Nýja dagblaðið - 09.03.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 09.03.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 9. MARS 1937. NYJA DAGBLAÐIÐ 5 argangu,s -56 ^ Tilkynning. Hérmeð tílkynnist, að vegna verðhækkun- ar á erlendum hráefnum, hækkar útsöluverð á vörum frá járn- og málmsteypum vorum um 20%, frá og með þessum degi. Reykjavík, 8. marz 1937. H.L Hamar. Vélsmíðjan Héðínn. Landssmíðja Islands. Annáill Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- grenni: Allhvass norðan. Bjart- viðri. Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnarsson, þvergötu 7, sími 2111. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn og Rcykjavíkur apóteki. Útvarpað í dag: kl, 10,00 Veður- fregnir, 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Véðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,30 pingfrétir. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Frétir. 21,Í0 Akureérarkvöld: a) ( Erindi (Steindór Steindórsson j menntaskólakennari); b) Karla- kórinn „Geysir'* 1 syngur (söngstj. Irsgimundur Árnason); c) Upp- lestur (Snorri Sigfússon skólastj.); d) Karlakór Akuroyrar syngur (söngstj.: Áskell Snorrason). Leikfimissýning. Nefnd, er starf- ar fyrir atvinnulaua unglinga_ bauð blaðamönnum og fleirum að vera viðstöddum leikfimissýningu í iþróttahúsi Jóns þorsteinssonar, þar sem 30 unglingar sýndu und- ir hans stjórn. Lögreglustjóri hcfir að fyrirlagi 1 lieilbrigðisstjómarinnar bannað allar almennar samkomur og allt skólahald í bænum, vegna inflú- cnzufaraldursins, þar t.il annað hefir verið ákveðið. Fiskmarkaðurinn í Grimsby í gær. Bezti sólkoli 98 sh. pr. box, rauðspretta 78 sh. pr. box, stór ýsa 26 sh. pr. box, miðlungs ýsa 28 sh. pr. box, frálagður þorskur 18 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 11 sh. pr. box, smár þorskur 10 sh. pr. box. í dag er síðasti söludagur happ- drættisins til 1. flokks. Dregið verður á morgun. Trúlofun. Síðastliðinn laugardag cpinberuðu trúlofun sína ungfrú Vcronika Hermannsdóttir frá Sandi og Lúðvík Albertsson frá Súðavík, starfsmaður hjá Kaupfé- lagi Hellissands. í Vestmannaeyjum var í dag afli mjög tregur á þa báta, sem komnir voru að landi kl. 18,30. í gær höfðu mestan afla Tjaldur 12000 kgr., Halkion 8000 kgr., og Hannes lóðs 6500 kgr. — FÚ. Skipafréttir. Gullfoss fór vestur r.g norður í gærkvöldi. Goðafoss var á Akureyri í gær. Brúarfoss er a leið til London. Dettifoss er í Grimsby. Lagarfoss var á Húsavík i gær. Selfoss fer til útlanda í kvöld. Esja fer vcstur kl. 9 í kvöld. Lyra var væntanleg til Vestmannaeyja í gærkvöidi. ísland fer frá Kaupmannahöfn í dag. Drottningin lcom til Kaupmanna- hafnar í gærmorgun. Hafnarfjarðarhöfn. Júní kom frá Englandi í fyrrakvöld. Snæbjörn kom að taka fisk í gær. Athygli skal vakin á auglýsingu frá Litlu Blómabúðinni, i blaðinu i dag. það líður nú óðum að þeim tíma, sem menn verða að ákveða það hvaða kál- og matjurtir þeir ætla að rækta næsta sumar; og blómafræi fara margir að sá inni úr því að komið er fram í miðjan rnarz. Jakob Jónsson ullarmatsmaður frá Seyðisfirði várð bráðkraddur bér í bænum aðfaranótt síðastlið- ins sunnudags. íþróttablaðið, febrúarhefti þessa árs, er nýkomið út. Efni þess er: Ilverjar eru orsakir til hinna lé- legu afreka íþróttamanna okkar?, : Efling skíðaíþróttarinnar, Bod- [ minton, eftir Friðrik Sigur- björnsson, Samanburður á Norð- urlandaþjóðum í frjálsum íþrótt- um, Aldarfjórðungsafmæli í. S. I., Skjaldarglíman, Skautaíþróttin beima og erlendis, Skíðakeppnin : Chamonix, íþróttafélag Reykjavík- ur 30 ára, o. fi. íþróttanámskeið vcrður haldið í alþýðuskólanum á Laugum í Reykjadal dagana 16. apríl til 1. Nýkomíð: mikið úrval af alls- konar b 1 ó m a- og m a t j u r t a f r æ i, Litla blómabúðín, Skólavörðusfíg 2. Símí 4957. K a u p i ð aðeíns Loftur. maí. Verður þar kennt sund, leikfimi, knattspyrna o. fl. og e. t. v. eitthvað bóklegra greina. Dvalarkostnaður verður 38 krónur fyrir pilta, en 34 krónur fyrir stúlkur. I gær var norðaustanált um allt land. Allhvasst á Suðurlandi pg Austurlandi, en stillt veður á norðvesturlandi. Fros 3—6 stig. Auglýsíng um bann gegn samkomum og skólahaldí vegna ínilúenzuiaraldurs Vegna vaxandí inSlúenzuSaraldurs heSir heilbrigðísstjórnin ákveðið að banna allt skóla- hald og allar almennar satnkomur hér í um- dæminu Srá og með deginum í dag uns öðru- vísi verður ákveðið. Lögreglustjórinn i Reykjavík 8. marz 1937. Jónatan Hallvarðsson settur. Frosið kjöt aS vænu rosknu íé seljum við í heildsölu. Kjötið er ágætt og mjög ódýrt samanbor- ið við aðrar matvörur. íshústð Herdúbreið Sími 2678. Garnir Kaupum galtaðar, vel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Gamastöðin, Reykjavík, Sími 4241. UPPREISNARMENN 34 — Oh, látið þér nú ekki svona, ungfrú Manners! Ég get vel skilið, að yður er ekki um að tala ó- hindrað við hvem sem er um þetta, en ég er þing- maður, eins og þér vitið, og það sem meira er, per- sónulegur vinur forsætisráðherrans. Það var að þakka sérstöku leyfi frá sir Robert Camford, að ég skoðaði mig um í X þann dag, sem ég hafði ánægj- una af að hifcta yður. Hann þagnaði snöggvast eins og til að láta Mary skilja þetta betur og hélt svo áfram: — Ég skil, að þér unnuð við rannsóknardeildina, sem fæst við allt, er að flugmálum lýtur .... Auð- vitað hafið þér séð hinn gáfaða, ameríska uppfinn- ingamann í X, Philip Van Loan held ég hann heiti ? Aftur fann hún, að nú bar að vera á verði. En hún varð að komast að því, hvað maðurinn vildi vita. Var það ekki hlutverk hennar? —• Ég sá hann einu sinni á skrifstofu hr. Drys- dales. — Dásamlegur maður á öllum sviðum, ungfrú Manners. Hin auðuga þjóð, sem ól hann, má vera hreykin af. Þér hafið náttúrlega séð eitthvað af teikningum og áætlunum haps, ungfrú Manners? — Þér verðið að afsaka, þótt ég svari ekki svona spurningum, hr. Saunders. Þér sjáið, að þegar ég kom fyrst til X, þá gef ég hátíðlegt loforð um að segja aldrei frá neinu, sem ég kæmist að, meðan ég væri í X. — Auðvitað! Ég skil það mætavel. En þér eruð ekki lengur í X, ungfrú Manners. Hann leit nú hvasst á hana. — Loforðið, sem ég gaf þeim verður að halda, hr. Saunders. — Jæja þá. Ég viðurkenni þetta, þótt ég sé að vissu leyti sá maður, sem má spyrja um slíkar upp- lýsingar, þar eð ég er vel þekktur þingmaður. Ann- ars óska ég yður til hamingju með varkárni yðar, ungfrú Manners. Við skulum ekki ræða þetta leng- ur. Ég ætla að hringja eftir kaffi. Mary hugsaði, að hún mætti ekki láta blekkjasi á þessari breytingu á framkomu Saunders; maður- inn var með leikaraskap. Hann hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum, þegar hún vildi ekki segja honum þetta litla, sem hún vissi um flugvéiatilraun- imar, sem gerðar höfðu verið í X. En hann hafði reynt að dylja gremju sína. Kvenmaðurinn, sem átti að vera ráðskona í þessu eyðilega húsi, kom inn með kaffið. Ilún setti það á lítið borð og muldraði: Prófessorinn er kominn, herra. — Prófessor Burger? — Já, herra minn. — Hamingjan góða, sagði Saunders og þaut á fætur. Þetta er mjög almennilegt af honum. En það lán! Kæra ungfrú Manners! Burger prófessor er gamall vinur minn. Hann er frekar undarlegur, en mjög áhugasamur og skáldlegur maður. Er yður sama, þótt hann lcomi inn til okkar? — Já, já. Ennþá fann hún, að hún varð að vera á verði. Hún ákvað að taka vel eftir þessum manni, sem var svo skáldlegur, eftir því sem Saunders sagði. — Biðjið prófessorinn að koma hingað inn, sagði Saunders með uppgerðar blíðu. — Já, herra minn! Ráðskonan fór ú't úr herberg- inu og leit íbygginn á Mary um leið og hún kom fram að dyrunum. Það varð orð að sönnu, að Burger prófessor var undarlegur og það fór hrollur um Mary þegar hann kom til hennar. Hann var með þykkt, feitiborið hár. Iiann var langleitur og fölur, en augun voru óeðlilega skær. Ilann var hár, en lotinn í herðum. Aldurinn kring um fertugt. Hann var hirðuleysis- legur í klæðaburði, í fötúm sem fóru svo illa, að hver nýtízku betlari myndi hafa skammast sín fyrir. — Ah! Þetta var mjög vel hugsað af yður, pró- fessor! sagði Saunders í tón, sem Mary fannst óheyrilega ruddalegur. — En það er gestur hjá yður. Þér eruð alveg upp- tekinn! sagði komumaður og gekk nokkur skref aftur á bak. — Það er alveg rétt ... leyfið mér að kynna yður. Þessi ungfrú er nýi einkari'tarinn minn ... ungfrú Manners — Burger prófessor. — Ég hefi ánægju af að kynnast yður, ungfrú Manners. Ég veit að yður mun líka vel við Saunders vin minn. Hann hélt út hendinni. Hún var eins og kló á fugli. Hræðilega kræklóttir fingur, litaðir af tóbaksreykingum og neglurnar nagaðar upp í kviku.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.