Nýja dagblaðið - 03.03.1937, Page 1

Nýja dagblaðið - 03.03.1937, Page 1
ÚTBREIDIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ ID/^C3. IB K/MÐIHÐ 5. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 3. marz 1937. ’ 51. blað Álit dýral ækna um borgiíræku veikina Dýralæknar landsins haía sam- kvæmt boði landbúnaðarráðherra sctið á ráðstefnu hér í bænum undanfarna daga til að ræða um orsakir og eðli borgfirzku fjárpest- arinnar. Hafa fjórir þeirra, Bragi Steingrímsson, Sigurður Hlíðar, Hannes Jónsson og Jón Pálsson, komizt að þeirri niðurstöðu, að veikin sé ekki „sjálfstæður sjúk- dómur, heldur sjúkdómsform, sem kemur fram í sambandi, beint eða óbcint við tvo áður þekkta sjúkdóma: lungnadrep annarsveg- ar og lungnaorma hinsvegar". þá telja þeir engar sannanir fyrir því að voikin sé bráðsmitandi og ó- iæknandi, því „oss er kunnugt um nokkra sjúklinga, sem taldir eru að hafa haft þessa veiki, en hafa nú náð nokkrum bata“. Tvcir af dýralæknunum, Asgeir Einarsson og Asgeir Ólafsson, eru ckki að öllu leyti sammála hin- um, en „teija þó sennilegt, að veikin sé ekki nýr (innfluttur) sjúkdómur, heldur sjúkdómsform, sem kofni fram í sambandi við tvo áður þekkta sjúkdóma: Lungna- pest. annarsvegar og lungnaorma- veiki hinsvegar". „Hinsvegar teljum við“, segja þeir, „að veikin sé nýtt fvrirbrigði að því leyti, að svo illkynjaður faraldur í sauðfé hafi ekki komið fyrir á síðari áratugum. Ennfrem- ur teljum við veikina nýtt fyrir- brigði að því er snertir sjúklegar breytingar í lungum og sum ytri sjúkdómseinkenni". F Þegar Olafur Thors vantreystí dyggustu fylgísmönnum sínum í Keflavík í lok fundarins í Keflavík, þegar flestir sjómenn voru farnir af fundi, fór fram atkvæðagreiðsla um nokkrar tillögur, som flestar snertu innanhéraðsmál, en fundar- stjóri úrskurðaði jafnframt að nokkrar tillögur, sem fram voru komnar, kæmu ekki til atkvæða m. a. vegna þess, hvað fundurinn var orðinn fámennur. Ein af þess- um tillögum var frá Ólafi Thors um vantraust á stjórnina. þar sem Ólafur átti þá orðið meirihluta á iundinum hefði mátt ætla, að liann gerði hávaða út af þessum úrskurði. En svo varð þó ekki. Ástæðan til þess var sú, að fram voru komnar tvær tillögur, önnur frá Jónasi Jónssyni, er var á þá Ieið, að fundurinn vítti fyrirtæki, sem ætti ekki fyrir skuldum, en greiddi þó einum manni 25 þús. kr. i eftirlaun, hin frá Finni Jóns- syni, sem var á þá leið, að fund- urinn teldi það hreinustu óhæfu, að eitt fyrirtæki gæti skuldað tvö- Mestí hlátur í þingínu í mörg ár, þegar Gunnar Thoroddsen kvartar undan því að ekki hafi veríð sagt írá afmælíshátíð Heimdallar í útvarpinu Aflí Norðmanna ' EINKASKEYTI FÚ. þorskveiðar Norðmanna virðast á þessari vertíð ætla að ganga mun betur en í fyrra. þorskaflinn nemur síðastliðinn laugardag nærri 32.000 smálestum, en mun um sama leyti í fyrra rúmum 26.000 smál. Frá umræðum í neðri deild í gær um firéttafluining útvarpsins I gær urðu miklar umræður í neðri deild út af frv.., sem íhalds- menn hafa lagt fram, um breyt- ingu á starfstilhögun útvarpsins. Er aðalbreytingin, sem felst í frv., sú, að útvarpsráðið hafi umsjón og yfirstjórn fréttanna með hönd- um í stað þess að útvarpsstjóri hefir þetta starf nú. Eins og bent var á af Eysteini •Jónssyni og fleirum, sem þátt tóku : umræðunum, myndi þessi breyt- ing verða til þess að miklu meiri hætta yrði á því að fréttaflutning- ur útvarpsins yrði gerður pólitísk- ur. Útvarpsráðið er kosið pólitískri kosningu af Alþingi og útvarps- notendum og fengi það vald til þess að ráða yfir fréttaflutningn- um væri hætt við því, að hann mótaðist af sjónarmiði meirihlut- ans og yrði pólitískt hlutdrægur. Stórum meiri trygging fyrir hlut- lausum fréttaflutningi er að hafa þetta starf í höndum þar til valins trúnaðarmanns, sem skoðar sig ekki umbjóðanda neins ákveðins flokks, heldur rækir starfið fyrst og fremst með það fyrir augum að gæta hlutleysis. ómaklegar árásir á Jón Eyþórsson I sambandi við þessar umræður notuðu nokkrir íhaldsmenn tæki- færið til að ráðast að vanda á ýmsa starfsmenn útvarpsins og einkum reyndi Gunnar Thorodd- sen að bera Jóni Eyþórssyni hlut- drægni á brýn í erindum hans um daginn og veginn. Hrakti Eysteinn Jónsson allar þær ádeilur Gunnars lið fyrir lið og sýndi fram á að .Tón Eyþórsson væri tvímælalaust einn af allra vinsælustu ræðu- mönnum útvarpsins, enda væru útvarpshlustendur yfirleitt það þroskaðri en Gunnar Thoroddsen, að þeir létu rnenn ekki gjalda skoðana þeirra í landsmálum, í dómum sínum um útvarpserindi þeirra. faldan varasjóð Landsbankans eða um 6 milj. kr. Ólafur treysti jafn- vel ekki þeim flokksmönnum sín- um, sem eftir sátu á fundinum, ef þessar tillögur kæmu til atkvæða, og heimtaði þvi eklci atkvæða- greiðslu um vantrauststillöguna, því þá myndu hinar liafa verið bornar upp líka. Sýnir þetta mæta v.el, hvert álit Ólafur hefir á fylgi- spckt hinna trúustu flokksmanna sinna í Keflavík við Kveldúlf, onda þótt þeir fylgi honum dyggi- lega í öðrum málum. Allur pingheimur hlær Gunnar Thoroddsen fann að ádeilur hans á Jón Eyþórsson myndi ekki nægja til að sanna mál sitt og ætlaði því að koma með enn sterkari rök, máli sínu stuðn- ings. Voru þau á þá leið, að út- varpið hefði daglega skýrt frá störfum flokksþings Framsóknar- manna meðan það stóð yfir, en það hefði ekkert sagt frá árshátíð Heimdallar! þegar Gunnar hafði lokið þess- ari setningu var skellihlegið um allan salinn, á þingpöllum og í hliðarherbergjum. Mun sjaldan eða aldrei hafa verið hlegið meira á þingfundi og varð heldur lítið úr hinum unga þingmanni, enda mun hann þá hafa séð, að það væri nokkuð seinheppileg röksemda- færsla að telja það hlutleysisbrot af útvarpinu að setja ekki ein- hverja óvirðulegustu óreglu- og drykkjuskaparsamkundu til jafns við stærsta og veglegasta flokks- þing, sem haldið hefir verið á ís- landi. Nýr hlátur. „Mosa- skeggur“ getur ekkí varið frétta- pjófnað Valtýs með öðru en því að kalla Morgunblaðið heið arlegt blað! Litlu minni hlátur varð, þegar Sigurður Kristjánsson fullyrti, að Morgunblaðið væri heiðarlegt blað! En Sigurður Einarsson hafði áður í skarpri ræðu sýnt með ljós- um rökum fram á þjófnað þann og falsanir, sem Morgunblaðið fremdi daglega á hinum útlendu fréttum útvarpsins, mcð því að telja þær að meira eða minna leyti einkaskeyti. Lofaði hann að end- urtaka þau ummæli sín utan þing- helginnar og slcoraði á Valtý Stef- ánsson, sem væri útvarpsráðsmað- ur og aðallega stæði fyrir þessum þjófnaði, að stefna sér fyrir þau, ef hann þyrði! Hér í blaðinu hefir áður verið skýrt ítarlega frá þessum frétta- þjófnaði Morgunblaðsins, og fleiri stuldum Valtýs, án þess að hann treystist til að svara því einu orði. Er merkilega mikil linkind í því hjá fréttastjóm útvarpsins að láta Morgunblaðinu haldast uppi hnupl þess og falsanir refsingarlaust. Mesta ílón Islands og mestí húsameistari Noregs um uppdráttínn að Hallgrímskirkju Sama daginn og Valtýr Stefáns- íon, sem áreiðanlega er fáfróðast- ur allra þeirra manna, sem skrifa á íslenzku um liúsagerðarlist, réð- ist með ruddalegu yorðbragði á húsmeistara ríkisins, próf. Guðjón Samúelsson, fyrir teikningu hans á Hallgrímskirkju, bárust hingað bréf og blaðaummæli um sýning- una á íslenzkri húsagerðarlist í þiándheimi. Langfrægasti húsa- meistari Noregs, próf. Sverre Pedersen í þrándheimi fer þar m. a. mjög lofsamlegum orðum um teikninguna af Hallgrimskirkju og þykir hún helzt sambærileg að listfengi við Grundtvigskirlcjuna í Kaupmannahöfn, en það er talin fegursta kirkja, sem byggð hefir verið að nýju á Norðurlöndum síð- an eftir siðabót. Mun útdráttur úr grcin próf. Sverre Pedersen birt- ast hér i blaðinu á morgun. Verður nú fróðlegt að sjá hvort Valtýr Stefánsson, sem af flestum er álitinn mesta flón íslands, treystii' sér til að knésetja frægasta húsameistara Noregs í dómum um húsagerðarlist. Uppreísnarmenn ætla í Kataloníu LONDON: í grennd við Madrid stóöu grimmar orustur í gær, en af þeim hafa litlar fréttir borizt. í háskólahverfi borgarinnar, þar sem herlið uppreisnannanna er um- kringt, gerðu uppreisnarmenn til- raun til þess að rjúfa umsátur- lning stjórnarinnar, en árangurs- laust, að því er stjórnin tilkynnir. Uppreisnannenn segjast hafa tekið þorp eitt í Aragoníu og að margt manna hafi fallið í liði stjórnarinnar. Nazistar vínna sér til óhelg- is í Rúnieníu LONDON: Stjórnin í Rúmeríu liefir lokað um óákveðinn tima háskólum rík- isins og stúdentaheimilum, og mun framvegis gera ræka úr há- skólunum alla þá nemendur, sem fylkja sér undir merki ákveðins stjórnmálaflokks innan háskól- anna. í Búkarest er sá skilningur iagður í þessi fyrirmæli stjómar- innar, að þeim sé beint gegn hin- um fascistiska félagsskap, „járn- verðirnir", en þeir eru lýstir fjandmenn Gyðinga, lýðræðissinna og jafnaðarmanna. Sá atburður, sem leiddi til þess að stjórnin gerði þessar ráðstafan- ir var banatilræði, er sýnt var ein- víd Madrld að ná kolanámunum á sítt vald. BERLÍN: Enslca blaðið Daily Telegraph segir að uppreisnarmenn ætli sér að lierða sóknina á Aragóníu-víg- stöðvunum í þeim tilgangi að ná á sitt vald kolanámunum í Kata- loníu, og koma þannig í veg fyrir, að héraðið geti birgt sig upp af kolum. þá hafa orðið miklar orustur á ný á Jarama-vígstöðvunum. Segj- ast uppreisnarmenn hafa tekið tvo rússneska skriðdreka og telja sig þar með hafa náð af stjórnarhem- um alls 70 skriðdrekum af rúss- neskri gerð síðan borgarstyrjöldin hófst. — FÚ. Eden víll ílytja alla sjálfboðaliða af Spáni LONDON: í umræðum um utanríkismál í neðri málstofunni í gær sagði Eden viðkomandi Spánarstyrjöld- inni, að brezka stjórnin hefði frá því fyrsta fylgt hinni ströngustu hlutleysisstefnu. Hann gerði sér vonir um, að gæzlustarfið við strendur og landamæri Spánar yrði komið í framkvæmd í næstu viku, en sagðist álíta nauðsyn á því, að flytja í burt frá Spáni sem allra fyrst útlenda sjálfboðaliða. um prófessor háskólans í Búka- rcst, en tilræðismennirnir voru þrír stúdentar, allir meðlimir i fé- lagsskap „jámvarðanna". FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.