Nýja dagblaðið - 21.01.1937, Qupperneq 4
REYKJAVIK, 21. JAN. 1937.
5. ÁRGANGUR — 16. BLAÐ
NYJA DAGBLAÐIÐ
/
IQamla Bió!
Leynilögreglan
Afarspennandi, fjörug
og viðburðarík mynd,
8em sýnir vel hina
atöðugu og miskunnar-
lausu baráttu amerísku
leynilögreglunnar (Gr.-
Men) fið bófaflokkana
þar í landi.
Aðalhlutverkin leika:
Fred Mac Murray
og Madge Evaus.
Böm fá ekki aðgang.
UULFJEIlt EEIUlf IBI
„Kvenlæknirinn"
Gamanleikur í 3 þáttum eftir
P. G. WODEHOUSE.
Sýning í kvöld kl. 8.
Lægsta verð
Aðgöngumiðar á l.&O, 2.00,
2.50 og 3.00 á svölum eru seld-
ir eftir kl. 1 í dag.
Simi 3191.
Annáll
Veðurspó fyrir Reykjavik og nd-
grenni: — Suðaustanhvassviðri.
Slydda eða rigning.
Nœturlæknir er í nótt Axei
Blöndal, D-götu 1, sími 3951.
NæturvörSur er í Laugavegs- og
lugólfs Apóteki.
Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,00
Morgunleikfimi. 8,15 Enskukensla.
8,40 Dönskukennsla. '12,00 Hádegis-
útvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10
Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur:
Píanó-konsert í e-moll, eftir
Chopin. 19,55 Auglýsingar. 20,00
Fréttir. 20,30 Erindi: Mannflokkar,
VI (Einar Magnússon mennta-
skólakennari). 20,55 Einleikur á
píanó (ungfrú Helga Laxness).
21.15 Frá útlöndum. 21,30 Lesin
dagskrá næstu viku. 21,45 Útvarps-
hljómsveitin leikur. 22,15 Hljóm-
plötur: Danslög (til kl. 22,30).
Togaramir. Geir kom í gær frá
Englandi. Einnig kom inn enskur
iogari með veikan mann.
Andlátsfregnir. Soffía Einars-
sonar bónda á Neistastöðum í
Flóa, lézt í fyrramorgun í Landa-
kotsspítala. Hún var rúmlega þrí-
tug að aldri. Einnig hefir andast
þorvaldur Magnússon, sem lengi
dvaldist á Eyrarbakka, háaldrað-
ur maður, Helgi Jósefsson, Hverf-
isgötu 80 og frú Rut Friðfinns-
dóttir, Frakkastíg 12, ung kona.
Snjóalög cru nú orðin svo mikil
að ckki er lengur bílfært til Hafn-
arfjarðar og umferð tálmuð í út-
hverfum bæjarins.
Aflasala. Maí seldi 1700 vættir á
1858 pund. Gulltoppur 1942 vættir
í.vrir 1718 pund. Skallagrímur
1503 vættir fyrir 1588 pund.
Sakir veðurútlits fóru engir bát-
ar á sjó við Faxaflóa í fyrrinótt
og heldur ekki í nótt. Línuveiðar-
inn Sigríður er væntanlegur í
kvöld með á að giska 20—25 smál.
afla, sem fer til flökunar.
Aflafregn. Úr Keflavík réru í
íyrradag 6 bátar og öfluðu frá 9—
12 skp. á bát. Telst það ágætur
afli um þetta leyti árs og sjómenn
telja óvenju gott útlit um afla. j
Alpjóölegt
menntasetur
Framh. if 2. síðu.
ný opnar sín breiðu hlið og-
býður velkominn hvem sem
vera skal, án tiilits til þjóð-
flokka og stétta.
Nú er liðinn aldarfjórðung-
ur síðan prófessor Paul Desjar-
dins fékk til umráða klaustrið
Pontigny í nánd við París og
breytti því í námsheimili, þar
sem menn, frá fjarlægum lönd-
um fá tækifæri til að „hlusta
hver á annan“, eins og hann
sjálfur kemst að orði.
Þangað hafa komið lista-
menn, kennimenn, hagfræðing-
ar, námsfólk o. m. fl. Námið
er margþætt og sjálfvalið. Og
þar er fjöldi bóka á ýmsum
málum. Það er sérstaklega
tekið fram, að fræðslan sébæði
miðuð við kröfur þeirra, sem
hafa „praktisk" áhugamál og
hinna, sem fást við andleg
(íntellektueli“) störf.
Námskeiðið, sem hefst 1.
apríl næstkomandi, er að því
leyti frábrugðið þeim fyrri, að
Norðurlandabúum er sérstak-
lega boðin þátttaka og verður
séð fyrir túlkun á norræn mál.
Franska verður kennd, en þó er
nauðsynlegt að kunna nokkuð
1 málinu áður.
Gestunum verður gefinn
kostur á að kynna sér franskt
atvinnulíf, franska heimspeki
og þjóðfélagskenningar nítj-
ándu aldarinnar. Auk þess
Tveir siglfirzkir bátar eru nýkomn-
ir til Keflavíkur og stunda þeir
sjó frá Ytri-Njarðvík á næstu ver-
tið. — FÚ.
Skipafréttir. Gullfoss var i Kaup-
mannahöfn í gær. Goðafoss kom til
Vestmannaeyja í gærkvöldi. Brú-
arfoss fór til Breiðafjarðar og
Vestfjarða í gærkvöldi. Dettifoss
var í Kaupmannahöfn í gær. Lag-
arfoss vár á Borgarfirði í gær-
morgun. Selfoss er á leið til Ant-
werpen.
Frú Vílborg M.
Audrésdótiir
Framh. af 1. síðu.
þeim fjölda ges'ta, er þar hefir
að garði borið, að sliks mun
ekki að ieita á hverju strái. Nú
er það öldruðum eiginmanni
hennar sælust von, að sam-
fundanna verði skammt að
bíða. Frú Vilborg verður til
moldar borin í dag.
Þess má hér geta, að þau
Bjarni og Vilborg ólu upp 3
börn, en sjálfum varð þeim
ekki barna auðið. Kjördóttur
sína, Guðrúnu Ingibjörgu,
misstu þaU á Akrueyri 14 ára
gamla, frábærlega efnilega
stúlku, er mjög varð hann-
dauði fósturforeldrum sínum.
Hin tvö eru Vigfús klæðskera-
meistari Guðbrandsson, bróður-
son Bjarna, og Vilborg Magn-
úsdóttir, gift Vigfúsi Árnasyni,
starfsmanni í Reykjavíkur-
Apóteki.
Kumtugur.
verða fyrirlestrar og umræður
um málefni dagsins m. a. alls-
herjarverkföllin í Frakklandi i
sumar, sem leið, o. fl.
Námskeiðið stendur yfir í 3
mánuði. Samanlagður dvalar-
kostnaður er 3000 frankar.
Ferð verður farin til Norman-
die og í París verður fjögra
daga dvöl. Gefst þá tækifæri
til að sjá heimssýninguna, sem
þar verður í sumar. Einum
degi verður varið til að skoða
höfnina í Le Havre.
f'rá París er tveggja stunda
ferð með járnbrautarlest til
Pontigny. Klaustrið sjálft, sem
er um 700 ára gamalt, er rúm-
góð og reisuleg bygging. Og
umhverfið er hljóðlátt og fag-
urt.
Ég hefi aðeins haft stutta
dvöl í Pontigny, en ég hygg, að
fáum verði vonbrigði að koma
þangað.
S'tickholm í janúar 1937.
Oddný Guðmundsdóttir.
Nýja Bió
Kvennaskóla-
síúlkur
(Girls Dormilory)
ljómandi falleg amer-
ísk kvikmynd frá Fox-
fólaginu.
Aðalhlutverkin leika:
Ruth Chatterfon,
Herbert Marchall
og hin fræga franska
leikkona
Simone Simcn,
er hér birtist í fyrsta
sinni f amerískri kvik-
mynd,fegurriennokkru
sinni áður.
Aukamynd:
Kvenfólkið og fízkan
amerísk kvikmynd er
sýnir síðustu nýjungar
í klæðaburði kvenna,
Skriifarkeimsla.
Námskeið byrjar
næstu daga.
Guörún Geirsdótfir
Sími 3680.
Daglega nýtt fiskiars í Pöntun-
arfélagi verkamanna, Skólayörðu-
stíg 12.
Norðlenzkt ærkjöt, ódýrt og
gott.
Kjötverzl. Herðubreið,
Fríkirkjuveg 7. Sími 4565.
Ballkjólar seldir með miklum
afslætti. Verð frá 39 krónum.
— Saumastofan „Upsölum". —
Aðalsfræti 18. — Sími 2744.
Kildur Sivertsen.
MELEESA 59
blóðið storkna í æðum sínum. Það var á þessa leið,
sem hann las:
t dag komu hingað til okkar eftir Churchill-slóð-
inni, John Howland og sonur hans.
Howland spratt á fætur, svo að stóllinn hentist
um koll, og snéri sér að Croisset, eins og hami
væri að hugsa um að stökkva á hann. Jean brosti.
Hann benti með fingri á borðið og mælti lágri
röddu. — Herra John Howland, villt þú ekki lesa
það sem þarna er skrifað um endalok foreldra Mel-
eesu fyrír sex'tán árum síðan. Eftir það ætti þér að
skiljast hversvegna að sókst var eftir lífi þínu hjá
Prins Albert, hvers vegna þú varst fjötraður ofan á
sprengiefnið í Wekuso, og hversvegna núna klukk-
an sex, þú verður að gjalda þessa — — þessa
gömlu skuld.
Croisset lauk við setninguna með erfiðismunum.
Howland snéri, utan við sjálfan sig, að borðinu á
ný, 'og laut yfir blöðin. Eftir örstutta stund leit
hann upp. Andlit hans var snjófölt, og sett djúpum
rákum. Hann fór með hendinni í gegnum hár sitt
í hálfgerðu ósjálfræði.
— Ég hefi lesið það allt. Og ég skil ykkur nú —
— loksins nú. Ég heiti John Howland og faðir
minn hét sama nafni. Ég skil.
Það varð þögn og augu þeirra mættust.
— Ég skil ykkur, mælti Howland að lokum, og
færði sig nær Croisset. En þú, Jean Croisset, —
trúir þú því að ég sé sá John Howland, sem--------
sá sem að þið eigið sökótt við?
— Ilerra minn, það skiftir engu máli hverju ég
trúi, eða trúi ekki, héðan af. Ég þarf aðeins áð
segja þér eitt, að síðustu. Þessir ókunnu óvinir þín-
ir eru bræður Meleesu. Við lifum eftir þeim lögum,
er lífið hefir úthlutað okkur, en það eru hörð lög.
Þeim er bíða þarna upp í húsinu, getur aldrei
fundizt að bikar angistar þinnar og kvala, vera
fylltur um of. Þau hafa dæmt þig 'til dauða klukkan
sex, og á þeixri mínútu verður þú skotinn inn um
einhverja glufuna hérna í veggnum. Þessi miði —
— frá Meleesu--------er síðasti boðskapur minn til
þín.
Howland stóð eins og steingerfingur við borðið,
eftir að Jean hafði fært honum liinn miskunnar-
lausa boðskap um líflát hans. Hann sá miðann er
Jean lét falla á borðið, og slétti úr honum með
köldum fingrum. Það voru örfá orð á miðanum,
auðsjáanlega skrifuð í miklum flýti.
Ég hefi beðið fyrir þér í alla nólt. Ef Guð heyr-
ir ekki bænir mínar, mun ég samt sem áður standa
við orð mín og koma á eftir þér. Meleesa.
Howland heyrði eitthvert þrusk, og leit upp. Jean
var farinn. Dymar voru að falla að stöfum, og
svo heyrði hann loku dregna fyrir. Það var dauða-
þögn. Jafnvel hið mjúka loðskóaða fótatak Jeans
Croissets, er hann læddist út í næturmyrkríð,
barzt ekki inn í bjálkakofann til hins dauðadæmda,
sárþrekaða manns.
XV. KAFLI.
Meleesa.
Howland stóð þögull og hreyfingariaus í langa
stund ef'tir að Jean fór. Augu hans voru fest á
dyrnar, en hann sá þær ekki. Bréfmiðinn datt úr
hendi hans á gólfið, án þess að hann tæki eftir því.
Hann tók úrið úr vasa sínum og lagði það á borðið.
Það var gengið fjórðung stundar í sex. Það voru
eftir aðeins þrír stundarfjórðungar.
Eftir þrjá stundarfjórðunga beið hans dauðinn.
Hann var viss um það. Allur vonarneisti liafði ver-
ið slökktur í brjósti hans. Jafnvel meðan hann var
bundinn og fjötraður ofan á sprengiefnið, og inni
byrgður í jarðgöngunum, — hafði hanr vonazt
eftir undankomu og barizt til þess að frelsa sjálfan
sig, en nú var hann vonlaus. Nú gat ekki verið um
neina baráttu að ræða. Hann yrði skotinn í gegn um
einhverja þessa opnu smugu, án þess að honum
gæfist nokkur kostur á að verjast, eða sanna sak-
leysi sitt. En hvernig var hug Meleesu farið? Áleit
hún hann sekan eins og bræður hennar gerðu?
Hann stundi við og rétti sig eftir bréfinu er lá á
gólfinu. Hann las það aftur. „Ef Guð heyrir eltki
bænir mínar, þá mun ég samt sem áður standa við
orð mín, og koma á eftir þér“. — Þessi setning
virtist setja innsiglið á dauðadómsvissu hans. Auð-
séð var að Meleesa hafði gefið upp alla von, — en
samt sem áður höfðu þessi orð annan boðskap til
hans en það.
Þá skal ég samt sem áður koma á eftir þér.
I