Nýja dagblaðið - 09.03.1937, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
\
Happdrætti Háskóla Islands
í dag
er síðastí söludagfur
fyrír 1. flokk.
T
Betra er seínt en aldreí.
Það berst ileíra fljótt en það sem ljótt er.
TIP TOP þvottaeiníð
er orðíð irægt á eínum mánuðí.
London í febrúar.
Þeir, sem þekkja til í Eng-
landi, vita, að hugir manna þar
til Þýzkalands hafa verið mjög
skiptir bæði í hinum þrengri
pólitísku samtökum og hjá al-
menningi. Með sönnu getur
maður sagt, að þessar and-
stæðu skoðanir um Þýzkaland
séu ein eftirtektarverðustu ein-
kennin á opinberu lífi í Eng-
landi um þessar mundir.
Sú stefna, sem óskar eftir
betri sambúð milli Breta og
Þjóðverja, hefir ekki sízt á'tt
ítök í bankahverfi Lundúna,
City. Helzta skýring þess eru
hin stóru lán, sem bankastofn-
anir í London hafa veitt Þýzka-
landi. Samanlögð upphæð
þeirra er 65 millj. sterlpd., af
þeim hafa 25 millj. punda verið
endurgreiddar, en afgangurinn
hefir verið „innifrosinn“ síðan
3 931.
Einmitt þessa dagana standa
yfir ráðstefnur í Berlín um
endurnýjun eldri samninga við-
komandi þessum lánum. Þjóð-
verjar hafa haldið fram að
þeim væri alveg ómögulegt
að taka upp afborganir að
nýju, en þær hafa legið niðri
síðan 1934. Ensku bankamir
hafa hinsvegar sýnt fram á,
að verzlunarjöfnuður Þýzka-
lands hafi verið hagstæður um
550 millj. marka á síðastl. ári
og Þjóðverjum ætti því að vera
kleif't að greiða a. m. k. 10
rnillj. punda á ári upp í afborg-
anir þessara lána. Að Þjóðverj-
ar vilja það ekki er i Englandi
talin sönnun þess, að þýzka
stjórnin noti allan erlendan
gjaldeyri til vígbúnaðar og póli-
tískrar undirróðursstarfsemi í
öðrum löndum.
City er því fyrir alvöru farin
að skilja það, að hún hefir —
NIC. BLÆDELs
, eins og einn fjármáiamaður
sagði nýlega — brennt sig á
fingrunum og febrúarhefti The
Bankers, er greinilegt merki
þess og vaxandi gagnrýni á
fjármálastefnu og stjórnmálum
lýzkalands.
Breytingin kemur ljósast
fram í þessum orðum ritstjór-
ans: „Ef við hefðum gefið
þetta hef'ti út fyrir ári síðan
liefðum við orðið gjaldþrota,
nú verðum við að láta auka
npplagið".
Áður en sambuð Englend-
. inga og Þjóðverja verður rædd
, nánara, er rétt að segja í aðal-
atriðum frá febrúarhefti The
, Bankers, sem fjallar um
Þýzkaland.
I
II.
i
Þessar greinar í The Ban-
ker eru skrífaðar af kunnug-
um mönnum og þar er hvergi
vikið frá efni. Forystugreinin
er s'tutt en hvöss. Aðalatriðið
er þetta: Vegna ás'tandsins inn-
anlands getur þýzka stjómin
neyðst út í stríð, „ef lýðræð-
islöndin eru sundurlynd eða
geta ekki eflt vamir sínar á
ný“. Hinsvegar getur traust
samvinna, á milli Frakka og
Englendinga, verið nóg til þess
að halda aftur af landvinninga-
áformum þýzku nationalist-
anna. Sú samvinna rnyndi enn-
fremur duga, til að stöðva hina
þýzku fjárþvingunarpólitík í
Nic. Blædel, einn af ritstjórum danska blaðsins Berlingskc
Tidende og sem talinn er einhver fróðasti blaðamaður Norður-
landa um utanríkismál, hefir undanfarið dvalið i London og
kynnt sér m. a. afstöðu Breta til pjóðverja íil að rita um það
efni í blað sitt. Hér fer á eftir ein aí þeim greinum hans. Á
undan henni birtist svohljóðandi formáli:
Tímaritið „The Banker“ er eitt af helztu fjármáiablöðum
Breta. Nú í febrúar kom út hefti, sem mikið umtal heflr vakið,
og, sem kalla má pólitiskan viðburð. JJað er 75 siður að stærð og
flytur margar ritgerðir, sem skarplega gagnrýna ýmsar hliðar á
fjármálalegu og pólitísku lífi pýzkalands.
utanríkismálunum (police of
blackmail).
Þannig lýsir biaðið afs'töðu
Englands til Þýzkalands: „Sér-
hver fjárhagsleg tilslökun eða
, eftirgjöf á landssvæðum við
hina núverandi stjórn Þýzka-
lands mun aðeins viðhalda
þeirri glæpamannaharðstjórn,
sem er orsök þess, að Evrópa
er eins og herbúðir".
Forystugreinin endar þannig:
„Auk þess, sem það stríðir á
móti skoðun almennings að
veita Þýzkalandi lán, þá hafa
fjármálamenn sýnt fram á það
með rökum, að séð frá bæjar-
dyrum lánveitanda er Þýzka-
land botnlaust gímald. Sá yfir-
borðsháttur og trúleysi á góð-
um málstað, sem mikil áhrif |
hefir haft á þýzk stjórnmál, I
hefir líka einkennt öll viðskipti I
ar. Schachts við enska banka |
cg lánardrottna, sem hafa ver-
ið nógu einfaldir til að treysta
loforðum Þjóðverjanna".
Þannig ræðst nú ritstjórinn
á Þýzkaland í forys'tugrein
sinni. Þær 16 greinar, sem á
eftir koma og samkvæmt ven-
ju blaðsins eru birtar nafnlaus-
ar, halda sér allar stranglega
við efnið. |
I
m.
Eins og menn munu vita,
hefir þýzka stjórnin ekki lagt
fram nein opinber fjárlög síðan
1934. í helztu greininni er nú
í fyrsta sinn gerð áreiðanleg ;
grein fyrir útgjöldum þýzku
stjómarinnar fi'á 1932—1937.
Við samningu þeirrar greinar ,
eru eingöngu notaðai' opinber- j
ar þýzkar tölur, sem með ná- j
kvæmri meðferð tryggja réttar
niðurstöður.
Greinarhöfundur kemst að '
þeirri niðurstöðu, að gjaldahlið j
þýzku íjárlaganna hafi aukizt !
úr 6,7 milljörðum marka 1932 j
I í 18,8 millj. marka 1937. !
Hin einstöku ár litu áætluð
útgjöld þannig út:
1932— 33 6,7 miljarðar marka
1933— 34 9,7 — —
1984—35 12,2 — —
1935— 36 16,7 — —
1936— 37 18,8 — —
1936—37 18,8 — — h.u.b.
Með nokkrum útreikningi er
nú erfiðleikalaust hægt að
greina á milli hernaðarútgjald-
anna og annara útgjalda. En til
þeirra fyrnefndu verður að
'telja: Hermannaskála, flug-
s'töðvar, hernaðarlega vegi,
o. s. frv.
Niðurstaðan verður, að
Þýzkaland hefir notað til víg-
búnaðar eftii*taldar upphæðir:
1933— 34 3 miijarðar marka
1934— 35 5,5 — —
1935— 36 10 — —
1936— 37 12,6 — —
Eða í fjögur ár: 31,1 mil-
jarða marka.
Af þessum tveim töflum
sést, að fjárlög Þýzkalands fyr-
ir 1936—37 reikna með 18,8
miljörðum marka í útgjöld og
af þeirri upphæð 12,6 — eða
66% — í vígbúnað. Hér má
geta þess, að 'tekjuhalli er
áætlaður 4,3 miljarðar marka.
í fjögur ár hefir Þýzkaland
notað 31,1 miljarða marka (55
þúsund miljónir ísl. króna) í
vígbúnað, eða 2,5 miljaiða ster-
lingspund. í samanburði má
geta þess, að samkvæmt um-
mælum Neville Chamberlains
fjármálaráðherra Englands í
neðri málstofunni nýlega þá
eru vígbúnaðarútgjöld Breta á-
ætluð 1,4 miljard sterlings-
pund á næstu fimm árum.
(Frh.).