Nýja dagblaðið - 27.01.1937, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 27.01.1937, Blaðsíða 2
2 N T J A DAGBLAÐIÐ Miiiiinrarð um frú Vilborgu M. Andrésdóttur d. 12. Janúar 1937. Lag: Á vængjum vildi ég berast Undir nafni fósturdóttur. Helfregn hörð mig nísti, er heyrði ég andlát þitt. Svartir sorgarskuggar, þá svifu um hugskot mi'tt. Gegnum sorga sortann þó svífur vonin blíð. Aftur að við finnumst á eilíf bjartri tíð. Þú varst rík af þreki, og þjáning hverja barst hugprúð eins og hetja, sem hvergi örvilnast. Brött þá reyndist brautin og bæði grýtt og hál, ætíð hélst þú áfram með orku þrungna sál. Margs ég hefi að miftSast frá mætri bemsku stund. Þegar þú mig leiddir við þína hlýju mund. Man ég ástarorðin, sem um mig vöfðust þá. Skýldu þau sem skykkja, ef skugga fyrir brá. Mér er ljúft að minnast, livað mér þú reyndist góð. Ylinn finn ég ennþá frá ástar þinnar glóð. Blikin, bjartra elda, sem brunnu þér í sál; voru mér sem vegljós ef veröld reyndist hál. Þakkir þér ég færi, já, þakkir fyrir allt. Varmann, sem þú veittir, ef var mér lífið kalt. Kiökk að kistu þinni, ég kem í hljóðri sorg. Ln þakkar orðið alltaf skal óma i hugar borg. Drottinn er sem dæmir í dýrð, sem aldrei þver. — Verkalaunin vænstu ég veit hann gefur þér. Fyrir ástúð alla, sem auðsýnt hefir þú, blítt á björtum vængjum þig ber himins nú. E a n p i d Tvær myndir frá París Trocadcrohöllín Sigurbogi Napoleons Fi’emri myndin er af Troca- derohöllinni, sem var byggð fyrir heimssýninguna 1878 og einnig notuð fyrir heimssýn- inguna 1889. Höllin, sem er að mestu í austurlenzkum stíl, þykir vera ein af tilkomumestu byggingum Parísar. Hún er nú notuð að nokkru leyti fyrir meiriháttar hljómleika, söng- sýningar og hátíðahöld, en að nokkru leyti fyrir listaverka- safn. Aftari myndin er af hin- um fræga sigurboga Napoleons, Hornsteinn hans var lagður á afmælisdegi Napoleons 1806, en það var í orustunni við Aust- erlitz, sem hann ákvað að byggja sigurboga í rómversk- um stíl til minningar um sigur- inn. Verkinu var ekki nærri því lokið, er Napoleon hrökklaðist frá völdum, en því var þó hald- ið áfram og lokið að fullu 1836. Samtals kostaði hann 9.651.600 franka. Hann er 100 feta hár og 120 feta breiður. Á bogan- ann eru greyptar fjölda marg- ar marmarahöggmyndir, sem sýna merkustu afrek hinnar frönsku þjóðar og inn í göng- unum eru grafin á bogana nöfn 656 frægus'tu hershöfðingja Frakka frá tímum lýðveldis- sinna og lceisarastjórnarinnar. Á hinar fjórar súlur, sem halda boganum uppi, eru greyptar risavaxnar marmara- myndir. Á myndinni hér að of- an sjást tvær þeirrá, til hægri er sigurgyðjan að tigna Napo- leon, og til vinstri er Frákkland að kveðja syni sína til vamar. Bilkasvið daglega nýsvidin. fshúsid Herðnbreið Simi 2678. Mysnostur Srá Akureyrá jafnau fyrirliggjandí ■.:Æ& Samband ísl« samvinnufélaga Simi 1080 Kvenréttindafélag Islands P Nýja dagblaðið hefir átt tal við frú Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur, sem er ein af hinum leiðandi konum í Kvenréttinda- félagi Islands. Skýrði hún blað- inu svo frá: Kvenréttindafél. íslands var stofnað 27. janúar 1907. Fyrir stofnun félagsins gekkst eink- um frú Bríet Bjamhéðinsdótt- ir, en hún hafði siglt til Kaup- mannahafnar á kvennafund, sem þar vár haldinn sumarið áður. Var hún formaður félags- ins fyrstu 20 árin, að undan- skildu einu ári. Síðustu tíu ár- in hefir dóttir hennar, Laufey Valdimarsdóttir, verið formað- ur þess. Hið fyrsta starf félagsins var mest í því fólgið að berj- as't fyrir kosningarrétti og kjör. gengi konum til handa, ásamt jöfnum rétti til menntunar og embætta. Árið 1908 fóru fram kosn- rjátíu ár ingar til bæjarstjórnar Reykja- víkur og var þá í fyrsta skipti kosið samkvæmt hinum nýju kosningalögum. Gekkst þá Kvenréttindafélagið fyrir því, að við kosningar var borinn fram sérstakur kvennalisti og áttu sæti á honum fjórar kon- ur. Náðu bessar konur allar kosningu, en alls voru þá kosn- ir 15 menn í bæjarstjórnina. Félagið var á verði um rétt kvenna á fleiri sviðum. Meðal annars gekkst það fyrir því, að sifjalögin væm endurskoðuð. Hið nýja frumvarp var samið af Lárusi Bjamasyni og vom það einhver hin frjálslyndustu lög, sem til voru á því sviði, ef þeim hefði verið framfylgt eins og vera bar. Eitt það fyrsta, sem félagið gerði, var að koma á fót les- stofu fyrir konur. Grundvöllur- inn að þeirri lesstofu var lagð- ur með tímaritum, sem Bríet a gaf til hennar. Þessi lesstofa var byrjunin að Lestrarfélagi kvenna, sem nú er eitthvert fjölmennasta kvenfélag bæjar- ins. Ennfremur beitti félagið sér fyrir því, að boðað væri 'til almenns fundar fyrir verka- konur, og leiddi sá fundur til nokkurrar hækkunar á kaupi stúlkna, sem unnu að fisk- vinnu. Var þetta upphafið að stofnun Verkakvennafélagsins ,,Framsókn“. Á seinni árum hefir Kven- réttindafélagið gefið sig mjög mikið að því, að reyna að rétta hlut þeirra mörgu kvenna, sem standa meira og minna einar í lífsbaráttunni. Upp úr þeirri starfsemi hefir Mæðrastyrks- nefndin vaxið. Mæðrastyrks- nefndin hefir staðið á verði um rétt einstakra kvenna, t. d. í sambandi við fátækralögin og tryggingarlögin, og haft áhrif á síðustu úrskurði um upphæð meðlags með óskilgetnum börn- um. Þá hefir Kvenréttindafélagið gengist fyrir landsfundum kvenna, sem þegar hafa verið haldnir fjórir, þrír í Reykjavík og einn á Akureyri. Fundir þessir, sem haldnir voru árin 1922, 1926, 1930 og 1932, hafa allt af verið styrktir af ríkinu. Og þar sem þingið hefir enn á ný veitt styrk til slíks lands- fundar, verður 5. fundurinn haldinn í sumar. Kvenréttindafélagið var stofn- að,þegar frú Bríet var fimmtug að aldri. I öll þau ár, sem síðan eru liðin hefir áhugi hennar verið vakandi og elja hennar og baráttuþrek óþreytandi. Nú sriýst starf hennar mest um það að fá konurnar til að sam- einast um útgáfu kvennablaðs. Félagið hefir í hyggju að gefa út. minningarrit á þessu þrjátíu ára afmæli sínu. Mun þar birtast saga félagsins, sem frú Bríet hefir samið. Verður fróðlegt að sjá þessar minn- ingar hinnar gömlu bardaga- konu, sem lengst af hefir stað- ið í fylkingarbrjósti, þegar um var að ræða baráttuna fyrir áhugamálum Kvenréttindafé- lagsins.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.