtNIA CIGAREHIJR
fUSlk
Pákkínn
í^ostar
óllum verzfufwm.
,,Hvað gerir ftil þö ég verði
skoftinn”, sagði hann á sftríðs-
árunum. „Ég á nógu marga
bræður^.
Konunrarínn, sem gerðí
uppreisn gegn kreddum og vildi hafa
sama freisi og aðrir menn
I.
Það er einkennilegt, að Ját-
varður VIII., sem naut svo ó-
venju mikla vinsælda meðan
hann var prinsinn af Wales,
skuli hafa lent í árekstr-
um við þjóð sína og stjórn,
þing og kirkju. En þeir, sem
skrifa sögu hans, munu segja,
að þetta hefði hlotið að fara
þannig; fyr eða síðar myndi
mannréttindaþrá hans hafa
rekizt á. konungsskyldumar,
því lífsskoðun hans var ekki í
samræmi við erfðakenning-
arnar um heilagleika konungs-
embættisins.
Það er ekki af tilviljun, að
„Times“ í forystugrein um
vináttu konungs við Mrs.
Simpson og þau vandræði, sem
ut áf því hafa spunnizt, vitnar
í nokkur orð, sem birtust í
blaðinu fyrir 45 árum: „Per-
sóna konungs er ímynd kon-
ungdæmisins, klædd holdi og
blóði, og sérhver galli hjá hon-
um er bæði sltaðlegur og hættu-
legur konungsveldinu". Því
þessi orð voru skrifuð um Ját-
varð VII., afa hans, þegar hann
var prinsinn af Wales. Það var
árið 1891. Prinsinn var kallað-
úr sem vitni í máli, sem reis
út af fjárhættuspili. Einn af
nánustu vinum hans varð
sannur að sök, að hafa beitt
brögðum í Baccarat-spili, sem
prinsinn hafði spilað með í, þar
sem þeir voru gestkomandi.
Hjá Játvarði VIII. finnur
maður margt, sem minnir á afa
hans, þar á meðal hina sterku
sjálfstæðiskennd og ósveigjan-
legan vilja til að lifa sínu
einkalífi ásamt konungsskyld-
unum. Þessi skyldleiki þeirra á
rætur sínar í uppvextinum.
Játvarður VII. var alinn upp af
manni Viktoríu drottningar,
sem ekki skildi hið frjálsa eðli
hans, og kom í veg fyrir að
það fengi að njóta sín. Eftir
fráfall hans hélt drottningin
áfram í sama horfinu, því hún
hélt að sinn ástkæri eiginmað-
ur myndi einmitt hafa gert það
sama. Hið einstrengingslega og
dauðleiðinlega hirðlíf á dögum
móður hans varð aðeins til
þess, að hann þverskallaðist og
sneri sér að fjolbreyttara og
skemmtilegra lífi.
Heimilisbragur og hirðlíf
Georgs V. minnti að mörgu
leyti á hirð ekkjudrottningar-
innar gömlu, og átti Mary
drottning sinn þátt í því með
hinni stoltu og grafalvarlegu
framkomu sinni. Allt gekk eft-
ir nótum og trú og dyggðir
voru settar efst á baug. Engin
fráskilin kona fékk aðgang að
vinahópi Mary drottningar.
Hún barðist vægðarlausri bar-
áttu við þá léttúðugu tízku,
sem réði eftir stríðið. Hún
mælti svo fyrir við hirðdöm-
urnar, að þær skyldu hafa upp-
háa hanzka, fyrst þær endilega
vildu ganga í ermalausum kjól-
um. Sem „æðsta kona lands-
ins“ barðist drottningin fyrir
betri siðum við hirð sína og
einkalíf hennar var og er bund-
ið góðgerðastarfsemi. En sonur
hennar gerði eins og afi hans
„uppreisn æskunnar“ gegn
þessu þvingaða lífi.
H.
Menn vilja segja, að heims-
styrjöldin hafi mótað hugarfar
konungsins. Hann var þá um
tvítugt og vildi ekkert fremur
en að verða að sem mestu
gagni á vígstöðvunum. Það er
gagnstæ'tt eðli hans að draga
sig í hlé, þegar á liggur. Frá
æskuárum hefir hann stundað
íþróttir af miklu kappi og ætíð
verið djarfur. Hann datt oft &f
liestbaki, ekki vegna ódugnað-
a'r, heldur vegna þess, að hest-
arnír voru ekki alltáf sem þæg-
astir. Það kvað svo rriikið að
þessu, að það kom til umræðu
í neðri málstofunni, að kon-
ungsefnið yrði lands síns vegnn
að hafa gætur á lífi og limum.
Hann er líka duglegur flug-
maður, þótt hann fengi ekki
leyfi til þess að koma fljúg-
andi á vígstöðvamar. „Hvað
gerir til, þótt ég verði skot-
inn“? sagði hann við Kitchener
lávarð. „Ég á nógu marga
bræður“. „Ef ég bara væri viss
um að yðar hátign yrði -skot-
inn“, svaraði Kitchener. „En
það er líka hætta á að þér
yrðuð tekinn til fanga, og ég
þori ekki að taka á mig
ábyrgðina af þvi“.
Ýmsir hafa reynt að varpa
dýrðarljóma um Prinsinn af
Wales frá stríðsárunum, en
sannleikurinn er sá, að hann
var sjaldan í mikilli hættu. En
hann var oft í Frakklandi og
sýndi þá, hve honum var lagið
að tala við fólk af öllum stétt-
um. Það var sá hæfileiki, sem
Játvarður VII. átti í ríkum
mæli, en bæði Viktoríu drottn-
ingu og Georg V. vantaði. Það
er eins og sá hæfileiki fylgi
.þeirri einföldu reglu að koma
fram í öðrumhvorum lið
brezku konungsættarinnar. —
Eftir stríðið sneri hann aftur
til Englands, þar sem ættfólk
hans reyndi að má úr huga
Framh. á 4. síðu.